Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 5
Ett snúum okkur frá heimilistölrunni og að tölvutækninni í atrinnulífinu? Höfuðkostir tölvunnar í atvinnulífinu eru vinnsluhraðinn og það rekstraröryggi sem hún veitir. Á hvorugu þessu sviði er hámarki náð og t.d. er því spáð að hlutfall- ið á milli vinnslugetu og verðs á tölvum vænkist um 25% á ári til loka þessa ára- tugs. Tölvurnar verða því fjárhagslega við- ráðanlegri hverjum sem er eins og áður er getið og notkunarmöguleikar margfaldast. Ár eftir ár hefur eftirspurnin eftir nýj- ungum á tölvusviðinu haldið áfram að aukast. Hvers vegna? Svarið er þörfin fyrir meiri framleiðni. Viðskiptafyrirtæki vilja veita fullkomnari og skjótari þjón- ustu. Framleiðendur varnings leita leiða til að lækka tilkostnað, auka gæði vörunn- ar og halda áætlanir. Stefnt er að virkára heilsugæslukerfi. Ríkis- og sveitarstjórnir leitast við að uppfylla þarfir margra með takmörkuðum fjárráðum, svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis hafa verið innleiddar margar frábærar tölvulausnir, sumar hverjar óþekktar annars staðar. En alþjóðleg sam- vinna er okkur mikils virði. Við höfum gert stórátak í mínu fyrir- tæki að nýta okkur sem best sjálfir þá vöru sem við bjóðum upp á. T.d. tókum við á leigu fasta símalínu hjá Pósti og síma á sl. ári sem tengir tölvu okkar í Skaftahlíð, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar hérlendis, við tækniupplýsingabanka IBM í Evrópu. Sá upplýsingabanki er aftur hluti af alþjóðlegu upplýsinganeti, sem gerir starfsmönnum fyrirtækisins um all- an heim kleift að skiptast á upplýsingum og sækja gögn í aðra upplýsingabanka í Þýskalandi, Frakklandi, Japan og víðar. Þannig njóta starfsmenn okkar góðs af hjálparbúnaði, sem er einstakur í sinni röð. Upplýsingar, sem fást úr þessum banka, eru bæði lausnir og leiðbeiningar vegna IBM vél- og hugbúnaðar, sem safnað hefur verið frá öðrum löndum. Kostirnir eru ótvíræðir. óþarft er að tefja við lausn vandamáls, sem þegar hefur verið leyst, einhvers staðar annars staðar. Hafi ein- hver annar starfsmaður IBM leyst vand- ann, er lausnin tiltæk fyrir okkur hér á íslandi í einu vetfangi. Á sama hátt skráir íslenskur starfsmaður að sjálfsögðu lausn vandamáls, sem hann leysir, inn á bank- ann öðrum til upplýsinga. Ein spurning brennur sjálfsagt í hugum margra, en hún er hrort þessi tækni skapi ekki atrinnuleysi. Tölvubyltingin getur gefið fólki meiri frítíma og meiri frítími er ein af hinum félagslegu kröfum samtímans, styttri vinnutími, lengra sumarfrí, lengra barns- burðarfrí. Vinnutími fólks hefur reyndar styst mikið frá því sem var fyrr á árum, og það gerðist áður en tölvan kom til sögunn- ar. En tölvan er svar við þessari kröfu og gerir mögulegt að verða við henni. Ein verðmætasta auðlind okkar, þegar grannt er skoðað er einmitt tíminn. Fólk gerir sér ef til vill ekki nógu vel grein fyrir því. Við verðum að læra að nýta tímann sem best, hvort sem er í vinnu eða utan. Allir eru sammála um að til að tryggja atvinnu í framtíðinni þarf sérhver þjóð að búa við hagvöxt. Ef við viljum vera sam- keppnisfær við aðrar þjóðir verðum við að tileinka okkur það besta sem tækniþróun- in býður upp á, ná sem mestri hagkvæmni í núverandi störfum og skapa ný atvinnu- tækifæri. Hrað áttu við með nýjum atvinnutækifær- um? Ný atvinnutækifæri er víða að finna. Innan tölvusviðsins tel ég að við íslend- ingar ættum að geta haslað okkur völl á erlendum tölvumörkuðum, ekki eingöngu með framleiðslu á vélbúnaði þar sem við eigum sjaldan möguleika á að ná hag- kvæmni fjöldaframleiðslu, heldur á sviði hugbúnaðargerðar þar sem vel menntaðir íslendingar hafa ekki síður möguleika en aðrar þjóðir heims. Nokkur lokaorð, Gunnar, um okkur hér á íslandi í framtíðinni rarðandi þessi mál. Það má segja að það séu örlög okkar að vera uppi á viðburðaríkum tímum. Aldrei fyrr hefur maðurinn haft tiltækt slíkt úr- val tæknilega fullkominna áhalda, allt frá rafeindasmásjám til gervihnatta. Aldrei fyrr hefur maðurinn átt aðgang að þvílík- um þekkingarforða. Og aldrei fyrr hefur hann lifað slíkt tímaskeið sífellt örari breytinga. Það er því einlæg ósk mín að við notfærum okkur þetta landi okkar og okkur sjálfum til