Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 13
honum endilöngum fellur eina stórá lands- ins, Neretva, sem rennur í Adríahaf. í hana falla margar þverár frá fjöllunum, sem liggja að dalnum. Hún er skipgeng langt upp eftir dalnum. Grænlituð er hún af kopar, sem er þarna víða í jörðu, segja menn, og góð veiðiá. Neretva hefur verið beizluð, því að langt fram í dalnum mynd- ar áin stóra fossa, og sér hún nú Mostar- borg og fjölmennum byggðum öðrum fyrir nægu rafmagni. Markmið ferðarinnar er fyrst og fremst Mostar. Þar kvað vera margt merkilegt að sjá. Hún er tyrkneskust allra borga í sam- bandsríkinu og Júgóslavíu allri, og er áhuginn á að sjá hana sízt minni fyrir það. Dalurinn er nokkuð tekinn að hækka og Mostar minnir á sig úr töluverðri fjar- lægð. Hún er eftirsóttur staður sakir veð- urblíðu, náttúrufegurðar og glæsilegra fornminja í byggingum og öðrum menn- ingarverðmætum. Hún er líka borg hins nýja tíma, hvað húsagerðarlist varðar, og þar er fjölsóttur háskóli. Eftirtektarvert er að skáld og listamenn ríkisins hafa setzt að í Mostar hópum saman og alið þar aldur sinn til dauðadags. Borgin hefur upp á úrvals baðhús að bjóða. Þeim komu Tyrkir snemma upp eft- ir að þeir höfðu náð yfirráðum í Bosníu og Herzegóvínu, og hvað baðhúsin snerti voru þeir svo frjálslyndir, að ekki aðeins konur Frá Mostar: Gamla brúin ',r U>.h l’l j ■ Tyrkneskt íbúðarhús af múhameðstrú fengu að sækja baðhúsin heldur og kristnar konur. Tyrkjum var ekki alls varnað! Þeir komu og á fót merku bóka- og skjalasafni í borginni. Mínarettur og skýjakljúfar Mostar koma í ljós. Umhverfi hennar er hið feg- ursta, fjöll, skógi vaxin til beggja hliða og byggð langt upp eftir þeim. Við erum stödd þarna um hádegisbil og hiti mikill, enda er Mostar talin einn heít- asti staður í Júgóslavíu. Vetur eru þar mildir, svo að frost og snjór er undantekn- ing, en fjöllin í grenndinni þá oft snævi drifin. Fljótið Neretva skiptir borginni í tvo hluta, að verulegu leyti í gamla og nýja hlutann. Leiðsögumaðurinn sem kann kró- atísku, fræðir okkur á því að most þýði brú og það væri nafn hennar á íslensku. Nafn- ið hefur borgin fengið eftir ævafornri hvítri kalksteinsbrú, sem lá yfir Neretva. Tyrkir reisa Mostar og gera að höfuð- borg í Herzegóvínufylki. Hennar er fyrst getið um miðja eða eftir miðja fimmtándu öld og kölluð „bærinn með turnana tvo“, en þeir voru sitt hvoru megin við brúarsporð- ana. Hin sérkennilega fallega brú, sem nú stendur hér og byggð var um miðja sex- tándu öld hefur mikið aðdráttarafl. Hún er byggð af tyrkneskum verkfræðingi, Hajr- udin að nafni. Brúin er gerð úr stórum steinblökkum, sem haldið er saman með járnstöngum og blýi. Hún er einn sam- felldur bogi, tuttugu metrum ofar vatns- borði árinnar, sem fellur í þrengslum, sjö metra löng og hálfur fimmti metri á breidd. Við brúarsporðana eru tveir háir turnar. Var annar varðstöð og um leið fangelsi, en í hinum var púðurgeymsla. Mostar hafði mikla verzlunar- og hern- aðarlega þýðingu sem Tyrkjum, er réðu yfir landinu, var ljóst. Því höfðu þeir öfl- ugt setulið í borginni og glöggt eftirlit með verzlunarleiðum, er lágu þar um milli austurs og vesturs. — Brúin er í miðpunkti aðalverzlunarhverfis borgarinnar og er ein hennar höfuðprýði. Enginn kemur svo til Mostar, að hann gangi ekki yfir þessa brú, en margar fleiri brýr liggja yfir ána. Hún er brött til beggja hliða og myndar all- hvassan hrygg í miðju. Slitin er hún af fótum manna og dýra eftir fullar fjórar aldir, eins og að líkum lætur. Steinar hennar hálir, svo að menn mega gæta sín að renna ekki til eða falla. Af henni