Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1989, Blaðsíða 5
af fyrstu setningum hans í embætti segja mikið um manninn, eins og: „Verið ekki hrædd“ og „Ég mun tala við fólkið". Kennimaðurinn Og Stjórn- ANDINN Titlamir á opinberum ritverkum Jóhann- esar Páls II páfa segja ýmislegt um áhuga- svið hans: „Endurlausnari manna“, — „Trúfræðsla á okkar tímum“, — „Vinna mannsins", — „Auðugir af miskunnsemi", — „Samfélag fjölskyldunnar", — „Drottinn og lífgjafi", — „Móðir Frelsarans“, — „Umhyggja í félags- legum efnum“, — „Virðing kvenna" og „Hlutverk leikmanna innan kirkjunnar". Mikilvægt atriði í boðskap páfa hefur verið manneskjan sem leitar sannleikans, hins fagra og góða, þyrstir í frelsið, hlustar á rödd samviskunnar. Mannkynið er skapað til þjónustu, eins og Kristur. Aðeins með því að gefa sig skilyrðislaust getur mann- eskjan þroskast. Hún er sköpuð til að lifa fyrir aðra, sem gjöf. Flestir kynnast aðeins niðurstöðum páfa eins og þær eru túlkaðar í fjölmiðlum, en ekki ítarlegum röksemdafærslum hans. Það er miður, því sem hugsuður bryddar hann einatt upp á nýjum leiðum í rökræðunni. Jóhannes Páll II hefur þurft að kljást við ýmsa hópa innan kirkjunnar, m.a. íhalds- menn sem neita að fallast á breytingar á helgisiðum og svo hins vegar „ftjálslynda" menn sem afneita ýmsum hefðbundnum guðfræðikenningum. Hefur páfi svipt ýmsa þeirra kennsluréttindum við kaþólskar stofnanir um stundarsakir. Auk þess er páfi andvígur afskiptum presta af stjóm- málum. Spumingin um ofbeldi eða friðsamlega baráttu sækir á okkur öll af vaxandi þunga eftir því sem óréttlæti og kúgun verður ljós- ari. Alls staðar þar sem Jóhannes Páll II páfi ferðast boðar hann frelsisstríð á for- sendum guðspjallanna, það er að segja án ofbeldis, án stéttastríðs, með fullri virðingu fýrir allri manneslqunni og öllu fólki. Norð- ur-írland hefur fengið að heyra þetta, Ró- manska Ameríka og Afríka. Sumum finnst þetta hörð ræða, en Pólland hefur hlustað og breytt samkvæmt því: Samstaða veitti andspymu með friðsamlegum hætti og hafði sigur. Stjómarstíll Jóhannesar Páls U er ákveð- inn. Hann hefur tekið ýmsar óvinsælar ákvarðanir, meðal annars varðandi útnefn- ingu biskupa og afskipti af klausturreglum. En markmið hans eru skýr. Manngerðin Nafngiftirnar em skrautlegar. Sumir hafa skilgreint hann sem hreinræktaðan stjórnmálamann, aðrir sem leikara, karl- rembu, mannvin, íhaldsbullu, friðarboða eða flökkupáfa. Kaþólskir menn kalla hann „hinn heilaga föður“. Margir utan kaþólsku kirkjunnar hafa látið þau orð falla, að hann sé ein eftirminnilegasta og áhrifamesta per- sóna sem þeir hafa hitt. í þeim hópi er meðal annars forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Páfinn er að sönnu alger íhaldsmaður hvað varðar það sem hann álítur lögmál Guðs. í bók sinni „Persóna og verknaður“ sem út kom 1969 tekur hann skýrt fram að persónu leyfist að andæfa og beijast gegn einræðisstjórnarfari eins og nasisma og kommúnisma, sem og auðvaldshyggju, en persónunni leyfist hins vegar ekki að setja sig upp á móti lögum Guðs. Höfundur er í móttökunefnd kaþólsku kirkjunn- ar á (slandi vegna hirðisheimsóknar páfa. Á myndinni eru Vigdis Finnbogadóttir, síðar forseti íslands, og bekkjarfélagar hennar í Landakotsskóla árið 1942. Vigdís er þriðja frá vinstri í fremstu röð. Lengst til hægri er fröken Guðrún (Jónsdóttir) en til vinstri er systir Lioba sem kenndi hannyrðir og reikning. Hún lifír enn í hárri elli og býr á heimili sankti Jósefssystra í Hafharfírði. Froken Guðrún efldi metnað okkar fyrir hönd tungunnar — segir Vigdís Finnbogadóttir forseti sem á ljúfar minningar úr Landakotsskóla orseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hóf skóla- göngu sína í Landakotsskóla, bamaskóla kaþó- likka í Reykjavík, árið 1937 og lauk þaðan fullnaðarprófi 1942. Ástæðan fyrir því að for- eldrar hennar völdu Landakotsskóla var sú að móðir Vigdísar, Sigríður Eiríksdóttir, hafði verið þar nemandi og líkaði vel, ekki síst vegna þess að kaþólsku systurnar, sem þar kenndu, höfðu vakið áhuga hennar á hann- yrðum. Hún var því ekki í neinum vafa um að skólinn stæði fýrir sínu. „Móðir mín fékk þarna afar góða undir- stöðu í dönsku sem hún taldi síðar að hefði gert sér kleift að fara beint í nám í Dan- mörku að loknum námsárunum í Verslunar- skólanum," segir Vigdís. „Hún vildi að ég fengi líka að ganga í þennan skóla þar sem mikil áhersla var auk þess lögð á listrænar greinar. Systurnar hvöttu okkur til að koma í skólann snemma á morgnana þegar þær hefðu Iokið bænum sínum, áður en eiginleg kennsla