Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 5
 x> Er þetta allt fjölmiðlunum að kenna? Nú um stundir er dálítið erfitt að fóta sig vegna ófærðar á vegum dagsins. Margir virðast líka hafa tapað áttum. Daglega berast frétt- ir af nýjum verðhækkunum, nauð- ungaruppboðum og þrengingum í atvinnulífi. Tíðar eru frásagnir af hvers kyns flokkadráttum, upp- lausn og sundrungu. Náttúruöflin láta ekki sitt eftir liggja íþessum darraðardansi og gusa yfir þjóðina hverri holskefiunni á fætur ann- arri — stundum með válegum af- leiðingum. Það er komið fram á þorra, en hvergi hægt að greina sólskinsblett fyrir úlfgráum óveð- ursbólstrum í eiginlegri merkingu og táknrænni. fann fjölmiðlum allt til foráttu og rökstuddi mál sitt af eldmóði. Fjöl- miðlarnir væru búnir að gera Is- lendinga að óhemjum og vitleys- ingjum, sem kynnu ekki að hugsa sjálfstætt. Um eðlilega duttlunga í íslenzku veðurfari væri fjallað eins og heimsstyrjöld hefði skollið á, og engir aðrir en fjölmiðlar væru ábyrgir fyrir öllu stjórnleysinu. „Það eru þeir, sem ráða því, hverj- ir komast til áhrifa og hverja á að taka úr umferð, “ sagði hann. „úg heldurðu að það sé kannski einhver tilviljun, hversu margir fjölmiðla- menn eru á framboðslistunum ...“ Ég var orðin svo spennt að fylgj- ast með orðum þessa kokhrausta samferðamanns að ég stein- gleymdi að fara útúr vagninum og þurfti að skakklappast langa leið á glerhálli jörð, áður en ég komst heim til bús og barna. En milli þess sem ég einbeitti mér að því að halda jafnvæginu, leiddi ég hug- ann að orðum karls og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna dálítið sannleikskorn, en ■ kannski bara hálft. Að sjálfsögðu verður fjölmiðlum varla um það kennt, hversu veður- farið gengur nærri mannfólkinu. A.m.k. greina gamlar heimildir og bókmenntir frá bændum, sem lögðust íþunglyndi á útmánuðum og ungum konum sem ærðust í skammdeginu, löngu áður en fjöl- miðlar tóku að láta að sér kveða. Hitt er að vísu rétt að fjölmiðlar hafa fengið mikið vald yfir skoð- anamyndun í landinu. Réttara væri þó að segja, að stór hluti landsmanna hafi afhent þeim þetta vald möglunarlaust og firrt sjálfa sig þeirri ábyrgð að taka sjálfstæða afstöðu til manna og málefna út frá upplýsingum fjöl- miðla. Obbinn af fjölmiðlafólki sinnir skyldu sinni vel og heiðar- lega, þó að eitthvað sé um einsýna trúboða þarna innanum. Eitt er þó alveg rétt hjá lerðafélaga mínum. Það er engin tilviljun, hversu mörgum fjölmiðlamönnum hefur skotið upp á framboðslistunum. Þegar talmyndir leystu af hólmi þöglu kvikmyndirnar í eina tíð, voru góðir leikarar í hrönnum reknir út á kaldan klakann. Ástæðan var sú, að raddir þeirra hljómuðu ekki sem skyldi eða framburðurinn var eitthvað an- kannalegur. Svona nokkuð er sök sér í heimi kvikmyndanna. En stjórnmál í lýðræðisríki eiga hvorki að vera kvikmyndir né leikhús, heldur bláköld alvara. Með auknum styrk fjölmiðla og þá einkum sjónvarps, hefur þó svipuð þróun orðið á vettvangi stjórnmál- anna. Ymsar manngerðir hafa bókstaflega verið dæmdar þaðan úr leik, því að þær falla ekki inn í þá glansmynd, sem krafizt er. Þær kröfur eru ekki settar fram af fjöl- miðlunum sjálfum, heldur af neyt- endum, sem vilja ekki hlusta á smámælta menn eða horfa á ófríða menn og eru áhugalausir um hóg- væra menn, þótt allir hafi þeir margt til brunns að bera. Ándlegt atgervi er ekki lengur prófsteinn á velgengni í stjórnmálabaráttu, heldur það „hversu vel menn koma fyrir í fjölmiðlum“. Og hvað er þá eðlilegra en að einhverjir stytti sér leið ígegnum fjölmiðlana. I stað þess að sanna forustuhæfileika sína í félagasamtökum eða með margra ára puði innan stjórnmála- flokka, gerast menn einfaldlega þulir, umsjónarmenn dægurþátta eða galvaskir hlaðamenn og sigla þaðan hraðbyri til vinsælda og áhrifa. Ýmis stjórnmálaöfl hafa svo fært sér í nyt þennan hégóma- skap háttvirtra kjósenda og ganga með grasið í skónum á eftir vin- sælum fjölmiðlamönnum og fá þá iil fylgilags við sig. Afleiðingarnar eru svo hluti af þessum vandamálum sem við erum að súpa seyðið af núna. Menn, sem þiggja vald sitt af áhrifamætti fjölmiðla standa oft íþeirri trú að framabraut