er unaðsleg útsýn yfir Mostar og nágrenni. Undir brúnni og ofan við hana er mjög djúpur, grængolandi hylur og svipmiklar flúðir. Hæðin af hábrúnni ofan í hylinn er svo mikil að sumum liggur við svima. Unglingspiltar eru þarna nokkrir í sundskýlu einni fata. Þeir leika þann djarfa leik að stinga sér af brúnni ofan í hylinn, en vilja að sjálfsögðu fá eitthvað fyrir snúð sinn, ríflega þóknun hjá ferða- mönnum, sem finnst mikið til koma að horfa á sólbakaða kroppa þessara hug- rökku, hraustu drengja. Þeim er klappað lof í lófa og vel borgað fyrir afrekin. Ekki MÁ Hraða SÉR Á BAZAR Frá brúnni er ekki nema steinsnar inn í gamla verzlunarhverfið til fornu bazar- anna og höfuðmoskunnar. En í borginni eru múhameðstrúarmenn fjölmennasti trúflokkurinn og eru þar fimmtán moskur, að vísu margar fremur smáar. Ferðamennirnir geta ekki látið hjá líða að skreppa á bazar, en af bözurum er löng röð, þar sem allt mögulegt er á boðstólum. Þar er mörg falleg smíð, málmvörur, leð- urvörur og útskornir munir. Vel eru vör- urnar kynntar af hásum röddum og ekki sparað lofið um gæðin. — Menn gera mis- jafnlega góð kaup, hafa verið ærið mis- heppnir. Sumir féflettir, en aðrir hrósa happi. Þeir sem eru þolnastir að „prútta" bera mest úr býtum. Hér dugir ekki að hraða sér eða taka mark á fyrsta tilboði kaupmanna. Jafnmikla sölufrekju og þarna átti sér stað man ég ekki annars staðar frá. Það var bókstaflega þrifið í ferðamenn og söluvaran rétt fram fast að augum þeirra. Veitingastaðir með tyrkn- esku kaffi eru á hverju strái í bazarhverf- inu. Þeir eru vinalegir og prýðilega sóttir, enda smakkast kaffið vel. Að heita má fast við verzlunarhverfið er höfuðmoskan, fallegt hús, þó að ekki jafn- ist hún á við systurmosku sína í Sarajevó. Við hljótum að líta þar inn sem snöggvast. Tíminn leyfir ekki langa dvöl. Umhverfis moskuna er fallegur forgarð- ur með gosbrunni, þar sem múhameðstrú- armenn lauga sig undantekningarlaust svo sem fyrir er mælt, áður en gengið er til bæna í moskunni. Þar sem vatnið steypist til jarðar frá brunnbarminum fellur það yfir fjóra hvíta steina, sem eiga að tákna árstíðirnar fjórar. — I þessari mosku sem öðrum eru austurlenzk teppi á gólfum, kórantilvitnanir á veggjum, en engin myndlist er sjáanleg. Hún er bönnuð með öllu í helgidómum múhameðstrúarmanna. Enga menn var að sjá í moskunni, er við vorum stödd þar, nema slangur af er- lendum ferðamönnum. Konum Ætlaður SÉRSTAKUR STAÐUR Hinn helgari hluti moskunnar er greini- lega afmarkaður frá hinum, og inn í hann mega engir stíga nema hreintrúaðir karlmenn, og allra sízt vantrúaðir menn eins og við. Konum er ætlaður annar stað- ur í moskunni á upphækkuðum palli og fyrir hann byrgt að verulegu leyti með grindverki og allþéttum rimlum. „Hið allra helgasta" er prestinum einum ætlað, en það er eins konar afkimi og kallaður mihrap og veit til austurs, til Mekka að sjálfsögðu. Eitt var það enn sem okkur þótti gaman að skoða: hús og íbúð velmegandi tyrkn- esks kaupmanns frá 16. öld og verið hafði í eign sömu ættarinnar allt fram til þessa, en hafði nú verið breytt í safn. Er talið að það hafi lítt eða ekki skipt um svip á þess- um öldum. Öllu er viðhaldið með sömu um- merkjum og þegar síðustu íbúarnir yfir- gáfu íbúðina. Það var skemmtilegur svipur sem hvíldi yfir henni. Allt innbú var einkar smekklegt og fallegt, austurlenzk húsgögn og gólfábreiður fagrar. í aðalstof- unni setstofa karla, þar sem húsráðandi tók á móti gestum sínum, eingöngu karl- mönnum. Stoppaðir langbekkir með baki voru við veggi. Á gólfi stóðu lítil sexstrend blá borð og lágur sess við hvert