Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 10
4 Morgunblaðið/Bjarni Voyager fjölskyldu- og ferðabíllinn frá Chrysler. Ökumaður er fljótur á ná góð- um tökum á Voyager. — B ■ M 1 L A R Voyager með sítengdu aldrifi Miðjubekkurinn tekur tvo farþega og sá aftasti þrjá og er gott rými fyrir alla farþega. Farangursrými er hins vegar ekki mikið ef bíllinn er fullskip- aður fólki. Chrysler Voyager sjö manna ferðabíllinn sem Chrysler-umboðið, Jöfur í Kópavogi, hefur boðið um nokkurt skeið er nú fáanlegur með sítengdu aldrifi. Voyager er sjö manna fjölskyldu-, ferða- eða fjölnota bíll með 3,3 lítra öflugri vél, búinn sjálfskiptingu og hvers konar rafdrifnum þægindum. Hann kostar rúm- lega 2,6 milljónir króna en eindrifsbíllinn, og þá með framdrifi, kostar um 200 þús- und krónum minna. Hvað verðið snertir er Voyager nálægt miðjunni þegar hann er borinn saman við aðra 7 til 8 manna ferðabíla með aldrifi. Hann er dýrari en Mitsubishi L-300, svipaður og Pontiac Trans Sport, Toyota Previa eða Renault Espace og ódýrari en Astro frá Chevrolet, svo dæmi séu tekin en allt eru þetta þó ólíkir bílar. En Voyager er einn kosturinn þegar menn leita að rúmgóðum ferðabíl með miklum þægindum. Chrysler Voyager er rennilegur bíll og allur fínlegur og snotur þrátt fyrir að hann sé nokkuð stór. Hann situr láréttur á vegi og línur eru ekki rísandi eins og títt er, framendinn hallar að vísu nokkuð niður. Stuðarar falla vel inn í heildarsvipinn að framan sem aftan og stuðaralínan er látin halda sér á hliðunum. Framluktir eru all- stórar og ná stöðu- og stefnuluktir út yfir framhornin og síðan eru litlar luktir í stuð- aranum. Rúður eru stórar og má ítreka að Voyager er snotur bíll þrátt fyrir hefð- bundið sendibílslag. Hjólhafið er langt og stuttir endar fram og aftur af nema að helst er það kannski framendinn sem er varasamur ef menn hyggjast aka á fjallvegum. Reyndar er ekki mjög hátt undir bílinn svo að í öllum tilvikum verður að sýna varkárni í slíkum akstri. Mikill rafbúnaður Búnaður Voyager er ríkulegur á öllum sviðum. Hann er búinn 3,3 lítra V6 vél sem er 148 hestöfl. Þá er hann með vökva- stýri, veltistýri, rafdrifnum rúðum, læsing- um og útispeglum sem sömuleiðis eru hit- aðir og raunar eru stillingar á sæti öku- manns einnig rafdrifnar. Hurðir læsast sjálfkrafa þegar komið er á um 25 km hraða og er ég ekki viss um hversu góð ráðstöfun það er. Sjálfskipting er fjögurra þrepa, gler í rúðum litað, útvarp og segul- band ásamt fjórum hátölurum fylgja og aksturstölva sem gefur helstu upplýsingar um bensíneyðslu, hitastig og fleira og bíllinn er einnig búinn hraðafestingu. Voya- ger er búinn blaðfjöðrum að aftan og gorm- um að framan. Þá eru bæði innrétting og klæðning öll vönduð og allt vel frágengin. Margs konar geymsluhólf eru á hliðum og undir farþegasæti við hlið ökumanns en hanskahólf er hins vegar lítið. Þá mætti hugsa sér að nota betur rýmið milli fram- sæta fyrir einhvers konar hirslu. Hægt er að opna farangursdyr innan frá Mikil breidd í framboð- inu frá Mercedes Benz Ef við lítúm á alla línuna frá Merce- des Benz þá má segja að hægt sé að kaupa allt frá tiltölulega ódýrum bílum og upp í stóra, dýra og vel búna bíla og þannig hefur það verið allt frá því 190 bíllinn kom fyrst á markað. Styrkur fyrirtækisins í dag liggur í því mikla úrvali sem við bjóðum, sögðu þeir Herbert Bnrstle deildarstjóri fyrir Norður Evrópu og Peter F. Rau sem er yfirmaður allrar fólksbílasölu Mercedes Benz í Evr- ópu í viðtali við Mbl. Þeir heimsóttu í síðustu viku forráðamenn Ræsis til að ræða um hvernig auka mætti sölu og bæta þjónustu við eigendur Mercedes Benz bíla hérlendis. -Við teljum að forráðamenn Ræsis hafi sýnt áræði í fjárfestingum sínum hér í húsinu með bættri aðstöðu í varahluta- og viðgerðarþjónustu og ekki síður í sölu- deildinni. Vandi ykkar Islendinga liggur í einhæfum og viðkvæmum útflutningi fisk- afurða og það hlýtur að vera erfitt að eiga svo mikið undir einni atvinnugrein. Viðræður okkar hafa meðal annars snú- ist um hvernig Merccdes Benz getur kom- ið til aðstoðar. Hér er um 4.600 bila floti frá okkur og þótt margir þeirra séu flutt- ir inn notaðir hefur Ræsir