Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 2
Norðurstjarnan er lítið skip, sem siglir með vistir og farþega meðfram strönd Noregs og fer innan skerja. Skipið kemur víða við og heldur jafnvel uppi ferðum á nyrstu hafnir. Frá norður- odda Noregs tekur það stefnu á leið til útvarða hinna fjarlægu eyja Bjarn- eyjar og Svalbarða (Spitz- bergen). í byrjun júlí síðast- liðið sumar (1982) erum við Sigrún meðal farþega og er- um komin norður undir Bjarnarey eftir sólarhrings siglingu frá Nordkapp í Nor- egi. Veður er kyrrt og sjór sléttur en himinn er skýjum hulinn. Við Bjarnarey eru þokur tíðar, þar sem kalt heimskautaloftið leggst yfir hlýjan Golfstrauminn. Um nokkurt skeið hefur skipið plægt niðdimma þokuna, en á sjólaginu má nú greina að komið er í landvar, og loks hillir undir klettadrang í grámóðunni. Innan stundar sjást suðurhamrar eyjarinn- ar. Siglt er upp að björgun- um, sem eru þéttsetin varp- fugli. Norðurstjarnan liggur við bryggju í Nýja-Álasundi, nyrstu byggð í heimi. Dr. Sturla Friðriksson Fyrri hlllti Norður í.Dumbshaf Heimskautastöðin í Nýja-Álasundi. Loftið kvikt af fugli Þokan greiðist nægilega mikið frá til þess að gefa áhorfendum af skipsþiljum snögga sýn inn á hið stórkostlega svið, þar sem leikinn 'er hánorrænn þáttur bjargbúa með listflugi og ómandi samhljómi af sjófugla- gargi. Bjarg, loft og lögur iða af lífi. Hafflöturinn er rákóttur af þjótandi svartfugii, sem hörfar í ofboði undan stefni skipsins. Loftið er kvikt af fugli, líkt og þar sé morandi flugnasvermur eða svartflekkótt ský, sem rís og fellur, streymir út úr þoku- hjúpnum eða fléttast inn í hann, og hverfur sjónum. í bjarginu er hver sylla nýtt til hins ýtrasta. Rituhópar lita hvítt mynstur í hamrabeltin með ívafi af mó- gráum fýlum og svartflekkóttu langvíuflúri. Sviðið er sæbarinn, grár hamraveggur með skútum, kim- um og kórum, en framan við bjargið rís tröllslegur kletta- drangur hvítpentaður af driti. Skipið lónar frá og jafnskjótt breiðir þokan tjaldið fyrir sviðið og leiksýningu er lokið. Siglt er vestur með Bjarnarey og skipið varpar akkerum utan við lága strönd. Hér er norsk fjarskiptastöð. Ofan við snjó- skafla í fjörunni standa nokkrir skúrar. Bátur kemur frá landi með póst og sækir farþega og vistir, og dregur pramma með farangri og ýmsum tækjum fyrir stöðina. Hér á þessari 178 ferkílómetra stóru úteyju Iialda Norðmenn uppi vörziu og veður- athugunum, og hér er leiðaviti fyrir flugvélar í ferðum yfir Norðurpólinn. Norðmenn eiga hefðbundinn rétt á eyjunni. Sennilega var hún fundin af víkingum til forna, en vitneskja um tilveru hannar glataðist. Árið 1596 uppgötvaði holl- enzki sæfarinn William Barents aftur þessa norðlægu úthafs- eyju. Hollendingar höfðu mik- inn hug á að finna sjóleið í norð-austur átt til Kína, svo unnt væri að koma upp auknum og auðveldum viðskiptum við austurlönd, þar sem Bretar, Portúgalar og Spánverjar gætu ekki viðhaft sama yfirgang og á suðlægum leiðum. Hollendingar höfðu áður sent út leiðangra, sem komust norður með strönd Noregs, en urðu frá að hverfa við Novaja Semlja. Þá gat William Barents sér þess til, að unnt væri að sigla norður fyrir eyjuna. í maí 1596 lögðu tvö skip upp frá Amster- dam til þess að sannreyna þessa tilgátu. Hinn 9. júní voru skipin komin norður fyrir Noreg og sigldu upp að þeirri eyju sem "rf . i r 'F' • T■" ■ : WBLvim Jt:, v. \ w 4 * i ,v <*»* Wfey ftÍB'Mjln'tln ijL loá'.iNMSIt q| WÆtW . Kitífc: t >'l' * I ffftlFSÉS j 'þ Ar kjt;. 3 llKH'.: ■' Sá'-M'í ,'A*”“■■**£ j,; f.’fSt' •átKP «l. • xn’.'s mmm M ‘’H'yð ■itWmm* ‘ 'ESWi<. 1 ' k * ‘ «53 -™ r . v,- " yVM ■ , w a. ■ t ■. f «*. .*•<* skw;' WMÍ. * vV Aa,- • i • jt: “ ■rawbr Mft. fí WA 4WÞ k Heimur bjargfulgsins í hinum tignarlegu björgum Bjarnareyjar, sem frá ei sagt í greininni. Hér er Stapinn, syðst á eynni. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.