Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 9
Hann hefði þverbrotið allar þær reglur sem kenndar eru við sósíalískt raunsæi og al- banska rithöfundasambandið setti meðlimum sínu, því að oft fer veruleikinn fram úr skáld- skapnum og ekkert er svo skáldlegt að veru- leikinn komi þar hvergi nærri. En hvað gerðist þá á landsleiknum? Ekki fer neinum sögum af albanska landsliðinu fyrr en á Heathrow-flugvellinum í London, en þar millilenti liðið á leið sinni til íslands og ætla má að meðlimum þess hafi þótt talsvert nýjabi-um í að koma út fyr- ir landsteinana. Þetta var sólríkur sunnudagur í júní og bárust engar fregnir til íslands fyrr en um kvöldið þegar upplýst var að albanska landsliðið væri í haldi hjá Scotland Yard. Voru meðlimir þess grunaðir um að hafa tek- ið kynstrin öll af tollfijálsum vamingi ófijálsri hendi. í yfirheyrslum báru Albanirnir fyrir sig skiltin „Duty - free“ sem hvarvetna hengu um flugstöðina, auk þess sem það var sunnu- dagur og þann dag var ýmis varningur, til dæmis bjór, hafður ókeypis í þeirra landi. Vissu þeir ekki betur en að svo væri einnig í öðrum löndum. En þó að Albanirnir slyppu úr klónum á Scotland Yard var samskiptum þeirra við hvasseyg yfirvöld síður en svo lokið. Við kom- una til Islands fór fram umfangsmikil toll- skoðun í farangri albanska landsliðsins og að henni lokinni voru Albanirnir geymdir í hálfgerðri einangrun þar til að landsleiknum kom. Þessi veikburða tilraun Albana til að ijúfa einangrun sína við umheiminn var því öll með skringilegasta móti. Eigi að síður hófst knattspyrnuleikurinn. Landsliðin gengu inn á völlinn og stilltu sér upp í röð til að hlýða á þjóðsöngva landanna. En varla hafði lúðrasveit íþróttavallarins blás- ið nema örfáa tóiia úr albanska þjóðsöngnum þegar nakinn íslendingur, karlkyns, kom hlaupandi frá áhorfendastæðunum og hóf að sprikla frammi fyrir albanska landsliðinu. Strax dreif að sex fíleflda lögregluþjóna. Þeir þustu að nakta manninum, felldu hann í grasið og lögðust oná hann allir í einni kös. En nakti maðurinn var háll sem áll og smaug úr greipum þeirra. Hann hljóp fram fyrir al- banska landsliðið og veifaði kynfærum sínum. Við svo búið tókst lögregluþjónunum að yfirb- uga hann. Sást síðast til þeirra er þeir báru hann burt. En á þessu augnabliki var allt orðið vit- laust. Lúðrasveitin var hætt leik sínum og vallarvörður nokkur hafði opnað fyrir hljóð- nemann og var farinn að kveða rímu um at- burðinn. 3 Ég nefndi að ef albanskur rithöfundur hefði fært þessa sönnu sögu í letur sem skáldskap, þá hefði hann þverbrotið allar reglur hins sósíalíska raunsæis. Mér finnst albanski rit- höfundurinn allt í einu vera orðinn mjög raun- verulegur. Ég sé hann fyrir mér og aðstaða hans sýnir tvennt. í fyrsta lagi, hve fáránlegt það er að setja hugarstarfsemi manna reglur eða öllu heldur þjóðfélagsleg markmið og í öðru lagi, hve óraunsætt það er að ætla sér að vera raun- sær, einkum og sérílagi þegar fyrirfram gef- in skilgreining á raunveruleika er notuð sem mælikvarði á sannleika. Raunveruleikinn er alltaf að koma raunsæinu á óvart. Þegar Karl Marx og Friedrich Engels settu saman Koimnúnistaávarpið gerðu þeir ef til vill mistök af sama