Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 11
Þessar ljóðlínur kvað Halta við barn sitt í leikriti Jóhanns Siguijónssonar. Jónas Hallgrímsson segir í Andvökusálmi. Myrkrið er manna fjandi, meiðir það líf og sál, sídimmt og síþegjandi svo sem helvítis bii, gjörfullt með gys og tál. Veit ég, að vondur andi varla á þessu landi sveimar um sumarmál. Andvökusálmur endar svo: Aldrei þarf það að ugga aumlegan grímuskugga Ijðsið í burtu bar. I lokaerindi þessa mikilfenglega kvæðis bendir Matthías á, að enda þótt maðurinn sé veikur eins og strá, standi hann ekki einn. Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eigi, þoldu, stríddu. Þú ert strá, en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þinum vegi; fávís maður, vittu, svo er eigi, haltu fast í Herrans klæðafald! Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel: Trú þú - upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. Allir þekkja „Þorraþrælinn“ eftir Kristján Jónsson. Bóndinn er kominn að bjargar- þrotum sökum harðinda og sjómenn vegna aflatjóns, en grimmd hins þögla Þorra er slík, að hún líkist kvalalosta. Andspænis undri norðurljósanna fer Ein- ari Benediktssyni líkt og Matthíasi Jochums- syni frammi fyrir hafísnum. Þeir finna, hve þekking mannsins nær skammt og þrá að skyggnast lengra, en fá ekki svar. Þessari þrá mannsins lýsir Einar Benediktsson í lokaerindi kvæðisins. En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf, - og uppsprettur Ijóssins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musterí allrar dýrðar. En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar. Snjórinn verður tákn dauðans, en jafn- framt fegurðar og hreinleika. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór. En ljósmeti var af skomum skammti og því erfítt að bægja myrkrinu frá. Allir kann- ast við Gretti Ásmundarson, píslarvott myrkursins. Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson ortu um hafísinn og fer hér á eftir brot af kvæði Matthíasar Jochumssonar. Ertu kominn, landsins fomi fjandi? fyrstur varstu enn að sandi, fyrr en sigling, sól og bjargarráð. Silfurfloti, sendur oss að kvelja! situr ei í safni kerling Helja, hungurdiskum hendandi yfír gráð? Matthías lýsir kynjamyndum hinnar voða- slungnu eyðimarkar, sem er eins og leiði heillar veraldar. Hann óttast hungur og mannfelli. Þá er slitið brjóst úr munni á bami. Bjöm og refur snudda tveir á hjami, gnaga soltnir sömu !, einagrínd. Um áhrif hafíssins á mannssálina segir hann: Þú átt, hafís, allt, sem andann fælir, allt, sem grimmd og hörku stælir, án þess samt að örva þrek og móð. í huga Matthíasar vakna spurningar um uppruna og heimkynni hafíssins. Hvaðan ertu? Enginn veit þín kynni, enginn skilur þig né sækir heim. Segulheimur, hveijum ertu byggður, himins reiðitogum skyggður? En í kuldalegu voðaríki hafíssins ríkir þögn. Skáldið leiðir getum að því, að þetta heljarlík hafí eitthvert hlutverk. Enginn svarar. Innst I þínu djúpi, undir dauðans fölva hjúpi leynist máske lífog hulin náð. eitthvert geysi - hlutverk víst þú hefur, heljarlík, sem árþúsundir sefur? Hver má þýða heilög ragna ráð? Þögull Þorrí heyrír þetta harmakvein, en gefur gríð ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kulda - klónum slær og kalt við hlær. En allt í einu kveður við annan tón, þeg- ar Bjami Thorarensen, boðberi rómantísku stefnunnar, leiðir veturinn fram á sjónar- sviðið í mynd og líkingu glæsilegs riddara og lýsir ástum hans og móður jarðar. Hve ríður svo geyst á gullinbrúvu hávan ofhifin hesti snjálitum hnálega hristanda hrímgan makka eldi hreyfanda undan stálsködum? Kemur svo allur og kreistir í sterka jörðu jámarma og jörðu kyssir. Venður hún þunguð afþeim viðskiptum, velur svo Ijósmóður, sem Vor nefnist Skáldin taka að yrkja um fegurð vetrar- ins. Bjarni Thorarensen segir í Sigrúnar- Ijóðum. Kyssir ei á köldum klaka mjöllu vetri röðull, jafnt sem rauðar msir á sumrum? Einar Benediktsson yrkir kvæðið Norður- ljós. Bort úr því fer hér á eftir. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gvllhvelfdum boga! - Hvergetur nú unað við spil og vin? