Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 6
UPPRUNI BÁRÐAR SNÆFELLSÁSS Kafli úr formála fyrir Bárðar sögu í XIII. bindi íslenzkra fornrita, sem nýkomið er út á vegum Hins íslenzka fornritafélags. Eftir ÞÓRHALL VILMUNDARSON Bárðar saga er spunnin út frá sögn um Bárð Snæfellsás, sem trú- lega er eldri en sagan. í Reykjabók (AM 468, 4to), einu elzta Njáluhandritinu, frá því um 1800, er Flosi nefndur brúðr Snæ- fellsháls (svo), en í Oddabók (AM 466, 4to) frá 15. öld, sem Einar ÓI. Sveinsson telur systurhandrit Reykjabókar1, stendur þar Snæfellsáss í stað Svínfellsáss, svo sem segir í öðrum hand- ritum. Guðbrandur Vigfússon taldi líklegt, að sá, sem fyrstur misritaði hér Snæfells-, hefði þekkt sagnir um fjallvætti í Snæfellsjökli.2 ER BÁRÐUR SNÆFELLSÁS S ANN SÖGULEG PERSÓNA? Hér vaknar spurning um það, hvort Bárður Snæfellsás sé sannsöguleg per- sóna. P. E. Muller hugði hann hafa verið landnámsmann, sem hefði týnzt á jökli og Landnáma þegði um, þar sem ekkert hefði verið um hann kunnugt annað en skröksögur (fabler).3 Páll E. Ólason birti æviágrip hans í íslenzkum æviskrám 1948. Jan de Vries taldi hann ættföður, sem dýrkaður hefði verið eftir dauð- ann.4 Ólafur Briem telur hins vegar líklegast, að Bárður hafi aldrei verið til,5 og Hans Kuhn segir ályktun de Vries út í hött þegar af þeirri ástæðu, að engar ættir séu raktar frá Bárði, þótt getið sé tíu barna hans. Kuhn segir, að ekkert rúm sé fyrir Bárð sem landnámsmann á Laugarbrekku, þar sem Landnáma telur Sig- mund Ketilsson hafa numið Iand, og frásögn sögunnar af skiptum þeirra Sigmund- ar sé lítt trúverðug. í því sambandi varpar Kuhn því fram, að Laugarbrekku-Ein- ar Sigmundarson, er að sögn Landnámu var heygður í haugi, sem var grænn vetur og sumar, kunni síðar að hafa orðið að Bárði Snæfellsás eða runnið saman við slíka bergvætti. Kuhn segir að vísu ekki óhugsandi, að maður að nafni Bárð- ur, sem týndist á jökli, hafi raunverulega verið til, en telur litlar líkur á því.6 (Sjá hér á eftir aðra skýringu á uppruna Bárðarsagnarinnar). HVAÐ ER MEÐ ÁSUM, HVAÐ ER MEÐ ÁLFUM? í frásögnum Bárðar sögu blandast saman gamlar og nýjar hugmyndir um jötna, landvættir, æsi og álfa. Móðir Dumbs, föður Bárðar, er talin af tröllaætt- um, en faðir Dumbs af risakyni, og er risakynið sagt hafa verið betra viðskiptis.7 Því gat Dumbur haft sambland við mennska menn, og hann gekk að eiga mennska konu, Mjöll Snæsdóttur. Bárður, sonur þeirra, er sagður „tröllum . . . líkari at afli ok vexti en mennskum mönnum” (6. kap.), og hann trylltist, þegar Helga, dóttir hans, hvarf. Eftir það hvarf hann í jöklana í lifanda lífi, en ekki eftir dauðann, eins og Eyrbyggjar hinir fornu. Varð hann síðan bjargvættur og heitguð Snæfell- inga og fékk nafnið Snæfellsás.8 Jan de Vries segir, að æsir standi mjög nærri álfum í fornum fræðum; þannig sé Bárður Snæfellsás hliðstæður Ólafi Geirstaða- álfi í Noregi,9 en Ólafur var heygður og blótaður til árs. Reyndar minnir sumt í fari Bárðar á álfa: hann hverfur í fjall, kemur til byggða undir dulnefni, gerir mennskri konu barn og hverfur aftur. Helga, dóttir hans, minnir og um margt á álfkonu: býr í hólum, mornar og þornar af ást til mennsks manns, kemur í sel og býðst til að taka svein í fóstur og hverfur brott með sveininn. Hér vaknar sú spurning,' hvort Bárður kunni upphaflega að hafa verið nefndur *Snjófellsalfr, en eignarfallið -aIfs breytzt í -als (brottfall samhljóðs milli tveggja samhljóða, sbr. Snæfellsháls í Reykjabók Njálu) og síðan í -áss (hljóðhvarf vegna firringar, í) ísl. fornr. XII, cliii. 2) Sjá útg. G.V., iv; Gotzen: Úber die Bárðar s., 2-3. 3) P. E. Muiler: Sagabibl. I (1817), 359. 4) Altgerm. Rel.gesch.2 I (1956), 259, 396. 5) Heiðinn siður á íslandi (1945), 91. 6) Science in Iceiand [1] (1968), 50-54. 7) Sjá um þessa greiningu Einar Ól. Sveinsson: Um ísl. þjóðsögur (1940), 144-47; Ól. Lárus- son: Byggð og saga, 174. 8) Munnmæli hafa gengið á Snæfellsnesi um Bárð Snæfellsás á síðari öldum. Jónas Hallgrims- son segir, að menn séu þar ekki á eitt sáttir um afdrif Bárðar. Sumir telji, að hann búi enn í jöklinum og verndi byggðina, en aðrir segi ítarlega sögu af því, að konungur í Suðureyjum eða á Skotlandi hafi frétt af því, að Bárður kynni allra manna bezt að skemmta gestum í samkvæm- um, og því sent galdramann í drekalíki eftir Bárði og hafi sá numið hann brott. Sumir segi, að sonur Bárðar hafi skotið öru á eftir drekanum og sennilega sært föður sinn banasári. (J. H.: Rit III, 187). 9) Altgerm. Rei.gesch.2 I, 258-59. Bárðarskip í fjörunni í Dritvík, Járnhan Klafastafur (klofakerling). í eigu Þjóð- minjasafns Islands. tiá.i'í ii.ífíj'is • i i miJSsn. íl'ÍlllJíllÍliifitllÍllíHiÍlIÍkíIiÍflÍIÍÍOÍlÍlcli ■ntíiiíUiii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.