Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Side 10
dag og viðkomandi listamenn náð að þroska sína list og hlaða dýpri og persónulegri merkingu. 2 íslenskir myndhöggvarar voru fremur seinteknir á sviði abstraktlistar. Siguijón Ólafsson (1908—1982) gerði nokkrar til- raunir með óhlutlæga mjmdgerð í lok 5. áratugarins. En það var í raun Gerður Helgadóttir (1928—1975) sem fyrst ruddi brautina. Árið 1951 byijar Gerður að vinna í jám sem hentaði vel til að útfæra hina geómetrísku abstraktion. Kalt jámið, sem yfirleitt var málað svart, féll vel að vísinda- legri nákvæmni geómetríunnar. Seinna meir átti Gerður eftir að skapa verk sem em náskyld formleysisverkinu. Hún bræddi niður kopar í óræð form, sem virka líkt og augnablik í þróunarsögu verksins. List Gerð- ar er óvenju hlutstæð, innhverf og sjálfri sér næg hugleiðing um efni, línu og massa. Um miðjan 6. áratuginn hóf Asmundur Sveinsson (1893—1982) einnig að skapa í jám myndir sem við fyrstu sýn virðast flalla um línur og samspil þeirra við rýmið. En þegar vel er að gáð kemur í ljós að verk Ásmundar hafa í flestum tilfellum til að bera skýra merkingu. Verkin eru hlaðin táknum og goðsögum sem fleyta áhorfend- um oft inn í táknfræðilega og allegóríska veröld, en lyklana að merkingu viðkomandi verka er að finna í sögu, bókmenntum og náttúm. Þetta er því oftast „abstraktion" af einhveiju en ekki hrein samverkun forms, efnis og rýmis. Siguijón Ólafsson vann í jám, stein og fleiri eftii, en óhlutlæg list hans rís einna hæst í verkum sem hann vinnur í tré á 8. áratugnum. Er hér um að ræða óhlutlæga viðurmælgi við náttúruna og virðist sem : ‘ efnið sé inntaksleg forsenda verksins. Ólíkt því sem gerðist í málverkinu var aldrei um að ræða hóp abstraktmyndhöggv- ara heidur einstaklinga sem meira eða minna tengdust málverkinu. Þannig tökum við eftir greinilegri skiptingu meðai mynd- höggvara milli geómetrískrar og Ijóðrænnar tjáningar líkt og fram kemur í verkum þeirra bræðra Jóns (1916) og Guðmundar Benediktssonar (1920) og Jóhanns Eyfelis (1923) en verk hans standa hugmyndalega afar nálægt ljóðrænu abstraktlistinni, eins konar myndræn orka sem byggist á sam- * leik listamannsins og efnisins og þar sem eðli og eiginleikar efnisins eru afgerandi fyrir niðurstöður listamannsins. 3 Þegar komið var fram í lok 7. áratugar- ins getum við vart lengur talað um abstrakt- listina sem íslenska avant-gardið. Nú var það popplistin og síðar hugmyndalistin sem tók að sér það opinbera hlutverk að vera hin framsækna list. En þrátt fyrir að flestir af yngstu listkynslóðinni höfnuðu abstrakt- listinni sem tjáningarmáta á þessum tíma voru íslenskir abstraktlistamenn nú loks að ná persónulegum tökum á hinni óhiutlægu myndgerð. Er ekki nokkur vafi á því að einmitt á þessum árum voru listamenn á borð við Þorvald Súlason, Karl Kvaran (1924) og Kristján Davíðsson að bijóta nýj- ar brautir og skapa þann stíl sem auðkennt hefur list þeirra síðastliðna áratugi. Á þessum árum tökum við ennfremur eftir nýjum áhrifavöldum í abstraktlistinni. Hansína Jensdóttír: Kopar og strigi, 1986. Eign listamannsins. 3 Gerður Helgadóttir: Komposition, 1951-52. Listasafn Kópavogs. Eru það annars vegar optískar myndir eins og sjá má í verkum þeirra Harðar Ágústs- sonar og Eyborgar Guðmundsdóttur (1924—1977) og hins vegar tengsl við ameríska abstraktmálverkið og minimalism- ann, en greinilegt er að þar liggur munurinn að málverkum þeirra Magnúsar Kjartans- sonar (1949) og Sigurðar Örlygssonar (1946) frá því í byijun 8. áratugarins. Á síðastliðnum misserum hefur mátt merkja í erlendum galleríum og tímaritum endurkomu abstraktlistar. Og líkt og áður berst ómurinn hingað