Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 2
- BronxraKDÍnn og hest- arnir eim on þt-ir fund- u.vt rjó uppgröftran. Hvelft þakió er úr tþunori bronssteypu og líkist regnhlíf. en líkt og í límúsínum og þjóó- höfdingjahílum nútíin- T* ans, situr ökumaóiirinn' aðskilinn frá hitigninni. Qin Shi Huang sem sameinaði Kínaveldi og varð fyrsti keisar- inn í Kína (221-206 f. Kr.) tók með sér í gröfina leirstyttur af hermönn- um sínum til að hafa til umráða á næsta tilverustigi. Hann vildi ekki heldur sjá af skrautvögnum sínum. Tveir vagnar úr bronsi, hvor þeirra dreginn af fjórum hestum, fundust við uppgröft ár- ið 1980 u.þ.b. 20 metra vestur af haugnum nálægt Xi’an. Þetta reynast vera frábær dæmi um þeirra tíma listiðn í bronsi. Þegar stærri vagninn hefur verið settur saman og lagfærður vegur hann ásamt ökumannin- um og fjórum hestunum 1.200 kíló. Hann er heimingi minni er fyrirmyndin og er 2,80 metrar á lengd og 1,07 metrar á hæð. Áð- ur hafa verið grafnir upp vagnar frá síðari tímum, en á flestum þeirra höfðu aktygin morknað sundur. Það sem gefur þessum fundi aukið gildi er sú staðreynd að aktygin eru unnin úr málmi og hafa þessvegna varðveist óskemmd. Tvö orð grafin í beislistaum- inn, an che (sem tákna orðrétt „öruggur vagn“ en eiga í raun við „lúxusvagn") renna stoðum und- ir þá ályktun að þetta muni vera eftirlíking af þeim sérstaka skrautvagni með fereyki, sem sagnfræðingar telja að fyrsti keisarinn hafi notað. í fornöld var lögun og gerð vagnsins táknræn fyrir stöðu þá er eig- andinn hafði innan þjóðfélags- ins. An che var öruggur og þægi- legur afstúkaður vagn sem með- limir keisarafjölskyldunnar not- uðu. Þar var pláss fyrir einn far- þega, ýmist sitjandi eða liggj- andi, og gat vagninn verið tals- vert fljótur í förum. Málað Brons Vagninn og hestarnir fá á sig raunveruleikablæ við það að málað hefur verið ofan á brons- ið. Á tímum Qins var tekin upp sú nýbreytni að gera málaðar skreytingar í bronssteypur. Það var einfaldari og kostnaðar- minni gerð en útflúruðu brons- steypurnar sem áður höfðu tíðk- ast. Grunnliturinn er hvítur og skreytingarnar eru í rauðum, grænum, bláum, fjólubláum og svörtum litum. Utan á vagninum hanga bjöllur og telst það vera enn eitt merki þess að þetta muni hafa verið vagn þjóðhöfð- ingja. Hestarnir fjórir standa hlið við hlið með gull- og silfurreið- tygjum. Ekillinn er hermaður, gyrtur belti með slíðruðu sverði og situr a hækjum sínum í fram- sætinu. Rannsókir á fornum ritum leiddu í ljós að vagninn er af svipaðri lögun og hinn forni wen liang vagn, einskonar an che með dyrum að aftan. Á öllum fjórum hliðum eru gluggar til að hleypa inn fersku lofti. Hinn tigni far- þegi gat séð landslagið gegnum tígullaga smárúður í blýum- gjörðum. Þakið er að lögun eins og íhvolfur tjaldhiminn. Það er skreytt stílfærðum skýjum, en af innri klæðningu úr silki er ekki eftir nema slitur og eru engin tök á að endurnýja það. Þessi tegund vagna var notuð af drottningum, prinsessum og hjákonum keisara. En einnig kom fyrir að keisarar notuðu þá til langra ferðalaga. Það kann að hafa verið vagn af þessari gerð sem flutti Qin Shi Huang í síð- ustu eftirlitsferð hans, en í þeirri ferð varð hann bráðkvadd- ur í júlí 210 f. Kr. Málmsmíðatækni Leirstyttur af þúsundum her- manna og hesta í líkamsstærð sem fundust í tengingu við gröf Qin Shi Huangs hafa vakið al- heimsathygli fyrir frábæra höggmyndalist. Bronsvagninn er framúrskarandi vegna undra- verðrar tækni við smíði og mót- unar úr málmi. Múll og beislistaumar eru svo til eingöngu úr silfri eða gulli. Beislið og taumarnir eru búin til úr mörgum litlum skálum. Hver um sig fellur með botninn inn í þá næstu og þannig myndast sveigjanleiki. Hver hestur er