Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 12
‘ : I Met sjálfstæðið meira en öryggið i RættviðUNNI GUÐJÓNSDÓTTUR ballettdansara og balletthöfund sem búið hefur í Svíþjóð um 25 ára skeið Uanur 19 ára á aviði Þjóðleikhússins. IStokkhólmi nota ég reiðhjól mikið og finn ekki til hræðslu í umferðinni þar þótt borgin sé stór. Nú er ég búin að dveljast í Reykjavík um tíma og einn- ig hér hef ég notað reiðhjól sem samgöngutæki. Eg fer allra minna ferða á því, en þó er munurinn sá að hérna er ég hálfsmeyk, þið eruð dálítið glannaleg í akstri þykir mér. Það er Unnur Guðjónsdóttir, ballettdans- arí og balletthöfundur og nú í seinni tíð blaðamaður og fyrirlesari, sem lætur þessi orð faila. Þau gætu virst í tíma töluð þegar slys og óhöpp í umferðinni eru höfð / huga. En það var aldrei ætlunin að ræða við Unni um umferðarvandamál, heldur ballett og það sem hún hefur haft fyrír stafni í Svíþjóð í aldarfjórðung. En svo byijað sé á byrjun- inni, Unnur, hvað kom til að þú fórst að læra ballett? „Upphaflega var yngri systir mín látin læra ballett af því að hún var svo lipur. Ég heimtaði þá líka að fá að dansa þó að ég ætti í vissum erfiðleikum með það, þar sem ég var nýhætt að nota þar til gerða, uppreimaða og jámfóðraða skó, sem ég hafði orðið að nota í um það bil 5 ár vegna veikinda í fótum. Læknirinn sagði mömmu seinna, að þetta uppátæki með dansinn hefði verið það besta sem gat hent mig, fætumir hefðu styrkst mikið við það. Ég var 9 ára þegar ég fór í fyrsta danstímann hjá Rig- mor Hansen; var síðan hjá Sigríði Armann um skeið og 13 ára gömul byrjaði ég í list- dansskóla Þjóðleikhússins. 17 ára fór ég til London og var þar í einn vetur í Rambert Ballet Schoól. Frá byijun hafði ég mikið yndi og ánægju af balletttímum. Það kom t.d. aldrei fyrir að ég yrði of sein í tíma. En fyrsti dans minn á sviði Þjóðleikhússins var i „Ferðinni til tunglsins", þá var ég 14 ára. Mér fannst dáiítið gaman að því, að þegar ég starfaði sem ballettmeistari Þjóðleikhússins 17 árum seinna, var það eitt af verkefnum mínum að semja nýja dansa í þetta stykki sem þá var sett upp aftur.“ Unnur talar með öllum líkamanum þegar hún segir frá þessum þætti í lífi sínu. Raun- ar er henni tamt að leggja áherslu á mál sitt með mismunandi hreyfingum. „Ég dansaði í Þjóðleikhúsinu þangað til ég flutti til Svíþjóðar árið 1963 og giftist sænskum hljómlistarmanni, sem ég hafði kynnst í Þjóðleikhúsinu þegar hann spilaði með sinfóníuhljómsveitinni í „My fair Lady“. í Stokkhólmi gekk ég á dansháskólann í 3 ár og lauk þar prófi sem ballettkennari. Jafnframt skólanáminu dansaði ég á Dra- maten, þjóðleikhúsi þeirra Svía, og kenndi líka ballett við leiklistarskólann þar. Á árun- um 1967—1971 var ég fastráðinn dansari við Drottningholms-ballettflokkinn og Cramér-balletflokkinn." BallettUmVest- MANNAEYJAGOSIÐ Fljótlega kom að því að Unnur stofnaði eigin dansflokk, Fönix-ballettflokkinn, 1971. Þetta var fyrsti dansflokkurinn sem stofnaður var í Svíþjóð án þess að hafa eig- ið svið og án þess að vera í nokkrum tengslum við leikhússtofnun. Unnur ferðað- ist svo um alla Svíþjóð með flokkinn sinn í 11 ár, yfirleitt með 4—5 dansara. Fjöldi dansara var þó breytilegur eftir verkefnum, t.d. voru 22 dansarar með í danssýningu Unnar 23. janúar 1974, á ársafmæli gossins í Vestmannaeyjum. Þessi sýning var haldin í „Nordiska muséet" í Stokkhólmi og fjall- aði um gosið. Sýningu þessa fjármagnaði Unnur með listamannalaunum, sem hún hafði fengið skömmu áður. Hvorki „Nor- diska muséet" né áhorfendur þurftu að borga neitt. Fönix-ballettflokkurinn kom hingað til lands 1976 og fór Unnur með hann um allt land og sýndi ballettinn „Gunn- ar á Hlíðarenda". Framtakssemi Unnar við stofnun flokksins vakti athygli og varð þess valdandi að fleiri komu í kjölfarið. í fram- haldi af því stofnaði Unnur ásamt fleirum dansflokkasamband sem enn er við lýði. En hvað um greinaskrif og blaðamennsku sem Unnur hefur lagt fyrir sig í vaxandi mæli? „Það var nú eiginlega tilviljun að ég byij- aði á því,“ segir hún. „Þannig var, að ég var ákaflega hrifín af sænskri dansmey, 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.