Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 3
LESBÖK 0 @ H ® [u] U B B H ® a m Sl [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthias Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsídan Björg Þorsteinsdóttir, ein af hinum reyndari mynd- listarkonum hér á landi með fjölda einkasýninga að baki, opnar í dag sýningu á málverkum í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Af því tilefni er forsíðumyndin. Verkið á myndinni nefnir Björg „Utan sviga“. Það er málað með akrýllitum á striga, 1991. KJarrskógar og fiskur, er heiti á grein eftir Svend-Aage Malm- berg, haffræðing á Hafrannsóknastofnun. í grein- inni fjallar hann um vanda, sem snertir hvert manns- barn á íslandi, nefnilega nýliðun fiskjar í sjónum og hvort lítill eða stór hrygningarstofn gefi góða eða lélega nýliðun. Það er fyrri grein af tveimur, sem hér birtist. Undrabarn - og líka afturhaldsgaur, hefur hann verið nefndur franski myndlistarmaðurinn Martial Raysse, sem Laufey Helgadóttir í París skrifar um til tilefni sýn- ingar á verkum hans, sem vakið hafa nýja og verð- skuldaða athygli á þessum listamanni, sem þykir skynja tíðarandann flestum betur. Launsögn Stéttarinnar miklu í Westminster Abbey, er heiti á grein eftir Einar Pálsson fræðimann, sem sífellt leit- ar að rótum íslenzkrar menningar. Segir hann að nú megi slá því föstu að þessi krýningarkirkja Breta verði héðan í frá íslenzkur helgidómur ekki síður en brezkur. BENEDIKT GRÖNDAL í fjarska Rauðgullinn flýr röðull ijóðar himinslóðir, myrkvast jörð, á mörkum mær blóm hvíld fá væra, hreyfast lims í ljúfum laufblæ ungu fræin, nótt um lág og leiti leiðir vængi breiða. Man eg mær á vori mynd af fjalla tindum sveif og hneig í sofinn sæ und gljúpa blæju. Hvað er nú þar áður undi margar stundir fram við fljótið dimma? Freyða báru leiðir. Veit eg margra mætra meyja varir beygjast rósa blítt að brosi blunds um dimma stundu, brátt um bláa nóttu bjartflöktandi skarta mætir logar, líta lund og fleira stundum. Sitja enn hjá unnum áður sem þar kváðu tjaldar þétt og tildrur teit við gamla reitinn. Andar austanvindur úti þar við skúta, unnir hömrum inna orð huld burum storðar. Húmið sveipar heima, hvílir jörð og skýlir runni, sveini, svanna, seinfyrnist ást hreina, æ því muna má eg mel og klettafelur, kvöldin mánamildu, mætt og feðra sæti. Þar var yndi undan ítrum hömrum líta kaldar út á öldu eyðilegar leiðir. Geymir unnar ómur undir hamars grundu orðin öll sem verða einum, mey og sveini. Benedikt (Sveinbjarnarson) Gröndal, f. 1827, d. 1907, var skáld og fræði- maður og fyrstur íslendinga til að Ijúka meistaraprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla. Ötull málsvari rómantfsku stefnunnar og orti í anda hennar, skrifaði kennslubækur í náttúrufræði og mikið um fornbókmenntir. AÐ STÖÐVA LESFOKIÐ egar mér er sagt að ég sé „á leið inn í umheim- inn“ verður mér hugsað til Rauðhettu á leið inn í skóginn. Og þannig fer fleirum, til dæmis bændum. Sumir virðast næstum eiga von á að þurrkast út af yfirborði jarðar. Þeir stilltari gera bara ráð fyrir endurholdgun, þ.e.a.s. þeir verði ekki leng- ur til í bændalíki heldur neyðist til að leggja annað fyrir sig. Eru það nógu hast- arleg viðbrigði þegar maður er búinn að vera eins í þúsund ár. Til eru þeir sem vilja eyða hættunni af umheiminum með lögum, svo að útlendingum verði t.a.m. bannað að kaupa sumarbústað á íslandi nema taka próf úr bændaskóla og lofa að halda bæði kindur og kýr. Enn vil ég nefna leigubílstjórafélagið Hreyfíl. Það auglýsti í sjónvarpinu VEUUM ÍS- LENSKT og gaf upp símann sinn. Fleiri en ég skildu þessa þjóðhvöt í fyrstu svo, að við ættum að hætta að hringja til Þýskalands og Japans eftir leigubíl. Þjóð- erniskenndin þrífst oft best á tómri skelf- ingu. Fyrir stuttu komst upp að sum börn og unglingar lesa hvorki blöð né bækur. Fyrst varð manni við eins og fundist hefði ný dýrategund. En líklega var uppgötvun- in af öðru tagi, þ.e.a.s. gömul sjálfsblekk- ing