Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 13
landi, en fór á efri árum aftur heim á Kolkuós að þjóna þar í ættstofni sínum.“ Fjölbreyttur gang- ur og þjál lund Hörður frá Kolkuósi var sem fyrr segir af Svaðastaðastofni. Um þann stofn segir Theódór Arnbjörnsson, fyrsti hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands, svo í grein í Búnað- arritinu 1924: „Svaðastaða-ætt. Vorið 1921 sýndi Pálmi Símonarson á Svaðastöðum brúnan hest, fimm vetra gamlan, Sörla að nafni. Hann hlaut þá 1. verðlaun. 1923 sýndi hann Sörla aftur og al- systur hans brúna, ári eldri, er hann nefndi Tinnu, og hlutu þau bæði 1. verðlaun. Þau voru af hrossakyni Jóns „rík“ á Svaða- stöðum. Hafði Jón lagt mjög mikla stund á að rækta hrossin vel, og borið góðan árangur. Þarna fór svo giftusamlega, að Pálmi, sem tók við af Jóni, lagði ekki minni stund á hrossarækt- ina en frændi hans hafði gert. Um aldamótin girti Pálmi heimaland sitt, og síðan hafa hross hans verið einangruð, og ekki fengnir stóðhestar að, svo hrossin hafa verið hreinræktuð undir glöggu eftirliti, enda er árangurinn góður. Sörla tel jeg fegursta stóðhestinn, sem jeg hefi sjeð, og systir hans honum líka. Svaðastaða-hrossin tel jeg svo góð, að þá væri vel ráðið ef þau breiddust út til kynbóta, og ættu hrossaræktarfjelög að leita þangað til hestakaupa sinna.“ Fjórtán árum síðar ritar Theódór enn um Svaðastaða- stofninn, og telur Gunnar Bjarnason, síðar hrossa- ræktarráðunautur, að þar fari í fyrsta skipti á prent fagleg lýs- ing eða dómur á þessu hrossa- kyni: „Þessir hestar eru þá allir ættaðir frá Svaðastöðum, af- komendur Sörla, nr. 71. Hann var fæddur 1916, og notaður til undaneldis á Svaðastöðum, þar til hann var seldur Hrossarækt- arfélagi Fljótsdalshéraðs snemma á vori 1924, en það not- aði hann til kynbóta til þess er hann var felldur 1936. Reyndist hann góður kynbótahestur. Sörli var í báðar ættir frá Svaðastöð- um, en þar hafa hrossin verið hreinræktuð um marga áratugi, og þolað vel skyldleikann. Hafa og hestar þaðan reynst áhrifa- ríkir þegar þeir blandast óskyld- um ættum. — Svaðastaðahross- in auðkenna sig sem ætt að þéttri, fínni byggingu, miklum vilja eða fjöri, fjölbreyttum gangi og þjálli lund. Eru þau því flest kergjulaus og ljúf í tamn- ingu, þó að þau séu nokkuð stygg í upphafi. Held ég þau bestu hrossaætt i Skagafirði um þessar mundir." Einn mesti reiðhesta- faðir í Skagafirði Gunnar Bjarnason hefur einnig ritað mikið um Svaða- staðastofninn, og er hann hafði gegnt starfi hrossaræktarráðu- nauts í tuttugu og tvö ár ritar hann svo í Búfjárfræði: „Þessi stofn er annar merk- asti hrossastofninn í landinu, vel gerður og kostamikill, skyldleikaræktaður og kynfast- ur. í stofninum býr fríðleiki og glæsilegur höfuðsvipur, ágætt sköpulag, fjör og ganghæfni. Skeið og tölt eru ríkjandi gang- tegundir. Einstaklingar af þess- um kynstofni hafa verið með fegurstu hestum landsins á síð- ari árum. Nokkuð ber á, að hest- ar af stofninum séu kýttir á bol og hálsstuttir, sérstaklega út af Blakk 169 frá Hofsstöðum. Margir eru hestar af þessum stofni nokkuð viðkvæmir og styggir. A seinni hluta 19. aldar hófst ræktun þessarar ættar á Svaða- stöðum í Skagafirði og var hún lengi klofin í tvær skyldar greinar, brúna og rauðblesótta. Sú síðarnefnda virtist vera fjörmeiri og fjölhæfari til reið- ar, en sú brúna var skapbetri og hæfði betur almennri notkun. Síðan hafa þessar tvær greinar