Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 2
B K U SPÆNSKA KONUNGS- VELDIÐ OG KREÓLAR RAGNAR HALLDÓRSSON Mennf kon- ur og börn „Hve alsæl þau voru og fullkomlega ómeðvituð um bitru hliðar veruleikans, um brigðuleika og áhrifamátt forsjónarinnar, hve aðskilin þau lifðu frá öllum þeim kreppum og þrautum sem þjá hjartað en efla það og upphefja á undraverðan hátt!“ (Stefan Zweig: Minningar Evrópumanns.) Loksins hef ég endurheimt trú mína á fólkið Loksins endurheimt trúna á hið margbrotna líf sem býr í öllu þessu fólki sem lifir og hrærist daga og nætur: Menn, konur og börn Nú þegar ég hef loksins öðlast trú á lífið, fólkið hef ég glatað trúnni á sjálfan mig Páskadagur Allt sem ég á hér á gangstéttinni við Miklubrautina allt Á nýs óluðum leðurskónum mín- um. geng ég rakleitt í átt til næsta viðkomustaðar til að slá eign minni á hann fyrst um sinn Mér er hlátur í hug þrátt fyrir gærdaginn þrátt fyrirhöglin sem lemjast á andlitinu og það sem bíður mín á morgun enda er engin önnur leið það er engin önnur leið Þar líka. Ég fann epli, franskt smábrauð, salat og tréskál með súrmjólk ogmorg- unkorni í Hljómskálagarðinum og var blásnauður átti ekki mat en ég fann þetta allt þar á túninu aðeins ég sá það í grasinu Þúsund krónur fuku ekki einu sinni þegar ég náði krásunum gæs flaug yfir og enginn sá það í Hljómskálagarðinum: Epli, franskt smábrauð, salat og tréskál með súrmjólk og morg- unkorni. Líka þarl Höfundur er ungur Reykvíkingur. Rit Davids Bradings, „The First America. The Span- ish Monarchy, Creole Patriots and the Liberal State 1492-1867, hefst á fundi Nýja heimsins með I siglingu Kólumbusar til eyjanna í Karíbahafinu og lýkur 1867. Höfundurinn er prófessor í Cam- bridge og bók hans kom út 1991, hjá Cam- bridge University Press. Höfundurinn fjallar einkum um Mexíkó og Perú, en það var í þeim ríkjum, hinum fomu ríkjum azteka og inka, sem hin sérstæða suð- ur-ameríska eða amerísk-spænska menning blómstraði, ekki síst á þeim fyrstu tvö hundr- uð árum sem Habsborgarar réðu ríkjum á Spáni. Bókinni lýkur 1867, en þá hafði Benito Juares, frelsishetja Mexíkós, aftur náð Mexí- kóborg og bundið enda á íhlutun Napóleons III. með aftöku Maximilians keisara. Önnur ríki Mið- og Suður-Ameríku koma einnig við sögu, en sem aukaefni. Þetta er mikið rit, rúmlega 700 blaðsíður. Örlög þessarar álfu voru mótuð á síðasta tug 15. aldar, þegar Ferdínand og ísabella bönnuðu þrælasölu frá Nýja heiminum til Spánar og lögðu svo fyrir Iandnemana og spænska landvinningamenn (conquistadora) að vinna að kristnun heiðinna þjóðflokka sem byggðu álfuna. Þessu fylgdi straumur dómin- íkana, fransiskana og síðar jesúíta vestur yfir hafið. Þessi stefna konungshjónanna var árétt- uð o g réttlætt með páfabréfi Alexanders Borg- ía frá 1496, þar sem landvinningastefna spæn- skra landvinningamanna var réttmætt með þeirri frumskyldu þeirra að kristna hina heiðnu. Þar með var fengin kirkjuleg staðfest- ing á banni þrælasölunnar frá Nýja heiminum. Og þessu fylgdi þátttaka kaþólsku kirkjunnar í stjórnun og menningarmótun. Klerkar og Örlög Vesturálfu voru mótuð á síðasta tug 15. aldar, þegar Ferdínand og ísabella bönnuðu þrælasölu frá Nýja heiminum til Spánar og fyrirskipuðu kristnun heiðinna þjóðflokka. Þessu fylgdi straumur dóminíkana, fransiskana og síðar jesúíta vestur yfír hafíð. munkar kristnuðu indíánana á mjög skömmum tíma og þeir urðu jafnvel kaþólskari en páfmn þegar frá leið. Kynþáttafordómar þekktust ekki í Suður-Ameríku en allt annað varð upp á teningnum í Norður-Ameríku, þar sem ensk- ir púrítanar mótuðu viðhorfin til