Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 7
; -•??3S6£ , Jg^apwMRi ......... ? <* í Reykjavík. Það var, held ég, eina gang- rýnin sem hann skrifaði, mig minnir að það hafi verið í Morgunblaðinu. Gunnlaugur Óskar var oft ánægður í Hafnarfirði seinni árin þar, hann þekkti reyndar fáa og fáir þekktu hann, hann var ómannblendinn. Hann seldi lítið sem ekk- ert af myndunum í Hafnarfirði en þó man ég að Gunnlaugur Stefánsson, kaupmað- ur, keypti af honum nokkuð margar vatns- litamyndir á fyrstu árum Gunnlaugs Ósk- ars í Hafnarfirði. Svo kom Ragnar í Smára og keypti eitthvað af myndum en það skrítna var að ég sá hann aldrei fara út með neina mynd. Ragnar sá líka til þess að Gunnlaugur málaði mynd af Páli ísólfs- syni, organista Dómkirkjunnar. Þá mynd sá ég í Hafnarfirði, Gunnlaugur hafði far- ið í kirkju og málað mynd af Páli en eng- um líkaði myndin og Gunnlaugur var svekktur yfír því. Ekki veit ég hvað varð af myndinni, mér fannst hún góð. Einnig teiknaði Gunnlaugur myndir í Njálssögu, að frumkvæði Ragnars, kannski voru þær- teikningar bestar af öllum í bókinni, skáru sig úr, hreinar og klárar. Þau skipti sem Ragnar kom, fékk Gunn- laugur eitthvað af peningum og borgaði mér þá leiguna. Þá keypti hann líka ávexti og annað góðgæti fyrir drengina mína. Gaman Og Alvara I LÍFI Listamanns Eftir að Gunnlaugur flutti til Reykjavík- ur, breyttist samband okkar, var ekki eins náið. Hann keypti fyrst hús að Nesvegi 78, þangað kom ég stundum. Síðan keypti hann hús Jóns Stefánssonar að Bergstaða- stræti. Honum leið vel í þessum húsum, gat sofíð þar, sagði hann mér. Hann tal- aði um að klettar hefðu verið sprengdir 1 þykkrí litaáferð. Sjávarþorp (málað um 1970)- mynd með þunnrí litaáferð. af (Léger) í andlitin á myndunum og (Bon- ard) í húsamyndirnar. Hvort þessar mynd- ir. séu betri en þær þykku, eins og Björn Th. lætur liggja að, efast ég um, sitt sýn- ist hveijum, jafnvel listfræðingum. Gaman Og Alvara í Lífi LlSTAMANNS Ég fór stundum með Gunnlaugi Óskari á listsýningar í Reykjavík, hann fékk boðs- kort og vildi að ég færi með honum. Þetta var gaman og ég var dálítið upp með mér að vera með slíkum listamanni. T.d. fórum við á sýningar í Blátúni til Jóns Þorleifsson- ar, „Orra“, Guðmundar frá Miðdal og fleiri sýnmgar. Aldrei sagði Gunnlaugur neitt og ég spurði einskis. Honum þótti samt gaman, sagði brandara um listamenn og listina, bauð svo í kaffí og kökur á Hressó og var hinn kátasti. Þar var talað um alvarleg mál, hann spurði mig hvort ekki hefði verið vont veður í síðasta túr og hvort ég hefði teiknað eitthvað. Gunnlaugur vildi alltaf skoða teikningarnar mínar eftir hvern túr, stundum leist honum vel á þær, stundum ekki. Ég fékk stundum að mála í vinnustofu Gunnlaugs þegar hann var í Grindavík, Múlakoti eða í sumarbústað Ragnars í Smára að mála vatnslitamyndir. Þorvaldur Skúlason fékk einnig að mála í vinnustof- unni þegar Gunnlaugur var, eins og svo oft áður, í Grindavík. Það var veturinn 1951. Eftir þá veru í vinnustofu Gunn- laugs eyðilögðust allir miðstöðvarofnar hússins. Það var mikið áfall og kostnaðar- samt fyrir Gunnlaug og hann var svekktur yfir þessu ástandi. Gunnlaugur talaði mikið um hvað Spán- verjar væru góðir málarar, einu sinni skrif- aði hann um spánskan málara sem sýndi þegar hús hans var byggt í Hafnarfirði og kannski hefði þar búið huldufólk. Meira var ekki talað um það. Einu sinni kom Gunnlaugur í veislu til mín eftir að hann flutti. Hann talaði mik- ið um hvað gaman hefði verið að fara með strætisvagninum, hann hefði séð hús sem hét Form og annað sem hét Stíll. Það þótti honum fyndið. Ég vona að fleiri þættir um listamenn verði sýndir í sjónvarpinu, svo sem um Jón Engilberts, Gunnlaug Blöndal, Guðmund frá Miðdal og fleiri og fleiri. Ég vona að þeir þættir verði sannleikanum samkvæm- ir. Þess óska ég og veit að þjóðin vill vita eitthvað um þessa gömlu meistara og jafn- vel núlifandi listamenn. Það er of seint að gera slíka þætti um listafólk þegar það er horfið til feðra sinna, alltof seint. Þessi miðill þarf að taka sig taki í þess- um málum, já steinbítstaki. ÓLAFUR THÓRODDSEN Kveðja Sumarið leiðir litfrítt haustið að húsi þínu og haustið segir: Komdu, vinur, komdu. í þrívídd okkar er enginn vetur. Komdu, vinur, komdu. Júdas Þú sem sveikst, þú sveikst þitt hlóð og mitt, það rennur mótt í svörð, að hélurót, til heljar vígt og bleikri jörð. A akri þeim, akri þess sem var aldrei vaxa lítil dularhlóm; myrkva sigð silfruð hendi bar í hvítan dóm. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Krísuvík, september 1998. EINAR INGVI MAGNÚSSON Skamm- degisljós Ég líð inn í myrkrið á svífandi jörð í andardrætti hnattar í andartaki, sem kallast vetur á norðurslóðum Allt er það náttúrulögmál eins og ferð sálar um dimma stigu En þegar myrkrið er svartast segir lögmál skaparans lausnarorðin Ijúfu: verði Ijós og ekkert nema birtan tekur við eftir hið þunga og þykka myrkur Guð mig geymir um dimmar nætur og ljósið Krists skín í sálu minni á löngum heimskautavetri í skuggaveröld lífsins þar sem enginn dagur er til og nóttin virðist eilíf En nú bjarmar af degi og gránar á glugga eftir langa nótt. Höfundur er Reykvíkingur og gaf út sína fyrstu bók á síðastliðnu ári. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. SEPTEMBER 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.