þeirra ráðist af kast- ljósi líðandi stundar. Því er allt kapp lagt á að hafa túlann uppi og segja eitthvað sem vekur athygli, þótt það sé aðeins hljómmikil inni- haldsleysa. Vandinn, sem þeir eiga að leysa er bara hjóm í saman- burði við réttan klæðnað og sviðsframkomu. Og aðrir dansa með. Meðan vígorðin skella á hlustum okkar og ábúðarmiklar grímur gína við sjónum, hrannast erfiðleikarnir upp og verða ef til vill að skriðu sem við fáum ekki umflúið. Erfiðleikar og óáran verða ekki skrifuð á reikning fjölmiðla. Þeir eru umfram allt tæki sem endur- spegla og túlka atburði og hrær- ingar íþjóðlífinu. En sjálf verðum við að fóta okkur og halda áttum, eins og í hálku og hríðarkófi. Gudrún Egilson „Þetta ástand er allt bansettum fjölmiðlunum að kenna, “ sagði vígreifur náungi í strætisvagni um daginn. Hann lét dæluna ganga við sessunaut sinn og var í úfnu skapi, eins og eðlilegt er, þegar lægðirnar skella ein af annarri yfir landið, þjóðlífið og sálir mannanna. Ég sat fyrir aftan þá og hugsaði sem svo, að öllu mætti nú nafn gefa, en varla væri hún svona skaðleg þessi atvinnugrein, sem éghefði föndrað við á átjánda ár. Reyndi samt að láta lítið á mér kræla og lagði við hlustir af þeirri kitlandi forvitni, sem jafnan er fylgifiskur blaða- manns. Og karl hélt áfram. Hann voru og sér þeirra lítinn stað. Ég gekk þarna um svæðið á liðnu sumri með Örlygi Hálfdánar- syni, sem mundi úr bernsku sinni, hvernig Stöðin hafði litið út. Hann benti á brot af stein- steypuvegg, sem enn stóð uppúr mölinni á sjávarkambinum og sagði: „Þetta er nú það sem eftir er af lýsisbræðslunni, eða öllu heldur: Þetta sem við sjáum hér, er hluti af bræðslupottinum." Eitt stendur þó óhaggað að mestu og það er grjótkanturinn, sem hlaðinn var úr traustu hleðslugrjóti austan á Sund- bakkanum. Út frá þessari grjóthleðslu, sem svo vel hefur staðizt tímans tönn, liggur göngubrú útá flotbryggju þeirra Snarfaramanna á svipuðum stað og bryggjuhausinn fyrrum — og við þessa flotbryggju er hægt að leggja bátum og ganga í land. Og þessvegna hafa sport- bátaeigendur litið þann ónotaða Sg næstum ónýta barnaskóla ýru auga sem félagsheimili. Á bakkanum er eyðingin ann- ars svo til alger. Aðeins standa uppi steinsteypt veggjarbrot og Örlygur gat bent á hvar fisk- verkunarhúsin voru, kolaportið og olíubirgðastöðin, vegna þess að hann vissi það frá gamalli tíð. Og einhverntíma varð sú breyting, sem skiptir harla litlu máli, að Útvegsbankinn seldi Hafnarsjóði Reykjavíkur spild- una á Sundbakka. Eins og áður er nefnt, á ríkið skák umhverfis Viðeyjarstofu, en Viðey er að öðru leyti í eigu Stephans Stephensens. Hver verður fram- tíð Viðeyjar? Á fallegum sumardegi er gott að staldra við á Skúlahóli, efst á Heljarkinn, og líta yfir sviðið. Maður sér fyrir sér hljóðlátt sysl munkanna niðri í klaustr- inu, bænasöngl þeirra og búsýsl. Við sjáum Diðrik frá Mynden læðast á land og lífið í Viðey verður aldrei aftur sem fyrr. Við sjáum útsendara Bessastaðavaldsins og síðan bjart skin eftir skúrir: Skúli Magnússon bregður stórum svip yfir dálítið hverfi og lætur rísa myndarleg hús úr varanlegu efni. Við sjáum þeim bregða fyrir líkt og skuggamyndum á tjaldi, Ólafi Stefánssyni, Magn- úsi konferenzráði Stephensen og Ólafi sékrétera. Við sjáum menn nútímans virða fyrir sér eyna og hefjast handa um stóra hluti: Eggert Briem, Thor Jensen og Pétur J. Thorsteinsson. Við heyr- um hamarshögg gjalla, hús rísa og gufuskip blása til brottferð- ar, hlaðin saltfiski handa Synd- íkatinu á Spáni. Við sjáum þetta mást út líkt og einhver hafi far- ið með strokleður yfir Sund- bakkann. Og í eynni stendur nánast ekkert eftir nema handa- verk brautryðjandans Skúla; Viðeyjarstofa og kirkjan. Allt um kring bylgjast grængresið fyrir hafgolunni, en þeirri spurningu er enn ósvarað, hven- ær nýtt blómaskeið hefst í Við- Frh. á bls. 20. Komið að endalokum. Búið er að rífa hafskipabryggjurnar og við bólverkiö liggur uppskipun- arbátur með heysátur sem sótt- ar hafa verið vestur á Eiðið og settar þar um borð á Kattar- nefinu sem er sjálfgerð bryggja frá náttúrunnar hcndi. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.