frumbyggj- anna. Kirkjan gat ekki komið í veg fyrir þau grimmdarverk sem framin voru á frumbyggj- um Suður-Ameríku, en henni tókst þó að koma í veg fyrir að þjóðarmorð yrði framið á frum- byggjum Suður-Ameríku, eins og mótmælend- ur létu óátalið í Norður-Ameríku og Ástralíu síðar. Mannfallið var óhugnanlegt þrátt fyrir þetta, fyrst og fremst vegna þess að sjúkdóm- ar sem bárust með landvinningamönnum og landnemum til Nýja heimsins, og voru þeim sjálfum svo til meinlausir, ollu hrikalegu mannfalli hjá indíánum. Fimmtíu árum eftir landtöku Cortesar var mannfallið úr sjúkdóm- um um 90% af áætlaðri upphaflegri íbúatölu. Með landvinningum Spánveija hrundi það búskaparform sem gat brauðfætt íbúana, en því var stjómað af ríkisvaldinu. Með hruni stjórnarforms og framleiðslu, hungri og drep- sóttum, virtist frumbyggjum sem guðir þeirra hefðu brugðist þeim og þar getur skýringin legið í hinum skyndilegu trúarbrigðum. Kirkjan hafði ekkert við það að athuga að Spánveijar kvæntust konum af innlendum stofni og með tíð og tíma myndaðist hópur kreóla, sem rakti ættir sínar bæði til spæn- skra landvinningamanna og höfðingjaætta azteka og inka. Hlutur klerka í menningarmótun var frá því fyrsta mikill. Ifyrsti klerkurinn í löndum Spánveija vestan hafs var dóminíkanamunk- urinn Bartolome de las Casas, sem var jafn- framt fyrstur til að andmæla hrottalegri með- ferð fyrstu landvinningamannanna á indíán- um. Þótt hann teldi að græðgi og grimmd Spánveija myndi hljóta makleg Vnálagjöld, þá áleit hann samt að þeir væru þrátt fyrir allt verkfæri Guðs aimáttugs til þess að „trúin á sannan Guð mætti festa rætur í hjörtum heið- ingjanna". Hugrenningar las Casas voru byggðar á dómsdagskenningum Joachims de Fiore (uppi á 12. öld, ábóti í Calabríu) um heimsaldrana. Á 16. öld tekur að gæta kenninga sem voru frá klerkum runnar, um uppruna ríkja inka og azteka og leituðust þeir við að koma sögu þeirra inn í þann kristna ramma miðalda- kenninga um gang sögunnar. Ýmsir þeirra króníkuskrifara sem settu saman rit um þessi efni voru kreólar, og þegar líður á öldina var kominn upp hópur manna sem taldi sig arf- taka inka-azteka og kristinnar menningar. Kreólar leituðu sér þjóðlegrar samvitundar í heiðinni og kristinni fortíð forfeðra sinna. Meðal þeirra var Gomez Suarez di Figueros, sem var sonur landvinningamannsins Guarcil- aso de la Vega og ísabellu Chimpu Occllo, dótturdóttur inkahöfðingja. Með dýrkun mærinnar frá Guadalupe, Mar- íu meyjar, samkvæmt þeim sögum um hvem- ig hún birtist fátækum indiána 1531, og riti Miguels Sanchez „Imagen de la Virgen Mar- ia, Madre de Dios de Guadalupe ...“ frá 1648, telur Brading að ný öld kirkjusögu Nýju-Spán- ar (Mexíkó) hafí hafíst. Þessi opinberun átti eftir að breiðast sem eldur í sinu um allt rík- ið og styrkja pólitíska stefnu kirkjunnar og þar með kreóla ekki síst gegn kröfum spænska ríkisins, en þar var séð ofsjónum yfír auði og valdi kirkjunnar og kreólahreyfíngin litin ómildum augum. Þrátt fyrir þá trú að María mey hefði birst fátækum indíána og myndi „vemda landið og þjóðimar sem móðir börnin" þá linnti ekki kúgun indíána þrátt fyrir til- burði kirkjunnar til að stemma stigu við henni. í heimalandinu, Spáni, var tortryggni ráðandi almennt í garð kreóla og sú skoðun varð út- breidd að kreólar væru letingjar og til einskis nýtir nema sem vinnudýr. Með friðnum í Utrecht 1713 varð mikil breyting á valdahlutföllum í Evrópu. í stað Habsborgarættarinnar tóku Búrbónar við kon- ungdæmi Spánar og heimsveldisdagar Spánar urðu allir. í tíð Habsborgara vom afskipti stjómvalda í heimaríkinu mun minni en þau urðu á dögum Búrbóna. Carlos III (1759-88) stefndi að hagræðingu og stöðlun í ríkisaf- skiptum. Fjárhagur Spánar hafði löngum ver- ið bágborinn en nú skyldi reynt að rétta hann við með auknu eftirliti og auknum sköttum. Kirkjan varð því fyrir barðinu á hagræðing- unni. Stefna stjómvalda mótaðist af skynse- misstefnunni og uppfræðslan skyldi nú færð til ríkisins úr höndum munka og klerka. 