Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 3
T-FgBfg [m] ® ® [q] 5Z! ® [b] [2 ía] ® [s] [T] ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Ðaldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Ferðamenn fyrr á öldum skrifuðu skrautlegar lýs- ingar á ísiandi og íslendingum, bústað fordæmdra í Heklu og hverafuglum. En meðal þess, sem vakti sérstaka athygli var mataræði landans og allt það ógeð, sem innfæddir lögðu sér til munns. Hallgerður Gísladóttir skrifar um kóngsins aðal og kæstan hákarl. Forsíðan er af glugga í Grundarfjarðarkirkju með listaverki eftir Eirík Smith listmálara, sem hann teiknaði sérstaklega fyrir þessa kirkju og unnið var síðan í gler og sett upp á síðastliðnu ári. Eins og hverju barni ætti að vera ljóst er þetta Kristsmynd, og hefur Eiríkur lagt út af orðum Krists: Leyfið börnunum að koma til mín, o.s.frv. Neðst í myndinni er glerið glært og þar sést Kirkjufellið óljóst í gegn. Marz verður næsta þrep mannsins út í geiminn og áætlanir eru nú þegar til um mannaða ferð þangað, sem tekur að vísu 6 mánuði aðra leiðina — og svo verður að bíða í 16 mánuði eftir hagstæðri stöðu Marz og jarðar til að komast heim. Endurtekningin í ríki náttúrunnar, frá hinu smæsta til hins stærsta, myrkrið sem bíður að end- aðri för — og dauðinn, sem er alltaf og alls staðar nálægur, — þetta eru áleitin yrkis- efni Jóhanns Hjálmarssonar skálds í nýrri Ijóðabók, sem væntanleg er í vor. Af því tilefni hefur Lesbókin hitt Jóhann að máli. JÖHANN HJALMARSSON Jódynur hjartans Hvað merkir orð sem er mælt í hljóði? Hvað merkir þögnin í kirkjunni, röð kertanna, margkysstir fætur dýrlinga, hvað merkir bænin þegar á þig reynir, hið ósagða djúpt ífylgsnum hugans? Yfir borginnignæfir kirkjan með hokinni hjörð sem kemur og fer. Ef eitt orð getur leyst þig úr einsemd hjartans svo jódyn þess lægi er merking þess vissa og fró grárra daga. Þú veist að án orðsins er ganga þín löng. Þú kemur að hliði: Sá sem fer inn láti von sína víkja. Bróðir frá Flórens, mestur smiður, hvað skildirðu eftir handa öðrum að segja? Ég stóð í birtu kertanna, flöktandi skuggi. Ný Ijóöabók er væntanleg á þessu vori eftir Jóhann Hjálmarsson og er Ijóöiö hér aö ofan úr henni. Nánar vlsast til samtals viö Jóhann I næstu opnu. Bætt er vetrarmein Af eigin raun þekkjum við myrkrið hér við nyrsta haf; hvernig það grúfir yfir landinu frá haust- dögum og fram á föstu. Vorjafndægur eru ekki langt að baki um þessar mundir, aðeins nokkrir sólarhringar síðan dagur og nótt voru jafn löng á íslandi. Nú vinnur dagurinn sífellt á, en næturmyrkr- ið hopar undan hækkandi sól og kannski minna vesæl hret á fjörbrot vetrar, sem reyndist með afbrigðum mildur. Þannig dregur skaparinn upp áhrifaríka mynd fyrir okkur norðurbyggja af sigri ljóss og lífs. Sólarupprás í norðlægu fjallalandi er dýrðlegasta altaristafla í heimi, heilög páskamynd, sem mannlegum hæfileikum er ekki unnt að líkja eftir svo lýsi. Raunar er það ekkert undrunarefni, þótt þeir, sem boða Krist á okkar slóðum, taki mið af breytingum dægranna um ársins hring. En ósjaldan hefur verið að því fundið af fólki, sem telur sig sanntrúað, að þetta rómantíska náttúru- og umhverfistal sé með öllu óviðkomandi heilögu orði. Því orði, sem flutt er til trúfræðslu og sálu- hjálpar; og náttúrulýsingar, sem gleðja hrifnæman huga, eiga þá, að þess mati, ekkert erindi í prédikunarstól. Það er dap- urlegur misskilningur, sprottinn af þeirri mannlegu þröngsýni, sem