Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 3
E F N I JJSSBŒ, MORQUN8LAO lj]|]¥ Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíöan Forsíðumyndin eru úr óperunni Luciu di Lammer- moor sem nýlega var frumsýnd hjá íslensku óper- unni. Á myndinni eru Lucia (Sigrún Hjálmtýsdótt- ir), bróðir hennar, Enrico (Bergþór Pálsson) og Edgardo (Tito Beltran), sá sem Lucia elskar. Til Pólstjörnu „í 5-20 ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar eru nokkrar fleiri sólir til viðbótar Alfa Kentár, flestar þeirra áþekkar okkar sól eða minni. Dæmi um sól í þessari nágrannabyggð er Síríus (Hundastjarnan) í Stóra-Hundi“. Hér er Ari Trausti Guðmundsson að lýsa ferð til Pólstjörnunnar og greinin er raunar kafli úr nýrri bók um himingeiminn, sém heitir „Ferð án enda“. Kári og móðurgyðjan mikla, heitir grein eftir Einar Páls- son. Hann nefnir að í ritgerð eftir ameríska goðfræð- inginn Joseph Campbell, taki þessi kunni fræðimað- ur afstöðu með niðurstöðum Einars í Rótum ísl. menningar, um að hin íslenzka heimsmynd - og goðafræðin er henni tengist - hafi verið gerð sam- kvæmt „pýþagórskri“ tölvísi. í veizlusal, er fyrirsögn á grein eftir Hermann Páls- son í Edinborg. Rekur hann þar hvað þótti kurteis- legt þegar konur voru annars vegar, en einnig hitt, að sumir héldu sig ekki við „edikettuna" þá fremur en nú og þótti hinum vífnu gott tækifæri að grípa um hönd fagurrar meyjar, þegar hún rétti að honum drykkjarhorn í veizlu. STEPHAN G. STEPHANSSON Árferði í Alberta Við förum á skautum og skíðum, við, skapléttu fjallanna börn! og fleygjumst um fannir í hlíðum og flughála svellið á tjörn íjúlí. Við liggjum í grasinu græna og góðviðrið þömbum í teyg við laufspá hjá lundinum væna, um loft sigla regnskýin fleyg á þorra. Hún kann ei, hún Alberta unga, að aga sinn geðþótta skár, né storkna í staðviðra drunga, né stilla um veðranna þrár í júlí, á þorra. Hún gerir það bara sem gaman að gáskast af sérhverri átt. Því fléttar hún fimlega saman sinn fjölbreytta árstíða þátt úr júlí, úr þorra, úr þorra, úr júlí. Stephan G. Stephansson, 1853-1927, fæddist í Skagafirði, en fluttist ungur til Kanada og bjó í Alberta-fylki. Tíðarfarið sem hann lýsir í þessu Ijóði gæti stundum átt harla vel við hans gamla föðurland. Iskrifum áhugamanna og ýmissa sérfræðinga um náttúru landsins og hefur komið glöggt í ljós uppá síðkastið, að náttúruvernd og ræktun þarf ekki að vera það sama og þetta tvennt getur raun- ar verið sem andstæður. Ég hygg að sá skilningur sé þó fremur nýlegur. Frameftir öldinni var sú skoðun óumdeild, að öll ræktun væri til góðs. Takmarkið hlaut að vera að ræsa fram allar mýrar og margfalda heyfeng. En utan hins ræktaða láglendis hafa menn séð fyrir sér landið viði vaxið milli fjalls og fjöru, svo sem Sagnir herma að það hafi verið á landnáms- öld. Frá því Hannes Hafstein orti um vax- andi menningu í lundum nýrra skóga um aldamótin síðustu, hefur það verið svo að segja á stefnuskrá þjóðarinnar að planta út skógi. Ungmennafélögin sneru sér að þessu verkefni snemma á öldinni, en árangurinn af því varð vægast sagt lítill. Vera má, að mönnum hafi ekki fundizt hefting landfoks vera ræktun. Aldrei man ég til þess fyrr á árum að rofabörð væru stungin niður og reynt að sá í þau til að stöðva áframhaldandi rof. Hvorki bundust bændur, búnaðarfélög, ungmennafélög né áhugamenn um náttúru landsins samtökum um að stöðva það augsýnilega: Að landið var að fjúka í burtu. Aðeins ein vanmáttug stofn- um barðist hetjulegri baráttu: Landgræðsla ríkisins í Gunnarsholti. En það var eins og annað á vegum ríkisins; eitthvað sem almenn- ingur blandaði sér ekki í svo heitið gæti. Ekki þar til löngu síðar, að karlaklúbbur úr Reykjavík sýndi og sannaði með upp- græðsluátaki á Svartártorfum við Hvítár- vatn, að hver sem er getur staðið að þessu með góðum árangri; það er meirá spurning um tíma og vinnuframlag en fjármagn. Nú er svo komið, að bændur eru farnir að leggja þessu lið og nota til þess heyfyrningar; rúllu- baggana, sem nýtast vel í þessu augnamiði. Með hugtakinu náttúruvemd hygg ég að hafi fæðst nýr skilningur, en síðan hefur það komið í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir B B GETA RÆKTUIM OG NÁTTÚRUVERND VERIÐ ANDSTÆÐUR? um inntak þess. Að vémda landið, eða nátt- úru þess - er það að varðveita það óbreytt, reyna að öllu leyti að viðhalda þeirri ásýnd sem landið hefur nú, eða á að græða það upp fyrst og vemda það síðan? Sumir hafa talað um „svarta náttúruvernd", það er að ekki verði farið að sá í eða græða upp svarta sanda, þó hægt væri, því svartur sandur sé íslenzkt fyrirbæri og náttúruundur út af fyr- ir sig. Meira að segja er mjög efast um að lúpínan eigi