Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 16
Fjallaó um mannlegar tilfinningar. Eitt af málverkum Jóns Axels á sýningunni í Galleríi Svörtu á hvítu. kvöl hans, angist, baráttu og reisn, m.ö.o. dýpstu rök tilveru hans. En þegar rómantíkin gekk í garð með Bjama Thorarensen, breyttist þessi mann- læga viðmiðun og mannlaus náttúra lands- ins með fossum sínum og fjöllum fór að verða aðalyrkisefni skálda. Barátta manns- ins varð glíma hans við ytri aðstæður; náttúruna og önnur óblíð máttarvöld. Innri átök; eilíft stríð mannsins við sjálfan sig og þ.a.l. aðra menn, hvarf smám saman í skugga hins nýja impressionisma. Þrátt fyr- ir „Gunnarshólma" og nokkur fögur ástar- kvæði lofsyngur Jónas landið fremur en fólkið og þar með flyst áherslan frá hinu innra til hins ytra. Að þessu leyti var íslensk rómantík afar ólík sinni þýsku fyrirmynd, sem lituð var heimspekikenningum Rousse- aus og hans nóta. Um aldamótin fóru skáldin loks að fást við manninn að nýju; innri tilvist hans og örlög. Myndlistin fylgdi þó fyrri tíð. Þar var haldið áfram að mæra landið í stað fólksins sem í því bjó. Það heyrði til undantekninga ef listamenn brugðu útaf fjöllum og fossum til að gaumgæfa sálartetrið í sjálfum sér og samferðamönnum sínum. Víst er að við eignuðumst engan Þórberg í myndlistinni þótt Kjarval tækist oft að festa hugrenning- ar sínar og drauma á strigann. En raunar er það ekki fyrr en á liðnum áratug að málarar og myndhöggvarar taka að fást við manneskjuna út frá tilvistarleg- um forsendum. Þennan flokk listamanna fyllir Jón Axel með þykkt smurðum málverk- um sínum af tímalausum og einmana persónum, sem heyja orrustu við angistina í eigin brjósti. Að vísu fáum við ekki að vita hvaða manneskjur þetta eru; hvort þær eru listamaðurinn sjálfur, ellegar við sem fylgjum honum gegnum tíðina. Við vitum heldur ekki hvað amar að þeim, en þrátt fyrir það finnst okkur sem við þekkjum þær Maðurinn—kvöl hansog angist, barátta og reisn að hefur verið eitt af einkennum íslenskrar málaralistar á þessum áratug, að listamenn hafa beint sjónum sínum að manninum. Mann- eskjur eða mannverur hafa með öðrum orðum leikið stórt hlutverk á feldi ungra, íslenskra Um myndlist JÓNS AXELS BJÖRNSSONAR, sem sýnir um þessar mundir í Galleríi Svörtu á hvítu EFTIR HALLDÓR B. RUNÓLFSSON málara. Ef til vill höfum við ekki veitt þessu nægilega athygli, því okkur er orðið svo tamt að nota eingöngu tvær skilgi-einingar frammi fyrir málverkum nútímans; hlutlægt eða óhlutlægt. Verið getur að menn þekki betur erlend heiti þessara orða og segi þá myndimar vera fígúratífar eða abstrakt, en það gildir einu út frá myndrænu sjónar- miði, því niðurstöður eru hinar sömu. Málfarslega eru íslensku heitin þó betri, enda eru þau nákvæmari í þessu tilviki. Þessi skipting í tvo flokka, eftir því hvort við sjáum eitthvað út úr myndefni verksins eður ei, hefur gert njótendur myndlistar nokkuð ónæma fyrri yrkisefni ungra mál- ara. Það getur verið að þeir séu svo fegnir að sjá eitthvað sem þeir kannast við, að þeim standi á sama hvort það sé maður, hús, fjall eða blóm í vasa. Þeir gleyma því að til eru listamenn sem líta myndefnið al- varlegri augum en svo, að þeir láti sig það engu skipta. Einn þeirra ungu listamanna sem leggur jafna áherslu á yrkisefnið