varð ómótmælanleg. Auðvitað hefur hluti þjóðarinnar alla tíð lesið fyrir heild- ina. Hvað um það, mönnum brá illa, og til þess að róa taugarnar var efnt til lestr- arkeppni barna um land allt. Það varð ellefu daga hrota. Svo fóru fjölmiðlar að leita að þeim sem mest hefðu lesið. Gáfu sig þá fram börn sem kváðust hafa rub- bað af tíu þúsund síðum. Blessuð börnin höfðu tekið þetta nákvæmlega eins og þjóðernið bauð þeim, þ.e.a.s. í akkorði. Þau höfðu skilið undirrót keppninnar alveg rétt. Við höfum kallað okkur bókaþjóð, eins og það heiti gæfi til kynna sérstaka mann- gerð. (Reyndar hefur orðið ekki nýst sem skyldi í landkynningu, þar eð útlendingar mundu ekki skilja það fremur en orðið landkynningu.) Má það til sanns vegar færa, svo mjög er sjálfsmynd okkar bund- in lestri. í ljósi goðsögunnar virðast bók- menntir stundum hafa verið síðasta hálmstrá okkar í harðindum. Og trúlega er þeim fáu og fábreyttu lærdóms- og skáldskaparhefðum, sem alla tíð lifðu í landinu, svo fyrir að þakka, að við náðum hinum bakkanum í stökkinu yfir í nútím- ann. Margar dvergþjóðir, sem ekki gátu flett upp í bókum, urðu óþekkjanlegar á fám árum eftir að hafa orðið fyrir mann- kynssögunni á fullri ferð. Þegar boðið gekk út, að öll börn skyldu setjast við að lesa, og lesa sem ákafleg- ast, sló það mig að þetta minnti á skipuleg- ar fyrirbænir, sem oft hefur verið gripið til í þrengingum. Enn berast fréttir af trúmönnum er setjast einhvers staðar í þúsundatali og loka augunum, til þess að glæpum megi fækka og sólardögum fjölga á heimaslóðum þeirra eða jörðinni allri. í„Lestrarkeppninni miklu“ lásu 17.000 nemendur 60.000 bækur á ellefu dögum. Arangurinn var jafn mælanlegur og börn- in hefðu grafið skurð. Allt þetta andlega átak var stílað upp á magn. í fréttatilkynn- ingu eru lesendurnir kallaðir hestar, sam- kvæmt gróinni málvenju, lestrarhestar. Það orð kom til meðan hestar voru ennþá burðar- og dráttardýr og á prýðilega við hér. Ég gekk vitanlega af göflunum eins og aðrir og barði börnin áfram við lestur- inn. Ég er uppalinn í sjónvarpsleysi, við einn barnatíma, einn tómstundaþátt og eitt útvarpsleikrit á viku, enda tala ég úr miðjum hópi lestrarfíkla. Við jafnaldrar vöndumst því frá barnæsku að við værum lestrarhestar á heimsmælikvarða, enda varð mér ónotalega við þegar mér skildist að heimsmælikvarðinn gilti hvergi nema hérna norður frá. Bölvaðir tímarnir hafa breyst enn einu sinni. Það ber upp á sömu árin, að loftið fer að síga úr einni helstu goðsögninni um Islendinga og umheimurinn gerir sig loksins líklegan til að kasta forliðnum og gleypa okkur. Lesmálsvinir hrökkva upp. Draumur þeirra, að bókin og blaðið héldu velli þótt menn væru farnir að hlusta og horfa langtum meira en áður ætlar kannski að bregðast. Þá verðum við ekki lengur íslendingar. Menn mega hlaupa upp til handa og fóta út af minna. Ef þróunin er óvinur okkar í þessu máli, eins og oft vill verða, þá veit ég ekki hvort óvinurinn verður sigraður í lestrarkeppni. Ekki vil ég segja að við ættum að játa mannfall og hopa á hæli. En kannski verður aldrei framar lesið jaf- nógurlega á íslandi og frá segir í tröllasög- um. íslendingar og lesendur eru ekki leng- ur sama fólkið. Segjum að menning sé ræktun og hér sé um landfok að ræða, jarðveg sem blæs burt ef ekki verður að gert. En úr því verður varla bætt með því að skipa þeim, sem þegar lesa eins og hestar, að lesa meira. Stöðvum lesfokið. Jarðvegurinn er frumskilyrði, hvað svo sem rækta skal. En hvernig væri að taka áfallið til marks um það, að tími sé kominn til að meta gildi íslendinga í öðru en lesnum rúmmetr- um á sekúndu eins og verið sé að mæla fljót til virkjunar? Enn eru komin tímamót, og okkur líst ekki á blikuna. Við lestrarhestar skiljum illa hvernig fólk getur verið fólk nema það lesi í belg og biðu. Kannski er það höfuðverkurinn. Ásgeir Ásgeirsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. MAÍ1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.