Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 9
cenna að fjöldinn allur af myndlistarskólum •i er ekki séríslenzkt. “ - Þesskonar atriði koma til dæmis fyrir í kirkjulegum myndum, sem ég hef nokkrum sinnum málað. Þar á meðal eru myndir, sem sprottnar eru af samtölum við kaþólikka og þar hef ég reynt að koma inntakinu yfir á tilfinningalegt plan. Kaþólskan verkar á mitt lúterska uppeldi og lífsskoðanir sem mystík, - þar úir og grúir af hlutum með táknræna merkingu. Mér finnst þetta að ýmsu leyti mun áhrifameira en það sem við þekkjum úr okkar lútersku kirkju og ég hef lítið eitt gert til þess að kynnast því. I því sambandi er mér minnisstæð athöfn í klaustrinu í Hafnarfirði, þar sem ung, pólsk nunna kvaddi foreldra sína í hinsta sinni um leið og hún vann sitt endanlega klausturheit. Þetta var geysilega dramatískt og áhrifa- mikið, þótt það yrði mér ekki beint að mynd- efni. Mér stendur aldrei stuggur af þeirri hugs- un, að ég geti orðið of illustratíftir. Ég geri mér líka ljóst, að mynd lifir aldrei á hinu frásagnarlega inntaki, heldur á myndrænum gæðum. Að ég mála eins og sjá má og kem- ur til með að blasa við á þessari sýningu, er einfaldlega vegna þess að það stendur mér hjarta næst. Ef minn tími vill ekki meðtaka myndimar, - þá það. Mér er líka Qárann sama þótt ég verði talinn gamal- dags; að minnsta kosti fer ég ekki að hlaupa eftir einhverri tízku. Svo er það spumingin um að endur- spegla samtímann. Enginn getur með fullri vissu dæmt um slíkt, því allt þarf sína fjar- lægð í tímanum til þess að hægt sé að leggja á það raunhæft mat. Þegar við tölum um samtímann, þá dettur okkur í hug fólk og það sem fólk hefst að. En myndir þurfa ekki endilega að fjalla um fólk til þess að endurspegla samtímann. Það hefur verið sagt að hrein abstraktmynd geti endur- speglað sinn tíma og ég held að það sé ekki fjærri lagi. Annars skyldi maður vara sig á kenning- um. Það er alltaf verið að búa til teóríur. Ein er til dæmis sú, að ákveðin stefna kalli í tímans rás á andstæðu sína og síðar komi svo fram þriðja stefnan uppúr hinum báð- um. Sem sagt: Þríhymingur. Önnur kenning er í þá veru, að allar breytingar í listinni séu til komnar vegna þjóðfélagsbreytinga. Sumir hafa oftrú á þeirri kenningu og ég held að það sé æði oft erfitt að koma auga á þjóðfélagslegar breytingar bak við allar þær hræringar, sem við höfum orðið vitni að í listinni á okkar dögum." „Nú verður vart við þá tilhneigingu í vaxandi mæli, að menn sýna saman svo ólíkar myndir, að annað eins hefði þótt óal- andi og óferjandi fyrir nokkrum árum. Ég minni á í því samhandi sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur á Kjarvalsstöðum, sem var eins og eftir tvo óskylda listamenn og sýn- ingu Valtýs Péturssonar á fyrra ári, þar sem var líkt og þrír eða fjórir menn sýndu sam- an. Sigurður Nordal talaði um einlyndi og marglyndi ífrægum fyrirlestrum. Hefurþað einlyndi, sem þótti nauðsynlegt á einni sýn- ingu vikið fyrir marglyndi?“ „Ætti þetta endursspegli ekki einungis, hvað þessi samtími okkar er ruglaður, - og einnig það, að listamenn eiga erfítt með að veijast þeim holskeflum sífellt nýrra áhrifa, sem berast að þeim. Það er enginn vafi, að þetta eru erfiðir tímar fyrir unga og ómót- aða listamenn". „Ertu sem fyrrverandi skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands ánægður með þá myndlistarmenntun, sem fram kemur og séð verður, þegar ungt fólk sýnir?" „Nei, það er ég ekki. Þegar ég var skóla- stjóri, urðu átök í skólanum útaf því að ég vildi að nemendur lærðu ákveðin grundvall- aratriði myndlistar. Þau átök hafa venjulega verið kennd við svokallaða Nýlistadeild, sem er víst til enn. Nú snýst nýlistin þar ekki lengur um konsept eða hugmyndalist, held- ur einhvem anga af nýja málverkinu, sem svo hefur verið nefnt. Mér þótti alltaf rangt, að mynduð væri sérstök deild utan um ákveðna stefnu. Hversvegna þá ekki sér- staka deild með abstraktmálverki eingöngu og aðra fyrir raunsæi? Það era ákveðin grandvallaratriði í mynd- list eins og í öðram listgreinum, en þegar Ótti, 155x170 sm Lesið íHvítu bókinni, 200x180 sm ég sé verk eftir unga listamenn, sem sumir era búnir að vera í framhaldsnámi erlendis, þá fínnst mér ég sjá, að þessi grundvallarat- riði hafa verið vanrækt. Það er ákveðinn mennunarskortur, sem blasir við. Forskólinn er í lagi, en strax á öðru ári fara nemendur að líta á sig sem listamenn og ég get ekki betur séð en að náminu sé þá lokið. Maður spyr sjálfan sig: Til hvers þarf yfirhöfuð listaskóla, þegar svona er komið? Þetta er orðinn