Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 19
. Igl Víða auðvelt að gera góð kaup. í kaffihúsi litla sjávarþorpsins, taka grískir sjómenn höndum saman og dansa. Sigltá miUigrísku eyjanna Lífið í litlu eyjaþorpunum á grisku eyjunum ber í sér tíma- leysi, sem jafiivel ferðamaður á hraðferð sér fljótt. Og það er auðvelt - þó að eigin lystisnekkja sé ekki fyrir hendi - að sigla á milli hinna undurfögru eyja. En þú mátt ekki gleyma þér í tíma- leysinu - heldur vera vel meðvitaður um brottfarartíma frá hverri eyju, því grisku skipafélögin er sjá um siglingarnar fylgja fastri tímaáætlun (ef veður leyfir að sjálfsögðu). Meðan á sigl- ingu stendur færðu ráðleggingar um allt sem þarf að vita - hvaða söguferðir á að forðast - á hvaða mörkuðum er best að gera innkaup og i hvaða krám eru bestu vínin og maturinn! Á Rhodos snýr leirgerðarmað- urinn hjóli sínu á meðan hann horfir á ferðamenn ganga framhjá. skiptunum er besti tíminn að ganga um markaðina í Rhodos, en mundu varnaðarorð leiðsögu- mannsins - mest af hinum svo- nefnda „handunna" vamingi kem- ur í raun frá Taiwan! Komið við i Tyrklandi Áhugavert er að stíga í land á eyjunni Patmos, þó ekki væri nema vegna þess, að þar í klaustr- inu á Jóhannes að hafa skrifað opinberunarbókina. Viðkoma í tyrknesku höfninni Kusadasi gæti verið á þinni áætlun, en stutt þaðan eru gömlu Ephesus-borg- imar fimm. I Tyrklandi em ódýr- ar leðurvömr, en vertu við því búinn að þurfa að þjarka við kaup- mennina til að fá verðið niður! Margar eyjasiglingar íboði Eyjan Mykonos með 365 kapellur Eftir að farangurinn er kominn um borð í hafnar- borginni Piraeus er hægt að slaka á, stilla úrið og bíða eft ir „klukkan fimm eyjunni" - My- konos, sem er einn af uppáhaldsá- fangastöðum evrópskra ferða- manna. Og eyjan mætir þér með „colgate“-hvítu brosi - eins og það sé lögbundið að hvitþvo allar byggingar á eyjunni einu sinni í viku. Og árangurinn er að verslan- ir, vindmyllur og 365 kapellur - reistar af þakklátum skipbrots- mönnum - skapa myndrænt við- fangsefni fyrir ljósmyndarann! Komið við í Heraklion, höfuðborg Krítar Næsta morgun ertu staddur í Heraklion, höfuðborg Krítar. Og hér tekur klukkan aftur yfirráðin - 45 mínútna stopp þýðir, að þú verður að láta þér nægja að lesa um óbyggðir fjallanna; friðsæla dali; brimþvegnar strendur og fijósama akra Krítar í leiðsögu- bókinni! Heimsókn til hinna frægu Knossos-halla - byggðar af Minó- önum fyrir næstum 4000 árum - er ómissandi. Minoanar voru langt á undan sinni samtíð - hönnuðu loftræstikerfi, vatns- og skolp- lagnir. Santorini Næsti áfangastaður er hin und- urfagra eldfjallaeyja Santorini. Til að komast upp í þorpið, er stendur efst á eyjunni, verður þú að láta asna bera þig eftir bröttum steinlögðum þrepum. Aðeins hægt að ímynda sér, hvað erfitt það er fyrir leiðsögumenn að fara þessa leið 20-25 sinnum daglega! Þegar komið er upp í þorpið, stefna flest- ir á útikaffihús og njóta þaðan útsýnis yfir köldum drykk. Utsýn- ið er stórfenglegt - yfir blátt Mið- jarðarhafið með báta sína annað- hvort við akkeri í höfn eða sigl- andi á milli