Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 22
t Það var lágt til lofts í báðum húsunum. Tveir gátu sofið í öðru en fjórir i hinu. Að sofa í snjóhúsi A eigin vegum Það er ekki á hverjum degi sem manni gefst kostur á að gista í snjóhúsi. Mér hafði reyndar aldrei dottið sá möguleiki í hug, en þeg- ar ég sá að skíðaskólinn í Leysin býður gestum að dvelja nætur- langt í slíkum húsakynnum ákvað ég að fara þangað í skíðafríinu. Ferðafélagi minn harðneitaði þó að stíga fæti í snjóhús en ég gat verið án hans eina nótt. Leysin er lítill bær í vesturhluta svissnesku Alpanna. Hann er ís- lendingum að góðu kunnur af því að Hosta, hinn vinsæli hótel- og ferðamálaskóli, er þar og þar búa íslandsvinimir Sigríður og Fred Ott, sem forseti íslands heimsótti í vetur. Byggð bæjarins byijar í 1260 metra hæð og teygir sig 200 metra upp eftir fjallinu. Rúmlega 2000 íbúar búa þar að staðaldri en bærinn hefur gistirými (í upp- hituðum húsum) fyrir tæplega fjórum sinnum fleiri, samkvæmt upplýsingum ferðamálaskrifstof- unnar. Skíðalyftumar ganga upp í 2050 metra hæð og stórkostlegt útsýni með Mont Blanc í íjarska blasir við frá sólríku skíðasvæð- inu. Það er tilvalið fjölskyldu- svæði. Brekkumar eru tiltölulega auðveldar en strembnar leiðir leynast innan um svo að enginn þarf að kvarta. Ef Lausanne fær að halda vetrarólympíuleikana 1994 verður brunkeppni karla haldin í bröttustu brekkunum í Leysin. Það kemur í ljós í sept- ember. Skíðaskólinn byijaði að bjóða upp á nótt í snjóhúsi nú í vetur. Gestimir áttu fýrst að útbúa hús- in sjálfir en það þótti of mikið fyrirtæki og var hætt við það. Nú bíða húsin tilbúin skammt frá skíðalyftu sem er góðan spöl frá 4 1000 ára afmæli Dyflinnar Dyflin býr yfir breiðustu götu í Evrópu O’Connell stræti. Á þessu herrans ári heldur Dyflinn upp á þúsund ára af- mæli sitt. Eins og alkunna er heijuðu norr- ænir víkingar á frland á áttundu og níundu öld. Þeir voru vel vopn- aðir á þerra tíðar mælikvarða og voru í leit að herfangi sem var að finna í ríkum mæli í írsku klaustr- unum. En smám saman urðu sam- skiptin friðsamlegri milli íbúa og víkinga. Víkingamir fóru að snúa sér að verzlun og komu á fót víða á ströndinni stöðvum í því augnam- iði. Ein verzlunarstöðin var Dyfl- inn, sem stofnuð var, að því er bezt er vitað, árið 988. Ekki er nafnið norrænt, en á rætur að rekja til geliska orðsins „Dubh Linn“, sem þýðir „dimmi pollur". Miklu eldra er þó írlenzka nafn- ið, sem enn má sjá á skiltum og almenningsvögnum, „Baile Atha Cliath", en það þýðir: vaðið yfir fljótið, sem skýrir um leið hvers vegna borgin Dyflinn var staðsett þar sem hún er. Fljótið, nánar tiltekið Liffeyfljót, skiptir Dyflinni í tvo hluta. Víkingarnir Víkingamir réðu yfir borginni og nágrenni hennar allt til ársins 1014, þegar írlendingar undir for- ystu Brian Borus (Bijáns) sigruðu víkingana í stórorrustu í Clondarf (á Bolavöllum). Um hana geta menn lesið í Njálssögu. Bijánn féll, en hélt velli. Sigur íra var ekki varanlegur. Arið 1169 réðust Normannar inn í landið. Þeir tóku Dyflinn með áhlaupi og gerðu að aðalbækistöð sinni. Saga Dyflinnar er í megindrátt- um saga írlands upp frá þessu, baráttusaga fyrir sjálfstæði fá- tækrar þjóðar. Bretar gerðu Dyfl- inn að stjómarmiðstöð í landi sem þeir undirokuðu í sjö aldir eða allt til 1921, er írar heimtu frelsi sitt og lýðveldi var stofnað. Hálf fjórða milljón Höfuðstaður írlands er nú á dögum mjög evrópskur, með lág- hýsum og margt fallegra húsa frá átjándu öld. í borginni býr liðlega ein milljón manna, en íbúar lýð- veldisins alls eru um 3,5 milljónir. Borgin hefur verið fæðingar- staður