Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 14
Hér er unnið að netadrætti. Ekki er ástæða til að lýsa draslinu við herstöðina, en þó get ég ekki stillt mig um að nefna það, að flugbrautin virðist eggslétt og ekki annað að sjá en þama mætti lenda hvenær sem væri. Um kvöldið sagði ég mig úr villimannafélaginu. Hvar Er Brimnes-baujan? Morguninn eftir, 5. september, tókum við tvær sköfur með skeljaplóginum framan við herstöðina. Engin var þar hörpudiskur en nokkrar skeljar af öðrum tegundum. Eftir þetta var haldið til baka að laxa- trossunni. Svo sem vænta mátti var Brim- nes-baujan ekki á sínum stað. Hún fannst þó bráðlega um 1,7 sjómílur frá þeim stað er lagt hafði verið. Við sáum fljótlega, að trossan var óklár í annan endann og er hætt við, að hún hafi lent í kasti við ís. Við Guðmundur fórum á Rauðku til að draga netin. Enginn lax var í 4 fyrstu netunum og heldur enginn í 4 síðustu en í miðnetið fengum við 3 laxa og komst heildaraflinn þar með hárfínt yfir 400. Einn fiskanna reyndist veiðiuggaklipptur og kom síðar í ljós, að hann var örmerktur frá írlandi. í Skjöldungsfirðinum fengum við tvö örmerki, annað frá írlandi en hitt frá Vopnafirði, auk þess sem okkur barst þar norskt merki. Því næst fórum við aftur í Angmagssalik-flörðinn og drógum þorska- netatrossuna, sem legið hafði í 41 tíma. Aflinn fór fram úr björtustu vonum. Við fengum 21 þorsk, 6 grálúður og 3 skráp- flúrur, upp undir 100 kg. í allt. Við lögðum trossuna strax aftur en nú hinum megin Qarðarins, út af Hvaleyri. Eftir að hafa kvamað þorskinn var byijað að beita haukalóðina. Meiningin var að leggja suður af Kulusuk á svolítið öðrum stað en áður, því að Kulusuk-búar höfðu tjáð okkur, að við hefðum ekki verið á réttum stað í fyrra sinnið. Lögðum við línuna svo um kvöldið og mældum hitann og morgun- inn eftir var hún dregin og reyndist aflinn einn hlýri. TIL sermilik-fjarðar Nú hafði saxast mjög á þau verkefni, sem Kristján hafði sett okkur fýrir og var Sermi- lik-fjörðurinn einn eftir, en þar hafði Krist- ján hug á dýptarmælingum, þorsk- og rækjuveiði og auk þess laxi. Við höfðum reyndar illan bifur á þessum fírði, sem við höfðum tvívegis farið fram hjá, því að ut úr honum berst óhemju mikið af1 ís, enda „kálfa" margir skriðjöklar í flörðinn og bera sumir hrikaleg nöfn svo sem Helheimajök- ull, Fenrisjökull og Miðgarðsjökull. Var einskis góðs að vænta af þessum nöfnum. Við náðum reyndar að mæla dýpi utan við fjörðinn og í fjarðarkjaftinum á slóðum, sem engar dýpistölur voru á kortum. Ekki lögð- um við í að fara lengra, enda einsýnt að ekki væri hægt að stunda þama veiðar nema á hálfgildings ísbijót. Við mældum þó hita og renndum færi og er rétt að vera fáorður um árangur. Okkar verkefnalisti var þó enn ekki tæmdur. Okkur hafði borist ósk um að frysta sýni af smákarfa og okkur þótti hart að ná ekki fullum skammti af kvömum, sem á að vera úr 100 fískum. Þá höfum við fullan hug á að kasta fiskitrolli á bönkunum fyrir utan á leiðinni heim, enda töldum við, að þar væri eftir meim að slægjast. Næst köstuðum við rækjutrollinu suður af Angmagssalik-eyjunni gagngert til að fá smákarfasýni. Botninn var hrikalegur eins og alls staðar annars staðar, en Gunnari tókst þó að komast áfram í 25 mínútur, sem reyndist nóg fyrir okkar þarfír gagnvart karfanum en aðeins fengum við örfáar rækjur og kom það svo sem ekkert flatt upp á okkur. Þessu næst héldum við að þorskanetatrossunni okkar út af Hvaleyri, sem legið hafði í 29 tíma. Við bættum okkur enn og fengum heila 24 þorska, 6 grálúður og einn hákarl, sem við skárum frá okkur. Lögðum við svo trossuna aftur á svipuðum slóðum. Upp úr kl. 9 um kvöldið lögðumst við svo upp að í Angmagssalik. BÆJARSTJÓRAVEISLAN Laugardaginn 7. september vorum við sem sagt í Angmagssalik í þriðja sinn. Strax um morguninn tókum við vatn og olíu og settum þorskagildruna í land. Einnig fór afgangurinn af beitunni okkar í land og tóku heimamenn við henni. Eftir hádegi þurftum við að fara frá bryggjunni, enda var talsvert um skipaferðir. Þama var danskt olíuskip, norskir rækjutogarar og von var á skipi, sem bráðlega verður sagt frá. Um kvöldið var okkur boðið í veislu á hóteli staðarins. Það voru bæjarstjómar- hjónin, sem buðu til veislunnar. Var okkur sendur vaktmaður, svo að við gætum allir komið til veislunnar. Þar sem við vorum út á legu þurfti bæði að hafa stýrimann og Vertíðarlok Að morgni þess 8. september tókum