Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 6
Módel af stálgrindahúsinu, þar sem Gallery ísland er á tveimur efri hæðunum. , Gallery ísland í Haag verður opnað í dag 4 p - • • :sm mm^ Útsýni, 1990, 110x200 sm. Ein af myndum Guðrúnar á sýningunni í Eskilstuna. Guðrún sýndi í Sví- þjóð og Finnlandi Maður er nefndur Olaf Fekkes og er þó ekki norskur eins og nafnið bendir eindregið til, heldur er hann hollenskur. Hann var hér nýlega á ferðinni í nokkuð óvenjulegum erindagjörð- um, og það var raunar ekki fyrsta íslands- heimsókn hans, 0!af Fekkes er listunnandi og fagurkeri og hafði bæði hrifizt af nátt- úru íslands, svo og því sem hann hafði séð af íslenzkri myndlíst, Olav hefur rekið ljósmyndavöruverzlunina Foto Uniek í hjarta hollenzku höfuðborgar- innar, þar sem hann hefur haft á boðstólum myndavélar handa atvinnumönnum; dýrar vélar eins og Leica og Haselblad til dæmis. Fyrir þremur árum réði hann arkitektana Fred Bos og Paul Kloet til að teikna nýtt, þriggja hæða hús yfir starfsemi fyrirtækis- ins og sýningaraðstöðu að auki, sem hann hugsaði sér í fyrstu að yrði nýtt fyrir ljós- myndasýningar. En jafnframt urðu þessi fyrrnefndu kynni hans af íslenzkri myndlist og þá fæddist hugmyndin um Gallery ísland sem Olov hugsaði sér að yrði á tveimur efri hæðunum í húsinu, Arkitektarnir teiknuðu stálgrindahús, sem fær dagsbirtuna að mestu ofanfrá í gegnum þakið. Módelið, sem hér sést á mynd, hefur vakið athygli og fékk hönnun- arverðlaunin „Haagse Salon Price 1990“. Grunnflötur hússins er 9x22 metrar og verð- ur það opnað með pomp og pragt í dag, 20. apríl. Jafnframt verður Gallery ísland tekið í notkun og fyrsta sýningin opnuð. Þarna er samsýning málaranna Hrings Jóhannessonar, Guðbjargar Lindar og Þor- bjargar Höskuldsdóttur og með þeim sýnir myndhöggvarinn Sæmundur Valdemarsson. Haag liggur vel við samgöngum frá ís- landi. Verkin eru settí gáma og Eimskip flytur þá til Rotterdam - og þá er ekki langt eftir. Ekki er það ætlunin, að íslandingar leggi þennan sýningarstað undir sig; öðru hvoru verður Olav Fekkes með sýningar eftir annarra þjóða listamenn, þar á meðal ljósmyndasýningar. En hann hefur engu að síður gert áætlun um fleiri sýningar íslenzkra listamanna, svo sem hér segir: í júnímánuði er fyrirhugað að standi sýn- ing Valgerðar Hauksdóttur á verkum úr blandaðri tækni. Síðan koma íslendingar ekki við sögu fyrr en í haust. Þá verður Sigurður Örlygsson með sýningu mestallan septembermánuð, en 12.október til 16. nóv. mun standa yfir sýning þeirra Daníels Magnússonar og Kristjáns Steingríms. Frá 23. nóvember og fram í janúar mun standa sýning Tuma Magnússonar á málverkum. Þá er komið framá árið 1992 og frá 18. janúar framí miðjan febrúar mun standa sýning Ragnheiðar Jónsdóttur á grafík og teikningum. Þá tekur Tolli við með grafík og málverk frá 22. febrúar til 21. marz og á eftir honum og fram til 25. apríl verður Georg Guðni Hauksson á ferðinni. Eftir stutt íslandshlé kemur Gunnar Örn með málverk sín og mónótýpur frá 6. júní til 4. júlí og Guðbjörg Lind í annað sinn mestallan sept- ember. Snemma í október og fram í nóv. verður Baltasar.