Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 7
viktoríönskum hægindastól og slær sér á læri. Eftir að hafa heilsað — hann tekur í kveðju- skyni í fótinn á mér í þetta sinn — stingur hann upp á smáhress- ingu: „Við skulum fá okkur marihu- ana.“ Vern vefur retturnar, hverja óaðfinnanlega jafna, fingrafimur og hraðvirkur eins og útlærður vindlavefjari. Heimili Kris Kristoffersons ber vott um látleysi eins og reyndar bíllinn hans líka og föt- in, sem hann gengur í — allt er lítt áberandi og hentugt til síns brúks. íbúðarhús búgarðsins er hálffalið inni á milli runnagróð- urs. Húsið keypti hann fyrir sjö árum „handa þeirri litlu, til þess að hún geti alist upp hérna.“ Á hlaðinu sitja fjórir svartir kett- ir.„ Rita skildi þá eftir," segir hann. Hann segir oft eitthvað svipað, og í hvert sinn hljómar það eins og hann vilji gera lýð- um ljóst: Rita fór frá mér, hérna. „Casey býr lengstum hjá mér,“ segir Kristofferson eins og til skýringar á húsbúnaðin- um í stofunni. Inn á milli „hans“ húsgagna, sem bera vott um smekk karlmanns — stór sófi, píanó — eru svo „hennar" hús- gögn — dúkkuhús, leikföng á víð og dreif, á hurðina er málaður regnbogi. Vern segir: „Á meðan Rita bjó hér, var alltaf fullt af fólki hérna í húsinu ... Kris fer meira einförum." Söngkonan og eiginkonan Rita fór frá honum á meðan hann var að leika í „Rollover" í Montana. „Um hverja helgi fór ég heim til þess að koma í veg fyrir, að heimilið mitt leystist upp... Núna er fjölskyldan tvístruð, og hinn yfirgefni segir: „Ég verð að taka því. Eg á einsk- is annars úrkosti." Eftir skilnaðinn hefur Krist- offerson þjáðst af kvilla, sem al- gengur er hjá listamönnum, þegar eitthvað alvarlegt bjátar á: Maður sýnir sálarkvalir sínar og fær svo aftur að sjá og reyna, hvernig áheyrendurnir taka þessu sem „ágætri skemmtun". Nýju textarnir hjá Kristoffer- son eru að verulegu leyti endur- ritun á tilfinningum hans sjálfs — og þeir eru svo sem oft nógu kaldhæðnislegir. „Ég lagði allt í þessa söngva," segir hann. Fyrir breiðskífuna „To The Bone“ („Inn að beini“) fékk hann þá beztu gagnrýni, sem nokkur plata af þessu tagi hefur hlotið á síðustu árum í Bandaríkjunum. Alveg á næstunni ætlar hann í söngferð með þessa söngva sína á verkefnaskrá, og kemur þá fram á tónleikum víða í Evrópu og öðrum heimshlutum. Fyrst um sinn hefur hann ekki í hyggju að leika í kvik- myndum; það sé líka betra að láta það vera í bili, segir hann: „Ég vil hvort eð er heldur vera heima hjá Casey." Sem stendur snýst allt um hana í lífi Kris Kristoffersons. Hann elskar ekki bara þessa dóttur sína, hann tilbiður hana beinlínis: „Hún hefur erft það bezta frá okkur báðum,“ segir hann. Því næst slær hann báðum kreppt- um hnefunum á bringu sér: „Það borgar sig allt fyrir hana! Allt borgar sig hennar vegna!" Laura Cunningham Veröldin vonzkufull sem hann viðaöi að sér efni í heimspekirit sitt „Die Welt als Wille und Vorstellung". Olíumálverk eftir Ludwig S. Ruhl. Um heimspek- inginn Arthur Schopenhauer Um Arthur Schopenhauer hefur stundum verið sagt, að hann sé sá heimspekingur, sem hvaö dýpst kaf- ar í heimspekilegri hugsun og hafi haft til að bera víðfeðmari og skarp- skyggnari ályktunarhæfni en flestir aðrir hugsuðir sinnar samtíðar. Schopenhauer hlaut, þegar laust eftir miðja 19. öld, viöurkenningu margra andans manna sem einn af sérkennilegustu hugsuðum evr- ópskrar heimspeki, en í heimspeki- kenningum sínum fór hann engan veginn troönar slóöir. Hann var þvert á móti nær algjörlega á öndverðum meiöi við flesta samtíðarmenn sína, sem stunduðu heimspeki, og var enda lengi vel hunzaður af samtíö sinni eða í hæsta lagi hafður sem aðhlátursefni vegna sérvizku sinnar, óútreiknanlegrar og oft stórfuröu- legrar framkomu. Hugarheimur Hegels Skærasta Ijós þýzkrar heimspeki þeirra tíma, Georg Wilhelm Friedrich Hegel, hélt fyrirlestra sína við Berlínarháskóla fyrir troðfullu húsi andaktugra áheyrenda. Heg- el blés mönnum í brjóst og hug óbifanlegri trú á alhliða framfarir mannkynsins á kom- andi öldum. Heimspeki Hegels grundvall- aðist í höfuðdráttum á þeirri sannfæringu hans, aö menn yröu aö gera sér Ijóst þaö, sem unnt er aö þekkja og eins þaö, sem getur verið. Samræmi hlutanna boöaöi framfarir með skynsemina og sannleikann að leiðarljósi. Hið þríþætta díalektíska kerfi Hegels fann dygga lærisveina, m.a. í stúd- entunum Karli Marx og Friedrich Engels, sem alla ævi höfðu Hegel meira eða minna að heimspekilegu leiöarljósi. Um sömu mundir eða á árunum 1820—22 hélt Schopenhauer einnig heim- spekifyrirlestra sína í