góðs. ekki — hræðast þessa tækni jafnvel og það er miður. Síðartaldi hópurinn fer þó minnkandi og þeim fjölgar stöðugt sem kunna að meta kosti tölvunnar. Áður en rið snúum okkur að tölrunni í atrinnulífinu. Hvað segir þú um heimilistölr- una? Já, tölvan á örugglega eftir að koma í vaxandi mæli inn á heimilin og á þangað erindi bæði frá hagrænu sjónarmiði, t.d. við heimilisbókhald og til skemmtunar og ánægjuauka fyrir fjölskyldur þar sem allir meðlimir geta lært á hana saman og leikið sér og loks sem tæki til eflingar menntun- ar í tengslum við skólann eða á þeim svið- um sem hver og einn hefur áhuga á. Á mínu heimili t.d. höfum við lengi átt tölvu og höfum haft af henni ómælda ánægju. Allir geta verið þátttakendur en þurfa auðvitað að hafa til þess vilja — leggja sitt af mörkum. Eg get tekið sem dæmi 13 ára son minn. Hann kynntist fyrst tölvu 8 ára og sýndi strax áhuga. Þetta áhugamál hans hefur síður en svo minnkað ásókn hans í önnur áhugamál, t.d. íþróttir eða lestur bóka. Tölvan er bæði leikfang og verkfæri, þar sem vinir og jafnaldrar sækjast í að leika sér með hana saman. Því miður verður maður var við að drengir sækjast meira eftir að komast í snertingu við tölvur og eru þar af leiðandi fljótari að tileinka sér þessa tækni en stúlkur. Þetta getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir þær síðar meir. Mönnum er mikið í mun jafnrétti kynja á milli en svo gæti jafnvel farið að atvinnumöguleikar fyrir stúlkur verði minni af þessum sök- um. Erlendis hafa farið fram rannsóknir á þessu atriði og þá hefur komið fram veru- legur munur þarna á. Þetta ætti kvenfólk að taka til athugunar og snúa hér algjör- lega við blaðinu. Og hvert á fólk að sækja slíka menntun? Kennsla fer fram í framhaldsskólum eins og áður sagði og sumir skólar eru vel settir tækjalega séð, en tölvuseljendur, starfsmannafélög og stéttarfélög hafa einnig haldið námskeið, svo nokkuð sé nefnt. Við hjá IBM höfum t.d. rekið tölvu- skóla fyrir viðskiptavini okkar í 17 ár. Ekki er þó alltaf nauðsynlegt að sækja námskeið. T.d. er hægt að fá forrit og bæk- ur með heimilistölvum um hvernig eigi að nota þær. Það eru öll ósköp sem gefin eru út um þetta, bæði bækur og tímarit, að vísu mest á erlendum tungumálum, en það ætti ekki að vera Þrándur í Götu fyrir okkur hér á landi. Hverjir útbúa forrit? Það eru ýmsir aðilar. Bandaríkjamenn Fjölskylda að leik með heimilistölvu. Einn af sérfræðingum IBM leitar að- stoðar hjá upplýsingabanka fyrir- tækisins í Englandi. eru þar fremstir í flokki en mikil hreyfing er komin á slíka framleiðslu í Evrópu og vonandi kemur fljótlega að því að við för- um að láta til okkar taka í þeim efnum hérlendis í æ ríkari mæli en nú er gert. í rauninni geta allir búið til forrit, mismun- andi fullkomin auðvitað, til eigin nota eða sett þau á markað eða selt þau útgáfufyr- irtæki, rétt eins og handrit að bók. Þar gilda sömu lögmál og á venjulegum neyt- endamarkaði. Hvaða áhrif telur þú að heimilistölra bafi á heimilislífið? Það sem ég sé jákvætt við tölvutækni til afþreyingar er sú staðreynd að menn verða að leggja sitt af mörkum. Því er ekki að heilsa þegar menn sitja lon og don við sjónvarp og video, þar sem menn eru bara þiggjendur og óvirkir. Ég er hræddur um að það hafi slæmar afleiðingar til lengdar. En börn sem venjast á þessa tölvuleiki og læra að búa til forrit öðlast ákveðinn þroska, læra að hugsa rökrétt og eykur þetta tvímælalaust hugmyndaflug og at- hyglisgáfu þeirra. Á þennan hátt má líka nema ýmsar námsgreinar sem tilheyra skólanum, t.d. er hægur vandi að gera landafræði að leik. Fullorðnir eiga ekki að láta sitt eftir liggja og hér er kærkomið tækifæri fyrir fjölskylduna að skapa sér sameiginlegt áhugamál sem ailir hafa gagn og ánægju af. Hins vegar verða foreldrar barna sem eiga erfitt í félagslegu tilliti að gæta að og grípa inn í ef þeim sýnist barnið finna sér athvarf í tölvunni og einangrist við það. Þá verður að beina athygli og áhuga á víðara svið. Og hrað kostar svo heimilistölra? Heimilistölva er til í ýmsum verðflokk- um, allt frá 7 þúsund krónum og upp úr. Menn verða bara að meta hver fyrir sig hvað þeir vilja til kosta. i !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.