á ferðinni með málverk og grafík, en textílmyndir Ásu Ólafsdóttur verða sýndar frá 14. nóv. og út árið. Fleira mun í geijun; að minnsta kosti heimsótti Olav Fekkes Braga Ásgeirsson og ef til viil fleiri. Ætlunin er að Gallery ísland taki aðeins 25% af söluandvirði, en algengt er að sam- bærilegir sýningarstaðir taki 40 eða 50%. Olav Fekkes kvaðst ekki vera að þessu í auðgunarskyni, heldur kvaðst hann gera þetta að gamni sínu, en vonaði samt að ekki yrði mikið tap á því. Ef svo færi yrði ljósmyndavörubúðin bara að standa undir því. Af fyrirhuguðum sýningum íslenzkra listamanna má sjá, að veruleg fjölbreytni ætti að verða í Gallery ísland. Hollenzkir listunnendur fá að vísu dæmi um alþjóðiega meðalmennsku, sem uppá síðkastið hefur ekki sízt verið sótt til Hollands og vekur varla mikla athygli þar. En þarna eru líka listamenn, sem standa föstum fótum í íslenzkum jarðvegi og hafa þá eitthvað fram að færa, sem gæti orðið sýningargestum minnisstætt. Það vekur athygli, að ráðgjafar Olafs Fekkes hér á íslandi hafa að því er virðist lítið bent honum á elztu' árgangana í listinni; þar á meðal suma fremstu lista- menn okkar eins og Kristján Davíðsson, Sigurð Sigurðsson, Jóhannes Geir, Eirík Smith, Leif Breiðfjörð, Kjartan Guðjónsson, Svein Björnsson, Ásgerði Esther Búadóttur, Jóhannes Jóhannesson og Sigrúnu Guðjóns- dóttur. En kaiinsl kemur röðin að þeim síðar. að heyrist nú oftar bæði í gamni og alvöru, að kvenþjóðin sé með dugnaði sínum að leggja undir sig myndlistina; sem sé að verða enn eitt kvennafagið. Það er að sjálfsögðu ekki alveg rétt, en nokkuð til í því samt og þeir sem fá inn um bréfalúguna 4-5 boðs- kort á málverkasýningar í hverri einustu viku, hljóta að taka eftirþví, að sýnendurn- ir eru í stórum meirihluta konur. Ein af þessum dugnaðarkonum, sem óþreytandi eru í sýningarhaldi, bæði hér heima svo og erlendis, e‘r Guðrún Kristjáns- dóttir málari. Hún hefur áunnið sér per- sónulegan stil, sem er abstrakt, eða á mörkum hins abstrakta. Áhorfandinn hef- ur samt næstum alltaf sterklega á tilfinn- ingunni, að Guðrún sé að fjalla um íslenzkt landslag, einkum öræfalandslag og ber- angur. Það styður þá tilfínningu, að mynd- ir hennar eru oft mjög á breiddina og áhorfandinn fær oft tilfinningu fyrir sjón- deildarhring, raunverulegum eða ímynduð- um. Síðastliðið haust komu sænsk hjón til íslands. Þau voru að opna nýtt gallerí í bænum Eskilstuna og höfðu hug á að sjá íslenzka myndlist. Félag ísl. myndlistar- manna hafði meðalgöngu um að koma þeim í samband við nokkra íslenzka lista- menn, þar á meðal var Guðrún Kristjáns- dóttir. Nokkru síðar barst henni boð um að sýna í Eskilstuna. Það boð þáði hún og sýningin var opnuð 9. febrúar í vetur. Þarna reyndist vera mjög góð sýningarað- staða og vel að sýningunni staðið, Guðrún átti þarna 28 verk, sum allt uppí 4 metra breið. Fjöldi gesta var við opnunina, þar á meðal nýi sendiherrann okkar í Stokk- hólmi, Sigríður Snævarr. