Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 5
„íslenskir skólamenn sem andæft hafa afstæðishyggju en haldið tryggð við aristótelíska þroskahugsjón”. dæla sögu að virðingarvænna sé „að aukast af litlum efnum en að hefjast hátt og setjast með lægingu”. í Flóamanna sögu er gengið enn lengra í sömu átt þegar staðhæft er að betra sé „að deyja virðulega en lifa skamm- samlega”. Vel er við hæfí að vitna hér í sögur því að segja má að við metum líf einstaklingsins einatt eins og skáldsögu. Við viljum að í hvoru tveggja sé ákveðinn stígandi og leggjum ólíka kvarða á böl eða gæði eftir því hvar í sög- unni þau koma fyrir. Oft getur verið dijúg leiðbeining í því fólgin að líta eigið líf þessum augum: spyija hvemig maður vildi að næsti kafli liti út ef hann væri í bók sem lægi hálf- lesin fyrir framan mann. Við erum öll á viss- an hátt rithöfundar okkar eigin lífs þótt sú saga eigi sér einatt marga meðhöfunda. Af ofansögðu má þegar ráða að mat á mannlegri heill sé mun flóknara en mat á fiski eða kjötskrokkum. Við hið síðara skiptir sögulega víddin engu; við metum hlutinn eins og hann kemur fyrir hér og nú. Það gildir hins vegar ekki um mannlífið. Því má ljóst vera að hluthyggja mín er ekki sú tegund bamslegrar bókstafstrúar um gott og illt sem jafnan gefur algild svör um hvort einn áning- arstaður sé öðmm betri. Slíkt ræðst ekki aðeins af eðli áningarstaðanna og einstakl- ingsins heldur af ferðasögu hans, hvar sem hann er staddur í fjallgöngunni og úr hvaða átt hann kemur. Hér er svo enn fleira til álita. í kunnri vísu eftir Stephan G. segir: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Þessi vísa minnir okkur á einn burðarás hinnar aristótelísku þroskahugsjónar sem ég hef hingað til látið ógetið. Það er hugmyndin um að manneðlið sé í vissum skilningi þríþætt og að þroski hvers einstaklings felist í saman- lagðri rækt við hvem hinna þriggja þátta. Með öðmm orðum: Við þroskum heiidina — manninn sem heildstæða vemnd — með því að þroska hluta hennar. Nærtækt er að kenna þríeðli mannsins samkvæmt Aristótelesi við bókvit, verksvit og siðvit enda skírskotar það beint til áhersluatriðanna í vísu Stephans: hins hvassa skilnings bókvitsins, högu handar vérkvitsins og hjartagæsku siðvitsins. Kenn- ingin verður þá sú að þroski einstaklingsins felist í aleflingu þessara þriggja þátta í sam- stæða heild. Eg mun að vísu leyfa mér að túlka „vitin þijú” ögn rýmra en Aristóteles gerir og raunar líka á annan hátt en Páll Skúlason með skiptingu sinni á gæðum mannlífsins í andleg gæði, veraldargæði og siðferðisgæðP — þó að sú skipting verði einn- ig rakin til aristótelískra róta. Með bókvitinu á ég við fræðilegan skilning okkar, þekkingu á menningu og sögu og þá sameinisgáfu eða innsæi sem gerir okkur kleift að tengja saman áður aðskilin fróðleiks- efni. Verksvitið nær samkvæmt skilningi mínum ekki aðeins yfir handlagni og verk- kunnáttu heldur einnig rækt við og stjórn á eigin líkama: heilsusamlegt lífemi, ýmiss kon- ar verklega listgáfu og útsjónarsemi. Siðvitið varðar svo féiagslega færni og tilfínningalega dýpt: dómgreind, háttvísi, siðferðiskennd, hæfileikann til að vinna með öðmm, lifa með öðrum, til að elska og hata. Ef til vill