einhverskonar sand- kassaleikur, þar sem hver nemandi gerir það sem honum sýnist og ég get ekki séð neina ástæðu til þess að kosta kennara til þess að líta eftir þesskonar föndri. Þar að auki era nú sumir þeir sem eiga að heita kennarar útskrifaðir fyrir skömmu úr ný- listadeildinni, þar sem öllum hefðbundnum lærdómi var hafnað, svo þeir kunna nú held- ur lítið sjálfir. En það fer ugglaust vel á því að blindur leiði blindan. Þar að auki er skólinn alltof stór og þyrfti að sigta frá miklu fleiri umsækjendur í inntökuprófum. Að útskrifa 40-50 mynd- listarmenn á ári hveiju er bara út í loftið. Reynslan sýnir, að af þeim era aðeins tveir eða_ þrír, sem ná einhveijum árangri. Ég er búinn að hugsa mikið um þetta af þeirri einskæra ástæðu, að ég ber hag myndlistarinnar fyrir bijósti og get núna litið á skólann úr nokkurri fjarlægð. Það er mín skoðun, að skólanum ætti að skipta í tvennt; hafa sérstakan skóla fyrir listiðnað og hönnun annarsstaðar. Sú hlið málsins er vanrækt og þessar greinar líða fyrir sam- býlið við ftjálsu myndlistina. Hjá stjóm- málamönnum ríkja aldamótaviðhorf, þegar þetta ber á góma; þeir skilja ekki þýðingu góðrar hönnunar, sem er alveg grandvallar- atriði fyrir árangur í iðnaði. A þessu verður að taka sem allra fyrst, annað er bara upp- gjöf. Því miður verður að viðurkenna, að fjöldinn allur af myndlistarskólum era hrein- lega gagnslausar menntastofnanir. Það fyrirbæri er ekki séríslenzkt." „Nú ert þú orðinn forstöðumaður Kjarv- alsstaða næstu fjögur árin. Verða það ekki töluverð viðbrigði fýrir þig, þar sem þú hef- ur að undanfömu getað gengið óskiptur að starfi þínu sem listamaður?“ „Þetta er fuilt starf og það er rétt, að undanfarin 5 ár hef ég eingöngu málað. Ég hef engar áhyggjur af því, að þessi breyt- ing komi niður á listinni hjá mér; ég nýti bara tímann betur. Það er út af fyrir sig veralegur ókostur við starf málarans, hvað hann verður eingangraður, sífellt einn að puða í vinnustofu sinni. Ég var orðinn dá- lítið leiður á því og þar að auki finnst mér mjög heillandi og áhugavert að takast á við þetta starf á Kjarvalsstöðum. Mig langar til að byggja þar upp öfluga myndlistarmið- stöð og er með ýmislegt á pijónunum, sem ég tel þó ekki tímabært að tala um núna. En meðal þess, sem hægt er að tala um og verður að veraleika í vor, er alþjóðleg grafíksýning. Hún verður í öllu húsinu og ég tel tvímælalaust, að hún verði mesti myndlistarviðburður ársins. Hún hefur átt töluverðan aðdraganda; ég viðraði hug- myndina fyrir fjóram áram, þegar ég komst í stjórn Kjarvalsstaða. Éftirspurn eftir sýningaraðstöðu á Kjarv- alsstöðum er gífurlega mikil; raunar svo mikil að nú er búið að raða niður öllum sýningum ársins 1988 og farið að taka á móti umsóknum fyrir árið 1989. Við geram ráð fyrir að báðum aðalsölunum, svo og hliðarsölunum, verði áfram ráðstafað undir sýningar. „Og svo er það loftið, þetta óviðjafnan- lega listaverk arkitektsins. A að vemda þetta jámavirki þarna um aldur og ævi, eða er kannski hægt að taka það niður í heilu lagi og skila því til höfundarins með þakk- læti fyrir Iánið?“ „Borgin tapaði málinu í undirrétti og nú er beðið eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Dóm- ur undirréttar var mjög merkilegur; nefni- lega að þetta mannvirki í loftinu komi lýsingunni ekki við. Hver sem þarna sýnir, má þessvegna koma með sinn eigin ljósa- búnað og setja upp sína eigin lýsingu, - og það ætla ég einmitt að gera núna. Meðal þess, sem arkitektinn lagði fram, vora ljósmyndir af hliðstæðu jámavirki, sem sett hafði verið upp í því fræga safni, Tate Gallerí í London. Nú hef ég frétt, að það hafí allt saman verið rifið niður.“ „Og núna um páskana skoðaði ég nýja viðbyggingu við Tate Gallerí eftir þann fræga brezka arkitekt James Stiríing. Ég held að það væri lærdómsríkt fyrir okkur að sjá, hvemig hann hefur útfært loftin, lýsinguna og hvemig dagsljósið nýtist. Það er stórkostlegt. En að lokum: Eru einhverj- ar markverðar stefnubreytingar fyrirhugað- ar á Kjarvalsstöðum?“ „Jú, það er til dæmis í ráði að fleiri sýn- ingar verði haldnar á vegum hússins, - það er raunar yfirlýst stefna menningarmála- nefndar Reykjavíkur. Meðal þess sem hægt er að segja frá og ráðgert hefur verið á vegum hússins, er sýning á íslenzkri port- rettlist, sem haldin verður á árinu 1988, en grafíksýningin í vor og abstraktsýningin í vetur era einnig hluti af þessu. Á næsta ári er fyrirhuguð sýning á færeyskri list og framundan era margar merkar og áhuga- verðar sýningar". GfSU SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.