Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 16
HMrf B Æ 1 L A R Mitsubishi Lancer GLX. Morgunblaðið/Þorkell ' rafKV 1216 ■ V Hiaðbakurinn frá Lancer með sídrifí er vel útbúinn Rmm manna bíll. Fj ór hj óladr ifinn hlaðbakur frá Lancer 'U Fjórhjóladrifsbílar bjóðast hérlendis í sífellt meira úrvali. Jeppar, landbúnaðartæki og ferða- eða torfærubílar voru áður einu fjórhjóladrifsbílarn- ir en nú fjölgar sífellt þeim gerðum fólksbíla sem bjóða upp á fjórhjóladrif. Subaru og Toy- ota eiga hér langa sögu sem framdrifsbílar með fjórhjóladrifsmöguleikann og nú þróast hratt þeir bílar sem bjóða upp á aldrif eða sídrif. Frá Mitsubishi er til dæmis hingað kominn Lancer sem umboðið, Hekla hf., kynnti á dögunum. Lancer hefur átt vin- sældum að fagna hér í nokkur ár og heldur enn vinsældum eftir síðustu breytingar sem komu fram í fyrra. Auk þess sem hann er boðinn með 1500 vél og með ýmsum bún- aði er hann nú kominn sem hlaðbakur (hatchback) og GLX fjórhjóladrifinn hlað- bakur með 1800 vél. Er það slíkur bíll sem skoðaður verður í dag. Mitsubishi Lancer fimm dyra, GLX hlað- bakur með sídrifi er fimm manna bíll af milli- stærð og vel útbúinn. Eins og aðrir Lancer bílar er hann af GLX gerðinni, þ.e. hann er tekinn á íslenskan markað með ákveðinn fastan búnað sem hefur áunnið sér vinsældir hér og flestir kaupendur vilja. Má þar nefna samlæsingu á hurðum, rafstýrða útispegla og fleira og er hann boðinn sjálfskiptur eða fimm gíra beinskiptur. Sídrifinn og röskur Lancer GLX með sídrifi er með 1800 rúms- entimetra, 96 hestafla vél með rafstýrðri fjöl- innsprautun og er óhætt að segja að hún skilar bílnum vel og rösklega áfram í góðu viðbragði. Bíllinn vegur 1.135 kg, og ber kringum 500 kg til viðbótar, hann er 4,235 m langur, hæðin er 1,425 m og hann er 1,67 m breiður. Lengd milli hjóla er 2,455 m. Hæð undir lægsta punkt er 16,5 cm. Lancer hlaðbakur er hannaður með það í huga að geta mætt fleiri og ijölbreyttari þörf- um en hinn venjulegi Lancer. Flutningarýmið er 320 lítrar eða hið sama og í hinum venju- lega en það nýtist nokkru betur vegna þess að skuthurðin opnast mjög vel. Hægt er einn- ig að leggja fram bak aftursætis til að stækka rýmið. Ekki þarf að fjölyrða um útlitið eða hönnun að öðru leyti þar sem Lancer er nokkuð áber- andi í umferðinni og menn því farnir að þekkja hann á götu. Mjúkar og ávalar línur eru ríkjandi og S-laga bogadregin lína setur sterkan svip á bílinn, á hliðum og við afturljós- in. Stuðarar falla inn í heildarmyndina og það er nýtískulegur svipur á bílnum og mikil breyting frá því sem var á hinum kantaða Lancer fyrri ára. Hlaðbakurinn er að mestu leyti eins í útliti nema hvað afturendinn er að sjálfsögðu með öðru sniði. Bogadregin afturrúðan fellur að afturhurðunum og er henni skipt með litlum glugga við hurðirnar. Bílstjórar finna sig strax vel heima undir stýri á Lancer. Sætin eru þokkalega góð svo og stillingar þeirra og er allgott höfuð- og axlarými bæði í fram- og aftursætum. Stjórn- tækin liggja ágætlega við, sérstaklega armar með stefnuljósum og þurrkum en lengra er í rofa fyrir afturþurrku og hitara á sjálfu mælaborðinu. Miðstöðvarstilling er einföld og góð og blástur berst vel um allan bílinn og tekur fljott móðu af rúðum. Stýrið er stillan- legt og má ítreka að strax og sest er undir stýri má segja að ökumaður kunni vel við sig. Nýtur sín í beygjum í akstri er Lancer GLX með fjórhjóladrifi skemmtilegur bíll. Hann nýtur sín einna best Bílstjóri Bnnur sig strax vel beima undir stýri í Lancer. þegar rösklega er ekið í beygjurnar og má segja að það sé ánægjulegra að aka honum á krókóttum og bugðóttum vegum en á sléttri og felldri Reykjanesbrautinni. Þessi bíll var á nokkuð grófum Good-Year hjólbörðum og má segja að þeir séu hvimleiðir á borgarmal- bikinu en