Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 13
19111 f ,111 f 13113 Itilllill 31 f 1 ft ,511; IV 31 FERH4BMÐ lesbókar 13 Miðbærinn í Stuttgart er glæsilega skipulagður, en yfir virðulegar, gamlar byggingar sjást allsstaðar skógi vaxnar hæðirnar umhverfís. Þetta er hlýlegur mið- bær. Fyrir miðju er Nýja höllin og Hallartorgið fyrir miðju en fjær og til vinstri eru Operan og Listasafhið. Ekið um Þýzkaland Fyrir nokkrum árum ók höfimdur þessa pistils á bílaleigubíl um Suður England, sem er yndislegt landsvæði og birtust nokkrar greinar um þennan ferðamáta í Lesbókinni. Er skemmst frá því að segja, að ennþá er verið að biðja um þessar greinar vegna fyrir- hugaðra ferða á þær slóðir. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan sú ferð var farin, hefur sú breyting orðið, að margfalt fleiri lands- menn kjósa þann ferðamáta að taka bílaleigubíl og ferðast á eigin spýtur. Yfirgnæfandi meirihluti flýgur til Luxemburgar og tekur bílinn þar og það er í því ljósi, að hér er birtur smávegis leiðarvísir um akstur frá Luxemburg og suður um Þýzkaland. Sú ferð sem hér um ræðir tók 13 daga. Þegar þessi ferðamáti er valinn, eru í aðalatriðum þrír kostir um að velja hvað gistingu áhrærir. í fyrsta lagi er að hafa allt á þurru landi; skipulegga ferðina dag fyr- ir dag og láta ferðaskrifstofu panta hótelin. Þetta hefur að vísu þann annmarka, að það getur tek- ið tímann sinn og verið snúið að finna finna tiltekið hótel í borg, þar sem maður er með öllu ókunn- ur. í þetta sinn hafði ég þennan háttinn á og hótelin voru í öllum tilfellum við miðbik þeirra borga og bæja, sem gist var í, svo það reyndist ekki ýkja erfitt að finna þau. Að sjálfsögðu eru viss þæg- indi í því að búa í miðbæjum, hvar sem farið er. Hótelin hafa á sínum snærum bílageymslur fyrir gesti sína, reyndar gegn sérstakri greiðslu. Sú tilhögun er að minnsta kosti ódýrari þegar mað- ur er akandi að búa utan við borg- ir og bæi, en aka inn í bæinn, ef þar er eitthvað að sjá eða gera og fyrir alla muni: Ekki reyna að leggja bflnum annarsstaðar en í bílageymslu á meðan staldrað er við. í fyrsta lagi er reyndar ólík- legt að öðruvísi bflastæði finnist og ekki er það skemmtilegt að uppgötva, að lögreglan hefur bara hirt bílinn og flutt hann í burtu. Annar kostur þegar farið er um á bílaleigubíl er „ferð án fyrir- heits“ ef svo mætti segja; ekið af stað án hugmyndar um gisti- staði og án þess að eiga nokkuð pantað. Fyrir nokkrum árum ók ég þannig um Sviss og var aldrei neinum vandkvæðum bundið að finna sér hótel. Það er kannski á álagstímum sumarleyfa um há- sumarið að þessi aðferð geti talizt óvarleg og þess ber að geta, að í Þýzkalandi getur verið útilokað að fá inni á hóteli í sumum borg- um, eða í nánd við þær, vegna einhverra uppákoma sem draga þangað ferðamenn í miklum mæli. Síðla septembermánaðar voru til dæmis öll hótel í Dússseldorf og nágrenni sögð bókuð vegna „mess- únnar“,árlegrar vörusýningar, sem þar er haldin og sama var uppi á teningnum í og við Frank- furt vegna alþjóðlegu bílasýning- arinnar, sem þar er ár hvert. Síðustu tvær vikumar í september stendur Oktoberfest yfir í Múnc- hen; bjórhátíðin fræga, sem dreg- ur að um milljón gesti, svo það má nærri geta hvort mikið er um laust hótelrými þar. í bæjunum við vatnið Bodensee var mér sagt, að nánast væru öll hótel full og einkum af þeirri ástæðu, að eldri borgarar í Þýzkalandi ferðast ein- hver ósköp, og þeir voru þarna að njóta haustfegurðarinnar í stríðum straumum. En Þjóðveijar búa afskaplega vel af hótelum og ekki hefur maður lengi ekið, þegar eitthvert „gasthaus" ber fyrir augu, eða þá að „Zimmer“ stendur utan á íbúðarhúsi. Það er samskonar fyr- irbæri og „Bed & breakfast“ hjá Bretanum og má treysta því, að þar sé hagstætt verð og hreinlæti í fyrirrúmi. Það ætti því ekki að þurfa að vera áhyggjuefni á öku- ferð um Þýzkaland að hótel fáist ekki. Þriðji kosturinn, sem ég hef ekki reynt og þekki ekki nema af afspurn, er sá að hafa með sér tjald og gista á skipulögðum tjald- stæðum, þar sem öryggisgæzla er og margvísleg þjónusta, til dæmis þvottavélar. Til er og að fólk ferðist í sérbúnum bílum, sem hægt er að sofa í og þá er sjálf- sagt öryggisins vegna að nota tjaldstæðin. Algengast er að fjórir taki bílaleigubíl saman, t.d. tvenn hjón, og það er vissulega kostur að geta skipst á um að aka. Vert er að athuga gaumgæfi- lega verð á bílaleigubílum, sem fer eftir stærðarflokkum. Mað'ur er betur varinn í stærri bíl, ef eitthvað kemur fyrir, en verðmun- urinn virðist meiri en í góðu hófi. Vegna þess að við vorum í þetta sinn aðeins tvö í bílnum, tók ég bíl úr næst minnsta flokki, Opel Kadett, sem var nýr og reyndist að vísu dálítið vélvana upp í móti, en að öðru leyti miklu geðþekkari farkostur en mig hafði grunað. Hann kostaði 21 þúsund krónur í 13 daga fyrir utan bensín og það var eitthvað lægra vegna þess að ég pantaði hánn og greiddi fyrir- fram hér heima hjá bílaleigu, sem heitir Continental og er eins og fleiri til húsa við hliðina á flugstöð- inni í Luxemburg. Þar sá ég mér til undrunar, að aðeins örlítið rúm- betri bíll svo sem Ford Sierra, kostaði helmingi meira í jafn marga daga, eða um 42 þúsund. Ef menn vilja hinsvegar splæsa aukalega fyrir þægjndin, er ástæða til að benda á ýmsar gerð- ir af „mini-bussum“ eða „rúg- brauðum", sem eru álitlegir far- kostir til ferðalaga af þessu tagi. Sá kostur er a.m.k. sjálfsagður þegar fleiri kjósa að ferðast sam- an. Sjá bls. 14 Leiðin sem ekin var frá Luxemburg, til Garmisch-Partenkirchen og aflur til baka. í næstu grein verður sagt frá áfanganum frá Stuttgart til Garmisch, Miinchen og Lindau við Bodensee, en í þeirri síðustu frá áfanganum frá Bod- ensee yfir Svartaskóg, til Freiburg og þaðan um Saarbrucken til Luxemburg- ar. Königstrasse í Stuttgart, göngugötu með trjágróðri og stórverzlunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.