toga, mistök sem áttu eftir að fylgjá sósíalismanum alit til æviloka. Án þess að hika staðhæfðu þeir kumpánar af mikilli ritleikni að þeirra sósíalismi væri sá eini rétti. Þeir voru með öðrum orðum handhafar sannleikans, þess sannleika sem af einhveijum ástæðum virðist oftast fæðast í Þýskalandi. I augum Marx og Engels voru allir aðrir sósíalistar smáborgarálegir, útópískir, aftur- haldssamir og þar fram eftir götum og fræg eru orð Marx um marxistana, um hveija hann sagði að ef þeir væru marxistar. væri hann það örugglega ekki. Hjá Marx og Eng- els voru hlutirnir klárir og skýrir. Feuerbach bjó á öræfum kreddufestunnar, Fourier var ruglaður draumórarmaður, Proudhon andleg- ur aðalsgaur og stjórnleysisstefnan ekkert annað en hugarástand smáborgarans sem í laumi þráir glataða tíma. Ef til vill er Akkílesarhællinn í sýn Marx og Engels og raunar sósíalismans alls, einsog hann hefur verið framkvæmdur, það sem gömlu Grikkirnir kölluðu hybris, hroka. Þegar valdið steig einhveijum til höfuðs fylltist hann hroka og drottnaði í skjóli þess hroka, hunds- aði mannlegar takmarkanir sínar og tók sér vald sem hann í rauninni hafði ekki. Þennan hroka sósíalismans er að finna í kenningunni sjálfri, í skilgreiningunni á „sög- ulegri nauðsyn", í kenningunni um „æðsta stig þjóðfélagsþróunarinnar" og svo framveg- is. Marxistar hafa alltaf litið á efahyggju sem borgarlega úrkynjun og talið sig handhafa sannleikans. Þannig hafa flestirí marxistar tekið gagnrýni þeirra Marx og Engels á for- vera þeirra hráa upp eftir þeim án þess að athuga á nokkurn hátt hvað þessir foi-verar stóðu í rauninni fyrir. Á hinn bóginn hljóta menn að sjá hve djarf- ir hugsuðir þeir Marx og Engels voru. Tveir menntamenn úr efri lögum þjóðfélagsins, ald- ir upp í rótgrónum stéttaþjóðfélögum, sjá púðrið í lágstéttunum, enda er ekki hægt að hugsa sér þær umbætur sem þrátt fyrir allt hafa orðið á borgaralegum þjóðfélögum án kommúnismans. Sólin í austri var þrátt fyrir allt sú von sem gerði verkalýðin á Vesturlöndum djarfari til sóknar; og lengi var því trúað, ekki bara af sósíalistum heldur og borgaralegum hugsuð- um einnig, að sósíalisminn væri óhjákvæmi- legt framhald hins borgarlega þjóðfélags í söguþróuninni. En nú hefur þessi skilningur á söguþróun- inni orðið að víkja. Framtíðin blasir aðeins við sem óreiða, umhverfishrun verði haldið áfram á sömu braut. Engir valkostir hafa gefið sig fram eða þá að þeir eru svo marg- ir, að ekkert eitt svar er rétt. Og það sem kannski verra er, að þó að svörin séu mörg hver góð og gild, rekast þau gjarnan á sterka hagsmuni, samanber regnskógana. 4 En víkjum aðeins aftur að Albaníumálinu; í því birtist nefnilega það sem sumir myndu kalla skemmtilega þversögn en aðrir kald- hæðni sögunnar. Albanir voru einna síðastir Evrópuþjóða til að kasta af sér oki þess kerfis sem kennt var við marxisma og lenínisma. En á meðan það kerfi ríkti, á meðan marx- isminn naut lögverndar einráðra flokka, var stundum sagt - og það í fúlustu alvöru - að marxisminn einn gæti bjargað heiminum frá hruni. En sumarið 1990, sumarið þegar Albanir háðu sinn landsleik við íslendinga í knatt- spyrnu, var svo komið að Albanir einir gátu bjargað marxismanum, að