Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 5
Oddur Björnsson leikritahöfundur. Oddur er fimmt- ugur að aldri.fæddur í Skaftártungu þar sem faðir hans, Björn 0. Björnsson, var sóknarprestur. Oddur sleit barnsskónum í Reykjavík, en sótti síðan Mennta- skólann á Akureyri og varð stúdent þaðan 1953. Að loknum einum vetri við nám í Háskóla íslands fór hann til Vínarborgar og lagði stund á leikhúsfrœði við há- skólann þar í tvo vetur. Eftir heimkomuna 1956 hefur Oddur mest helgað sig leikritun, utan þau tvö ár, 1978—80, er hann var leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Þá hefur hann kennt tungumál í mörg ár við Iðnskólann í Reykjavík, og einnig starfað við Borgarbókasafnið í Reykjavík. Sum verkefni eru þannig að ég hamast þar til ég er úrvinda af þreytu, einþáttungar einkum, og útvarpsleikrit reyni ég að vinna í einni lotu til þess að tapa ekki hughrifum, ákveðinni stemmn- ingu sem skapast. Hins vegar bjóða lengri verk ekki uppá þennan vinnumáta — þar þarf íhugunar og yfirvegunar við. Það þýðir ekkert að bíða eftir andagiftinni heldur gildir að vera vel upplagður og vinna stöðugt... Hugmyndir að nýj- um verkum geta skotið upp koll- inum hvar sem er og ekki síst við uppvaskið. Þær brjótast fram þegar þeirra tími er kom- inn. Sumar vilja út fyrr en aðr- ar, með sumar gengur maður með í maganum níu mánuði en aðrar skemur ... — Fullvinnur þú verk þín áður en þú ferð með þau í leikhúsið? — Já. Ég skrifa fyrstu gerð eins ýtarlega og snyrtilega og mér er unnt enda fæ ég þá síður leið á framhaldinu. Reyndar skrifa ég bæði sem höfundur og leikstjóri í einu, og hef textann með öllum nauðsynlegum skýr- ingum þannig að það sé á hreinu hvert ég sé að fara. Yfirleitt verða aðeins smávægilgar breytingar á verkum mínum i leikhúsinu. Þó nákvæmar skýr- ingar fylgi verkunum er ekki þar með sagt að þær séu þær einu réttu: annar leikstjóri get- ur fundið aðra leið og jafnvel betri túlkun verksins en þá sem ég hafði í huga, og það er ekki nema gott og blessað. í fyrra las ég handritið að „Eftir konsertinn" með nokkr- um leikurum í Þjóðleikhúsinu að frumkvæði Sveins Einarssonar — vitanlega án allra skuldbind- inga af beggja hálfu. Það var mjög skemmtileg og gagnleg reynsla sem leiddi m.a. til þess að ég endurritaði seinni hluta verksins að mestu leyti. Eftir þessa samvinnu öðlaðist ég meiri fjarlægð frá verkinu en ég hefði haft ella, og var þess vegna betur í stakk búinn til áð leik- stýra því nú. — Leikstjóri og höfundur, ríf- ast þeir? — Furðu litið. Höfundurinn vinnur eins og leikstjóri þegar hann skrifar, en þó kemur fyrir að leikstjórinn hankar höfundinn á skilningsleysi og gefur honum góð ráð. Nú, svo vill til að þeir þekkj- ast vel... Ég hef stuðst mikið við reynslu þeirra sem leika í leikrit- inu, og það hefur verið fjarska lærdómsríkt fyrir mig og gaman að vinna með jafn mikilhæfum leikurum og þeim sem eru í aðal- hlutverkunum. Ég á þeim heilmik- ið að þakka. Það er gaman að vinna í atvinnuleikhúsi nú á dög- um. Leikarar eru oft opið fólk og hlýtt, en þeir eru jafnframt agaðir og vita að það er ekkert svigrúm fyrir dellu. Apparatið verður að ganga, og það vita þeir. — Kvíðir þú fyrir skrifum leikhúsgagnrýnenda? — Ég er alltaf töluvert spenntur fyrir gagnrýni, ekki síst vegna þess hve sjaldan ég er sammála henni. En hún getur verið bæði góð og slæm fyrir því. Mér finnst hinsvegar miklu betra að fá óbótaskamiirir, en að fjallað sé um allt annað verk en það sem ég var að fást við — þá verð ég ergilegur. Ég man eftir dæmi frá því í gamla daga þegar einn kritiker ætlaði að rakka mig niður og sagði í fyrirsögn: „Signore Autore: Orðin standa á haus.