blandast. Stofninn breiddist talsvert út um landið eftir 1925, og er kyn- bótahesturinn Sörli 71 frá Svaðastöðum, fæddur 1916, merkasti ættfaðir hans. Hann var fyrst notaður í Skagafirði, en síðar seldur austur á Fljóts- dalshérað, og þar var hann notaður til undaneidis í tólf ár. Margir góðir stóðhestar voru notaðir 1 landinu á sínum tíma undan Sörla 71. Skyldleikarækt- aðasti sonur hans var Léttir frá Svaðastöðum nr. 137, undan Sörla og alsystur hans, Tinnu, nr. 147. Varð sá hestur kynsæll, og koma tveir synir hans mest við sögu. Var annar Sörli frá Miklabæ nr. 168, sem notaður var fyrst heima á Svaðastöðum, en síðan á Miklabæ í Blönduhlíð. Var hann einnig undam Tinnu nr. 147 og foreldrar því mæðgin. Út af honum voru margar hryssur, sem Eggert Jónsson fékk á kynbótabú sitt á Kirkju- bæ á Rangárvöllum. Hinn sonur Léttis var Blakkur frá Hofsstöð- um nr. 169. Einn mesti reiðhestafaðir í Skagafirði á löngum tíma var kynbótahesturinn Hörður frá Kolkuósi nr. 112, sonur Sörla 71. Kolkuósstofninn hefur síðan fengið æ meira blóð af Svaða- staðastofni, sem segja má að sé allsráðandi í ætt hrossa í Við- víkursveit og utanverðri Blönduhlíð. Tveir stóðhestar af þessum stofni hafa markað spor í hrossaræktinni. Annar er Glaður frá Flatatungu nr. 404, sonarsonur Blakks nr. 169 (son- ur Úlfsstaða-Blakks), en móðir- in Blesa frá Flatatungu var dóttir Hóla-Blesa (sem var son- ur Léttis frá Svaðastöðum) og Axels-Brúnku (sem var dóttir Sörla 71). Glaður er því skyld- leikaræktaður Svaðastaðahest- ur. Hinn kjörgripurinn var lengi í eigu Páls Sigurðssonar og Jóns Pálssonar á Selfossi, heitir Hörður nr. 591 eins og forfaðir- inn og er frá Sigurmoni Hart- mannssyni á Kolkuósi. Hörður er undan stóðhesti af Svaða- staðastofni, Brekku-Brún, og Kolkuóshryssu." Þetta ritar Gunnar Bjarna- son, og greinilega er enginn vafi Frh. á bls. 16. The Diaries of.Franz Kafka EditedbyMaxBrod The Diaries of Franz Kafka 1910—1923 Edited by Max Brod Penguin Books Það þykir ljótur siður að hnýsast í dagbækur annarra manna og einkabréf. En þegar um er að ræða stórmeistara á sviði bókmennta, til dæmis, þá er það ekki frágangssök og vilja margir meina, að í sumum til- fellum sé það nauðsynlegt til skilnings manna á verkum skrifarans. Víst má til sanns vegar færa, að með því að lesa dagbækur Kafka bætist nokkuð við þekk- ingu manns á höfundi og verk- um hans. Kafka lét allt skrum sér í léttu rúmi liggja og bað reyndar vin sinn Max Brod að sjá til þess að öllum handritum hans yrði á bál kastað. Brod sveik vin sinn um þessa bón og á vissulega þakkir skyldar fyrir það. í dagbókunum opinberar Kafka þá veröld sem hann bjó við innra með sér, óttinn, ein- angrunin og sektin réðu þeim löndum en svo brjótast upp á yfirborðið myndir úr veruleik- anum allt í kring um hann, áhrifin sem faðir hans hafði á hann og konan sem hann kom sér aldrei til að kvænast fá sinn skerf og margt annað. The Diaries of Franz Kafka er rúmar 500 síður. Fylgja henni athugasemdir Max Brods, bibl- íógrafía og nafnaskrá. Þá hefur hún og að geyma nokkrar skyss- ur eftir Kafka sjálfan, en af þeim má ráða, að hann hafi ver- ið álíka einstakur teiknari og rithöfundur. The Penguin Book of Contemporary British Poetry Edited by Blake Morri- son & Andrew Motion Penguin Books 1982 Fyrir áratug eða svo þótti ekk- ert íslenskt skáld með skáldum, nema það væri þetta yfirmáta meðvitað. Og að vera meðvitaður á þeim árum fólst í því