til lands og endur- speglast í verkum fjöimargra listamanna aJf yngstu kynslóðinni. Gróft sagt þekkjum við aftur tvískiptinguna milli geómetrískrar og sjálfsprottinnar tjáningar líkt og nú standi jrfír nokkurs konar endurmat á þess- um algildu hugtökum og leit að nýjum sporbrautum og möguieikum á endursköf)- un/nýsköpun á huglægri list. En hér á landi eru þessar rannsóknir stutt á veg komnar og því er ekki að leyna að málverk ynstu abstraktkjmslóðarinnar standa formrænt séð ótrúlega nálægt lausnum og uppfínning- um eldri kjmslóðarinnar. Hvað varðar höggmjmdalistina gegnir nokkuð öðru máli, hún virkar frumlegri og framsæknari líkt og eftii og nýjar lýmishugmjmdir ættaðar frá installationum, land art og fleiri síðtíma liststefnum hafí fleytt sköpunargleði ab- straktmjmdhöggvara í æðra veldi. Um það vitna verk þeirra ívars Valgarðssonar (1954), Hansínu Jensdóttur og Rósu Gísla- dóttur (1957). Abstraktlistin, sem spannar meirihluta af íslenskri listasögu, er vafalítið ein merk- asta og djúpstæðasta listbylting á íslandi. Sýningunni á Kjarvalsstöðum er ætlað að gefa listunnendum tækifæri til að skoða þessa tegund mjmdlistar í sögulegu sam- hengi. Kjmnast ólikum sjónarhomum á hugtakið óhlutlæg mjmdlist og fylgja eftir innbyrðis tengslum og þroskaferli einstakra listamanna. Og sjá að íslensk abstraktlist er enn fersk og lifandi mjmdgerð. Heimildir: Islen.sk abstraktlist, Kjarvals- staðir, 1987. Höfundurinn er listfræöingur og forstöðumaöur Ásmundarsafns. Ljós og skuggar á langri leið Um endurminningar sellósnillingsins Pablo Casals sem Albert E. Kahn hefur skrásett og út hafa komið á vegum Bókaútgáfunnar Þjóðsögu í þýðingu Grímhildar Bragadóttur. EFTIR SÉRA GUNNAR BJÖRNSSON Aslætti 1982 hafði sá, sem hér heldur á penna, þá hamingju að setjast við fótskör ungverska knéfíðlumeistarans Laslö Mezö og rannsaka undir handleiðslu hans tækni í sellóleik. Meist- ari Mezö er að sínu leyti lærisveinn katalónska sellósnillingsins Pabló Casals. Mezö tók svo til orða í mín eyru: „Leyndardómurinn að baki himinborinni snilld Casals var tilfinning hans fyrir hinu óumræðilega og næmi hans á upprunalega reynslu." Vera kann, að afburðamenn séu sjaldan langorðir og upptuggusamir kennarar. Líkast til er galdurinn fremur sá, að þeir kunna að velja sér nemendur. Áður en lengra er haldið get ég ekki stillt mig um að skjóta hér inní dálítilli frásögu, sem ég varð áheyrsla hjá yfírburðamanninum fínnska, Erkki Rautio. Þessi' stórflínki Finni var vetr- arlangt í læri hjá frakkneska snillingnum Pierre Foumier í París. Á dagskrá voru samstæður Jóhanns Sebastíans Bachs fyrir einsamla knéfíðlu. Rautio dáðist að þeirri jrfírmáta fegurð, sem Foumier framkallaði með hljóðfæri sínu. En þegar voraði þótti honum umræða um leiktækni hefði lent í nokkurri útidejrfu. Síðasta kennslustundin rann upp án þess Foumier hefði minnst einu orði á tæknilega hluti. Þeim mun meira hafði hann hugað að innihaldi tónlistarinn- ar. Loks herti Rautio upp hugann og bað meistarann um holl ráð er í hag mættu koma við langsamar skalarunur, tvígripsæf- ingar, trillur og bogabrellur á köldum, fínnskum vetrarmorgnum. Þeir vom staddir í hótelherbergi og Foumier greip örk af bréfsefni gistihússins og hripaði upp fáeinar æfíngar. Þær reyndust fólgnar í því að stijúka niðurstrok og uppstrok til skiptis, ýmist hægt eða hratt, gjaman á lausum streng; stundum jafnvel tvö niðurstrok, hvort á eftir öðm, og síðan tvö uppstrok sömuleiðis. Þessa auðskildu iðkun lét hann nægja. En Rautio sagði mér, að því lengra sem á ævi hans liði, þeim mun ljósari yrði sér gagnsemi þessara fábrejrtilegu æfinga. