Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 12
Nú eru liðin 26 ár síðan Nixon og Kennedy áttust við í sögufrægum sjónvarpskappræðum rétt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum haustið 1960. RichardNixon vanmat áhrif sjónvarpains ogsamþykktiað taka þátt í kappræðum við Kennedy, kappræðum sem líklega kostuðu hann forsetastólinn. Afdrifaríkur sjónvarpsþáttur Sumarið 1960 virtist fátt geta komið í veg fyrir að Richard Nixon yrði næsti forseti Banda- ríkjanna. Hann var aðeins fjörutíu og sjö ára, hafði verið varaforseti Eisenhowers í átta ár og hafði um skeið átt útnefningu repúblikana GUÐJÓN ARNGRÍMSSON TÓKSAMAN til forsetaembættis vísa. Varaforsetatíð sína hafði hann notað til að byggja upp ímynd sína sem stjórnmálamaður á heimsvísu og til þess að öðlast þau sambönd innanlands sem undir flestum kringumstæðum hefðu átt að nægja til að tryggja honum embætt- ið. Ekki spillti fyrir að á sama tíma hafði flokkur demókrata átt við leiðtogavanda- mál að stríða. Adlai Stevenson, sem tapaði fyrir Eisenhower í forsetakosningunum 1952, var á útleið og Lyndon Johnson, sem var leiðtogi flokksins á þingi var ekki tal- inn eiga möguleika gegn Nixon. Nokkrar vonir voru þó bundnar við lítt reyndan þingmann af þekktri ætt — John F. Kennedy. Kennedy þurfti að hafa mikið fyrir út- nefningu sinni. Það var ekki fyrr en sam- komulag tókst um það á landsþingi demó- krata 1960, þegar Lyndon Johnson varð varaforsetaefni hans, að ljóst varð að hann hlyti útnefninguna. Þeir Kennedy og John- son saman voru taldir eiga möguleika gegn Nixon. í kosningabaráttunni kom fljótt í ljós að frambjóðendurnir gátu vart verið ólík- ari. Þeir voru í raun frambjóðendur tvennra tíma. Nixon var hefðbundinn bandarískur stjórnmálamaður. Hann hafði öðlast styrk sinn eftir innri leiðum banda- rískra stjórnmála — með því að vingast á réttum tíma við réttu flokksleiðtogana og áhrifamennina heima í Kaliforníu og síðar í Washington. Þá kunni hann einnig að koma rétt fram við blöðin — fyrir utan að maðurinn var auðvitað skarpgreindur og ákaflega duglegur. Styrkur Kennedys lá hinsvegar ekki hvað síst í persónutöfrum hans og í því hve mikill snillingur hann var í því að umgangast fjölmiðla. Styrkur hans kom því að verulegu leyti utanfrá — hann varð vinsæll meðal almennings áður en hann varð raunverulegur áhrifamaður innan demókrataflokksins. Og innan flokksins öðlaðist hann styrk sinn að tals- verðu leyti vegna þess að forystumenn demókrata skynjuðu hve þetta gerði hann sigurstranglegan. Hann var stjórnmála- maður nýrra tíma. Sjónvarpskappræður Árið 1960 voru áhrif sjónvarps á stjórn- málalíf miklu minni en nú. Þau höfðu þó farið ört vaxandi áratuginn á undan, en stjórnmálamönnum gekk mjög misjafn- lega að laga sig að hinum nýja miðli. Nixon var af sérfræðingum talinn mun betri á fjölmennum fundum en í sjónvarpi, en Kennedy þótti strax afbragðsflinkur fram- an við myndavélarnar. Það kom því verulega á óvart haustið 1960 þegar tilkynnt var að bæði Kennedy og Nixon hefðu samþykkt að taka þátt í löngum kappræðum sem sjónvarpað yrði um öll Bandaríkin í beinni útsendingu. Þeir sem til þekktu voru hlessa á Nixon að taka þessa áhættu — þeir töldu að hann hefði lítið að græða á sjónvarpskappræðum við Kennedy, en miklu að tapa. Og þeir höfðu rétt fyrir sér. Þátturinn breytti kosningabaráttu Nix- ons í martröð, og Kennedy á einu kvöldi úr vonlitlum keppinaut í afar sigurstrangleg- an forsetaframbjóðanda. Áhrif þáttarins voru slík að 16 ár liðu þar til forsetafram- bjóðendur fengust aftur í