Berlín — fyrir gal- tómu húsi. Hiö illa viö völd Heimspekistefna hans gekk í berhögg viö bjartsýnis-bollaleggingar og framfara- hugmyndir hins löngu viðurkennda tízku- heimspekings Hegels, því í grófun dráttum gengu hugmyndir Schopenhauers út á, að heimurinn væri á heljarþröm; heimurinn er skapaöur af hinu illa og honum stjórnaö af hinu illa. Heimur fullur þjáninga og sárs- auka mönnum og allri skepnu til kvalræðis. Hin heimspekilega mynd Scophenhauers af veröldinni var þannig barmafull af svart- sýni, tortímingu og vonleysi, þar sem viljinn til illra verka er hiö drottnandi afl, en mað- urinn geti aðeins bjargast í gegnum þenn- an galdna heim af sínum eigin persónulega vilja, festu og heilbrigðri eðlishvöt. Þetta og annað áþekkt í heimsmynd Schopenhauers voru harla annarlegir. og fráhrindandi tónar í eyrum fylgismanna hinnar óstöðvandi framfarahyggju Hegels, og fyrirlestrarsalur Schopenhauers var líka í reynd svo til tómur þau tvö ár, sem hann dóseraði í Berlín. Þyrnum stráð lífsbraut Þessi furðufugl heimspekinnar var fædd- ur í Gdansk eöa Danzig áriö 1788; faöir hans var vel efnaður kaupmaöur þar í borg, svo að drengurinn fékk aö njóta allra lífsins gæöa í æsku og fram á fulloröinsár, þar á meðal beztu fáanlegrar menntunar. Innan við tvítugt hafði hann, samkvæmt eindreg- inni ósk föður síns, hafið verzlunarnám hjá stórkaupmanni einum i Hamborg. En verzl- un og viöskipti náðu aldrei aö heilla hug hans nægilega. Þegar faðir hans því lézt snögglega og við mjög einkennilegar kring- umstæður árið 1805, hvarf Arthur frá verzl- unarnámi og hélt áfram námi i æðri skólum bæöi í Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi. Áriö 1809 lét hann innrita sig við Háskól- ann í Göttingen og lagði stund á heimspeki og náttúruvísindi, latínu og grísku. 1811 hélt hann til Berlínar og gerðist lærisveinn hinna kunnu heimspekinga Johanns Fichte og Friedrichs Schleiermacher. 25 ára gam- all flutti hann doktorsvörn sína viö Háskól- ann í Jena eftir að hafa lagt fram heim- spekirit sitt, „Úber die vierfache Wurzel des Satzes vom zureichenden Grunde" (1813). Þótt samband Schopenhauers við móður sína hefði alla tíð verið heldur kuldalegt og færi versnandi meö hverju ár- inu, þá heimsótti hann hana í Weimar eftir að hann hafði varið doktorsritgerð sína og dvaldi rúmlega eitt ár hjá henni. i Weimar kynntist Schopenhauer höfuöskáldi Þjóö- verja, Johann Wolfgang von Goethe, og átti viö hann mjög uppbyggilegar viðræöur. Goethe mat hinn unga heimspeking mjög mikils og lét svo ummælt um Schopenhau- er: „Hann á einhvern tíma eftir að vaxa okkur öllum yfir höfuð." í Weimar las Schopenhauer indverska heimspeki af kappi. í rómantískum anda Um þrítugt hafði heimspekingurinn frá Danzig „leyst heimsgátuna", því árið 1819 kom út það heimspekirit hans, sem líta verður á sem aðal stefnuyfirlýsingu Schop- enhauers: „Die Welt als Wille und Vorstell- ung,“ (Heimurinn sem vilji og ímyndun). í þessu verki kemur fram kenning Schop- enhauers um, að hinn illi vilji sé ráðandi í heiminum og muni að lokum steypa veröld- inni i botnlausa óhamingju og volæði. Heimspekifyrirlestrar þeir, sem hann hélt við Berlínarháskóla nokkrum árum síðar, voru og mjög í þessum svartsýna anda, enda bæröi hrifningin hvergi á sér fyrst í staö yfir kenningum Schopenhauers. Ein- mana og vonsvikinn fór Arthur Schopen- hauer alfarinn frá Berlín og settist að í Frankfurt am Main. Hann hafði erft það mikla fjármuni eftir fööur sinn, aö hann gat lifað áhyggjulausu lífi af eignum sínum, og í Frankfurt bjó hann til dauöadags. Heim- speki hans virtist gleymd og grafin, og þeir fáu, sem héldu sambandi við þennan furö- ufugl, undruðust beizkju hans og mannhat- ur, sem hann lét oftsinnis í Ijós. Þaö var aöeins fáum árum fyrir dauða hans (1860), að hin rómantísku skáld samtímans upp- götvuöu hina krassandi heimspeki Schop- enhauers og orðstír hans barst víöa um lönd. „Aldrei nokkurn tíma hef ég notið þvílíkrar andlegrar hamingju ,“ sagði rússneska skáldiö Lev Tolstoi eftir að hafa lesið verk Schopenhauers. August Strind- berg og Henrik Ibsen voru miklir aðdáend- ur Schopenhauers eins og síöar þýzku skáldin Wilhelm Busch og Thomas Mann. Franska skáldiö André Gide (d. 1951) sagði um Schopenhauer, að þaö heföi veitt sér „ólýsanlega hrifningu og sælu“ að lesa rit þessa sérkennilega fulltrúa þýzkrar heim- speki. Landi hans, Jean Amery, hvatti alla „byltingarsinna“ til að kynna sér verk Schopenhauers, sér til andlegrar uppbygg- ingar og þroskaauka. 7 \j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.