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur skrifaði svofelldan texta í sýningarskrá: „Einhverra hluta vegna ermyndin kven- kynsorð á íslenzku. Inúkar - frumbyggjar norðursins - ganga enn lengra. Þeir gefa hverri stelpu sögustaut undireins og hún getur gengið. Með honum teiknar stelpan síðan myndir í snjóinn eða fjörusandinn. Þannig afhenda þeir stelpunum myndlist- ina til umönnunar heima í kvennahúsi, en strákarnir fara með sönginn og ljóðið í karlahús og ástunda hann þar. Því Inúkar virða kveneðli myndarinnar og karleðli söngsins. Ef þú horfir á mikið landslag í björtu tunglsljósi verður það strax dálítið göl- drótt. Formin stækka og einfaldast. Litirn- Guðrún Krístjánsdóttir. ir fá í sig einhvern sálarhroll. En það má líka slökkva á tunglinu og senda þetta mikla land allaleið innf sálina oglofa henni að skína á það galdri sínum lengi og vel. Sakar ekki að hlusta á galdrasöngva og sögur meðan landið bakast í sálarylnum. Löngu seinna grípurðu kannski sögustaut- inn þinn og málar á léreftið myndir sem enginn veit hvort heldur eru af landinu í skini sálargaldurs eða manneskjunni sjálfri. Sem vonlegt er. Sálin og tnyndin eru af sama kyni.“ í nóvember síðastliðnum var Guðrún með aðra einkasýningu í Gallery Persons og Lindelle í Helsinki í Finnlandi. Á Lista- hátíð Hafnfirðinga í sumar stendur hún ásamt tveimur eða þremur málurum að sýningu í Hafnarborg og á næsta ári er fyrirhuguð sýning í Kansas City í Banda- ríkjunum, GS. Helgi Örn kemur með „smælur“ til Islands í Venjulega fer iitium sögum af þeim íslenzku myndlistarmönnum, sem list ekki á smæðina hér og kjósa að setjast að meðal fjölmennari þjóða, þar sem hægt er að halda sýningar á ári hveiju, eða jafnvel oft á ári. Ekki hafa menn síst rennt hýru auga til Svíþjóðar. Nýlega birt- ist hér í Lesbók viðtal við Arthúr Olafsson myndlistarmann, sem virðist vera búinn að koma sér vel fyrir í Gautaborg. Þangað er einnig fluttur, að minnsta kosti í bili, Einar Hákonarson, einn af þekktustu málurum okkar og hefur vegnað vel. Engar heildar upplýsingar eru til um þá myndlistarmenn íslenzka, sem búa og starfa eriendis. Helzt er að til þeirra spyijist í tengsium við sýningar, sem þeir halda eða taka þátt í. Einn þeirra er Helgi Örn Helga- son málari, sem býr í Jáma í Svíþjóð og hefur sýnt verk sín í Södertálje. Helgi er þrítugur að aldri, sonur Helga Ormssonar hjá Rafmagnsveitunni og konu hans Huldu Sveinsdóttur. Hann ólst upp f Borgarnesi og á Hellissandi og áður en sumar hann fór í myndlistarnám hafði hann lært matreiðslu og verið í sigiingum. Eftir burt- fararpróf frá Myndlista- og handíðaskóla íslands flutti Helgi til Svíþjóðar vorið 1986 og hefur búið þar síðan. Kona hans er Alda Pálsdóttir af Seltjamamesi; hún er kennari og bæði hafa þau Helgi og Alda starfað í skóla fyrir þroskaheft böm í Járna, skammt sunnan við Stokkhólm. Af þesskonar umönnun hafði Helgi nokkra reynslu eftir starf um tíma á vistheimili í Kópavogi. í nóvember síðastliðnum hélt Helgi einka- sýningu í Gallery Kretsen í Södertálje og þá kom heil opna um hann í staðarblaðinu, Lánstidningen. í viðtali við hann kemur fram, að hann vinnur jöfnurn höndum á stofnuninni og við list sína. Þau hjónin búa í húsi frá því um 1700 og vinnustofa Helga er í ennþá eldra húsi. Sjálfur líkist Helgi kúnstner frá því um 1940, segir blaðið: Með svarta alpahúfu, hálsklút og skegg sem þá var í tízku. Þetta er ekki alveg út í bláinn; Heigi minnir talsvert á Jóhannes úr Kötlum og raunar fleiri, sem á þessum árum sáust Helgi Örn í vinnustofu sinni í Jiirna, bjálkahúsi frá því um 1700. Verkið á bak við hann er samsett úr fjölda smámynda. aldrei án alpahúfunnar. „Fyrst eftir