Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Blaðsíða 35
Hið træga málverk Hammarshöi, „Fimm mannsmyndir“ frá 1901. Ljósmynd af Vilhelm Ham- mershöi, 1891. staðið á því, að þeim hafí svo lengi getað sést yfir jafn góðan málara. En í raun sást mönnum ekki yfir hann í Evrópu í lok fyrri aldar, og byrjun þessar- J9r;,Aen fyrri heimsstyrjöldin batt enda á vaxandi frama og svo fóíjýað Hammershöi dó bitur og vonsvikinn árið '1916. Það voru einkum landar hans sem ekki voru með á nótunum, og þar voru fremstir í flokki ýmsir listsápufræðingar og starfs- bræður hans, svo að þetta minnir allt á erfiðleika Munchs heima fyrir í Kristinaíu (Osló). Og því miður sló Hammershöi aldrei í sama mæli í gegn í útlandinu og Munch, enda skapgerðin allt önnur og aðstæður frábrugðnar. Þó er jafnvel Renoir sagður hafa tekið upp eitt myndefni hans (sjá mynd) og skáldið Rainer Marie Rilke þekkti vel tií málverka Hammershöi, og hrifning hans var svo fölskvalaus, að hann ráðgerði að skrifa bók um list hans, svo sem fram kemur í Berlingske Tidfende í desember árið 1904. Því miður varð aldrei meira úr því en hinn góði ásetningiíf. Þegar hinn nafntogaði rússneski ballett- meistari, Serge Diaghilev, heimsótti K.höfn árið 1897 til að velja myndir á Skandinav- íska málverkasýningu í St. Pétursborg, keypti hann strax mynd eftir Hammershöi og pantaði aðra, og hann sá um, að hinn danski málari væri vel kynntur á sýningunni. Það var þessi sami Diaghileff, sem seinna átti eftir að skapa sinn eigin ballettstíl í samvinnu við hina miklu frönsku málara samtíðarinnar, Picasso, Matisle, Brague. Fram hjá því verður ekki litið, að Vilhelm Hammershöi var lengi vel eini danski málar- inn, sem í lifandi lífi náði að verða þekktur og metinn á meginlandi Evrópu, og það var enginn hávaði í kringum þá frægð, því að hún stóð föstum rótum í hefðinni, þó að list hans væri sérstæð og fersk. Hinn frægi franski listrýnir, Théodore Duret, gaf Hammershöi þá einkunn í blað- inu Köbenhavn, svo snemma sem árið 1890, að hann væri málari af fyrstu gráðu. Þetta voru engin innantóm orð, því að þessi veij- andi og baráttumaður frönsku impressjón- istanna óskaði sérstaklega eftir mynd eftir listamanninn í hið fágæta einkasafn sitt og festi sér eina. Hann fór lofsamlegum orðum um myndir Hammershöi við listsagnfræð- inginn Karl Madsen og þá einkum myndim- ar „Andlitsmynd af ungri stúlku" og „Ung stúlka við sauma", sagði þær flokki fremri en allt annað, sem hann hefði séð af danskri list. Einmitt þessar tvær myndir voru dæmd- ar óhæfar til í einn stað að verðskulda Neuhausinsku-verðlaun og í annan stað að vera teknar á hina árlegu sýningu á Char- lottenborg, og ber það vott um skarpskyggni og framsýni hins franska listrýnis, Duret. Mótlætið og andvaraleysið lét þannig ekki á sér standa í heimalandi Hammershöi, þrátt fyrir (og e.t.v. einnig vegna þess) að list hans hlyti hljómgrunn í útlandinu og við þetta bættist óvenju lokuð og niðurbæld skapgerð listamannsins sjálfs, sem jaðraði við meinlæti. Hammershöi var þeim óvenjulega eigin- leika gæddur af listamanni að vera, að hann var þögull sem gröfín varðandi eigin list og upplýsingar um hana. Hann hélt engu til haga, sem birtist um hann sjálfan á prenti, læddist eiginlega með veggjum, hvað eigin persónu snerti. En það var móðir hans, sem með mikilli kostgæfni og nákvæmni safnaði saman öllu, sem birtist um hann allt frá fyrstu frum- raun árið 1885 og til dauða hennar tveim árum fyrir andlát hans sjálfs. Það eru ein- mitt þessar