Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1993, Blaðsíða 3
ISSBIÚK HílaSiJíiffiSESglfflEHffl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Montserrat gnæfír yfir hæðir og daladrög Katalóníu. Þetta fjall hefur verið mönnum uppspretta andans og tilfinningalegt tákn og er nú einnig ægifagurt útivistarsvæði með sérkennilegri trúar- og ferð- amiðstöð. Forsída í dag verður opnuð í Norræna Húsinu sýning á verkum eftir Skagamálarana svonefndu, sem dvöldu og störfuðu á Skagen í Jótlandi um og fyr- ir síðustu aldamót. Meðal þeirra var sú eina sem var innfædd þar, Anna Ancher, og varð hún frábær málari og merkilegur kóloristi þrátt fyrir takmark- aða skólun. Á forsíðunni er ein af myndum henn- ar: „Sólskin í bláu stofunni", 1891. Um Skagamál- arana er grein í blaðinu eftir Gísla Sigurðsson. Goðgá Hjalti Skeggjason var dæmdur sekur fjörbaugs- maður um goðgá fyrir kviðling, sem hann kvað á Lögbergi um Óðinn og Freyju. Hermann Páls- son segir í grein sinni að það hafi ekki verið nein tilviljun, að Óðinn og Freyja lentu hlið við hlið í níðvísu um ásatrú. Bæði voru þau bendluð við seið, en sú fjölkynngi var hvað mest and- styggð kristnu fólki Hjalmar Gullberg Samningur MagnúsÁsgeirsson þýddi / dag hafa Guð og N. N., (sem er, vegna stöðu sinnar, nefndur skáld hér að neðan), svofelldan samning gert: Skáldið skal vera á jörðunni erindreki Eilífðarinnar. Svo að hann fái til sigurs Sókn að Efninu hert, á honum ungum að lærast andvaka og næturvinna. Guðs vilji, en ei veraldar kredda, skal vera hans lögboð hvert. Skáldið skal vera vökull vörður hjá tímans fljóti, heilskyggn á lifandi lýða örlög og æviferð, dómbær um dagsins vanda í draumsins veröld — og hljóti að launum örfárra oflof og óþökk hjá lýðsins mergð. Að því glögglega greindu, að Guð er án skyldna á móti, yfirlýsa aðiljar báðir sig ásátta um þessa gerð. Höfundur var sænskt Ijóðskáld, 1898-1961. Umburðarlyndi Okkur hefur löngum verið boðað að um- burðarlyndi sé kristilegur og góður eiginleiki sem mönnum beri að rækta með sér því það muni gera heim- inn betri. Okkur er meira að segja sagt í hinni helgu bók að við eigum að fyrirgefa óvinum okkar, ekki sjö sinnum heldur sjötíu sinum sjö sinnum. Ef við bijótum af okkur gagnvart ein- hveijum, þykir okkur vænt um ef hann er ekki að erfa það við okkur og okkur er líka ljóst að þeir gallar geta verið á hegðun okkar að það þurfi meira en meðal umburð- arlyndi til að sætta sig við þá. En til þess að umburðarlyndið og sáttfýs- in verki eins og til er ætlast, þurfa báðir aðilar að skilja málin á nokkurn veginn sama hátt. Ef ég tæki því með umburðar- lyndi að einhver þorpari stæli frá mér eða misþyrmdi mér hvað eftir annað, mundi ekkert stoða þótt ég fyrirgæfi honum af öllu hjarta. Þótt ég lýsti því yfir við hann með himneskum helgisvip að ég ætlaði ekk- ert að erfa þetta við hann, mundi hann ekki gera annað en að hlæja að mér því hann mundi ekki skilja málin á sama hátt og ég. Hann yrði bara feginn að þurfa ekki að hafa áhyggjur út af því að ég tilkynnti lögreglunni næsta þjófnað og hann mundi með ánægju löðrunga mig á síðari vangann ef ég byði hann fram. Góður maður sem starfaði um tíma í Afríku neitaði að læsa íbúðardyrum sínum þegar hann fór. Hann sagði að það sem vantaði væri að menn treystu hinum inn- fæddu. Ef þeir sæju að þeim væri treyst, mundu þeir meta það að verðleikum og ekki angra þann mann meira. Og maðurinn hélt uppteknum hætti þangað til hann átti ekki annað eftir en buxurnar sem