einvígi af þessu tagi, þrátt fyrir geysilegan þrýsting ög áhuga allrar þjóðarinnar. Það var ein- faldlega of miklu að tapa. Frambjóðendur komu misjafnlega vel upplagðir til leiks. Báðir höfðu þeir sjón- varpsráðgjafa á sínum snærum, sem gáfu þeim góð ráð um framkomu, ráðlögðu þeim um svör við þeim árásum andstæðingsins sem þeir áttu von á, og svo framvegis. Vegna gríðarlega erfiðra kosningaferða- laga dagana fyrir sjónvarpsþáttinn fékk Edward A. Rogers, ráðgjafi Nixons, ekki tíma með Nixon sjálfum fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir útsendingu, og þá aðeins í hálfa klukkustund. Rogers varð felmtri sleginn þegar hann sá Nixon þennan eftirmiðdag. Hann leit út eins og hann væri á leið til jarðarfarar, jafnvel sinnar eigin. Húðlitur hans var gráleitur; hann var úrvinda af þreytu. Hann hafði lést um 10-15 kíló í kosninga- baráttunni og hafði hann þó ekki verið þrekinn fyrir. Skyrturnar hans voru því tveimur til þremur númerum of stórar, sem undirstrikaði ennfremur sjúklegt útlit hans. Rogers taldi Nixon ekki heilan heilsu og vildi fresta einvíginu, en hvorki Nixon né aðrir aðstoðarmenn hlustuðu á mót- bárur hans, enda enginn tími til stefnu. Þegar þeir komu í sjónvarpsstöðina voru báðir frambjóðendur spurðir hvort þeir vildu andlitsfarða. Hvorugur taldi sig fyrst þurfa slíkt, en aðstoðarmenn Nixons kröfð- ust þess að fá að farða hann lítillega með einhverju sem kallaðist „Shavestick". Þeir vissu að án farða yrði Nixon, sem hafði mjög dökka skeggrót, ósjálegur, auk þess sem honum hætti mjög til að svitna í hitan- um frá ljósunum í sjónvarpssal. SÓLBRÚNNOG Afslappaður Kennedy Vandamál Bill Wilson, sjónvarpsráðgjafa Kennedys, voru smávægileg miðuð við þau sem kollegi hans átti við að stríða. f fyrsta lagi var Kennedy öruggur innra með sér um að hann mundi ekki tapa sjónvarps- kappræðum við Richard Nixon. Hann vissi að hann var að öllu jöfnu betri í sjónvarpi en keppinauturinn. Hann hafði verið í Kaliforníu, var sólbrúnn og afslappaður. Hann gaf sér góðan tíma til að láta helstu aðstoðarmenn sína þjálfa sig í að svara erfiðum spurningum og útúrsnúningum. Wilson farðaði Kennedy sjálfur, hann hljóp út í lyfjabúð skammt frá sjónvarps- stöðinni, keypti Max Factor Créme Puff og notaði aðeins lítið af því á andlit Kennedys. Fáa renndi þá í grun að ákvörðun sem þessi — Max Factor Créme Puff í stað Shavestick — gæti haft áhrif á það hver veldist í leiðtogasæti Bandaríkjanna og hins frjálsa vestræna heims! Þátturinn varð martröð fyrir Nixon, en sigur, ekki aðeins fyrir Kennedy, heldur einnig fyrir hinn nýja fjölmiðil, sjónvarpið. Daginn eftir mundi enginn það sem Nixon og Kennedy sögðu. Fólk mundi það sem það sá og það sem það fann. Forsetafram- bjóðendurnir voru komnir heim í stofu hjá þjóðinni og persónuleiki þeirra kom í ljós. Kennedy var myndarlegur, þokkafullur og hafði mikla persónutöfra. Hann hafði kímnigáfu, brosið var aldrei langt undan, hann var greindur, rökfastur og bein- skeyttur. Hann tók þjóðina með trompi. Nixon leit hinsvegar hræðilega út. Tauga- óstyrkur, óöruggur, hann fór fljótt að svitna og þegar leiö á þáttinn streymdi svitinn niður andlit hans og skolaði and- litsfarðann af. Hvorki Kennedy né Nixon gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvað var að gerast. Strax að þættinum loknum var Nixon ekki óánægður, en viðbrögð ráðgjafa hans sögðu honum fljótt að ekki hafi allt farið sem skyldi. Það var heldur ekki fyrr en daginn eftir, í Ohio, að Kennedy áttaði sig. Mun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.