unnið hefur málstað Krists mikið tjón, en þrífst þó í þeirri hrokafullu vissu, að hún sé sverð og skjöldur réttrar trúar. Varla er hægt að láta sér sjást yfir fegurstu kafla Gamla testamentisins: „Á grænum grundum læt- ur hann mig hvílast. Hann leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta,“ eða „Ég hef augu mín til fjallanna." Biblían varðveitir dýrðleg ástarijóð, samtal elsk- enda, er sækja líkingar sínar til þeirrar sköpunar, sem fyrir augu ber, eins og eftir- farandi brot úr Ljóðaljóðum ber með sér: „Heyr, það er unnusti minn! Sjá, þar kemur hann stökkvandi yfir fjöllin, hlaupandi yfir hæðirnar. Unnusti minn er líkur skógargeit eða hindarkálfi. Hann stendur þegar bak við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar. Unnusti minn tekur til máls og segir við mig: „Stattu upp, vina mín, friða mín, æ kom þú! Því sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar um garð gengnar, — á enda. Blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, og kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru.“ Sjálfur tók Kristur dæmi af fuglum himinsins og liljum vallarins. Það er skáldleg reisn yfir þessum textum helgrar bókar og hún er vakin af sköpun Guðs, sem dýrðlegri opinberum. Listfjandsamleg trú fer vill vegar og hræðist lífið í heiminum, reisn þess og niðurlæging. Orð Guðs má ekki slíta úr tengslum við sköpun hans, hvort heldur er land og haf, blóm eða mað- ur. Guðs orð er ekki lengur lifandi, sé það gjört. Kristur lagði aldrei á flótta undan heim- inum, heldur horfðist í augu við margræð viðbrögð mannanna. Hann gekk inn í hús útskúfaðra manna og ræddi við þá í bróð- erni, þótt rétttrúaðir landar hans teldu sér ekki samboðið að yrða á þá. Það bætir enginn heiminn með dómhörku og hofmóð- ugri fyrirlitningu, því hvor tveggja af- skræmir lífið og hefur löngum gjört kirkju Krists mesta skráveifu, kyndir undir hatri, tendrar jafnvel ófriðarbál. Þar með er ekki sagt, að öllu beri að samsinna, sem að okkur er haldið í nafni frjálslyndis og víðsýni. Niðurrifsöfl hafa löngum skýlt sér að baki þeim hugtökum, notað þau sem gyllingu á svikna vöru. Það er auðvelt að rækja kristna trú án öfga, vegna þess að grundvöllur hennar er kærleikur, sem sýn- ir þolinmæði og langlyndi. Án háreysti háði Kristur baráttu, sem öllum öðrum hefði verið um megn. Ekki síst vegna þess, að höfuðandstæðingar hans töldu sig rétt- láta og hreina af sora og syndum. Kristur sigraði synd og dauða i niðurlægingu, gekk inn í biksvartan skugga vonsku og haturs. En sá var tilgangur torskilinnar píslar- göngu og smánarlegs dauðdaga, að opin- hera dýrð lífs og ljóss. Það lögmál skilja sannir listamenn flestum betur. Atburðir föstudagsins langa og páskadags voru af- drifaríkir fyrir mannkynið og eru jafn samofnir lífi okkar og lögmál árstíðanna. Þess vegna er sú hátíð, sem nú fer í hönd, elsta og mesta hátíð kirkjuársins. — Sjá, gröfin hefur látið laust til lífsins aftur herfang sitt, og grátur snýst í gleðiraust. Ó, Guð, ég prísa nafnið þitt. Nú yfir lífs og liðnum mér skal ljóma sæl og eilíf von. Þú vekur mig, þess vís ég er, fyrst vaktir upp af gröf þinn son. Á hann í trúnni horfi ég, og himneskt ljós í myrkri skín, með honum geng ég grafarveg sem götu lífsins heim til þín. — Við efumst ekki um, að sú dýrðlega sýn, er Björn Halldórsson lýsti þannig, sé nú skammt undan og moldin fari að anga. BOLLI GÚSTAVSSON í LAUFÁSI LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.