haft verkefni við að útvega varahluti og sinna annarri þjónustu við þennan flota. Þetta er traust fyrirtæki og við teljum það síður en svo hafa spillt fyrir að annast einnig sölu á Mazda bílum því allt sem rennir enn styrk- ari stoðum undir umboðsaðila okkar hlýtur að auka möguleika hans á meiri sölu. Peter F. Rau segir að meðal vandamála hjá mörgum bílaframleiðendum hafi verið langur þróunartími frá því að nýjung kem- ur fram og þar til hún er komin í fjölda- framleiðslu. Segir hann að þrátt fyrir að ýmsar nýjungar til dæmis læsivarðir heml—- ar og önnur öryggismál hafi verið fundin upp af evrópskum framleiðendum hafi Japanir ávallt verið fljótir að koma þessum nýjungum í framleiðslu sína. Segir hann mikilvægt fyrir bílaframleiðanda að halda ákveðinni tækniforystu og það hafí jafnan verið stefna Mercedes Benz. Þá segir hann ýmsa þjónustu við Benz eigendur í Þýska- og úr sæti ökumanns má einnig opna og loka öftustu hliðargluggunum en það er mjög þægilegt til að fá skjóta loftræsingu. Annars er miðstöðvarkerfi öflugt og þótt ekki hafi reynt verulega á það í hlýjunni þessa síðsumarsdaga er miðstöðin fljót að hreinsa móðu. Voyager er sjö manna bíll, einn farþegi við hlið ökumanns, tveir í miðjusæti og þrír aftast. Framsætin eru að sjálfsögðu þægilegust en vel fer þó um alla og einkan- lega er fótarými gott í öllum sætum. Allir sjá vel út og umgangur um hliðarhurðina er ágætur. Það er rennihurð og þarf ákveðna lagni við að umgangast hana eins og alltaf með slíkár hurðir. Rennihurðir eru að mörgu leyti hentugar í þessum ferðabílum en oft finnst manni samt að venjulegar hurðir séu ekkert síðri og þær eru áreiðanlega léttari í viðhaldi. Voyager er 4,52 metra langur og 1,83 metrar á breidd. Hann vegur 1.745 kg og getur borið 630 kg. Auðveldur akstur Akstur Chrysler Voyager er í sem fæst- um orðum sagt auðveldur. Vinnslan er góð og skiptingin er lipur. í borgarumferð er þetta náttúrlega óþarflega stór bíll (að minnsta kosti fyrir allan venjulegan fjöl- skyldusnúning) og þótt hann sé ekkert erfiður viðfangs er ljóst að hann nýtur sín best til ferðalaga. Nokkrir Voyager eru þó komnir í leiguakstur en það eru reyndar landi hafa verið stóraukna. Fari bíll þeirra á verkstæði sé jafnan boðið upp á akstur tilbaka eða jafnvel lánaður bíll á meðan. -Við erum ekki aðeins að selja bílinn sjálf- an heldur ýmislegt sem fylgir því að eiga einmitt þessa bíla. Annað atriði sem nú flest bílar með eindrifi. Eins og áður er getið fer vel um alla í sætum Voyager. Vel er búið að ökumanni sem getur stillt sæti sitt á flesta vegu, fram-aftur, upp-niður, fram- og aftur halla svo og halla á sætisbaki. Ekki þarf langan tíma til að átta sig á öllum tækjum og aðstæðum og er ökumaður því fljótur að ná tökum á akstri og á það einnig við um stærð bílsins. Uti á vegum koma í ljós góðir aksturseig- inleikar því fjöðrun er ágæt og bíllinn ligg- ur vel. Ákjósanlegt hefði verið að geta prófað bílinn líka í hálku því þar er líklegt að aldrifið skili góðum árangri. Hávaði frá vél eða vegi er ekki truflandi en best væri að setið væri í öllum sætum á ferðalögum því annars er hætt við dálitlum titringi frá þeim. Mikið eða lítið verð? Chrysler Voyager kostar kr. 2.656.900 kominn á götuna ryðvarinn og skráður, þ.e. sé hann staðgreiddur. Þetta er allmik- ið verð en fyrir það fæst líka allgóður ferða- og fjölskyldubíll sem tekur sjö manns en ekki mikinn farangur nema farþegar séu færri. Til eru ódýrari ferðabílar en hér eru menn að greiða talsvert fyrir ýmis þægindi. Eins og áður snýst því spurningin um lítið eða mikið verð því um það hversu langt menn vilja ganga í að búa vel að sér í bíl sínum. jt er orðið mjög mikilvægt en það er hversu mikill hluti af bílnum er endurnýtanlegur og að dregið sé eins og kostur er úr meng- un af völdum bílanna. jt Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímur Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræsis (lengst til vinstri) ásamt þeim Herbert Brustle og Peter F. Rau og lengst til hægri er Geir Þorsteinsson sem áður veitti Ræsi forstöðu. Þeir standa hér við einn glæsivagninn, Mercedes Benz 500 SE. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.