skiptir þó minnstu nákvæmlega hvemig hver flokkur er afmarkaður; lykilhugmyndin um þessa þrískiptingu er barnslega einföld og skýr. En um leið skapast nýr vandi: Hvert er hið rétta hlutfall milli þessara þriggja þroska- þátta? Það blasir við að þeir útiloka á vissan hátt hver annan. Við getum ekki á sama tíma lesið eðlisfræðiskmddur og sinnt líkamsrækt — eða smíðað listaverk og verið á ástar- fundi. Hversu löngum tíma, mikilli orku, skal varið í eitt á kostnað annars? Þetta hlýtur m.a. að vera meginspurning alls skólastarfs ef skólanám á að vera uppistöðuþáttur mann- legs þroska. Hér er því í raun um mjög aðkal- landi spurningu að ræða sem skiptir t.d. sköp- um við alla námsskrárgerð. Er það hollara manni að eyða 10 tímum á viku í stærðfræði og í 5 í handmennt eða öfugt? Stendur ekki upp á hluthyggjumann um mannleg gæði eins og mig að gefa einhlít svör við slíkum spurn- ingum? Enn verðum við að kafa dýpra í mann- eðlið. Ég hygg að það verði best gert með einföldu dæmi. Hugsum okkur nemanda sem sýnt hefur mikla hæfileika bæði í eðlisfræði og lyftingum. Hann hefur alla burði til að ná frábærum árangri á hvoru sviði sem er en gerir sér jafnframt grein fyrir því að það er ofætlun hans að verða jafnvígur á bæði. Hvemig á hann þá að skipuleggja tíma sinn? Valið yrði töluvert auðveldara ef hlutföllin væru slík að hann missti ætíð jafnmikils á sviði a) og hann auðgaðist á sviði b). En þessu er ekki að heilsa og það af a.m.k. tveim ástæðum. Hina fyrri getum við kallað marg- lyndishvilftina og hina síðari einlyndisbrekk- una. Þarna er ég að sjálfsögðu að vísa í hina frægu skiptingu Sigurðar Nordals á tveimur manngerðum: annars vegar hinum einlynda, sérfróða og staðlynda, sem vill einbeita sér að þröngu verkefni; hins vegar þeim marg- lynda, fjölvísa og harðgeðja sem kýs að hafa fleiri járn í eldinum* 1 * 3 * * * * 8. Vandi hins marglynda er að til að ná veru- legum árangri á einhveiju sviði þarf oftast að yfirstíga vissan byijunarþröskuld, misháan að vísu. Það er ekki fyrr en eftir ákveðinn tíma við lyftingar sem raunveruleg bæting á sér stað og það er ekki fyrr en maður hefur eytt dijúgum stundum í að setja sig inn í grundvallarhugtök eðlisfræðinnar sem reikna má með einhverjum lágmarksárangri í fræð- unum. Hættan er sú að hinn marglyndi kom- ist aldrei yfir þennan þröskuld á neinu sviði og að samanlagður árangur hans verði því minni en ella hefði getað orðið. Vandi hins einlynda er hins vegar að eftir að ákveðnu stigi er náð hættir árangurinn að aukast í réttu hlutfalli við orkuna sem eytt er í verk- ið. Þetta þekkja allir íþróttamenn. Eftir að hafa bætt sig mikið í ákveðinn tíma taka þeir skyndilega að standa í stað eða framfar- irnar verða a.m.k. mun hægari en áður. Sama gerist í eðlisfræðinni: Skilningurinn eykst mikið í langan tíma eftir að byijunarþröskuld- urinn hefur verið yfirstiginn en síðan verður æ erfiðara að halda sama dampi. Hver viðbót við þekkingarforðann tekur að kosta blóð, svita og tár. Nær virðist því að líta svo á að árangurslínurit manna sé m-laga. Árangur í cðlisfrxö Við sjáum á þessu línuriti að ef einstakling- ur A, sem lagt hefur meiri áherslu á eðlis- fræði en lyftingar, ætlar enn að bæta sig á því sviði