Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 9
maðurinn Svante Arrhenius, sem seint á nítjándu öld gerði athuganir á þessu fyrirbrigði og kallaði það „gróð- urhússáhrif", en hann gerði samanburð á því með mæl- ingum á varmaaukningunni í gróðurhúsi, þegar sólin skín á glerið. Mjög víðtæk áhrif á náttúruna „Við erum að reyna að gera mönnum það skiljanlegt, að breytingarnar verði fyrr en þeir höfðu búizt við,“ segir John Hoffman, yfirmaður bandaríska náttúru- verndarráðsins, sem stóð að gerð EPA-skýrslunnar. „Breytingar í átt til hærri lofthita í þeim mæli, að þær hafa orðið verulegt tölfræðilegt gildi, verða að öllum líkindum þegar komnar á og orðnar að raunveruleika á árunum kringum 1990 til ársins 2000. Okkur er nauðsyn á að fara að hugsa nánar út í, á hvern hátt við eigum að bregðast við þessum breytingum og lifa við þær.“ í álitsgerð EPA kemur fram, að meðalhitastigið á jörðinni myndi að öllum líkindum hækka um allt að 1,5 gráðu á Celsius fram til ársins 2040 og eiga eftir að hækka um tæpar tvær gráður á Celsius til viðbótar, er líða taki að lokum þeirrar aldar — en slík varmaaukn- ing yrði þá meiri en orðið hefur á jörðinni allt frá lokum síðustu ísaldar. Hækkun hitastigs loftsins yrði þó að- eins byrjun þeirra breytinga, sem yrðu á náttúrufari heimsins í heild. Aukinn lofthiti myndi hafa í för með sér breytingar á úrkomumagni og úrkomubeltum jarðar, segir í EPA- skýrslunni. Þannig gætu sum þau svæði í heiminum, sem núna teljast sérlega frjósöm og gjöful, orðið illilega fyrir barðinu á viðvarandi þurrkum, en aftur á móti kynnu sumar af eyðimörkum jarðarinnar að hljóta allt í einu nægilega úrkomu til að breyta þeim í hin frjó- sömustu landsvæði. Þá gæti svo farið, að jökulhettur háfjalla og jafnvel ísbreiður heimskautanna tækju að bráðna að verulegu leyti, en það yrði svo aftur þess valdandi, að yfirborð úthafanr.a hefði undir lok aldar- innar hækkað um allt að 60 sm; mörg byggð ból, sem standa á láglendi við sjávarsíðuna væru þá í stöðugri flóðahættu. Hið versta við þetta allt saman, segir í skýrslunni, er að slíkar breytingar gætu orðið varanlegar: hugsanlega Útblásturínn frá milljónum bíla um allan heim á ekki minnstan þátt í að magna koltvísýrínginn í andrúmsloftinu. er nú þegar nægilegt magn koldíoxíðs fyrir hendi í lofthjúpi jarðar til þess að koma af stað þessari hita- aukningu, en það dregur hins vegar úr hraða þessarar þróunar, að úthöfin gleypa í sig umframhitann. En eftir því sem úthöfin taka að hlýná, hitnar andrúmsloftið einnig smátt og smátt, segir í niðurstöðum vísinda- mannanna — þetta gerist jafnvel þótt ríkisstjórnir hinna ymsu landa færu að aðhafast eitthvað til þess að draga mjög úr brennslu eldsneytis á borð við kol, olíu og jarðgas. Það er til dæmis álit hinna bandarísku vísinda- manna, að jafnvel þótt lagður yrði á alla ofangreinda orkugjafa 300% aukaskattur um allan heim, myndi sú aðgerð aðeins seinka varmaaukningu loftsins upp í ca. 1,5°C um fimm ár eða svo. Algjört bann um allan heim við notkun kola til brennslu — en það er þó „af efna- hagslegum og pólitískum ástæðum ógerlegt", segir í skýrslunni, — myndi aðeins seinka varmaaukningunni um 15 ár. Margir óvissuþættir Jafnvel þótt stærðfræðilegir útreikningar séu réttir, geta vísindamenn samt aldrei verið alveg vissir um, að þeir hafi tekið með öllu hugsanleg frávik og fengið þeim rétt tölugildi i gerð heildarlíkansins. Mesti óvissuþátt- urinn í slíkum tölfræðilegum líkönum af loftslagi eru úthöfin, sem gegna að verulegu leyti því hlutverki að safna í sig bæði koldíoxíði og þeim aukavarma, sem koldíoxíð myndar. Úthöfin binda að öllum líkindum um það bil 60 sinnum meira af koldíoxíði en það magn, sem fyrir hendi er í andrúmsloftinu. Samt sem áður eru vísindamenn í óvissu um, hve langan tíma það muni taka úthöfin að draga í sig það koldíoxíð, sem leitað hefur út í andrúmsloftið, eða þann hita, sem koldíoxíðið hefur náð að mynda í andrúmsloftinu. „Ef einungis væri um að ræða að verma upp hundrað efstu metrana af úthöfunum, þá tæki það naumast lengri tíma en um það bil tvo áratugi," segir Wallace Broecker við Columbia-háskóla, en hann starfar við Lamont-Doherty-jarðvísindastofnunina, sem er í bein- um tengslum við háskólann. En þessi efstu, „blönduðu sjávarlög" úthafanna leiða þann varma og það koldíox- íð, sem þau draga í sig, mjög hægt og bítandi niður í hin dýpri svæði sjávarins. Sjávarlögin eru á stöðugri LESBÖK MORGUNBLAOSINS 4. FEBRÚAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.