að vera innvígður eða utan á hópi sem fylgdist með ólátum í Víetnam og víðar. Þá ortu meðvituðu skáldin um böl og bjartsýni Ví- etnama og fóru síðan að yrkja um saltfisk. Var sá skáldskapur með ýmsum hætti og væri fróð- legt ef honum yrði safnað saman í eina bók. En það er víðar en á íslandi sem skáldin eru meðvituð. Eins og nærri má geta, hefur barátta N-íra orðið mörgum íranum að yrkisefni, og svo er með safnar- ana í þessari bók, að þeir telja frumkraft þessa nýja breska kveðskapar upprunninn á ír- landi. í inngangi eyða þeir miklu púðri í að dásama Seamus nokk- urn Heaney og ljóð hans. Hann yrkir gjarnan um írskar sveitir og þrá þeirra eftir einhverju sjálfstæði. En ekki yrkja þó einir írar pólitísk kvæði. í bókinni eru ljóð eftir þá Douglas Dunn og Tony Harrison. Dunn yrkir um mennina í Terry-stræti sem eru „too sad or too jovial" á sunnu- dögum og syngja fyrir börn sín þegar þeir skjótast heim í mat- inn. í þessari bók eru kvæði eftir tuttugu skáld og gefur hún sjálfsagt nokkra mynd af því sem nýjast telst í kvæðagerð á Bretlandseyjum. Kvæðin eru misjöfn, eins og við er að búast, en greinileg er sú tilhneiging að skáldin yrki fremur löng kvæði en stutt og hafa þá línur Keats í huga: Vilja ekki ljóða unnendur eiga sitt ríki að ganga um, velja og skoða og gleyma og finna svo aftur seinna í kvæðinu. The Penguin Book of Con- temporary Poetry er fyrsta sýn- isbók forlagsins á breskri ljóða- gerð síðan A. Alvarez sá um út- gáfu á The New Poetry árið 1962. Bók þessi er um tvö hundruð blaðsíður að lengd og eru stuttar umgetningar um höfunda aftast í henni. The Penguin Book of Contemporary P British Poetry Edited by Blake Morrison and Andrew Motion ALDOUS HUXLEY Edited by Michoel Horowltz and Cynthia Palmer Writings on Psychedellcs and the Visionary Experlence 1931-63 Aldous Huxley Moksha Writings on Psyche- delics and the Visionary Experience 1931—1963 Ed. by Michael Horo- witz and Cinthya Palm- er. Penguin Books Huxley er hvað frægastur fyrir Brave New World sem kom út 1932. í þeirri sögu er lyfið Soma notað svo þegnar framtíð- arríkisins geti látið sér líða vel undir alræðisstjórninni og stjórnin haft sína hentisemi hvað varðar afdrif þeirra. Huxley, sem átti líffræðing fyrir föður, varð á þeim árum, sem hann fékkst við að skrifa Brave New World, mjög spennt- ur fyrir lyfjum og verkan þeirra og olli sá spenningur því, að um síðir gleypti hann í sig LSD og þótti allnokkuð til þess koma. í Moksha eru tuttugu og sjö tilskrif Huxleys um lyf og efni tengd þeim, vanabindingu, auka- og hliðarverkanir o.s.frv. Þá eru og þrettán kaflar sem samanstanda af bréfum sem hann sendi áhuga- og atvinnu- mönnum í lyfjafræðum. Bókinni fylgir og biblíógrafía og nafna- og atriðisorðaskrá. Hún er á fjórða hundrað síður. Huxley fæddist á Englandi 1894, og var orðinn því sem næst blindur af bóklestri, eins og Milton á unga aldri, hætti lækn- isfræðinámi og lagði stund á ensku. Hann var blaðamaður um tveggja ára skeið eftir heimsstyrjöldina fyrri og flutti sig um set til Ameríku 1937, og hafði þá gefið út eftir sig nokkr- ar bækur. Hann skrifaði kvik- myndahandrit, ferðabækur, greinar og skáldsögur jöfnum höndum. Hann hélt fullri starfs- orku fram í andlátið, sem bar að 1963 í Kaliforníu, sem þá var á góðri leið með að verða sæluríki þeirra sem flýja vildu hvunn- daginn og létu sér ekkert óeitrað óviðkomandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.