Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 8
B I L A R Þrjú hjól undir bflnum „Skúti“ frá Volkswagen er með dropalaginu Skútinn gefur aksturseiginleikum fjór- hjóla frænda sinna ekkert eftir, en tekur þó allar beygjur aðeins á þremur hjólum. itið þið af hverju dropinn er dropalaga? Jú, dropinn hefur þann eiginleika að geta lagað sig eftir aðstæðunum. Þegar hann fell- ur mótast hann af vindinum þannig að hann veiti sem minnsta vindmótstöðu. Með því móti verður fall dropans hraðara en ef drop- inn hefði einhverja aðra lögun. Því er dropinn sá hlutur sem hefur lægstan vind- mótstöðustuðul allra hluta, eða 0,05. Til samanburðar má geta þess að lægsti vind- mótstöðustuðull fjöldaframleiddra bfla í dag er nálægt 0,30. En það er ekki allt fengið með lágum vindmótstöðustuðli. Raunveruleg mótstaða vinds ákvarðast af fleiri þáttum, svo sem eðlisþyngd loftsins, hraða vindsins (eða hlut- arins) og stærð þess flatar sem ryður loftinu frá sér; þverfletinum. Segja má að tveir þessara þátta, eðlisþyngdin og hraðinn, séu óbreytanlegir frá bfl til bfls. Hins vegar er hægt að móta hina tvo þættina, vindmót- stöðustuðulinn og þverflötinn, að vissu marki. Því minni sem gildin í öllum þáttum jöfnunnar eru, þeim mun minni verður vind- mótstaðan. Af þessu leiðir að sameiginleg minnkun vindmótstöðustuðuls og þverflatar veldur verulega minnkaðri loftmótstöðu. Með þessi vísindi sem veganesti hafa verkfræðingar Volkswagen lagt upp í hönn- un bfls sem þeir kalla „Scooter". í fijálslegri þýðingu mætti allt eins nefna hann Skúta. Eftir JÓN B. ÞOR- BJÖRNSSON Takmark þeirra var að smíða bfl með lág- marks vindmótstöðu. Af ástæðum sem hér á undan voru raktar var því gripið til dropa- lögunarinnar en til þess að ná fram slíkri lögun var ekki um annað að ræða en að kippa öðru afturhjólinu undan og setja hitt fyrir miðju. Dropalögunin, ásamt mikilli nákvæmnisvinnu í smíði yfirbyggingar, kemur vindmótstöðustuðlinum niður í 0,25. Þegar haft er í huga að því minni sem bflar eru, þeim mun erfiðara er að ná fram lágum vindmótstöðustuðli, er óhætt að segja að þama er um frábæran árangur í straumlínu- lögun að ræða — það besta sem gerist í þessum efnum. Samþjappaður byggingar- máti Skútans leiðir af sér lítið þverflatarmál, eða aðeins 1,44 m2. Hin raunverulega stærð sem segir tii um vindmótstöðu, vindmót- stöðustuðullinn margfaldaður með þverflat- armálinu (c\\rxA), er 0,36. Það er nýtt met meðal bfla. Takmarki því sem hönnuðir Skútans höfðu sett sér í þessum efnum varð hins vegar ekki fyllilega náð, en það var helmingur tölunnar 0,65 sem er marg- feldi vindmótstöðustuðuls og þverflatarmáls nýja VW Golfsins. Annar þáttur, ekki síður mikilvægur fyr- ir skemmtilega aksturseiginleika Skútans, er léttleikinn. Bfllinn, sem fyrst og fremst samanstendur af plasti, vegur ekki nema 550 kfló. Að áliti hönnuðanna yrði hægt að létta hann enn meira ef um fjöldafram- leiðslu væri að ræða. Samvinna þessara tveggja þátta, léttleika og lítiliar loftmótstöðu, veldur áður óþekkt- um aksturseiginleikum hjá svo litlum bfl. Með sömu vél og notuð