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á aðvent- unni, þegar mér barst í hendur bókin „Ljós og skuggar á langri leið“ og er endurminn- ingar Pabló Casals, skráðar af Albert E. Kahn í íslenskri þýðingu Grímhildar Braga- dóttur. Þjóðsaga gefur út og hefur vandað prýðilega til verksins. Laslö Mezö sagði mér, að þrátt fyrir tækni á svo fullkomnu stigi, að áheyrendur tóku naumast eftir henni, hefði Casals átt í fómm sínum einfaldar og hagnýtar ráð- leggingar handa sellóleikumm. „Hvenær sem þú getur skaltu skipta um stillingu með einum og sama fingri og sé það mögu- legt, þá farðu ekki nema hálfa eða eina pósísjón í einu,“ sagði hann. Þá vildi hann að laglína væri leikin á sama strenginn, ef unnt væri. Bogatækni hans var óviðjafnan- Ieg. Hún setti ef til vill skýrast mark á hann. Ámm saman telja menn, að vinstri höndin og lipurð hennar skipti sköpum, uns það rennur upp fyrir sellóleikaranum, að bogahöndin er sýnu þýðingarmeiri, líkt og öndun hjá söngvara. Þegar Casals lék króm- atískan skala hljómuðu allir tónamir hnífjafnt, líkt og þegar slátrari sker langa sneið af stóm kjötstykki með flugbeittu eggjárni. Mezö lýsti fíngmm hans eins og pylsum, gerðum af togleðri. Og víst er um það, að Casals lagði mikla áherslu á að leik- ið væri tandurhreint, en í ungdæmi hans mun víða hafa verið pottur brotinn í því efni. Ég frétti suður í Weimar, að auðmæring- ur nokkur hefði komið til Casals og beðið hann að kenna sér fyrstu sellósvítuna eftir Bach. Af nákvæmni skráði nemandinn fingrasetningu og bogastrok meistarans í nótnakompu sína. Að hálfum mánuði liðnum kom hann aftur í spilatíma og lék verkið í samræmi við það, sem skrifað hafði verið í nótur kennarans. En Casals sagði: „Nú spilum við þetta allt öðm vísi en um dag- inn, af því í nótt datt okkur í hug ný og betri lausn." Endurminningar Casals em skemmtilest- ur. Að því er sjálfan mig varðar fyndi ég kannski helst að því, að meira hefði mátt vera af umræðu meistarans um hljóðfærið sjálft. Ég saknaði þess, að lesandinn skyldi ekki fá að skyggnast betur inn í músík- herbergi Casals að fræðast frekar um þær gmndvallarreglur, sem vom honum leiðar- ljós í sellótækni og tónlistarflutningi yfir- leitt. Pabló Casals fæddist hinn 29. desember 1876. Auk risavaxinna afreka á sviði tónlist- ar var ferill Casals varðaður miklum áhuga á stjórnmálum. Sjálfviljugur bjó hann í út- legð frá heimalandi sínu ámm saman. Hann var frumkvöðull glæsilegra tónlistarhátíða, mikilhæfur kennari og hlaut margvíslegan heiður. Öllu þessu efni gerir bókin prýðileg skil. í bókinni „The Way They Play“ hafa hjón- in Samúel og Sada Applebaum rætt við Casals og fer sá kafli hér á eftir í þýðingu minni: Applebaum-hjónin Ræða ViðPablo Casals Þetta var ógleymanleg stund. Við höfðum hitt Casals nokkmm sinnum áður. Að þessu sinni var með okkur í för góðvinur okkar Alan Branigan, tónlistargagnrýnandi blaðs- ins Newark News í New Jersey. Alan lýsti síðar þessum bjarta sumardegi á Marlboro- tónlistarhátíðinni í Vermont og sagðist svo frá: „Við vomm stödd í stórri skemmu, sem þiljuð var með kvistóttum fumviði. Allt um kring var umhverfíð skógi vaxið. Á hljóm- sveitarpalli, sem naumast gat talist af vandaðra taginu, sátu margir virtustu hljóð- færaleikarar heims. Við komum auga á lágvaxinn, lotinn mann, sem grúfði sig yfír nótnabókina og sló ekki taktinn nema stór- um og sjaldan. Öðm hvom var engu líkara en hann ætlaði að hefja sig til flugs, gjör- samlega haldinn af töfmm tónlistarinnar. Enda var ekki að sökum að spyija: Tónaflóð- ið frá hljómsveitinni var mikilfenglegt og tjáningarfullt í hæsta máta. Þótt lítill væri fyrir mann að sjá var þessi hljómsveitar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.