með hálsgjörð sem samanstendur af 84 eins- sentimetra löngum hólkum úr gulli og silfri til skiptis. Enn hef- ur ekki fengist vitneskja um hvernig þeir eru tengdir saman. í fyrstu var talið að þeir hefðu verið lóðaðir saman, en við smá- sjárrannsókn sjást engin merki um lóðningu. Skúfarnir undir beislunum eru gerðir úr koparvírum, sem eru álíka þunnir og ullarþræðir og bera vitni um snilld hinna fornu Qin-listiðnaðarmanna við að vinna fínan vír. Það markverðasta við þennan vagn er steypuvinnan. Sem dæmi má nefna tjaldhimininn sem er einn fermetri að flatar- máli en aðeins 2—4 millimetra á þykkt, en þar er steypan jöfn og óaðfinnanleg. Burðarstoðir tjaldhiminsins eru, líkt og í regnhlíf, 36 bogamyndaðir arm- ar u.þ.b. 6 mm í þvermál. Þar sem bráðið bronsið varð að renna langa leið hefur þurft að nota háþróaða tækni við móta- gerð og til að halda alltaf réttu hitastigi. í vagninum eru 3.462 mismun- andi hlutar úr gulli, silfri og bronsi. í bronshlutana notuðu handiðnaðarmennirnir mismun- andi blöndur af kopar og tini eft- ir því hvaða hlutverki hver um sig átti að gegna. Hlutarnir voru ýmist lóðaðir eða grópaðir sam- an. Hestunum og hermanninum var gefinn meiri raunveruleika- blær með því að sverfa, meitla og krota í þá og slípa. Áf þeim bronslistaverkum, sem grafin hafa verið upp í Kína fram að þessu er þetta það fyrsta þar sem svo fjölbreytileg tækni hef- ur verið notuð. NOSTURSEMI í SMÁATRIÐUM Bronshermaðurinn og hest- arnir eru svipaðir leirstyttunum af Quin-herliðinu en hafa þó sín eigin sérkenni. Krjúpandi her- maðurinn brosir auðmjúklega með lokaðan munn. Greypt hef- ur verið í hnúa og neglur á fingr- unum til að gera hendurnar eðli- legri. Hestarnir tveir í miðjunni eru hnarreistir með þandar nasir en hinir tveir halla hausunum örlít- ið til hliðar eins og þeir væru a hreyfingu. Handiðnaðarmenn- irnir rispuðu skrokkana með þjölum til að líkja eftir hárum. Þegar þetta er svo hvítmálað lík- ist það raunverulegri bronshúð. HVERNIG ÞETTA fannst í ágúst 1978 var Cheng Xu- ehua ásamt öðrum fornleifa- fræðingum að kanna svæðið kringum hina fornu gröf og bora holur hér og þar. Borinn, sem hannaður var til að ná upp jarðkjarna, rakst á eitthvað á sjö metra dýpi. Upp kom skreyt- ing á stærð við litla valhnetu. Við uppgröft fannst svo hluti af bronshjálmi. Tveggja ára erfiði leiddi loks í ljós vagnana tvo með öllu sem þeim tilheyrði. úrvcils gólfteppi á hcigkvæmarí hátt fyrír heimili,fyrirtœki og stofnanir Slysablettir eða staðbundið slit, svo sem við innganginn, skrifborðið eða sjónvarpssófann, eru ekki lengur vandamál. Heuga teppaflísarnar flyturðu bara til innbyrðis, dreifir þannig álaginu og margfaldar endinguna. Og þú getur tekið upp einstaka flís, þvegið, skolað og þurrkað, nú eða þá endurnýjað, sé þess þörf. Heuga teppaflísarnar eru nefnilega lagðar lausar, án undirlags, án nagla, án líms, án gólfskemmda. Hefurðu reynt að ná af álímdum teppum? Samt skríða þær hvorki né gúlpa, og níðsterkur botninn ereld-, hita- og hljóðeinangrandi, þykkurog mjúkur undir fót. Leikur að leggja.eina flís í einuog húsgögnin færð eftir hendinni. Álagðar geta Heuga teppaflísarnar litið út sem heil teppi, en einnig má leika sér með mynstur og liti. Gerðir við allra hæfi, allt frá úrvali heimilisteppa í tískulitum til teppa sem uppfylla sérkröfur atvinnu- lífsins um afrafmögnun, slitþol og auðveld þrif. Firmamerki fást jafnvel áþrykkt. HEUGA TILVALIN Á HEIMILI SKRIFSTOFUR EÐA STOFNANIR. HEUGA TEPPAFLÍSAR MÁ ÞVO. SKOLA OG ÞURRKA. HEUGA TEPPAFLÍSARNAR MÁ PANTA MEÐ AÞRYKKTU FIRMAMERKI. kynntuþérkosti heuga teppaflísanna í vetislun okkar /FO nix FÖNIX SF,- HÁTÚNI 6A - SlMI (91)24420 - REYKJAVlK 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.