og áhrifavaldur margra frægra rithöfunda. Meðal þeirra eru: James Joyce, Jonathan Swift, W.B. Yeats og Oscar Wilde. Þar gefur að líta margar and- stæður — tiguleg tijágöng og vina- legar hliðargötur, glæsileg vöru- hús, götusala, nýtízkulega nætur- klúbba með góðri hljómlist og litlar reykmettaðar ölstofur þar sem leikin er hefðbundin gömul tónlist. { þessari deiglu geta menn séð við glampandi neonljós hest, öku- mann og vagn flytja kol og mó til húsupphitunar, því að miðstöðvar- hiti er nær óþekktur á írskum heimilum. (Mestur hluti írlendinga brennir kolum og mó, sem hefur valdið verulegri mengun í Dyflinni upp á síðkastið og orðið að blaða- máli.) Höfuðgata Dyflinnar, O’Conn- ellstræti, teygir sig til norðurs um brúna yfir Liffeyfljót. Á þessum 46 metra breiðu og 500 metra löngu tijágöngum er bera nafn frelsishetjunnar Daníels O’Connell (sem var uppi á fyrri hluta nítjándu aldar) er fullt af fólki, mikil umferð og verzlun. Við homið á Henriksstræti, sem gengur þvert inn á O’Connell- stræti, stendur kona með aflóga bamavagn, sem hún hefur fyllt súkkulaðistöngum. Með hvellri rödd reynir hún að freista þeirra sem fram hjá fara að kaupa nokkrar stengur fyrir eitt pund, eða punt eins og Irar bera orðið fram til aðgreiningar frá enskunni. Hún er ein af mörg- um sölumönnum sem reyna að sigra götuhávaðann. Að baki henni er Almenna póst- húsið, sem er alþekkt ekki ein- göngu fyrir að vera aðalskrifstofa borgarinnar heldur er það um leið sögulegt minnismerki. Hér voru höfuðstöðvar íra í páskauppreisn- inni 1916, þar sem uppreisnar- menn mynduðu bráðabirgðastjóm írska lýðveldinu til handa. Upp- reisnin mistókst af því að hún naut ekki almenns stuðnings. Bretar hlífðust ekki við að taka uppreisnarforingjana af lífi, en það hellti olíu á eldinn og stórherti á sjálfstæðisbaráttu íra. Minningar- tafla á framhlið pósthússins segir að nokkru söguna af því sem gerð- ist á þessum dögum skeggaldar og skálmaldar. Markaðir Götulífíð í Dyflinni er blómlegt. Föt, skartgripir, blóm, sælgæti, myndir o.fl. eru seld beint úr vögn- um og smásölustöðum meðfram götunum. Seljendur brýna raustina á sinni írlenzku mállýzku til þess að vekja rækilega athygli manna: „Súkkulaðibar: fímm fyrir eitt punt," „Sportsokkar, tvö pör, eitt punt“. Salamir eru á öllum aldri: táningar og gamlar konur, þar sem ein hrukkan slítur aðra. Stemmningin er að vissu leyti mjög gamaldags og rómantísk, þrátt fyrir það að stærri verzlunar- hringir séu á bak við með stór, heimsborgaraleg verzlunarskilti í gluggum þar sem eru til sölu alls- konar velþekktar alþjóðlegar vör- ur, eins og í hverri annarri heims- borg. Atvinnuleysi Þegar gengið er um götur Dyfl- innar kemst maður á snoðir um annan veruleika sem er harla óró- mantískur. Sá veruleiki er bitur og harður. Hann er fólginn í at- vinnuleysi og fátækt. Atvinnuleys- ið í írlandi er nú um 18%. Mest meðal hinna ungu sem farið hafa á mis við menntun. Oft hafa þessi vandræði gengið í arf, kynslóð af kynslóð. Hvorki faðir né sonur hafa haft atvinnu eða gert sér vonir um hana. í viss- um hverfum, eins og t.d. Finglas, sem er í útjaðri Dyflinnar, nemur atvinnuleysið allt að 60%. Þessi kalda staðreynd veldur því oft að fjölskyldur sundrast, þar eð útflutningur er eini möguleikinn sem fyrir hendi er, hvað varðar yngri kynslóðina. I dagblöðunum má stöðugt lesa auglýsingar um námskeið fyrir þá sem hafa hug á að flytja úr landi. Mest flytja menn til Stóra-Bret- lands, en einnig heilla Ástralía og Bandaríkin. Annars er íra að finna víðsvegar um heim, m.a. á Norð- urlöndum. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.