hófst, til að læra föndur. Við bjugg- um til þama brúðuhús og fjölmargt annað. Viðtal KRISTJÁN JÓNSSON. Fyrir þetta þurfti að vísu að greiða eitthvað aukalegá fyrir utan skólagjöldin sem reynd- ar vom mjög lág en óhjákvæmileg vegna þess að skólinn var ekki opinber stofnun. Óll heilsugæsla í skólanum fór þó fram á vegum borgaryfirvalda. Systumar kenndu okkur flestar greinar en íslenskar konur kenndu okkur íslensku og íslandssögu. Frú Sigurveig Guðmunds- dóttir í Hafnarfirði var þá að byija að kenna, komung og yndisleg kona, hún kenndi okkur íslensku í yngri bekkjunum. Hana hef ég haldið vináttu við alla tíð síðan. Guðrún Jónsdóttir, fröken G'iðrún, eins og hún var alltaf kölluð, kenndi okkur íslensku og ég man svo vel eftir henni að það er eins og hún sæti héma hjá okkur. Ekki var það vegna þess að hún væri ströng, öðm nær. Hún var kona sem átti sér sterkar rætur í íslenskri menningu; það er ógeming- ur að gleyma þvi sem hún miðlaði okkur. Við lærðum ljóð utanað, þ. á m. ljóðabálka Matthíasar Jochumssonar um Eggert Ólafs- son og Hallgrím Pétursson, og hún lét okk- ur standa upp og fara með þau; um leið kenndi hún okkur framsögn án þess að við gerðum okkur grein fyrir því. Hún kveikti hjá okkur áhuga á miðaldabókmenntunum með því að segja okkur með sínum eigin orðum íslendingasögur i lok kennslustunda, eins og framhaldssögur, og þurfti ekki að hafa bók við höndina. Hún kunni þær utan- bókar og gerði þær svo lifandi að síðar, þegar ég kom á sögustaðina sjálfa, var ég búin að sjá þetta allt fyrir mér í huganum. Einhveijar myndir sýndi hún okkur reyndar líka, ég sá alltaf svo auðveldlega fyrir mér Fljótshliðina, „Fögur er hlíðin." Kennslu- stundir fröken Guðrúnar höfðu slík áhrif á líf mitt að ég efast um að ég sæti hér ef ég hefði ekki notið hennar! Ég er ekki ein um þetta; allir nemendur hennar eru sammála um þau áhrif sem hún hafði á þá. Hún hafði svo góð áhrif á sjálfs- vitund okkar sem íslendinga, metnað okkar fyrir tunguna. Systir Clemensia kenndi okkur lesgrein- arnar, þ. á m. landafræði. Hún var íslensk og hafði verið í klaustumámi í útlöndum en kom aftur heim. Hún var alin upp af erlendri nunnu sem bar sama nafn og hafði kennt móður minni. Skólinn fékk þegar hér var komið sögu námsbækumar frá Ríkisútg- áfu námsbóka svo að ekki vom lengur notað- ar bækur á erlendum tungum við kennsl- una. Ég vár að sjálfsögðu alin upp við kjamgott fóður Jónasar frá Hriflu í sögutí- munum! Ensku hófum við að læra 12 ára gömul og þá lögðu séra Boots, sem seinna samdi fransk-íslenska orðabók, og hinir prestamir aðaláhersluna á talkennslu, þeir notuðu enska kennslubók. Kaþólskri trú var aldrei haldið að okkur, ekkert reynt að fá okkur til að ganga í kirkj- una. Hins vegar man ég að allir dagar hóf- ust með morgunbæn og bænimar vom að einu leyti frábmgðnar lúterskum bænum; við báðum alltaf Maríubænir líka. Mig minnir að kennsludegi hafi einnig lokið með stuttri bæn. Við fengum fallegar biblíu- myndir í verðlaun þegar við stóðum okkur vel í skólanum og ég á ennþá kassa með slíkum myndum. Jólin vom ákaflega skemmtileg. Miklum tíma var eytt í desember til að undirbúa hátíðina, fyrst og fremst jólajötuna. í byijun mánaðarins fengum við að opna kassa sem geymdu málaðar gifsstyttur af Jesúbaminu, Maríu og Jósef, ijárhirðunum og vitringun- um, að ógleymdum lömbunum. Undir yfir- umsjón kennaranna fengum við að reisa fallegt, lágreist fjárhús; helstu hlutarnir vom tilbúnir í kössunum en raða þurfti þeim saman á réttan hátt og koma styttun- um fyrir á viðeigandi stöðum. Hey var haft, inni í fjárhúsinu. Þetta var gert um hver jól og jólahátíðin sjálf í skólanum fór síðan öll fram umhverfis jötuna. Ég held að vistin í Landakotsskóla hafi verið mér mikil stoð síðar þegar ég fór til útlanda í nám, ég skildi svo vel kaþólska trú og siði fólksins í Frakklandi. Fjölskylda mín var öll mjög lútersk. Afi minn var prest- ur og föðurfólkið mitt starfaði mikið í KFUM en með þessum sveigjanleika, sem ég met svo mikils, hugurinn var opinn fyrir öðmm skoðunum líka. Annars gefur það auga leið að kaþólikkar njóta hér almennrar virðing- ar. Þeir hafa lagt ríkan skerf af mörkum til heilbrigðismála okkar með því að reka sjúkrahúsþjónustu í Stykkishólmi, Hafnar- firði og Reykjavík frá því um aldamótin. Um sjálfa mig get ég sagt að skólavist mín í Landakoti er gmndvöllur þess að milli mín og kaþólska safnaðarins á íslandi hefur lengi ríkt einlæg vinátta.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. MAl 1989 5 I I V. X

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.