þeirra. Á veggjum héngu margir fallegir munir, sverð og önnur vopn og heil röð af skraut- legum reykjarpípum, þeirra á meðal vatnspípur býsna langar. í öðrum enda íbúðarinnar var dyngjan, þar sem konur einar máttu stíga inn fyrir þröskuld og húsmóðirin tók á móti kyn- systrum sínum. Þegar við höfum virt fyrir okkur dyngjuna vorum við leidd inn í svefnherbergi húsbóndans. Ekkert var þar rúmstæðið, en í þess stað dýna á dýnu ofan allt frá gólfi. Án efa mjúkur og þægilegur beður, þar sem hann hefur látið fara vel um sig með konu eða hjákonum sínum, því að ekki þarf að draga í efa, að hann hefur búið við fjölkvæni, eins og aðrir tyrkneskir höfðingjar á fyrri tímum. SÉRKENNILEGIR STEINAR í Mostar gáfum við gætur að sérkenni- legri gerð af stærri og smærri steinum, ýmist einstökum eða þá í röðum. Höfðum við tekið eftir sams konar steinum hér og hvar á leiðinni til borgarinnar og víðar í Bosníu og Herzegóvínu. Þeir eru venjulega kallaðir bógúmílsteinar eða „stecci" á tungu landsmanna. Steinarnir minna einna helzt á skrautlegar líkkistur. Þeir eru taldir vera frá tólftu og þrettándu öld. Vitað er um fjörutíu þúsund steina af þessari gerð í Bosníu — Herzegóvínu og Serbíu. Þeir eru útflúraðir á margan hátt! Á þeim er að sjá rúnir, sverð eða önnur vopn og riddara í herklæðúm. Einnig sýna þeir veiðimenn og ýmsa atburði úr daglegu lífi manna. Steinarnir hafa löngum valdið ýmsum getgátum og margt er óvitað um uppruna þeirra og gerð. Heilar raðir af þeim sjást i kirkjugörðum eða þá úti á ökrum og víðavangi, og ekki sízt á árbökk- um. Að líkindum eru þeir legsteinar. Talið er þó nokkuð öruggt, að bógúmíl- steinarnir eigi rætur sínar að rekja og séu gerðir af samnefndum þjóðflokki, bógúm- ílum. Kristnir menn töldu bógúmíla vill- utrúarmenn, þó að sjálfir litu þeir á sig sem kristna. Höfundur sértrúarflokks þessa er sagður hafa verið bógúmíli, búlg- arskur munkur, á níundu öld. Bógúmíl og áhangendur hans voru gerðir útlægir úr Búlgaríu og settust þeir þá að í hópum í Serbíu og Bosniu — Herzegóvínu. Þar breiddist trúarkenning þeirra allmikið út allt frá elleftu til fjórtándu aldar, en eftir það gætir hennar ekki svo að neinu nemi. Á heimleiðinni er lengst af annar vegur farinn frá Mostar en á leiðinni þangað, og nú fjallvegir með einstökum, stuttum jarð- göngum, en aftur er komið niður í dalinn frjósama, sem ekið var um að morgni dags. Erum við þá komin til Króatíu á ný. Það er dvalið drykklanga stund í bænum Metkovíe. Við stöldrum við undir berum himni. Stórar rauðvínstunnur standa á stokkum og heimamenn tappa óspart af þeim handa gestunum, sem verða að smakka á nýju rauðvíni þeirra, sem er eft- irsótt veig um alla Júgóslavíu og víðar og útflutningsvara. Það bragðast mæta vel, eins og ætla má. En vínyrkja í þessu hér- aði er afar mikil og fjöldi manna i dalnum hefur lífsviðurværi sitt af henni. Önnur ávaxtarækt er veruleg, að ógleymdri tób- aksræktinni. Veðurfar er ákjósanlegt í öll- um dalnum fyrir hvaða ræktun sem er. Við fylgjum Neretva-ánni, lífæð dalsins, alla leið til Dalmatíustrandar, þar sem hún fellur grænleit og hljóð í faðm hins bláa og eyjum prýdda Ádríahafs. Ferðalangarnir eru þakklátir fyrir un- aðsríkan og ánægjulegan dag. Margt fag- urt hefur borið fyrir augu, handaverk Guðs og hagleg sköpun manna öld af öld í byggðum þeim sem við förum um. — Að sjálfsögðu vakir mynd brúarinnar fyrir sjónum, moskan, bazarhverfið og hús tyrknesku höfðingjaættarinnar. Svo sann- arlega hefur Mostar upp á margt að bjóða, enda orðin ein af fjölsóttustu borgum Júgóslavíu. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.