hann stóð í. Mennirnir sem hann treysti höfðu hirt allt hitt. Annað dæmi um vanhugsað umburðar- lyndi eða öllu heldur andlegan sljóleika og hirðuleysi viðgengst ótrúlega mikið hjá okk- ur. Ef menn misnota barn eða smygla eityj- lyfjum er eins og ekkert hafi skeð. Brota- mennirnir eru yfirheyrðir og síðan látnir lausir með þeim ummælum að málið sé upplýst. Nú verði það kannað og þegar tími sé til kominn verði dæmt í því. Ekkert virð- ist vera skeytt um það að óþokkarnir þakka hamingjunni fyrir umburðarlyndið og halda áfram að kappi að drýgja sömu glæpina, meðan silalegt réttarkerfíð dundar við að kanna málið, stundum svo árum skiptir. Og dómarnir eru eftir því, svo vægir að þolend- ur glæpaverkanna trúa hvorki sínum eigin augum né eyrum. Samúðin er ekki með þeim heldur glæpamönnumun. Svívirt barn- ið verður að bera harm sinn í hljóði og þola andlega limlestingu sína eins og ólæknandi sár til æviloka, unglingar verða að ræflum vegna þess að óprúttin kvikindi leiddu þá út í eiturlyfjaneyslu til þess að græða fé. Ekki má segja frá brotum þeirra opinberlega hvað þá heldur birta af þeim myndir því það getur sært fjölskyldur þeirra. En hvað um fjölskyldurnar sem glæpir þeirra bitnuðu á? Voru sár þeirra eithvað léttbærari? Og voru það ekki glæpamennirnir sjálfir sem særðu sitt fólk? En þeim er alltaf hlíft. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna þessi vesalmennska gagnvart ómennum við- gengst. Stundum er sagt að lög heimili ekki harð- ari refsingar en upp eru kveðnar þótt um viðbjóðslega glæpi sé að ræða. Þá er ráðið að breyta þeim lögum og þyngja viðurlögin. Og gera slík mál að forgangsmálum í réttar- kerfínu svo að fantarnir þurfi ekki að bíða endalaust eftir málalokum. Ég tek það fram til að afstýra misskilningi að mér kemur ekki til hugar að refsingar bæti menn eða þeir snúist til iðrunar og betra lífs í tukthús- inu. Síður en svo, þeir verða yfírleitt verri eftir fangelsisvistina og þolendur brotanna hafa ekkert gagn af því að þeim sé refsað, sárin gróa ekki fyrir það. Það jákvæða við fangelsisvistina er að almennilegu fólki er forðað frá glæpaverkunnm meðan bófarnir sitja inni. Þeir gera ekkert af sér á meðan. Þess vegna þarf að dæma slíka menn til sem lengstrar fangelsisvistar svo að sak- laust fólk fái sem lengst að vera í friði fyr- ir þeim. Það á alls ekki að láta þá lausá þótt málið sé upplýst, ef sök þeirra er sönnuð. Það á að eingangra þá frá öðru fólki allt frá handtöku þangað til þeir hafa afplánað dóm sinn. Og ég viðurkenni fúslega að mér fyndist ekkert að því að dæma þá til nauð- ungarvinnu. Það er ljótt orð, eftir reynsluna í einræðislöndunum, en ef brotið er ljótt er ekkert við það að athuga þótt menn séu neyddir til að bæta samfélaginu það með ólaunaðri vinnu. Það mætti meira að segja láta þá vinna að byggingu nýs og mann- helds fangelsis. Samúð okkar, kærleikur og hjálp á að beinast að þeim sem brotið var gegn þótt oftast sé aldrei hægt að græða sárin að fullu. Og okkur er skylt að vernda aðra frá svipuðum örlögum með því að einangra glæpalýðinn sem lengst og best og koma í veg fyrir að hann komist í tæri við fleiri fórnarlömb. Umburðarlyndi, sáttfýsi og fyr- irgefning eru lofsverðir kostir en ef brota- maðurinn skilur þá ekki á sama hátt og við og fæst ekki til að bæta ráð sitt, væri öllum fyrir bestu að hann sæti inni til æviloka. Torfi Ólafsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. SEPTEMBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.