komuna hingað þráði ég víð- átturnar að heiman; þráði að sjá strönd og sjóndeildarhring. Svo lærði ég að að meta skóginn“, sagði Helgi í viðtali við blaðið. Þar örlar samt ekki fyrir skógi í myndum Helga eftir því sem séð verður. Hann setur saman stórar myndheildir úr fjöida smá- mynda, sem sumar eru fígúratífar, en aðrar nálega abstrakt. Sá samsetningur ber óneit- aniega nokkurn svip af skólavinnu. Það virk- ar eins og leikur, en kannski á listin líka að vera leikur. Öllu alvarlegri er mynd sem blaðið birtir og Helgi kveðst hafa haft með sér héðan að heiman. Hún er af blindum manni, sem Helgi þekkti á Kópavogshælinu; einföld mynd og sterk í tjáningu. Helgi verður aftur á ferðinni með sýningu í Södertalje í apríl og mai og kemur væntan- lega með þá sömu sýningu til Reykjavíkur í ágústbyijun. „Þetta eru allt frekar smáar myndir“, segir Helgi, „en það hefur lengi loðað við mig að mála frekar litlar myndir. í Myndlista- og handíðaskólanum voru þær kallaðar „smælur“, sem mér finnst bara nokkuð fallegt orð“ G.S. Nína Gauta í Galerie Anne Lettree Frá Gallerie Anne Lettree í París hafa borizt gögn um sýningu, sem Nína Gauta hélt þar í febrúar síð- astliðnum. Nína hefur að minnsta kosti í bili lagt myndvefnaðinn á hilluna og fer geyst í málverki; hélt sýningu hér á síðast- liðnu ári og aftur í París nú í vetur. Það sem við blasir í myndum Nínu frá síðasta ári, eru forn-egypzk áhrif. Áhorfandinn getur naumast haft á hreinu, hvað hún er að fara með þessu og á sýningu Nínu hér í fyrra, nefndi a.m.k. einn gagnrýn- andi, að þessi forn-egypzku minni væru um of sem hvert annað skraut, sem ekki gengi í samband við myndheildina. Það sem vakir fyrir Nínu eftir því sem segir í sýningarskrá, er leit í fornum fræð- um að Thod, goði skriftarinnar hjá Forn- Egyptum,- og um leið að Óðni, æðsta goði í heiðnum sið á Norðurlöndum. í saman- í París burði þessara tveggja goðsagnaheima, koma fram sameiginlegir þættir, svo sem dýrkun vatns og Nína gælir við þá hug- mynd, að egypzki báturinn, sem táknaði gang sólar, geti ejnnig táknað víkingaskip- in sem komu til íslands. Á mynd sem hér er prentuð, sýnir hún einmitt þetta ein- kennilega skip, sem stendur á fæti og er í aðra röndina eins og bikar. Þetta eru með öðrum orðum hugmyndafræðilegar pælingar um það sem sameiginlegt kann að vera með menningarskeiðum, sem fjar- læg eru í tíma og rúmi. Það er svo annað mál hvort tekst að koma þesum hugmynd- um á framfæri, en í fljótu bragði virðist svo sem forn-egypzku áhrifin séu þeim forn-norrænu yfirsterkari í þessum myndum. í formála segir svo um vinnubrögð Nínu: „Nína Gauta undirbýr strigann þannig að hann getur minnt á liti og áferð steina. Grunnurinn minnir á kletta með hrúðurk- örlum, hijúfur eða sjávarslípaður, sem stingur i stúf við svartar lifandi linur og blindsker táknanna. Þessir blámuðu grunnar eru eins og himinhvolf eða hafflet- ir þar sem glittir í gull og silfurgeisla (minna á eðalmálm þann sem forfeður okkar létu með hinum framliðnu) samofna úr ást hafsins og tilbeiðslu alheimsins". GS. Tvö málverk Nínu Gauta á sýning- unni í París. T.v.: „Ég horfi á þann sem lýsir upp leið mína“ og t.h.: „Það var alda sem fleytti mér uppá eyju“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.