upplýsingar frá sýningum hans um Evrópu, sem varpa sannfærandi Ijósi á þá hrifningu, sem myndir hans vöktu í út- landinu. Hér kemur fram, að Hammershöi var eitthvað alveg sérstakt frá fyrstu tíð. Friðrikka, móðir hans, klippti ekki ein- ungis út allt, sem hún komst yfír úr dagblöðum um son sinn og límdi inn á bækur, heldur bætti hún við eigin athuga- semdum og upplýsingum um afköst, sölu og annað tilheyrandi. Þetta úrklippusafn móðurinnar var svo ómetanleg heimild, er menn hófu fyrir al- vöru að kryfja og rannsaka list hans og líf. Hammershöi var þannig fullkomin andstæða við heimsmanninn Edvard Much, sem bar snilldina utan á sér, hvar sem hann kom og var ekkert að leyna því. Æviferill þeirra var einnig jafn ólíkur og framast getur, því að þegar stormar og stórsjóir léku um líf og list Munchs, þá var það djúpanna kyrrð, friður og ró, sem einkenndi list og lífsgöngu Vilhelms Hammershöi. Danski rithöfundurinn Thorkild Hansen kemst vel að orði, er hann ritar í upphafí formála síns um listamanninn: „Lífíð getur meðal annars virst óvinnandi. Mikil list ein- kennist af því að hafa hemil á því, skrifa niður og þar með afskrifa fjölbreytileikann, beijast á móti og helst sigra raunveruleik- ann, takmarka þær aðstæður, sem hvergi sér út yfir til einfaldrar og nothæfrar reglu, eitthvað í líkingu við það, er Einstein ein- faldaði alheiminn í e-pic2' Hammershöi endaði með hvítum stól upp að gráum vegg. Og kæmi það fyrir, að hann staðsetti manneskju á þennan stól, sneri hún a.m.k. baki að honum. Og sneri hún ekki baki að honum, var hún undir öll- um kringumstæðum klædd í svart. Svart á hvítt á grátt. Það merkilega er, að sá loka- árangur, sem við okkur blasir, verður að lítríkri mynd af lífinu. Öllu lífinu. Þetta heitir að ná dýpt í mannlýsingu. Vilhelm Hammershöi fæddist í Kaupmannahöfn hinn 15. maí 1864 á horninu á Holmens Kanal og Ved Stranden. Hann var því einungis hálfu ári yngri en E. Munch. Hann hóf snemma að læra teikningu og var ekki nema 14 ára, er hann fékk tilsögn í að mála hjá Frederik Rohde, og seinna Vilhelm Kyhn. Fimmtán ára er hann tekinn inn í undirbúningsdeild konunglega listahá- skólans (1879), þar sem hann stundar nám hjá prófessor Vermehren til ársins 1884. Arið 1883 stundar hann einnig nám í skóla hins framúrskarandi málara, Peter Severin Kröyer, og er vinnudegi hans þá þannig háttað, að hann er þar frá kl. 8.30 á morgn ana til 16.00 á daginn, en í listaháskólanum < frá kl. 17.30—19.30, auk þess sem hann leggur stund á frönsku. Kröyer er sagður hafa aldrei verið í vafa um hæfíleika Hammershöi, sem svo til strax komu fram með sterkum persónueinkenn- um, því að fyrsta myndip, sem hann sýnir aðeins 21 árs að aldri, telst vera ekta Hamm- ershöi. Hér var um að ræða hina frægu mynd af Onnu systur hans „Mynd af ungri stúlku", sem var sýnd á Vorsýningunni á Charlotten- borg árið 1885 og seinna á heimssýningunni í París 1889. Þar á Auguste Renoir að hafa séð hana, og á hún að vera kveikjan að mynd hans „Baigneuse", er hann málaði 1891, nema þeir hafi þá báðir fengið hug- myndina frá Rembrandt. Það skrítna er, að það var einmitt þessi mynd, sem þótti ekki verðug til að hljóta Neuhausísku-verðlaunin, sem var markmið- ið með gerð hennar. Hér hafa landar Hammershöi verið seinheppnir, því að fáar eða engar myndir hafa frekar verðskuldað þau verðlaun og heiðurinn hefur vafalítið orðið hinum unga listamanni mikill andlegur stuðningur og hvatning. í stað þess var þetta upphafið að mótlæti á heimaslóðum allt lífíð, sem