1767 voru jesúítar gerðir útlægir, en það hafði lengi verið voldugasta og auðugasta munkaregla Mexíkós og meðal þeirra höfðu verið kunn- ustu króníkuritarar og guðfræðingar landsins. Háskólamir í Mexíkóborg og Lima voru stofn- aðir 1551 og nú varð breyting á þeim til þeirr- ar áttar, sem skynsamlegust taldist. Klaustrin vom aflögð, en þau höfðu verið helstu mennta- setur ríkisins. Kirkjur voru rúðar skarti sínu og prósessíur bannaðar, töldust hjátrúartil- burðir, og fomir hættir og aldagamlar venjur vom aflagðar. Mikill hluti munka og jesúíta var kreólar og einnig mikill hluti efnaðri stétta og landeigenda. Aðgerðir stjómarinnar á Spáni urðu til þess að magna upp andúð á hinum nýju stjórnarháttum og þær urðu til þess að kveikja þjóðernishyggju og þar með aðskilnaðarstefnu frá ríkisheildinni. En þjóð- emisleg samvitund þeirra var hraðsoðin, ef svo má segja. Þessvegna varð þjóðernishreyf- ing stofnuð af kreólum sundruð í upphafi, til- skipunin um að gera kirkjueignir upptækar til ríkissjóðs 1803 vakti ólgu meðal allra lágk- lerka og þeirra kreóla sem enn gegndu hærri embættum innan kirkjunnar. Kirkjuyfírvöld hlýðnuðust kröfu ríkisvaldsins, en um leið hmndu völd þreirra sjálfra með gmndvelli veraldlegs valds þeirra. Ýmsir kreólar snerast til fylgis við upplýsingastefnu Carlosar III. og gerðu kenningar Voltaires og Adams Smiths að sínum og töluðu hástöfum um föður- landið eins og frelsishetjan Simon Bolivar, sem leitaði „föðurlandsins" um alla álfuna, en fann hvergi. Simon Bolivar lést sviptur allri von um ein- ingu og föðurland, „margir harðstjórar munu hefjast upp af gröf rninni", og svo varð. Kreól- arnir á 19. öld afneituðu móðurkirkjunni en gengu til liðs við fijálslyndisstefnur og fram- farir. Þeir áttu ekki samleið með hinum snauða múg sem þeir vildu hefja til tilbúinnar þjóðern- islegrar samvitundar þegar sjálfræðið var fengið, en gjáin varð ekki brúuð, uppreisnir og harðstjórar fóm sem logi yfir akur í þess- ari álfu óhamingjunnar á síðari hluta 19. ald- ar og á 20. öld. Glæstar borgir, þær glæstustu í öllum heimi, samkvæmt skoðun Alexanders von Humbolts, Mexíkóborg og Lima, klaustur og kirkjur, hallir og listaverk, allt þetta hmndi til gmnna með sjálfræði þessara ríkja. Nú í dag em þessar tvær fyrram glæsilegu borgir einhveijar ömurlegustu vilpur heimsborga, og eymdin ríkir, og terrorismi bijálaðra hug- myndafræðinga rústar allar tilraunir til samfé- lagslegrar festu. Brading vitnar til breska sagnfræðingsefnis G.M. Young í formála, þar sem segir: „Raun- veralegt viðfangsefni sagnfræðinnar er ekki það sem gerðist heldur hvað mönnum fyrri tíma fannst um það sem gerðist." Brading vinnur rit sitt samkkæmt þessum orðum. Hann rekur söguna um króníkur klerka og munka, en um þær koma fram skoðanir og myndir þessarar stórkostlegu sögu glæstrar og harmsögulegrar fortíðar og tilraunar í lok- in (á 19. öld) til að skapa heild úr brotabrot- um, þjóð úr þjóðum sem áttu ekkert lengur sameiginlegt eftir hmn kirkjulegrar samvit- undar. Þessi saga hefur síðan verið sögð á annan hátt í bestu verkum núlifandi suður- amerískra höfunda, ekki síst í „Terra nostra“ eftir Carlos Fuentes. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.