er í VW Polo, þó eitthvað stflfærðri, nær Skútinn 201 km/ klst hámarkshraða og hröðunin er 0—100 km/klst á 10,2 sekúndum. Afturhjólið er drifþjól og upphengjuað- ferðin minnir um margt & mótorhjól. Hljóðkútarnir eru meira að segja frá Honda. Auðvitað er bensíneyðslan í samræmi við aðra hluti í þessum bíl; lítil. Meðaleyðslan gæti verið eitthvað í kringum 6 1 á 100 km. En hvað fær bestu útlitshönnuði og bílaverk- fræðinga Volkswagen verksmiðjanna til þess að leggja út í smíði frumgerðar (pro- totype) af Skúta á þessum síðustu og bestu tímum billegs eldsneytis? Að sögn þeirra hinna sömu verkfræðinga er Skútinn hreint ekki kominn til vegna verkefnaleysis á öðr- um sviðum, samanber að betra sé að teikna eins og eitt stykki Skúta heldur en að mæla götumar. Þvert á móti sjá þeir sportbfl framtíðarinnar fólginn í Skútanum þar sem mótorhjól og bíll sameinast í einu farartæki og bestu kostir hvors um sig eru nýttir. Þannig má t.d. taka hurðimar af bflnum, láta loftið leika um sig og fá með því útrás fyrir frelsisþrána. En svo, þegar gamla raka rigningin sýnir sig aftur, nýtur maður þæg- inda lokaðs húss. Og eins og mótorhjól býður Skútinn aðeins upp á pláss fyrir tvo en það undirstrikar reyndar sportlegheitin og/eða rómantíkina. Auk þess nýtist hann í flestum tilfellum sem þægilegur bæjarbfll. Ef einhveijir skyldu hafa áhyggjur af stöðugleika þessa þriggja hjóla bfls í beygj- um þá er sá ótti ástæðulaus. Skútinn byijar að skrika löngu áður en hann fer að halla hættuiega mikið. Ennfremur lætur hann undravel að stjóm, jafnvel þegar hraðinn nálgast 200 km/klst markið. En það er örugglega hvorki sportleg- heitanna né sparakstursins vegna sem þessi bfll á eftir að seljast ef hann kemur á mark- að — og ef hann selst þá. Því fyrir þau 40.000 mörk, sem ætla má að bfllinn myndi kosta út úr búð, má í dag bæði fá þokka- lega sportlegan bfl og alvöru mótorhjól. Og á endanum em það hvort tveggja hlutir sem maður þarfnast í raun og veru ekki. Ergo: Því síður þarfnast maður bfls eins og Skút- ans. Það er nú einmitt þetta sem markaðs- meistarar VW stfla og stóla á ef af fjöldaframleiðslu verður. Að markaðssetja fyrir þann hóp fólks sem á nóg af seðlum en hins vegar ekki nógu mikið af sérstæðum hlutum til þess að eftir þeim sé tekið. Með öðrum orðum bfll fyrir þá sem þurfa og vilja berast á. Fordildarforkólfamir svoköll- uðu. Það er ávallt til nóg af slíkum ef hlutimir eru nógu mikið öðruvísi. Og svo má jafnvel vera hægt að nota þá að ein- hveiju marki líka. Skútinn er, eins og sjá má af myndum, frekar smátt sniðinn bfll. Þó er að finna í honum þokkalegt pláss fyrir fólk og meira að segja svolítinn farangur. En varahjól fyrirfinnst hins vegar ekki. Og þyrftu þau þó frekar að vera tvö heldur en eitt vegna mismunandi stærðar fram- og afturhjóla. Svar þeirra Volkswagenmanna við þessu er einfalt: „Mótorhjól hafa hingað til líka komist af án varahjóls." Byggt & grein úr „auto motor und sport“ Skúti frá Volkswagen - sambland af sportbíl og mótorhjóli. Höfundur er bdaverkfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.