Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður R. Richter FJÖLDI STRANDFLÓÐA ÁRTAL Fjöldi strandflóða, sem vitað ér um við ísland síðan 1199 sýndur sem fjöldi flóða á öld. Rauði hluti súl- anna sýnir þau flóð sem orðið hafa við Suðvesturland. Strandflóð síðustu 100 ára. Myndin sýnir hvernig flóð- Myndin sýnir hvernig vindáttir ríktu samfara þeim in dreifast á hina ýmsu mánuði ársins. strandflóðum síðustu 100 ára þar sem vindáttin er þekkt. Um 51 % veðranna voru af SV, S og SA en 23% voru af hinum áttunum. í 11% tilvikanna er vindáttin óljós en í 14% tilvikanna var logn eða hægviðri. Flóð við strendur íslands Rannsóknir á strandflóðum eru liður í víðtækari rannsóknum á hættum þeim sem lúra í ís- lenskri náttúru. Strandflóðarannsóknir miða i einkum að auknum skilningi á orsökum og afleiðingum flóðanna þannig að hægt sé að Strandflóð við ísland eru algengari en svo að eðlilegt sé að telja þau til náttúruhamfara. Háskóli íslands EftirPÁL IMSLAND taka meira tillit til þeirra við undirbúning land- nota á ströndum landsins og hönnun strand- mannvirkja. Strandflóð í Heimildum í ýmsum gömlum heimildum er fjallað um flóð við strendur landsins, getið skaða á eign- um manna og skemmda á landi sem þeim fylgdu. Þetta er svo algengt fyrirbæri hér við land að flestir muna enn mörg flóð sem þeir hafa ýmist upplifað í sinni heimabyggð eða frétt af í fjölmiðlum. En hversu algeng eru slík flóð og hvemig stendur á þeim? Þessum spurningum hefur verið leitast við að svara á Jarðfræðastofu Raunvísindastofnunar. TíðniStrandflóða Dreginn hefur verið saman úr eldri heimild- um strandflóðaannáll fyrir landið. Annállinn nær aftur til ársins 1199 en það ár eru sögur af elsta flóði sem hér er vitað um. Annálar eru stuttorðir um þennan atburð og segja einungis „Flóð hið mikla“. Ekki er vitað hvar það var, við hvemig skilyrði eða hver áhrif þess urðu. Þessar heimildir geta samtals a.m.k. 131 flóðs á síðustu 792 árum. Flóðin verða umhverfis allt land en hafa mjög mis- jafnlega mikil áhrif. Sum valda engu tjóni, en önnur eru gífurlegt áfall sem heilu byggð- arlögin eru mörg ár að jafna sig eftir. Af meðfylgjandi mynd um fjölda flóðanna sést að flóð eru fá framan af öldum en þeim fjölg- ar er á líður. Þetta sýnir að skráning heimild- anna hefur farið batnandi eftir því sem tíminn leið. Þessi bætta skráning kemur einnig fram í auknum upplýsingum um yngri fióðin miðað við hin eldri. A þessari öld, og hluta hinnar síðustu, má reikna með að getið sé nærri allra flóða, sem komið hafa, en því fer fjarri um eldri tíð. Því gefur yfirlit yfir flóðin frá þessum síðari öldum gleggsta mynd af hegð- un þessa náttúrufyrirbæris við landið. Á síð- ustu 192 árum hefur 10 flóða gætt umhverf- is allt eða nærri allt land. Áhrifanna af 56 flóðum hefur einkum gætt við Suðvesturland, við vestánvert landið af 19, 'norðanvert 25 og austanvert 14. Af þessu er ljóst að fyrir- bærið er langalgengast við Suðvesturland (frá Dyrhólaey að Akranesi). Þar hefur gætt áhrifa af yfir 65% þeirra flóða, sem orðið hafa við landið á þessum tíma. ÁRSTÍÐABUNDIÐ FYRIRBÆRI Sæmileg vitneskja