Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 2
Borg úti í geimnum. Borgir framtíöarinnar Turnborg, sem minnir á maura- þúfu. Hugmyndirnar eru reistar á vísindaskáld- skap en hver veit nema þær veröi aö veru- leika eftir 100—200 ár? Turnborg sem minnir á miðaldakastala. Ivísindaskáldskap hefur stundum verið fjallað um borgir framtíðarinnar, í The Caves of Steel til dæm- is og Blade Runner. Hugmyndir sem þar koma fram eru reistar á háþróaðri tækni og snúast yfir- leitt um það, að maðurinn hefur lagt undir sig geiminn og flutt þangað — eða byggt þar — risa- vaxnar geimstöðvar sem eru borgir út af fyrir sig. Þar svífur fólk í sælu þyngdarleysisins og skreppur til jarðar með geim- skutlum. Jarðbundnari hugmyndir um borgir framtíðarinnar snúast að- allega um tvennt. Annarsvegar flotborgir á sjó, sem sumstaðar verður nauðsynlegt að ráðast í vegna þess að fólksfjöldinn kemst ekki lengur fyrir með góðu móti á því landrými, sem fyrir er. Þetta hefur verið nefnt í sambandi við lítil og þéttbýl lönd, sem liggja að sjó; Holland til dæmis. Hinsvegar eru hugmyndir uppi um turnborgir. Þá yrði borg í stórum dráttum ein bygging líkt og sést hér á meðfylgjandi mynd. Borg af þessu tagi minnir nokkuð á mauraþúfu, en brautirnar, sem ganga út frá turninum í mikilli hæð, eru tengingar við aðrar turnborgir. Pramtíðarspámenn hafa teiknað ótal útgáfur af turnborgum; sumir líta út eins og ævintýrahallir, minna jafnvel á miðaldakastala og sést hér ein slík. Hinsvegar fylgir það ekki með, hvernig samgöngum verður háttað innan turnborga. Að öll- um líkindum hefur bíllinn verið útlægur ger; hans er einfaldlega ekki þörf í svo samþjappaðri byggð. Eftir því sem spámennirn- ir segja, þarf fólk líka minna á faratækjum að halda í framtíð- inni. Örtölvubyltingin gerir að verkum að það mun í vaxandi mæli vinna heima hjá sér og ekki verður nauðsynlegt að vera á þeytingi út um allt vegna einföld- ustu aðdrátta eða útréttinga. Vinnutíminn verður kominn niður í 20—30 stundir á viku og hann verður sveigjanlegur; fólk mun að einhverju leyti geta ráðið því sjálft, hvenær það vinnur. Jafnframt verður lögð rækt við að viðhalda náttúruverðmætum og fólk mun nota frítíma sinn í borgum framtíðarinnar, þeim sem byggðar' verða á jörðu, til þess að komast í snertingu við náttúruna. Mengun mun heyra sögunni til og skógarnir taka við sér að nýju eftir að súrt regn hættir að falla. Það gerist, segja spámennirnir, með tilkomu sam- runaorkunnar, sem verður orka framtíðarinnar og er sama orka og sú sem verður til í sólinni og er forsenda lífsins á jörðinni. STDRÐ markar tímamót fyrir nýstárleg efnistök og vandaðan frágang FLYTUR EFNI EFTIR VALINKUNNA HOFUNDA, LISTAMENN OG SÉRFRÆÐINGA Á ÝMSUM SVIÐUM. Meðal höfunda í þessu blaði eru: Matthías Johannes- sen, Kristján Karlsson, Arnór Hannibalsson, Ólafur Proppé, Fríöa Á. Siguröardóttir, Vilhjálmur Hjálmars- son, Kristín Halldórsdóttir, Einar Kárason, Andrés Björnsson, Agnar Þóröarson, Jóhanna Þráinsdóttir, Indriöi G. Þorsteinsson, Aöalsteinn Ingólfsson, Páll V. Bjarnason, Matthías Viöar Sæmundsson, Einar Thor- oddsen, Ragna Ragnars, Steinunn Siguröardóttir, Helgi Örn Viggósson, Dr. Pétur H. Blöndal. Myndefni eftir: Louisu Matthíasdóttur, Pál Stefánsson, Brian Pilkington, Hilmar Þ. Helgason, Max Schmid, Jóhannes Geir og Nönnu Biichert. Missið ekki af STORÐ. Ársáskrift kostar aöeins kr. 540. Sími 84966, Höföabakka 9, Reykjavík. VETTVANGUR VANDLÁTRA 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.