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkom í loftsins litum skín, og lækimir kyssast í silfurrósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Þannig farast Jónasi Hallgrímssyni orð í ljóðinu Alsnjóa. Einar Benediktsson hugleið- ir rök lífs og dauða í hinu mikilfenglega kvæði Snjór. Ekki er unnt að birta það í heild, en fýrsta og síðasta erindið fara hér á eftir. Nú breiðast voðir hels og hljóðs um hauður allt að sjónarhring, og grafkyrr stendur storka flóðs, sem stimuð alda horfins Ijóðs, þar sumarfuglinn söng við lyng. - Mikli ótti allrar foldar, endi þessi stríðs og kífs, líknsemd holds og maðks og moldar mikli dauði, sár og blíður! Klakahelsins hreini faðmur hjarta mínu fríð þinn býður, þar sem fallið blóm og baðmur bera fræ til annars lífs. í ljóði Steins Steinars er snjórinn „eins og frosin lík af ljósum". Snjór, snjór. Brimhvít mjöll. Eins og fivsin lík afljósum, eins og haf af hvítum rósum hylur mjöllin spor þín öll. Veslings maður, veslings maðuri Víst er soig þín nóg. Þú átt máske auðnu þína undir snjó. Og þú ratar varla veginn, vanans troðnu slóð. Og þér reynist þraut að þekkja þína eigin lóð. Snjór, snjór. Brimhvit mjöll. Eins og frosin lík af Ijósum, eins og haf af hvítum rósum hylur mjöllin spor þín öll. Vetrardagur eftir Stefán Hörð Grímsson vekur spumingar. Hveijir koma gangandi á mjóum fótleggjum eftir hjaminu með fjöll á herðum sér? Er það íslenska þjóðin, sem þoldi og stríddi, meðan hún fetaði sig gegn- um aldimar? Eða em það menn nútímans undir ógn helsprengjunnar? Ljóðið fer hér á eftir: í grænan febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Af ferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spumir borist. Litlausri hrímþoku blandið hefur lognið stirðnað við bijóst hvítra eyðimarka. Undir hola þagnarskelina leita stakir bassatónar þegar íshjartað slær. Á mjóum fótleggjum sínum koma mennimir eftir hjaminu með fjölt á herðum sér. Jóharines úr Kötlum bregður ljósi yfir fjölskyldulíf í baðstofu, þegar hríðin þaut um þekjuna. Man ég fyrrum þyt á þökum þreyta styr við éljadrög. - Þá á kyrrum kvelda vökum kveiktu hyrinn rímnalög. Birti um rann af fomum funa fljótt, er annir leyfðu það. Gleði brann í mildum muna. - Mamma spann, en pabbi kvað. Geislar svifu. Gisti hjarta gulli drifinn bragurínn. — Mamma hrifin brosið bjarta brciddi yfir drenginn sinn. Ljóðið, sem fýlgir á eftir, er eftir Hannes Pétursson. Það sýnir hið breytta viðhorf til vetrarins, eftir að iðnvæðingin gekk í garð. Veturinn fer um alfenntar götur, einn í för. Þar er ekki maður, sem brýst áfram gangandi uppi á heiði gegn stormi og hríð, illa skóaður og í skjóllitlum fötum, sem vind- urinn næðir gegnum. Við hlustum öll. . Drungaieg hljóð. En við emm róleg í skjóli veggjanna, skjóli upphitaðra húsa og njótum þess öryggis að eiga ekki allt undir sól og regni. Veturinn úti, einn í för um alfenntar götur. Hann blæs í hom grátt af hrími. Við hlustum öll. Drungaleg hljóð. Þau hlammast á glugga og hringa sig utan um stofuboritið þar sem við sitjum. Samt er ég rór í skjóli veggjanna, skjóli hússins. Öryggið, það er móðurbms sem mjúkt kemur afhimnum ofan á hjarta mitt og augu. Kvæðið „Veturinn" eftir Bjarna Thorar- ensen geymir þessar ljóðlínur. Sagt er fyrir Vori Vetur flúi. Og þegar veturinn flýr, kemur vorhugur- inn með þeim kenndum, sem í honum búe. Útþráin greip Egil Skalla-Grímsson. Hann mælti svo í „Höfuðlausn". Drók eik á flot við ísabmt (Ég dró skip mitt á flot I vör.) „Isabrot" eftir Snorra Hjartar er stór- fengleg lýsing á vorkomunni. ísarnir bresta, elfumar bólgna, ryðja af sér klakafjötmnum og byltast fram. Það kann að vera, að ljóðið hafí víðari merkinu, og Snorri sé þama að vísa til þess, sem Hannes Hafstein kallar „hjartans ís, sem heltek skyldunnar þor“ og hlýtur að leiða til glötunar í samskiptum manna og þjóða. Fer kvæðið hér á eftir. / hólfum oggöngum undir hafþökum sýldra veggja vaki ég og bíð. Svo byltist ég flóð brimhertra eggja úr rauðum vökum drifið vorgrænum söngum. Þá lýkur um síð hinum langa vetri, mun önnur og betri öld rísa mild og hljóð yfír molaða ísa. Höfundurinn er kennari i Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MARZ 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.