minnsta kosti hvað Evrópu áhrærir. Þversögn þess sem að ofan greinir er aug- ljós. Kaldhæðnin er hins vegar sú, ef marka má bandaríska vikuritið The Miiitant, mál- gagn þarlendra trotskýista, að Marx mun hafa kallað Albani „geitriðla" (goatfuckers). Spuraingin sem snýr að Karli Marx og þá væntanlega Friedrick Engels líka, er því þessi: Hvemig hefði þessum frumkvöðlum kommún- ismans, sem álitu að byltingin myndi hefjast í háþróðum iðnaðarríkjum og breiðast síðan út um allan heim, litist á að rúmri öld eftir að þeir settu kenningar sínar fram ættu þeir sér svo til enga bandamenn í Evrópu nema þá sem Karl Marx kallaði sjálfur „geitriðla"? Að vísu sel ég þessa ívitnun ekki dýrara en ég keypti hana; en hvort sem ívitnuð nafn- gift Karls Marx á Albönum er rétt eður ei, er fyrirlitning þeirra Marx og Engels á smá- þjóðum alkunn. Kemur þar ef til vill við sögu framfaradýrk- un þeirra eða það sem þeir kalla ávinninga borgarastéttarinnar, sem sé sú þróun sem miðar að því að steypa heiminum í sem stærsta heild. Við sem erum uppi nú á tímum ættum að vita hvað þetta þýðir. í Guðsgjafaþulu eftir Halldór Laxness seg- ir bolsévikinn meðal annars við sögumann þegar þeir hittast við Kleifarvatn: „Hvílík eymd að vera smáþjóðarmaður, segir Engels á einum stað, mig minnir í bréfi frá_ London. Til að mynda hitti ég um daginn íslending (ætli það hafí ekki verið Grímur Thomsen?) og sagði hann mér að unaðslegustu æsku- minningar sínar væru bundar lyktinni af úldn- um grút í fjörunni og maurétnum þorskhaus- um sem lágu til þurrks upp á görðum." íslendingar geta prísað sig sæla fyrir að hafa ekki reist Engels minnismerki, svipuð þeim og Albanir reistu Karli Marx, innan um maurétna þorskhausa og úldinn grút í fjöru hins brimkalda lífs, því að kommúnisminn byggist á miðstjórnarvaldi og miðstjórnarvald er nær undantekningarlaust fráhverft fjöl- skrúðugu mannlífi sem byggist á hárfínu samspili frelsis og skipulagningar. Heimurinn horfist í augu við þá staðreynd að kommúnisminn hefur mistekist einsog hann var framkvæmdur. Sannur kommúnisti mundi auðvitað segja að hann hafi alls ekki verið framkvæmdur og sá hinn sami hefði á réttu að standa. En þá tekur við flóknari spuming: Ef te- kist hefði að framkvæma kommúnismann ein- sog til stóð, til dæmis í Sovétríkjunum, það er ef tekist hefði að brauðfæða fólkið og halda kerfinu gangandi, og sá kommúnismi jafnvel orðið öðrum þjóðum til eftirbreytni, væri það ekki í rauninni enn verra mál en sjálft hrunið af þeirri einföldu ástæðu að sem miðstjórnarkerfi, sem kemur fram sem hand- hafi sannleikans, gæti kommúnisminn aldrei byggst á öðru en kúgun, virðingarleysi gagn- vart minnihlutahópum, skorti á andlegu frelsi og þar fram eftir götum. Höfundur er rithöfundur. Bara átta ára Örsaga Herbergið dimmt Dregið fyrir Hurðin aftur Hún situr í hnipri út i horni. Tárin renna stjómlaust niður kinnarnar. Henni er kalt en getur ekki hreyft sig. Vill það ekki. Situr á köldu gólfinu. Þrýstir að sér tuskubrúðunni. Sýgur þumalfmgurinn. Þar til hún sofnar. Um morguninn kemur mamma inn. Ég hlusta ekki á hana. Ég veit alveg hvernig morgunræðan er: „Þú verður að hætta að pissa undir. Þú ert orðin átta ára. Ég hef ýmislegt annað að gera þó ég þurfi ekki að þvo rúmfötin þín á hveijum degi. Þú verður veik ef þú sefur alltaf á ísköldu gólfínu og ekki með neitt yfir þér.