“ Ég tók þetta sem hrós, vegna þess að þetta var einmitt það sem ég hafði ætlað mér, þótt vesalings maðurinn hafi ekki áttað sig á því. Þess vegna get ég oft verið hinn ánægðasti þegar verið er að skamma mig. Ég er lítið fyrir það að hægt sé að ráða í framvindu leikrita minna eins og opna bók. Ég sæk- ist fremur eftir hinu óvænta, einhverju sem er ferskt... Ljósmyndarinn í þessu viðtali er kominn og farinn með Odd á svartri filmunni niðrí framköll- un og enn gengur hann um gólf, enda hefur frumsýningin færst enn nær honum í tímanum, ef eitthvað er. Hvað gerir þessi maður til að slappa af? — Ég tefli, fer út að keyra, hlusta á Bach. Svo geng ég um gólf. Úrdráttur úr fyrri hluta „Eftir konsertinn“ . INGUNN: - Gott hjá þér að koma. JÓHANNES: Maður bregst ekki vinum sínum á neyðarstund. (Gengur fram gólfið — litast um —) — — Hvernig varð hún eiginlega til þessi hefð — að bjóða tónlistargallerí- inu heim eftir meiriháttar- konsert_____ INGUNN: Þetta er eitt af því sem gengur í arf: pabbi hans gerði þetta af því pabbi hans gerði það — — mér skilst hann hafi verið aðalmenn- ingarsprautan í bænum. — „Ef þú hefur verksmiðju sem malar peninga þá verðurðu „Það er fallegra að syngja en að sáldra orðagjálfri útí tómið“ veskú að gjöra svo vel að hafa hugsjón." JÓHANNES: (Kímir) Mér ætti auðvitað að vera kunnugt um það — — þegar við vorum ungir þurfti maðurinn þinn iðulega að mæta í matrósa- fötum í svona samkvæmum til að hneigja sig-Hann var — og er — mælskt vitni um menningarlegt uppeldi — INGUNN: (Beisk) — þó ekki eins mælskt og elsta dóttir okkar. JÓHANNES: — við skulum ekki vera beisk — — til þess er lífið alltof spennandi — „kæmist þú inn í himnaríki með grammófóninn þinn?“ INGUNN: (Horfir á hann) Finnst þér það? JÓHANNES: (Með áhuga)--- Já — — í raun og veru er alltaf eitthvað að gerast — þróunin heldur áfram hvað sem tautar og raular: bylt- ingarástand hefur fylgt manneskjunni frá fyrstu tíð — og hér eru hin ákjósanleg- ustu skilyrði — INGUNN: (Lítur í kringum sig) — Þú átt við----innan um „Ég hélt að það væri nóg að búa í járn- bentu steinhúsi, þótt maður fyllti það ekki með grjóti“ allt þetta fína drasl — sem maður getur ekki einusinni haft með sér til himnaríkis JÓHANNES: (Kímir) - ætli maður komist með meira þangað en það sem haft verð- ur í handfarangri — INGUNN: — það þyrfti marga gáma undir þetta — — ég botna ekkert í mér---lík- lega ætti ég að vera óskap- lega þakklát---í rauninni vill Pétur allt fyrir mig gera — — ég hlýt bara að vera svona vond manneskja — JÓHANNES: — vond mann- eskja?-------vond manneskja — er aðeins sá sem þykist þess umkominn að kúga og ráðskast með líf annarra — INGUNN: — hann rembist við að vera uppbyggilegur, menningarlegur og traustur — og samt er allt komið að fótum fram, jafnvel börnin þegar þau fæðast--- JÓHANNES: - það er með börnin einsog blómin: þau verða veikburða í samfélagi við — INGUNN: — drauga og hús- anda! — — Og ég vitskert! (Hlær) — — Stundum gæti ég hugsað mér að hleypa þeim uppí til mín — JÓHANNES: (Hissa) Börnun- um? INGUNN: Draugunum. JÓHANNES: (Horfir á hana um stund)----Pétur er einlæg- ur maður — ég efast ekki um að hann hefur yndi af tónlist. INGUNN: Ég efa það ekki held- ur — að minnstakosti leggur hann sig allan fram-- JÓHANNES: (Kíminn) - eins- og í mannrækt yfirleitt — „Sannleikurinn er að- eins fyrir mjög gáfað fólk, sem sér í gegn- um hann — og veit að hann er mesta lygi sem til er —“ PÉTUR: (Birtist) — — Þú ert aftur komin í ræktunina? JÓHANNES: (Stendur upp, glaðlega) — Já-----það er að segja mannrækt — PÉTUR: — það líst mér betur á ----og umfram allt að byrja á sjálfum sér — JÓHANNES: — ég byrjaði á garðinum mínum — PÉTUR: — og ferð síðan að hlúa að annarra görðum? Það er eflaust mjög þroskandi. JÓHANNES: — Hvað segir ekki Lao Tse — „Rauðnefjaður fugl kroppar í rassinn á mér“. „Það er vorið u PÉTUR: (Hissa) Lao Tse? JÓHANNES: — Voruð þið hjón- in ekki að vitna í Lao Tse? PÉTUR: — — Æ — ég var bú- inn að gleyma því að þú stóðst á hleri — JÓHANNES: Dyrnar voru opnar — PÉTUR: — og þá gengur maður bara inn — auðvitað---- JÓHANNES: — Þú varst kom- inn í svo ljómandi gott skap áðan — gamli vin — Cdzie jest u-bi-lacja?“ — sem útleggst: „ég þarf að fara á ídóið —“ PÉTUR: — Nú er hann kominn á út-sunnan — JÓHANNES: - æi---------með éljagangi? PÉTUR: Einmitt-----skál----- — það er verst ef það verður skollinn á svartabylur áður en gestirnir koma--- JÓHANNES:--------Ég hélt allt- af það væri fremur góðviðra- samt í þínu lífi — PÉTUR: — Ef ég mætti ráða væri sumar allt árið um kring------en því miður er ég víst enginn veðurguð — Framhald á bls. 16 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.