er um veðráttuna og hvenær árs flóðin komu síðustu 100 árin og sýnir hún að þetta er árstíðabundið fyrir- bæri. Strandflóð eru langalgengust frá því síðla hausts og frarp yfir miðjan vetur, eins og sést af meðfylgjandi mynd. Tengsl Við Veðurfar Flest þessara flóða koma þegar djúpar lægðir fara framhjá eða yfir landið þegar stórstreymt er. Þá er gjarnan rok og því fylg- ir flóðunum oft mikill öldugangur og brim. Vindáttin samfara flóðunum síðustu 100 árin er sýnd á meðfylgjandi mynd og þar kemur % glögglega fram að suðlægar áttir (SV, S og SA) eru algengastar í þessum tilvikum og er það í samræmi við brautir lægðanna. Flóð geta þó komið með stormi af öllu áttum og það sem óvæntara er, þau geta komið í hæg- viðri og jafnvel í iogni. Slík veðurskilyrði voru- ríkjandi við 14% af flóðum síðustu 100 ára. í þessum tilvikum hljóta að vera til staðar flóknari veðurfarsleg tengsl en venjulega, þar sem flóð af þessum toga eru samspil á milli hafrænna, veðurfarslegra og jarðfræðilegra áhrifaþátta. Orsakir Strandflóða Orsakir flóða við strendur eru að minnsta kosti þríþætt náttúrufarslegt samspil eins og að ofan greinir. Ef náttúrufarslegt jafnvægi er ríkjandi á strönd verða flóð þar ekki nema með löngu árabili. Öldugangur sjávar hefur tilhneigingu til þess að byggja garð úr sandi og möl á ströndinni og markast hæð garðsins af uppkastsgetu hæstu bylgjanna sem falla að ströndinni. Inn fyrir slíkan garð gætir áhrifa sjávarins ekki nema í undantekningar- tilvikum. Hin tíðu flóð við Suðvesturland eru glöggt merki þess að slíkt jafnvægisástand er ekki ríkjandi þar. Land er að síga á þessum slóðum og þess vegna lækka náttúrulegu garðamir miðað við sjávarborðið og áhrifa flóða gætir inn fyrir garðana oftar en ella. Orsakir landsigsins eru hins vegar samspil margþættra jarðskorpuhreyfinga og breyt- inga í skorpunni sem tengjast landrekinu á eldgosa- og sprungubeltum Reykjanesskag- ans. Afleiðingar Strandflóðanna Afleiðingar þessara flóða hafa verið marg- víslegar í rás sögunnar en vegna breyttra lífs- og starfshátta í landinu hkfa meginafleiðing- ar þeirra breyst afar mikið að undanförnu. Helstu afleiðingar þeirra'á fyrri öldum voru landbrot og önnur landspjöll, skaðar á húsum og jafnvel skepnum, en einkum skipabrot. Sjógangurinn lamdi skip og báta, sem í hafn- og bryggjuleysi þeirra tíma voru dregnir upp á ströndina, kastaði þeim til, braut og lask- aði. Á þessari öld breyttist þetta. Nú verða meginskaðarnir á ýmiskonar hafnarmann- virkjum, hafnargörðum, bryggjum, bryggju- húsum og lögnum sem þar er komið fyrir. Einnig verða tíðar skemmdir á skipum í höfn- um. Hlutfailslega minni skemmdir verða á íbúðarhúsnæði og skepnum. Landspjöll hálda áfram en þau hafa ekki eins mikil áhrif á daglegt líf manna og fyrr. Kostnaður er mjög mikill af þessum flóðum. Heildartjón af ein- stöku flóði getur numið hundruðum milljóna og er aðeins að hluta til bætt af Viðlagatrygg- ingu íslands. Höfundur er jarðfræðingur og vinnur á Raunvís- indastofnun Háskólans. Brim við suðurströnd íslands. Morgunbiaðið/RAX 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.