“ Ég veit alveg að mamma hefur mikið að gera. Það er ekki viljandi sem ég pissa undir. Ég fer að sofa í hreinu rúm- inu en enda á gólfinu. Rúmið er ekkert gott lengur. Mér líður illa. En get ekkert gert. Mig langar tii að gráta og öskra. Segja mömmu hvað mér liði illa. Segja mömmu afliveiju. Segja mömmu ailt saman. En mamma má ekki vita. En ég er bara átta ára. Hún situr hljóð við borðið. Borðar það sem henni er sagt. Lystarlaus og fmnur ekkert bragð. Lítur hvorki á pabba sinn né mömmu. Starir ofan í diskinn. Þau líta aðeins á liana. Og hugsa. Hún hefur breyst. Orðin undarleg, lokuð, lítil í sér og hrædd. Hrædd við allt og alla. Hrædd við myrkrið. Hrædd við að vera ein. Og farin að pissa undir. En klukkan er orðin margt. Annasamur dagur framundan. Þau ýta þessum hugsunum frá sér. Fara út úr húsmu. Loka á heimilisvandamál Hún gengur hægt inn á skólalóðina. Horfir annars hugar í kringum sig. Bíður eftir að hringt sé inn. Fer hún á sinn stað í röðinni. Enginn yrðir á hana. Hún yrðir ekki á neinn. Krakkarnir hafa gefist upp á að tala við hana. Hún svarar yfirleitt ekki. Nema þá með eins atkvæðisorði. Hún var ekkert skemmtileg lengur. Röðin gengur inn í skólann. Allir fara í sætin sín. Hún situr ein i gluggaröð. Dagurinn líður 'hægt en samt hratt. Orð kennarans fara fram hjá henni. Hún er í sínum heimi. Horfir út um gluggann. Oskar þess að vera fugl. Vera fijáls og geta flogið burt. Burt frá öllu. Horfir á snjókornin falla. Ofundar þau fyrir að vera hrein og tær. Skólinn er búinn. Allir á heimleið. Kennarinn kallar á mig. Ég verð hrædd. En þori ekki annað en að hlýða. Kennar- inn er mjög góður. Hann talar vingjarn- lega við mig. En ég er samt hrædd. Ég treysti engum lengur. Ég get engum treyst. Ég þarf samt ekki að vera hrædd við kennarann. Hann sjiyr mig aðeins hvort eitthvað sé að. Ég er ekki eins dugleg í skólanum og ég var. Ég get ekki svarað. Ég get ekkert sagt. Ég má ekki segja neitt. eftir VIGDÍSIÖNNU JÓNSDÓTTUR Mamma er komin. Kennarinn talar við hana og mamma lítur furðulega á mig en segir ekki neitt. Hún er að flýta sér. Þegar við komum heim er ég send beint inn í herbergi og sagt að vera dugleg að læra. Um kvöldið fæ ég að vita að mamma og pabbi eru að fara í leikhúsið og ég á að vera góða stúlkan heima. Nágranninn ætlar að koma yfir eins og vanalega. Hún lokar augunum en segir ekki orð. Mamma og pabbi eru svo fín og sæt. Eg má ekki eyði- leggja allt fyrir þeim. Þau breiða yfir mig og kyssa mig góða nótt. Svo eru þau farin. Ég kalla á eftir þeim - ekki fara ekki skilja mig eftir veriði hjá mér En ég er bara átta ára og enginn lieyrir í mér. Herbergið dimmt. Dregið fyrir. Hurðjn aftur. Hún liggur í rúminu. Sængin breidd upp yfir höfuð. Hurðin opnast, nágranninn kemur inn. Hún lokar augunum, tárin renna hljóðlaust niður kinnarnar. En hún má ekki gráta, má ekki öskra, þyí þá verðuríhann reiður. Hún er bara átta ára. Höfundur býr í Brussel. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4.JANÚAR1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.