getur hann það einvörðungu með því að missa mjög mikils í líkamskrafti. Þetta er dæmi um „einlyndisbrekkuna”. Ef hann ætlar hins vegar að lyfta þyngri lóðum þá fellur hann óðfluga niður í „marglyndishvilft- ina”. Sama gildir svo, að breyttu breytanda, um einstakling B: vöðvatröllið. Hann getur að vísu enn bætt ögn við sig í lyftingum en aðeins með því að eyða til þess slíkri ógnar- orku að ekkert verður aflögu til að sinna eðlisfræði. Vilji hann á hinn bóginn sökkva sér í þau fræði þverr líkamskrafturinn hratt. Tvennt er merkilegast við þetta línurit, sé það á rökum reist9. Hið fyrra er að bestum heildarárangri ná hvorki öfgamennirnir: „fagidjótinn”, greinargapinn, né hinn marg- lyndi. Besti heildarárangurinn næst með nok- kurri sérhæfingu en þó ekki svo mikilli að menn verði ofhaldnir af sérfræði sinni en vanhaldnir á öðrum sviðum. Hið síðara er að tveir jafngóðir kostir eru á heildarárangri, þ.e.a.s. punktarnir sem A og B eru staddir í. Það er með öðrum orðum ekki til neitt eitt rétt hlutfall milli hverra tveggja þroskaleiða. Hinn almenni lærdómur er því þessi: Þótt þroskaður einstaklingur verði að hafa lagt rækt við allt þrennt, bókvit sitt, siðvit og verksvit, upp að vissu marki, er ekki til neitt einhlítt svar við spurningunni hvert halda skuli þegar þessu marki er náð. Þvert á móti er val milli margra jafngóðra kosta. Svo að enn sé vitnað í fjallslíkinguna þá kunna að vera til margar jafnfærar gönguleiðir á hvern tind. Hluthyggja um mannlega heill, eins og sú sem ég hef borð á borð, leiðir því ekki til bókstafstrúar um manneðlið heldur gefur hún kost á vissri fjölhyggju um mat okkar á þro- skaleiðum. Ég hef þannig hrundið fyrstu and- mælunum gegn eigin hugmyndum, sem rakin voru hér að ofan, og einnig óbeint hinum tveimur síðari. Önnur andmælin lutu að því að ég væri í raun forræðissinni sem vildi reka einstakling- inn (barnið, nemann) upp þann eina stíg sem honum væri akkur í að ganga. Nú höfum við hins vegar séð að um fleiri stíga er að ræða og að einstaklingurinn kann að eiga völ margra jafngóðra þroskakosta. Ég er ekki einu sinni forræðissinni í þeim takmarkaða skilningi að ég vilji ýta honum upp einhvern þessara farsælu stíga. Staðreyndin er sú að fólki er ekki hógstýrt eða auðýtt upp neina stíga sem það vill ekki ganga sjálft, allra síst ungu fólki. Að auki má minna á fræg rök Johns Stuart Mill gegn forræðishyggju er ganga út á að sjálfræðið sé óhjákvæmilegur þáttur mannlegrar farsældar: að betra sé sjálfval um villu en nauðung til nytsemdar. Þar er hugmyndin sú að menn læri aðeins af eigin mistökum og að gæði sem þegin eru óvirk í tannfé frá öðrum séu á endanum litils virði1". Kennaranum ber þá t.d. að veita nem- endum hina bestu leiðsögn um fjallgönguna og skjóta í brjóst þeim áræðisfullum hugmóði til að hefja klifið en hann má ekki þröngva þeim upp neinn tiltekinn stíg. Hann á vissu- lega að vera meistari: halda að nemendum hinu góða og viturlega; bægja þeim frá hinu illa og heimskulega, en hann á ekki að vera einræðisherra sem stjórnar þeim eins og strengjabrúðum. Leiðir sú hluthyggja sem ég hef boðað í þessum lestri til hóphyggju? Því er fljótsvarað að svo er ekki. „Gakktu einatt eign slóð, hálir eru