hefur vafalítið gert þennan mikla og tilfínningaríka hæfíleikamann bitr- an og vonsvikinn, þótt lítið léti hann bera á því. Hann hélt sínu striki og vann ótrauð- ur áfram, lét enga stíla né stefnur samtím- ans hafa áhrif á sig né umbylta myndhugsun sinni. Hér var hann sem fullmótaður í upp- hafí, hafði fæðst inn í borgaralegt umhverfi og var því trúr allt lífið. Hann málaði mynd- ir af borgaralegu umhverfí, og hér var einfaldleiki hvunndagsins það, sem helst sótti á hann, þennan einfaldleika gæddi hann dulúðugu lífí, sem hefur yfir sér svip eilífðarinnar, hinnar djúpu og mögnuðu kyrrðar. Stemmningin í myndum hans getur minnt á Vermeer, en myndefnið er allt annað og sótt í nánasta umhverfi, svo sem Vermeer gerði og einnig til á Norðurlöndum vel að merkja. Vinnubrögðin eru ekki ólík né hin mikla natni, sem lögð er í hveija mynd. Og eins og kunnugt er, þá er líf Vermeers mönnum ráðgáta, sem ber vott um, að hann getur hafa haft líkt lundemi og Hammars- höi. En Vermeer er fjær okkur í tímanum og var ekki uppi á tímum dagblaða og átti vísast heldur ekki móður, sem af kostgæfni hélt öllu saman, smáu og stóru, sem frétt- nærnt taldist í lífi sonar hennar. I myndum þeirra beggja ræður tíminn og eilífðin, tíminn stendur kyrr og skoðand- inn stendur á fótskör eilífðarinnar, og býr þó við þau forréttindi að vera ekki horfínn úr mannheimi. Og eins og Vermeer og Hammershöi vom í einn stað líkir voru þeir í annan stað ólíkir, og hér kemur til liturinn í myndum þeirra. Skýrleiki formanna er hinn sami og upphafin stemmningin, en lit- imir í myndum Vermeers eru svo miklu ríkari og glaðlegri. En hér var Hammershöi ekki með öllu sjálfrátt, því að hann mun hafa verið litblindur, en ef til vill var það þess vegna, sem hann hafði þjálfað með sér hið mikla næmi fyrir grátónastiganum, sem fram kemur í myndum hans. Hammershöi gerði sér Ijóst, að fíngerð- ustu blæbrigðin geta haft mestu áhrifin (minna eða meira) og með því að nota eins lítið af lit og honum var mögulegt náði hann að draga fram hin sérstöku einkenni' þeirra. Hann vildi einmitt ná eins miklu úr hinum sérstöku einkennum litarins og hon- um var unnt — því sjaldgæfari þeim mun verðmætari, því sparlegri þeim meira ómiss- andi. Aðallitir litaspjalds Hammershöi voru svart og hvítt svo og grátónaheimurinn þar á milli, auk þess sem hann notaðist við smávegis af sepía, ólívu og látúnsgulu, ásamt örlitlu af fölrauðu í varir fyrirsæt- anna og bijóstvörtur. Málarinn Joakim Skovgárd, er sá eitt sinn iitaspjald Hammershöi, sagði, er hann leit hinar fjórar skýrt afmörkuðu litaklessur á því, að þær litu út sem þar lægju fjórar ostruskeljar og þótti hitta naglann á höftiðið. Sumar myndir Hammershöi hafa yfír sér þau litrænu hughrif, að þær leiða hugann að því, sem Baudelaire átti við með fram- slætti sínum: „Les grands coloristes savent faire de la couleur avec un habit noir, une cracate blanche et un fond gris“. Miklir lita- snillingar geta náð litum úr svörtum alfatn- aði og hvítu slifsi á gráum bakgrunni ... Að sjálfsögðu studdist Hammershöi við ljósmyndir, en það gerði Munch einnig svo og Qölmargir samtíðarmálarar þeirra. En báðir notfærðu þeir sér ljósmyndatæknina á sinn hátt og það harla ólíkan. Samtíðar- menn Hammershöi sögðu um myndir hans á niðrandi vísu, að þær líktust lituðu ljós- myndum, en það er naumast rétt, því að þær teljast í rauninni ekki litaðar. Þetta er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 35~

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.