hljóta að grípa vel í hálku og skila bílnum vel og örugglega áfram. Bíllinn kemur hins vegar hingað á venjulegum radíal börð- um. Fjöðrunin er sjálfstæð gormafjöðrun að framan og snerilijöðrun með gormum að aft- an og virkar hún hæfilega stíf þegar bílnum er rennt sæmilega hratt í beygjur. Eftir fremur stuttan akstur má kannski segja að hér sé helst um að ræða skemmti- legt leikfang sem hægt er að aka af öryggi nokkuð hratt við misjafnar aðstæður. Bíll sem þessi hentar við erfiðar aðstæður, snjó- þyngsli og aðra erfiða vegi og hlýtur því að teljast góð viðbót við það sem fyrir er á markaðnum. En fjórhjóladrifið gerir þennan bíl aldrei að neinum jeppa heldur er það fyrst og fremst til að gera góða aksturseiginleika bílsins ennþá betri. Svokallað seigjutengsli jafnar átakið milii fram- og afturdrifs og því verður ekki vart tilhneigingar til hliðarskriðs á vegum með þurru og sléttu yfirborði. Bíla- framleiðendur leggja nú áherslu á að bjóða fjórhjóladrif sem miðar ekki síður að góðum almennum aksturseiginleikum en því að koma þessum bílum áfram í það sem við myndum kalla torfærur. Það hefur tekist vel með þess- um bíl hjá Lancer. Peninganna virði? Hlaðbakurinn Lancer með sídrifi kostar staðgreiddur kr. 1.148 þúsund krónur en á afborgunarverði kr. 1.196 þúsund. Hlaðbakur sem einungis er búinn framdrifi kostar 886 þús. krónur í staðgreiðslu svo menn eru að greiða yfir 250 þúsund fyrir sídrifið og 1800 vél í stað 1500. Það má vissulega telja pening- anna virði fyrir þann sem hefur ánægju af akstri, þarf að aka mikið og er því kröfuharð- ur við ökutækið. Hann fær það sem hann borgaði fyrir í Lancer með sídrifi - fjölhæfan og skemmtilegan bíl. Hinir geta sparað sér þennan mismun. jt Bílastæðin og letingjarnir Stundum er hreint ótrúlegt að sjá hvern- ig bílum er lagt í Reykjavík. Engu er líkara en að ökumenn hafi orðið bráð- kvaddir í stórum stíl eða hlotið slíka bráða kvilla að þeir hafí orðið að hlaupa út úr bílum sínum á stundinni þar sem þeir voru þá niður komnir, á miðjum götum, þversum á gangstéttum eða á öðrum stöðum þar sem allir vita að ekki á að leggja. Vitað er að víða á höfuðborgarsvæðinu eru bílastæði af skornum skammti en það leyfir bílstjórum ekki að skilja svona við bílana. Hins vegar er það ríkjandi kækur að nota ekki þau stæði sem fyrir eru. Mynd- in hér er tekin við Snorrabraut en í vor var henni breytt nokkuð og bílastæðin færð frá miðeyju götunnar til hliðanna. Þessu hafa margir ekki tekið eftir og halda áfram að leggja bílunum við miðjuna þar sem nú er önnur akrein götunnar. Þarna sést hugsun- ar- og athugunarleysið glöggt. Hefði öku- maður litið örlítið í kringum sig hefði hann strax séð hvar stæðin - hin réttu og leyfðu bílastæði - biðu eftir honum hægra megin á götunni. Ennþá er mjög algengt er að sjá bíla sem þannig er lagt á Snorrabraut og hafa stæðis- verðir reyndar stundum verið þarna á vappi á annatímum til að benda þessum sofandi ökumönnum á villu sína og er það vel. Þetta er bara dæmi um það sem sjá má nánast í annarri hverri götu í borginni. Slíka sjón má einnig sjá víða á stórum bílastæðum til dæmis við verslunarkjarna. Bílstjórar aka rakleiðis að aðalinngangi verslana og finni þessir fullfrísku ökumenn ekki stæði við dyrnar er bara lagt við gular línur, í stæði merkt fötluðum, við vörudyr, á gangstéttir eða bara á götunni við innganginn þar sem bílar þeirra trufla og tefja umferð um stæð- ið. A sama tíma má yfirleitt sjá fjölda af lausum stæðum svona 30 til 50 metra í burtu. Svona lagað er náttúrlega ekkert annað en leti sem þarf að hjálpa mönnum til að sigrast á með einhveiju móti. Jt Sumum ökumönnum getur dottið í hug að leggja bílum sínum hvar sem er og það jafiivel á miðjum götum eins og þessi Ijósi Fiat.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.