við upp þorskanetatrossuna við Hvaleyrina og settum nýtt aflamet er við fengum 45 þorska og 25 kg af grálúðu. Heildarþorskaflinn í þessa netatrossu var þar með kominn upp í 99 fiska. Nú var meiningin að drífa sig út á banka og fiska einhver ósköp í fískitrollið, sem var eina veiðarfærið okkar, sem ekki hafði komið í sjó enn. Ekki reyndist þetta þó gerlegt, því að hörkubræla var fyrir utan. Var nú gengið í að gera allt klárt fyrir heimför og var það ærið verk. Lágum við fyrir akkeri út af Hvaleyrinni. Morguninn eftir, 9. september, sigldum við út fyrir fjörðinn og var þar haugasjór og samtímis spýtti veðurkorta- móttakarinn út úr sér mjög skuggalegu korti. Við snerum því við og gáfum upp alla von um að koma fiskitrollinu í sjó. Arla morguns daginn eftir, 10. september, var svo lagt af stað heim og samtímis leið villi- mannáfélagið endanlega undir lok. Til Reykjavíkur komum við svo kl. 12.30 12. september og var þessum ævintýralega leið- angri, D-6-85, þar með lokið. Þakkargjörð Fyrst vil ég þakka þolinmæði lesenda, því að nokkuð hefur frásögnin dregist á langinn, enda frá mörgu að segja. Vona ég, að frásögn þessi varpi nokkru ljósi á lifnað- arhætti Austur-Grænlendinga, sem fæstir Islendingar vita mikið um. Lesendum kann að virðast, að leiðangur- inn hafí verið léttur fyrir leiðangursmenn. Það er þó misskilningur. Það hefur sjaldnast þótt góð latína á Islandi að vera með tvenns konar veiðarfæri í gangi í einu hvað þá öll þau ósköp, sem við vorum með. Slíkt væri alls ekki hægt nema í ágætri samvinnu áhafnar og rannsóknarliðs, sem hér með er þakkað fyrir. Gagnvart Grænlendingnnum var ég eiginlega launmontinn af þessu liði mínu. Við leiðangursmenn allir þökkum Græn- lendingnnum þremur fyrir ánægjulegt samstarf og samveru. Christian Höy verður okkur sérlega minnisstæður, enda miðlaði hann okkur óspart af þekkingu sinni af Grænlandi og Grænlendingum. Öðrum Grænlendingum, sem á vegi okkar urðu, færum við bestu þakkir fyrir ánægjulega viðkynningfu. Heimildir: Mjög er stuöst við beinar og endursagðar munn- legar frásagnir Christian Höy og Mikael Heilmann kemur einnig við sögu varðandi munnlegar heimildir. Helstu skriflegar heimildir, sem stuöst var viö eru eftirfarandi: 1) Tasiilaq-Angmagssalik, Nordiske Landes Bogforlag 1984. 2) Britte Lauritsen, Fangstmandsliv. Kaup- mannahöfn. 3) Qilakitsoq, de grönlandske munier fra 1400- tallet. Nuukog Kaupmannahöfn 1985. 4) Thor Iversen: Sydostgrönland og Jan Mayen. Fiskeriderektoratets skrifter Vol. 5 nr. 1. Bergen 1936. 5. Grönland. Ferðafélag Danmerkur, árbók 1952-53. 6. Grönlands lommekalender 1985. Nuuk. Höfundurinn er fiskifræöingur hjá Hafrannsóknarstofnun. LjÓ8m. Mikael Heilmann Leiðangvrsstjóri og greinarhöf undur festir laxanet við „ Grænlands köldu kletta “. vélstjóra um borð og urðu þeir Indriði og Snorri því af veislunni. Þeir Gunnar, Sigurð- ur og Heiðar fóru í einkennisfötum til veisl- unnar en matrósafötin, sem við kölluðum svo, eru annars mjög sjaldan notuð. Veislan varð hin ágætasta og að ýmsu leyti söguleg. Eigendur hótelsins auglýsa, að fegurri fjallasýn sjáist ekki út um hótel- glugga í víðri veröld. Um það má víst deila, en tignarlegt er útsýnið vissulega. Okkur var boðið upp á ljúffenga sauðnautasteik. Ég skýrði bæjarstjóranum síðan frá rannsókn- um okkar og þakkaði Kristjáni fyrir ágætt samstarf og ótal upplýsingar, sem þegar hafa kryddað frásögn þessa. Loks bar ég að verðleikum lof á skipshöfn og leiðangurs- menn. Kristján hélt svo ræðustúf og bar svo mikið lof á okkur Drafnveija, að við fórum allir hjá okkur. Er leið að lokum veislunnar áttum við nánast hátíðlega stund með öðrum viðstöddum, er nýr rækjutogari þeirra heimamanna, Tasiilaq, sigldi inn á höfnina. Þetta reyndist ákaflega stórt og fallegt skip og hef ég sjaldan séð Dröfnina jafn smáa og í þetta sinn. Allir klöppuðu fyrir skipinu og óskuðu tveimur viðstöddum hluthöfum, hótelstjóranum og Ole Mathiesen, bæjar- stjóra, til hamingju. Tasiilaq mun hafa kostað 85 milljónir danskar og mun meiri- hluti hlutafjár vera frá Danmörku. Áhöfnin er að talsverðum hluta frá Angmagssalik- firðinum og er það liður í að draga úr at- vinnuleysinu. Ekki eru þó tök á því, að skipið landi í heimahöfn og skilst mér, að það verði á ísafirði, þegar skipið aflar á Dohrn-banka. Ef skipið ristir of djúpt fyrir ísfirðinga er það auðvitað vclkomið til Hafnarfjarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.