og útfærslu þess, er Jón Axel Björnsson. Það ætti að vera óþarft að kynna hann, því allt frá því hann hélt eftirtektarverða einkasýningu í Ás- mundarsal árið 1982 hefur hann verið áberandi meðal ungra fulltrúa íslenskrar myndlistar, hér heima sem og á erlendum vettvangi. En ef vera kynni að það hafi farið framhjá einhverjum er rétt að geta þess að Jón Axel hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1976, þá tvítugur að aldri. Hann lauk þaðan prófi árið 1979 og hefur síðan stundað list sína með góðum árangri. Til að mynda tók hann þátt í tveimur samsýningum árið 1983, í Listasafni ASÍ og UM ’83 á Kjarvalsstöðum, en á þeirri sýningu kvaddi heil kynslóð ungra listamanna sér hljóðs með eftirminnilegum hætti. Ári síðar var hann í hópi sjö ungra lista- manna, sem boðið var að sýna í Listahöllinni í Lundi, Svíþjóð, og samtímis var hann meðal 14 listamanna af ungu kynslóðinni, sem sýndu í Listasafni íslands í tilefni af eitt hundrað ára afmæli stofnunarinnar. Skömmu síðar hélt hann svo aðra einkasýn- ingu í hinum skammlífa, en athyglisverða sýningarsal Gailerí Salurinn við Vesturgötu. En um hvað fjalla svo málverk Jóns Ax- els og hvað hefur einkennt list hans undanfarin fimm ár? Því er fljótlega hægt að svara með því að segja að list hans fjalli um manninn. Þar með erum við aftur kom- in að upphafi þessarar greinar. Það er nefnilega vert að gaumgæfa það nánar, um hvað mannlæg list fjallar og hvernig hún lýsir sér í verkum listamanns á borð við Jón Axel. Jafnvel þótt málverk ungra listamanna standi býsna nærri manninum um þessar mundir, er langt frá að svo hafi alltaf ver- ið. íslensk myndlist og önnur list þessa lands er fjarri því að vera mannlæg þegar öll kurl koma til gi’afar. Að vísu má segja okk- ur til hróss að fornsögurnar sem og allar aðrar íslenskar bókmenntir frá miðöldum, settu manninn og örlög hans í öndvegi. Dýrasti arfur okkar er þrátt fyrir allt mann- lægur. Hið sama gildir um skáldskap Hallgríms Péturssonar og bestu ljóð Bólu- Hjálmars. Öll skrif þeirra fjalla um manninn; og tilvistarlega baráttu þeirra. Nú er það svo að ekkert gefur okkur með beinum orðum til kynna að persónurn- ar í verkum Jóns Axels eigi í kreppu. Það er einungis með hjálp miðilsins; pensilsins, spaðans og litanna, sem hann kemur þeim hugboðum til skila. Frásögnin er falin í tækni hans; þykkum og þunglamalegum formum, sem þrengja að miðlægum mann- verunum, svo við liggur að þær séu limlestar og afskræmdar af þessum óblíðu vinnu- brögðum. Þessi klunnaskapur, í jákvæðri merkingu (sbr. lýsingu Georges Braques á vinnubrögðum Cézannes, sem hann kallaði í aðdáun sinni grófa og rustalega), lýsir því hve erfitt er að mála; hve stíft það er að draga litinn yfir flötinn; seigan eins og kítti. Litavalið túlkar einnig þjáningu og þreng- ingar. Dumbir tónar; bláir og svartir, ásamt holdbleikum og náhvítum, draga fram blæ sem við þekkjum af ýmsum krossfestingar- myndum fyrri tíma. í túlkun sinni á mannlegri tilvist fetar Jón Axel afar per- sónulega stigu og líkist einna helst Jóhanni Briem í þeim efnum. Báðum er einfarinn jafn hugstæður. Höfundurinn er listfræðingur. Að hugleiða og mála tilvistarvandann arstíg. — Jón Axel í vinnustofu sinni við Bræðraborg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.