hversmannsvegir,” segir Jóhannes úr Kötlum. Ekki er einasta að margir jafnfær- ir stígar séu upp á hvem tind, eins og skýrt var hér að framan, heldur er mörg fjöll að klífa, ef til vill jafnmörg og einstaklingarnir eru. Menn búa við misjafnar aðstæður, hafa ólík áhugamál. Allir verða að þroska bókvit sitt, siðvit og verksvit, ef þeir ætla að njóta farsældar, en til þess em margar leiðir og heppilegast að hver fái þar sinn lund að þjóna. Eg tel ekkert mikilvægara í þessum heimi en heill og hamingju einstaklingsins: að fjallganga sem flestra heppnist. En við stuðlum ekki að slíku með því að bæla sér- eðli manna þótt við séum oft og tíðum nauð- beygð að huga fremur að sameðli þeirra. Það væri álíka ósvinna og hjá garðyijumanni sem hlúði daglangt að jarðveginum, hinum sæmi- lega grunni, en reytti síðan öll blómin að kveldi. IY Ég hef þegar svarað spurningunni sem fólgin er í yfirskrift þessa lesturs: „Hvað er alhliða þroski?” Svarið var að það sé alefling bókvits okkar, siðvits og verkvits í samstæða heild, heild sem geti þó lítið út á ólíkan hátt hjá ólíkum einstaklingum — og jafnvel hjá sama einstaklingi. Um leið hef ég hnekkt ýmsum mótbárum gegn eldri skrifum mínum um menntun og skólamál. Mig langar svo hér í lokin til að hnýta enn frekar að nokkrum ályktunum sem draga má af hinni almennu Droskahugsjón er reifuð hefur verið, og varða sérstaklega kennslu og hlutverk kennara. Það er ekkert athugavert við það að kenn- arar haldi að nemendum skipulegum fróðleik, messi yfir þeim. Utanbókarlærdómur og margvíslegir „gamaldags” kennsluhættir, sem gera ráð fyrir skilsmun þess merkilega og ómerkilega í heiminum, þess góða og illa, geta verið fullkomlega réttlætanlegir. Ástæð- an er einfaldlega sú að umhverfis okkur eru bæði til hlutir sem eru merkilegir og ómerki- legir í eðli sínu, góðir og illir. Það er hrein Jafnaðarmennska andskotans” að vilja drepa slíkum mun á dreif. Geðþóttastefna og af- stæðishyggja á ekki við í skólahaldi. Hins vegar eru til miklu fleiri merkileg efni en við getum sinnt eða kynnt fyrir nemendum með góðu móti; þar verðum við að velja og hafna. Ef til vill þurfum við þó ekki að hafa eins þungar áhyggjur af slíku vali og ýmsir virð- ast hafa, t.a.m. við námsskrárgerð — sé það satt að ijöldi jafngreiðra leiða kunni að liggja að sama marki. En það er mikill munur á að halda því fram, annars vegar, að margar jafngóðar leiðir séu til og hin, hins vegar, að allar leiðir séu jafngóðar, aðeins svo fremi að okkur detti í hug að velja þær. Hið fyrra er eðlileg fjölhyggja, hið síðara skaðvænleg sjálfdæmishyggja. En stundum getur hlutfallið milli margra góðra kosta verið svo bjagað að það komi niður á heildinni. T.d. hygg ég að enn sé verksviti of lítið sinnt í íslenska skólakerfinu; um of einblínt á öókvitið. Þetta hefur þó lag- ast mjög á undanförnum árum og er vart sama vandamál og það var til skamms tíma. Hins vegar óttast ég að siðvitið sé mjög fyr- ir borð borið. Páll Skúlason hefur bent á að þroski tilfinningalega sé mikilvægur í uppeld- inu vegna þess að þær skipti sköpum við mat á gæðum lífsins11. „Þar sem tilfinningamar eru bleikar og hægfara, drattar hugsunin líka,” segir Nordal12. Er lögð næg alúð við tilfinningalegan