Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 4
heimi unglingsáranna Keflavík í lok sjötta áratugarins vílíkar breytingar á ekki lengri tíma, þrem áratugum, hvað þá öld, í lífi þjóðar. Mönnum hættir til að líta yfír farinn veg þá er þeir ná miðjum aldri og hugleiða hvað hafí nú áunn- ist og hvað hafi mátt betur fara og sannar- lega misjafnt hvaða kröfur menn gera til lífsgæða. Þetta voru ár kalda stríðsins, þegar Krússéf lamdi með skónum í ræðupúltið á þingi Sameinuðu þjóðanna, þegar Fischer bar ægishjálm yfir aðra skákmeistara, þegar Halldór fékk Nóbelinn, þegar Ingmar Johansson rotaði Patterson og Sigurður A. Magnússon var ræðumaður á afmælisfagnaði Atlantshafsbandalags- ins. Fyrri hluti. eftir ÓLAF ORMSSON Fyrir um það bil þrjátíu árum sat ég á skólabekk í Gagnfræðaskóla í Keflavík. Það var í gömlu steinhúsi við Skólaveg sem mun vera byggt árið 1911 og hefur allt fram á þennan dag verið notað fyrir ýmiskonar skólastarfsemi. Þá var flest með öðru sniði í Keflavík en nú, þrem áratugum sfðar, og það á auðvitað við um allt þjóðlífið. Ég hef áður rakið uppvaxtarár mín hér í Lesbókinni í tveim greinum. í þessum foma útgerðar- og fiskvinnslubæ sem svo sannar- lega má muna sinn fífil fegri. Það er af sem áður var þegar Keflavík var ein helsta ver- stöðin á vetrarvertíðum. Það er ekki ætlun- in að rekja sögu sjávarútvegsins þar um slóðir heldur fremur hvemig lffið og tilveran og hinn stóri heimur horfði við unglingspilti f lok sjötta áratugarins. Mánaðarlaun Verka- MANNS í FERMINGARGJÖF Ég var fermdur í Keflavíkurkirkju 5. maí 1957. Það ár var séra Bjöm Jónsson sóknar- prestur f ársleyfi við framhaldsnám í guð- fræði erlendis og séra Guðmundur Guð- mundsson, Útskálum í Garði, og séra Jón Ámi Sigurðsson, prestur í Grindavík, þjón- uðu Keflavíkurprestakalli veturinn 1956-’57. Aðstæður voru að því leyti hag- stæðar í Keflavík á þeim árum, að nóg var um atvinnu og raunar góðæri til lands og sjávar og nokkur stöðugleiki í þjóðarbú- skapnum. í þá daga ekki óalgengt að ferm- ingarböm fengju stórar og verðmætar gjaf- ir og ekki síðri en nú tíðkast. Ég fékk t.d. veglegt skrifborð, reiðhjól og peninga sem svara mánaðarlaunum Dagsbrúnarverka- manns í þá daga. Sumarið 1959 var mikil síldveiði fyrir Norðurlandi og tugir báta frá Suðumesjum á síldveiðum, saltað á flestum síldarstöðum og í byijun ágústmánaðar var önnur mesta aflavika vertíðarinnar og síldaraflinn nálg- aðist átta hundruð þúsund mál og tunnur. Þá var algengt að nýjustu fréttir af heildar- afla bátanna væm sagðar í ríkisútvarpinu að loknum sfðari kvöldfréttatíma og ég man að ég hélt lengi bókhald varðandi ýmsa báta úr Keflavík og frá Suðumesjum og í septembermánuði 1959 var sagt frá því í kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins að síldveið- inni væri lokið hjá Suðumesjabátnum Víði II úr Garði, skipstjóri Eggert Gíslason sem þá var aflakóngur vertíðarinnar með alls um nítján þúsund og sex hundrað tunnur upp úr sjó og aflaverðmæti um 2,5 milljón- ir sem hefur ekki verið lítill peningur í þá daga. Og þegar langt var liðið á árið 1959 var sagt frá því í frétt í Morgunblaðinu að til Keflavíkur hefðu komið fjórtán bátar einn nóvemberdag með tæplega eitt þúsund tunnur sfldar og af því ljóst að sfldin var ekki bara fyrir norðan í þá daga heldur einn- ig á Faxaflóamiðum. Skelfileg Tíðindi Af Sjón- UM - OG KALT STRÍÐ Veðurfar var heldur rysjótt í Keflavík veturinn 1958-’59 og einnig á landinu og miðum. í blaðinu Faxa sem hefur komið út í áratugi í Keflavík er greint frá því að föstu- daginn 25. janúar hafi mátt segja að loftið hafi verið lævi blandið, því miklar þramur og eldingar settu svip á daginn og ollu víða nokkram spjöllum, brann t.d. rofi í spennu- stöð í Vesturbænum og varð rafmagnslaust um tíma. í febrúarmánuði 1959 er mynd í Faxa af mikilli snjókomu í Keflavík, bflar á kafí í snjó og í sama mánuði áttu sér stað einhver mestu sjóslys á sfðari tímum þegar togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst á Ný- fundnalandsmiðum með allri áhöfn, þijátíu skipsfélögum, og vitaskipið Hermóður út af Reykjanesi með allri áhöfn, á annan tug skipveija. Inn í áhyggjulausa veröld ungl- ingsáranna bárast þessi skelfílegu tíðindi og óharðnaðir unglingar minntir á fallvalt- leika lífsins þar sem stutt er á milli gleði og sorgar. Úti í hinum stóra heimi var kalda stríðið svokallaða á milli stórveldanna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Sovétmenn höfðu ráðist með hervaldi inn í Ungveijaland árið 1956 og sá atburður varð til þess að skerpa enn frekar andstæðurnar á milli lýðræð- isríkjanna í vestri og einræðisríkjanna fyrir austan jámtjaldið. Nikita Krússef var odd- viti austurblokkarinnar, kommúnistaríkj- anna. Eisenhower, leiðtogi hins vestræna heims. Krússéf kom í heimsókn til Banda- ríkjanna í októbermánuði 1959, um leið og hann kom við hjá Sameinuðu þjóðunum og flutti hávaðaræðu, fór úr öðram skónum og lamdi honum hvað eftir annað f ræðup- últið í þingsal allsheijarþingsins. Feiknar- legar andstæður vora í alþjóðamálum og hart deilt um grandvallaratriði. Þá var heimsmyndin í Svarthvítu. Einræðisríkin í Austur-Evrópu og Kína grá fyrir jámum að vígbúast og svo lýðræðisríkin í Atlants- hafsbandalaginu til vamar undir forystu Bandaríkjanna. í fjölmiðlum1 frá þeim áram. útvarpi og blöðum, mikið fjallað um mál bandaríska rithöfundarins og fangans Carly Chess- manns sem ritaði ævisögu sína og var að lokum tekinn af lífi í rafmagnsstóli í Kali- fomíu um mitt ár 1960 eftir að hafa setið inni í tólf ár granaður um manndráp. Vinstri stjóm sat að völdum á Islandi árin 1956-58 og undir lok ferils hennar var landhelgisdeilan við Breta í hámarki og árekstrar tíðir á miðunum út af landinu á milli breskra herskipa og skipa landhelgis- gæslunnar. SlGURÐUR A. í NATÓAFMÆLI í dagbók sem ég hélt árið 1959 er ritað laugardaginn 11. mars að þann dag hafi verið mikil hátíðarhöld á Keflavíkurflugvelli í tilefni tfu ára afmælis „okkar mikla vamar- bandalags" eins og stendur í dagbókinni og mun vera átt við Atlantshafsbandalagið og þegar ég rifja nú upp löngu liðna daga þá man ég að það var gefið frí í Gagnfræðaskó- lanum í tilefni dagsins. „Fór upp eftir með Halldóri og Kalla“ er skrifað í dagbókina og líklega mun vera átt við Halldór Jens- son, lögreglumann í Keflavík, og Karl Tayl- or, slökkviliðsmann á Keflavíkurflugvelli, skólabræður í þríðja bekk Gagnfræðaskól- ans í Keflavík. Afmælisins var minnst við hátíðlega athöfn í stóra flugskýli þar upp frá og á flugbraut þar í nágrenni. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, flutti aðalræð- una, þá áhrifamaður í samtökum um vest- ræna samvinnu og enn ekki genginn í raðir rauðliða og þama var múgur og marg- menni og við strákamir fóram síðan í kvik- myndahús á vellinum, komum við í ein- hveijum klúbbi og lfklega þótt við vera bún- ir að sigra heiminn, fengið að kjmnast helstu vígtólum þeirra tíma. Og afreksmenn var svo sem víða að finna á íslandi um eða eftir miðjan sjötta áratug- inn. Þá hafði Vilhjálmur Einarsson unnið það afrek að verða annar í þrístökkskeppni á Ólympíuleikum í Melboume í Ástralíu og Friðrik Ólafsson kominn í röð fremstu skák- manna heimsins og þá áttu Keflvíkingar auðvitað marga afreksmenn í íþróttum auk knattspymumannanna. Höskuldur Goði Karlsson, kennari, var um tíma í hópi helstu spretthlaupara landsins og sundfólk frá Keflavík var áram saman í fremstu röð. Inga og Guðný Ámadætur háðu einvígi um íslandsmeistaratitla og einnig Magnús Guð- mundsson og síðar komu við sögu Hörður B. Finnsson og Davíð Valgarðsson, marg- faldir íslandsmeistarar í bringusundi, skrið- sundi og flugsundi. Tvennar alþingiskosningar vora árið 1959 og pólitískur áhugi töluverður í Keflavík. Fyrri kosningamar að sumri og snerast að mestu um kjördæmaskipunina og nýjar regl- ur varðandi skiptingu landsins niður í kjör- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.