allsstaðar heima. I eyrum rækt- unarmanna hljómar þetta illa; í raun og veru vilja þeir ekki landvernd í þeim skilningi að núverandi svipmóti sé haldið, heldur land- ræktun. Bæði sjónarmiðin geta orðið öfgafull. Það er til að mynda öfgafullt náttúruverndarsjón- armið þegar bannað er að framkalla gos í Geysi; náttúran eigi að fá að hafa sinn gang, jafnvel þótt hverinn gjósi aldrei framar. Bráð- um kemur hliðstæða upp við Gullfoss; áin er að grafa sig niður norðanmegin og þegar hún er búin að því, hverfur neðri fossinn, sjálf perlan. Þá vaknar sú spurning hvort við eigum bara að horfa á það gerast án þess að aðhafast neitt. í Bandaríkjunum var brugðist við samskonar þróun á Niagarafoss- unum á þann hátt, að steypt var upp í skarð, sem var að myndast og fossarnir halda svip sínum áfram. Annað mál er með sandinn, sem stefnir á Dimmuborgir og gæti ef til vill eytt Mývatns- sveitinni. Ugglaust eru jafnvel öfgafullir nátt- úruverndarsinnar sammála okkur hinum um að þetta megi ekki eiga sér stað. Þarna megi náttúran ekki fá að hafa sinn gang. Þá er spurningin hvort við ráðum við það, tæknilega séð, að stöðva framrás sandsins. f heitri og þurri sunnanátt er það allt annað en auðvelt og líklega er mun auðveldara að stöðva eða breyta framrás glóandi hraun- straums en foksands, þegar tíðarfarið gengur í lið með eyðingaröflunum. Náttúruunnendur verða ugglaust aldrei sammála um það, hvenær og hvar á að láta náttúruöflin hafa sinn gang og hvenær á að grípa í taumana, ef hægt væri. Ég tel víst að alli vilji reyna að hefta ágang sjávar við jökullónið á Breiðamerkursandi sem mun að líkindum, ef ekkert verður unnið gegn því, breyta lóninu í fjörð - og þarmeð yrði hring- vegurinn rofinn. Hinsvegar á sú skoðun vax- andi fylgi að fagna og ég er henni sammála, að ekki sé að óþörfu breytt ásýnd landsins. Fyrir 30 árum gengu forráðamenn Skóg- ræktar ríkisins með þá meinloku, að birkikj- arrið væri bara gagnlegt sem skjól fyrir aðr- ar og hávaxnari tq'átegundir, helzt barrtré. Með þetta fyrir augum voru klipptar beinar geilar í kjarri vaxnar hlíðar og þær urðu röndóttar. Helgi Sæmundsson líkti þá þess- ari barrtrjáaáráttu við „skegghíung á andliti ungrar konu“ og sú samlíking er enn í gildi. Barrtrjáaræktun á fullan rétt á sér fyrir því, bæði í görðum og á sérstökum ræktunar- svæðum. En það eru mistök og stingur ævin- lega í stúf við upprunalega náttúru landsins, þegar menn eru að stinga niður stökum barrtijám í birkikjarr, hraun eða lyngmóa. Sama er að segja um Alaska-aspimar. Þær fara vel í görðum, en ótal sumarbústaðaeig- endur em haldnir þeim misskilningi, að þær eigi heima hvar sem er, vegna þess að þær spretta fljótt og verða hávaxnar. Um leið stinga þær alveg í stúf við hinn náttúrulega lággróður og standa uppúr eins og símastaur- ar hingað og þangað. Þegar ekið er frá Flúðum í Árnessýslu áleiðis framá Skeið, sést að Hmnamenn hafa tekið ástfóstri við aspir og plantað út margra kílómetra röð meðfram veginum. í þessu felst vafalaust menningarlegur metnaður, en þeim metnaði hefði að minni hyggju átt að veita í einhvern annan og þarfari farveg. Svona tijáraðir eru afskaplega algengar víða úti í Evrópu og verða þar eðlilegur hluti af umhverfi, sem oft er að verulegu leyti vaxið samskonar skógi. Og ekki skemma þessar raðir útsýnið, því oftast er ekkert að sjá. Öðru máli gegnir hér. Slíkar raðir verða ekki annað en aðskotahlutur, óskyldur öllu öðru í náttúrunni og umfram allt vil ég geta notið hins stórkostlega útsýnis, hvort sem ég ek uppeftir eða niðureftir Hrunamanna- hreppi. Þegar svo verður komið, að ég sé ekki lengur Jarlhetturnar og annað dýrmætt útsýni til jökla og fjalla fyrir asparöðum, þá er búið að spilla verðmæti með misskilinni ræktun og þá forðast maður þennan veg. Ég nefni þetta dæmi aðeins tii að árétta, að við verðum að fara að öllu með verulegri gát, þegar við breytum svipmóti landsins. Skógrækt er hægt að stunda án þess að hún stingi hrottalega í stúf við allt annað í náttúr- unni. Það hefur til að mynda tekizt á Mó- gilsá og það hefur tekizt mæta vel í Hauka- dal og í Hallormsstaðarskógi. Hinsvegar er af og frá að það geti flokk- ast undir náttúruvernd að rækta hávaxnar tijáplöntur sem víðast. Sérstaða íslenzkrar náttúru er lággróðurinn í allri sinni fjöl- breytni og öllu sínu litskrúði. Fleiri og fleiri erlendir náttúruunnendur eru að uppgötva þessa sérstæðu fegurð; hún er að verða raun- verulegt verðmæti, sem hægt er að nýta til að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið. Förum þessvegna gætilega með aðfluttar tijátegundir og breytum sem minnst ásýnd landsins, nema þar sem landeyðing á sér stað. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.