þroska nemenda í skólakerf- inu nú? Ég efast um það. Sama gildir um aðra þætti siðvits: dómgreindjna til að velja rétta breytni gagnvart öðrum, skilninginn á sambúðarháttum manna og hátternisreglum. Við búum i æ flóknara samfélagi þar sem við föram að stunda skipulega heimspekilega umræðu með börnum og unglingum, innan hins hefðbundna skólakerfis, eins og Hreinn Pálsson heimspekingur hefur verið að gera með góðum árangri í Reykjavík utan þess? Einu má kennari aldrei gleyma: Hann er að fást við einstaklinga sem hafa ólík fjöll að klífa, þurfa mismunandi aðhlynningar við. Börnin er innritast í 1. bekk sem frumrit útskrifast alltof mörg úr skólakerfinu sem afrít Það merkir að þau hefur einhvers stað- ar borið af réttri leið. Maðurinn er að vísu í eðli sínu félagsvera en í samfélaginu eiga sérhæfileikar hvers og eins að bæta veikleika hinna upp; allir eiga ekki að búa yfir sömu kostum og göllum. Skólinn á að vera þroskastöð einstaklings- in, kennararnir þroskaþjálfar í hinni víðtæk- ustu merkingu. Það er ekki minni ástæða til að efla hæfni þeirra sem nokkra hafa fyrir en að liðsinna hinum sem styst eru komnir á leið. Umfram allt ættu kennarar að brýna fyrir nemendum sínum að hvaða þroskaleið sem valin er sé þeim affarasælast að tileinka sé alúð, nostursemi og þrautseigju við hvert það verk sem af hendi er leyst, hvern þann áfanga sem lagt er upp í. Skyldu það ekki vera þeir eðliskostir sem líklegastir eru til að skila nemendunum áleiðis á tindinn? Höfundur er doktor í heimspeki og starfar við Háskólann á Akureyri, m.a. að undirbúningi kennaradeildar. Tilvísanir: 1 Sjá m.a. „Efnið og orðin”, Lesbók Morminblaðsins, 6. sept. (1986); „Uppgötvunamám — móttökunám”, lesbók Morgunblaðsins, 20. sept. (1986); „Þroskamið- stöð og leitíuvirk kennslufræði?”, „Ný menntamál, 6 (4) (1988); „Að skilja án j)ess að læra. — Kveðja til dr. Wolfgangs Edelstein”, Ný menntamál, 7 (2) (1989). ! Sjá „Líður þeim best sem lítið vcit og sér? — Uug- vekja um heimsku”, Ný menntamál, 8 (4) (1990). * Sjá Ingólfur Á. Jóhannesson og Þorsteinn Gunnars- son, „Safnaðarkennsla cða uppeldisfræði til framsókn- ar. — Átök um skólastefnu”, Ný menntamál, 8 (4) (1990). ' Pælingar (Reykjavík, 1987), bls. 305. 3 Sum rökin sem tíunduð eru hér á eftir ber einnig iausiega á góma í grein minni: „Hin tvísýna yfirvegun. — Um þrjár bækur eftir Pál Skúlason”, Skírnir (væntan- leg). - 1 Sjá nánar um þetta efni í Velleman, J.D., „Well- Being Over Time”, Pacific Phiiosophical Quarterly, 72 (1991). I Sjá t.d. Siðfræði Páls (Reykjavík, 1990), bls. 26. * Sjá bók Sigurðar, Einlyndi og marglyndi, (Reykjavík, 1986). J Ég styðst hér við hugmyndir. úr grein eftir Hurka, T., „The Well-Rounded Life”, The Joumal of Philosop- hy, 84 (1987). 10 Mill rökstyður þessa kenningu viða í Frelsinu (Reykjavík, 1970). Sjá einnig grein mína, „Frclsi og forræðishyggja”, Lesbók Morgunblaðsins, 12. nóv. (1988). II Sjá grein Páls, „Hvernig skiljum við okkur sjálf og aðra? — Fyrirlestur um manneðli, iífsgæði, boðskipti og listir”, Skíma 2. tbl. (1989), bls. 28, og grein hans „Mannvernd”, Lesbók Morgunblaðsins, 7. sept. (1991). 'J Einlyndi og marglyndi, bls. 99. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.