Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Síða 7
B w 1 L A R Duesenberg 1931. Eru allir bílar að verða eins? traumlínan sækir á, í stað hvassra homa eru að koma mýkri línur, sumpart til þess að ná hagstæðum vindstuðli, en einnig til þess að draga úr slysahættu og í þriðja lagi vegna þess að nú þetta í tízku, sem skiptir auðvitað mestu máli. En form sem ráðast af niðurstöðum úr vindgöngum hafa orðið til þess, að margar tegundir bíla fá alveg sama svipmótið og bílamir verða í vaxandi mæli gersneiddir séreinkennum eða eigin persónuleika. Það sem hér er sagt á við um fólksbfla; þessi umfjöllun tekur ekki til sport- bíla og ekki heldur til jeppa. T-módelið fræga, sem Ford framleiddi óbreytt árum saman snemma á öldinni, var eiginlega eins og strætisvagnabiðskýli eða stór símaklefí á hjólum. Fyrstu bflamir voru líka beint framhald af hestakerrunum og hraðinn ekki meiri en svo, að loftmótstaðan skipti ekki miklu máli. Eftir að farið var að setja stórar vélar í bíla, sem gerðist furðu fljótt, var farið að huga að loftmótstöðunni og straumlínan sýnist orðin háþróuð í bflum eins og Silver Arrow, árgerð 1931, sem raunar var með 12 strokka vél, en einnig í þeim víðfræga Cord 810 um 1930, í Chrysl- er Imperial, árgerð 1932 og Aubum Speedster, árgerð 1928. Ekki Er Allt Sem Sýnist í þessum bflum var straumlínan tekin eftir auganu; menn gizkuðu á, að þetta lag minnkaði loftmótstöðuna, sem var að sjálf- sögðu í áttina. En annað vannst um leið; nefnilega listrænt útlit og margir fallegustu bflar liðinna áratuga em einmnitt þeir, sem þannig vom hannaðir. Aftur á móti kemur í ljós, þegar farið er að mæla þessa gömlu HVADA BÍLAR ERU BEZT TEIKNAfHR? Þórhallur Jósepsson skrifar að staðaldri um bfla í Morgunblaðið 1) Mercedes Benz 300 CE 2) Cadillac Allanté 3) Oldsmobile Toronado Jóhannes Reykdal blaðamaður hjá DV og skrifar um bfla 1) Mercedes- Benz 300 CE 2) BMW 730-750 3) Alfa 164 Kristján Friðriksson auglýsingateiknari 1) BMW 730-750 2) Mercedes- Benz 300 CE 3) Audi 80 J6n Baldur Þorbjörnsson bflaverkfrœðingur 1) BMW 325 2) Jaguar Sovereign 3) Honda Civic Berlinetta Bessí Jóhannsdóttir framhaidsskólakennari 1) Mercedes- Benz500SEC 2) BMW 750 3) Audi quattro 100 Valdemar Harðarson arkitekt og hönnuður 1) Mercedes- Benz 190 2) Lancia Y10 3) Honda Civic Danfel Slgurðsson nemi i arkitektúr 1) Mercedes- Benz 300 CE 2) BMW 635 3) Jaguar Sovereign Gísli Sigurðsson höfundur greinarinnar 1) Jaguar Sovereign 2) BMW 730-750 3) Mercedes- Benz300CE STIGAGJÖF Til þess að komast að raun um niður- stöðu eru gefin þrjú stig fyrir fyrsta sæti, tvö fyrir annað sæti og eitt fyr- ir það þriðja. Samkvæmt þeirri taln- ingu er MERCEDES-BENZ 300 CE hæstur með 9 stig í fyrsta, 2 í annað og 1 í þriðja sæti, eöa samtals 12 stig. I öðru sæti er nýja SJÖAN frá BMW með samtals 9 stig og JAGUAR SO- VEREIGN í þriðja sæti með 6 stig. Þessir þrír hafa verulega yfirburði. Þarnæst koma BMW 325, Merce- des-Bens 500 SEC og Mercedes- Benz 190, allir með 3 stig. Með 2 stig eru eftirfarandi fjórir: BMW 635, Cadillac Allanté, Lancia Y10 og Honda Civic. og að lokum fá 1 stig Oldsmobile Toronado, Audi quattro 100, Alfa 164 og Audi 80. Niðurstaðan bendir mjög í eina átt; Þýzkir bílar virðast eiga sér marga aðdáendur. Þeir fá samtals 34 stig, en allir aðrir 14. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.