eyjanna. Hér er hægt að gera góð kaup í skartgripum og handpijónuðum ullarvörum - á meðal hinna bestu á eyjunum - og jafnvel hægt að borga með greiðslukortum og ferðatékkum. Kos - eyja Hippokratesar Næsta dag er stigið á land í Kos, eyju Hippokratesar, þar sem talið er að elsta tré í Evrópu standi. í skugga greina þess er sagt, að Hippokrates hafi öðlast sína læknisfræðilegu þekkingu. Hér eru líka rústir Aesculapium, eins elsta sjúkrahúss er sögur fara af. Það hefur verið endur- reist til að ferðamenn geti séð, hvemig það starfaði. Lindos-hofin á Rhodos Rhodos er stærst og best þekkt af grísku eyjunum. Þar er yfir- leitt staldrað við í átta klukku- tíma. Á þeim tíma er hægt að fara til Lindos til að skoða gömlu hofin og virkin er standa vörð yfir höfnunum þremur. í ljósa- Síðustu nóttina, þegar siglt er aftur til Piraeus, er venjulega mikið um dýrðir. Áhöfnin sýnir gríska dansa - mikið er sungið og klappað, þegar farþegar reyna að líkja eftir hinum gríska Zorba! Ef þú ert ekki búinn að fá nóg eftir fjögurra daga siglingu um gríska eyjahafíð, þá verður þú að flýta þér frá borði í Piraeus - þriggja daga helgarsiglingar kasta akkeri eftir aðeins fjórar klukkustundir! Reiðhjól á flugi Ekki er allur farangnr flugfarþega eins meðfærilegur og tösk- ur. Og alls ekki margs konar áhöld og búnaður iþróttamanna. En hvernig bregðast stóru flugfélögin við, þegar maður vill láta bóka sig með skiði undir hendinni? Iþróttafólk treystir bezt sínum eigin áhöldum. En þessi tiltrú getur stundum leitt til talsverðra aukaútgjalda. „Áreiðanlegar upp- lýsingar um gjaldskrá og reglúr um flutning á farangri," sqgir Bemd Wnuck hjá Lufthansa, aðeins hægt að gefa með eins um dæmum." Þannig miða flugfélögin á Norður-Atlantshafsleiðinni (Bandaríkin, Kanada, Mexíkó og Karíbahaf) við stykkjatölu, en annars við þunga farangursins. Fyrir ferðamenn í Bandaríkjunum gildir sú regla, að þeir mega hafa með sér tvö stykki farangurs án aukagjalds, en þó em skilyrði mismunandi, eftir því hvert farrý- „er tok- mið er. Sá sem aðeins hefur með- ferðis eina tösku, getur tekið með sér eftirtalin íþróttatæki ókeypis: * Skíði, skíðastafi og skíðaskó. * Golfpoka með kylfum. * Eitt reiðhjól. * Veiðistöng með búnaði. * Tvær sportbyssur eða tvær haglabyssur eða fimm skamm- byssur. Það verður dýrara, ef íþrótta- tækið er reiknað sem umfram- farangur. Til dæmis er golfbúnað- ur (sem þriðja stykki farangurs) sem vegur ekki yfir 15 kíló, í heild sinni áætlaður sex kíló á reikningi fyrir yfirvigt. (Fyrir flug frá Frankfurt til Washington er ■ upphæðin 90 mörk eða 2.250 kr.) Á svipaðan hátt er tekið gjald fyrir skíði og reiðhjól. Sé þyngd farangurs innan þeirra marka, sem heimilt er að hafa meðferðis ókeypis (20, 30 eða 40 kíló eftir verðflokki farseð- ils), geta menn haft með sér nær hvað sem er á flugleiðum um heim allan. En sá, sem fer yfir þyngdarmörkin, sem miðað er við hveiju sinni, verður að greiða eitt prósent af verði fyrsta farrýmis. I því tilviki er golf- og skíðaút- búnaður einnig reiknaður í heild sem ákveðin þyngd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.