Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 9
Smámyndir Louisu Matthíasdóttur slenzku listakonuna Louise Matthíasdóttur er óþarfi að kynna, svo þekkt sem hún er orðin í föðurlandi sínu. Louise, sem hefur verið búsett í New York meginhluta lífs síns, hóf að taka þátt í sýningum á Islandi eftir að sýningarnefnd FÍM bauð henni LOUISA MATTHÍASDÓTTIR er á ferðinni með sýningu, sem opnuð verður í Gallerí Borg 29. nóv. og er fjallað um smámyndir hennar hér af því tilefni. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Græat hús, rautt þak, 1982. þátttöku á haustsýningu félagsins árið 1974. Áður hafði næsta lítið sést eftir hana hérlendis enda mun manneskjan hlédræg og kannski var ekki jarðvegur fyrir list hennar hér fyrr. Myndir Louise vöktu drjúga athygli á sýningunni, en þóttu um margt framandi og stinga í stúf við íslenzka list- hefð og allt annað, sem til sýnis var. Það hafði verið á stefnuskrá sýningar- nefndar FÍM, að virkja sem mest þekkta íslenzka málara erlendis og tengja þá heima- landinu, og þvf bauð hún t.d. Guðmundi Ægisgataa, 1980. Erró þátttöku á sýningu Norræna lista- bandalagsins í Kaupmannahöfn árið 1969. Hugmyndina reifaði undirritaður á fundi og hún fékk svo góðar undirtektir að umsvifa- laust var hringt til Parísar í Guðmund, sem kom sjálfur í símann og tók málaleitaninni mjög vel. Og þá var ekki aftur snúið. Ný viðhorf voru að ryðja sér rúms eftir að þröng einstefnusjónarmið höfðu ríkt um skeið og miðað við undirtektir hér heima og erlendis þótti mönnum þeir vera á réttri braut. Lítið land hefur ekki efni á einangrun annars vegar né að lúta forsjá þeirra, sem alfarið eigna sér listheiminn hins vegar og því ber okkur að virkja sterka einstaklinga, hvar sem þeir hafa óskað að skapa sér starfsgrundvöll. Það kemur málinu minna við, hvort við séum endilega hjartanlega sammála viðkomandi í listinni. Einn þessara einstaklinga, sem gert hafa garðinn frægan í útlandinu, er tvímælalaust Louise Matthíasdóttir, sem frá stríðsbyijun hefur átt heimili í New York, fyrst við nám en síðan sem starfandi listamaður og eigin- kona málarans Leland Bell. Frá því að Louise hélt sína fyrstu sýningu í Jane Street Gallery í New York árið 1948, hefur hún haldið nærri tvo tugi einkasýn- inga vestra og flestar í New York og þá aðallega í hinum virta sýningarsal Robert Sehoelkopf við 57. götu vestur. Þá hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum vestra svo og hér heima. Greinar um Louise hafa birst reglulega í virtum amerískum listtímaritum og það má alveg slá því föstu, að hún sé þekktasti íslenzki myndlistarmaðurinn í Vesturheimi. Alveg á sama hátt og segja má um Erró í Evrópu, en hins vegar mun hann jafnlítið (mikið) kunnur í Ameríku og Lousie á meg- inlandi Evrópu. Á haustsýningunni á Kjarvalsstöðum 1974 bar mest á uppstilling- um frá hendi Louise, samstillingum á borði með krúsum, tómatflöskum, agúrkum, sítrónum, káli, sperglum, ávöxtum í skál, hnífum og öðru, sem tengist almennum málsverði vestra. Hér var ekki leitað til goðsagna um myndefni heldur þess, sem var í næsta sjónmáli og því lyft á stall, lit og formræn fegurðin dregin fram og skipað í öndvegi ásamt glímunni við myndbygging- una. Sjálfur hversdagsleikinn gerður að goðsögn. Þetta atriði, að sjá fegurðina við hið hversdagslega, telst hin æðsta list, gera jafnvel hinu sívala formi klósettrúllunnar jafnhátt undir höfði og súlum frægra hofa. Þetta gerði Vilhelm Lundström, sá ágæti danski málari, enda var klósettrúllan ómiss- andi þáttur í kyrralífsmyndum hans, en vel að merkja sem formræn uppfylling, enda átta sig einungis innvígðir á því, hver þessi fagri vel málaði sívali hlutur í málverkum hans raunverulega er. Þegar menn eru famir að meðtaka al- menna hluti sem form, en eru ekki alfarið háðir því mati, að hann sé einungis hitt og þetta þekkjanlegt í umhverfinu og ekkert fram yfír það, eru menn loks famir að kunna að lesa með augunum og næsta skrefið er Louisa byrjar á einni af síaum frægu uppstillingum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.NÓVEMBER 1987 9.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.