Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 2
5 Að vökunnar mildandi Ijósi (Brot) Stuðlabergsstilltur teygir Þórishólmi hrafnsvarta vængi til veglausra hæða, varphús kollu og blika með vindléttan dún einsog vængjalaus golan verpi í sefgulum eyjum, Skarði og lyftir lognhvítu gjálfri að faðmmjúkum klöppum við fallið, Hér fæst æðadúnn í eina sæng á sumri og ætti að duga nýtrúlofuðu fólki, segir Pétur skipstjóri í hátalarann og hoi’fir hlutlausum augum til hafs, en svo getur ævintýrið verið úti þegar minnst varir og kollan rekur blikann úr hreiðri og ber sína eigin hlýju að brothættum eggjum, en hrappseyjarþögn og ritumar renna spyrjandi augum til himins þar sem Dímonarklakkar í Keilismynd rísa úr aðfallsöldu og hugur minn hvíslar snæfjallagrárri þögn að lundgæfu bergi og klakkprúður toppskarfur reigir höfuð úr hreiðri og goggsvörtu gargi heilsar óvæntum gesti, en húsfreyjan reisir stélið á þangblautri syllu og drithvítu skellóttu bergi, Hún er að tala við okkur, segir karlinn í brúnni, Hvað segir hún? spyrja bömin, Ekki nær, ekki nær mínu hreiðri, segir toppskarfskerlingin og ritan rennir sér íram hjá með spriklandi síli í goggi, en skarfurinn reigir höfuð og gargar til bátsins, Farið burt, farið burt eða ég kalla kalsaman fýlinn úr klettum, en múkkinn liggur á eggi sem eitt sinn var draumur vorkaldra augna um líf og bíður ungans sem erfa skal bergið og fuglhvítar öldur og blikar skimandi eiríksrauðaaugum inní sængurhvítan spegil sem brotnar við stefni og kjöl, Purkey dregur augu mín að sér, en þá hrópar karlinn á dekki, Nú kastar ’ann á okkur kveðju, helvízkur(!) Og bendir á fýlinn við minnislaust vatnið, en bergskugginn skýlir bógmjúkum bátnum við brimlausa þögn, Purkey, segir karlinn í brúnni merkir svínsey, í róðri nefndu sjómenn aldrei svínið á nafn, en þarna, segir hann enn og bendir inn fjörðinn, hillir undir Galtarey og stuðlabergsþögult talar hafið úr horfnum gígjum þar sem tíminn storknar við krossfisk, krabba og hörpudisk, en ígulkerið ber jörðinni vitni einsog nálalaust tunglið tendrast við síunga sól, Kvenkrabbinn kreppir fætur að fastgeymdum hrognum, segir karlinn á dekki, sker fiskinn úr hörpudiskum og réttir okkur af brosandi hnífnum einsog kærkomna kveðju úr faðmdjúpum fírði, en ígulkersnálamar yddar við handmjúka fingur og hrúðurkarlamir kreppa að kröbbum og skel, en hugur minn ber goluhvítt vatnið lundmjúkum fjöðrum og goggfagur prófastur blessar sinn prúðbúna söfnuð í viðurvist ókunnra gesta og lyftir líknandi vængjum við grjótsvartar eyjar, en ferðlúin Hafrún heldur til hafnar og mávurinn klýfur loftið í kjölfar heimfúsra augna, Hvítabjamarey og klofin af tröllslegu grettistaki sem skessan kastaði úr Kerlingarfjalli (eða var það kalsár jökull sem kvaddi land sitt með þjóðsögulegu minni), en kankvís teistan teygir höfuð úr hafi og ritumar kyssast við selmjúka skugga og þögn. Einsog þú fellir lerkið barr sitt og leitar sér skjóls undir berki sem blánar við hjarnlúinn dag undir klóm einsog þú vaknar lerkið af vetri við langþreyttar nætur og saknar þess dags þegar barrið fór hríslandi kliði um ferðbúinn skóg einsog þú skrýðist lerkið vorgrænu barri sem leitar að dansandi geisla á gullslegnum skóm einsog þú svífur lerkið til himins og heldur til fundar við nývaknað vorið og daga sem ilma við blóm. Af þverstæðu emm við komin, að þverstæðu skulum við aftur verða og af þverstæðu aftur upp rísa, þú sem vaktir fólkið af löngum svefni varst sjálfur úr Svefneyjum og ungum var þér sjóköld hvíla búin, saltdrifin hetja gekkstu í hafið þar sem landið er ögmm skorið og skildir ekki eftir þig neina dys við alfaraleið (enginn kastar steinum að dyslausum þverstæðum lífsins),' ein og spyrjandi stöndum við í kaldri skor og sendum fuglsaugu okkar yfir hafið, þangað sem ferðbúin hugmynd hélt á vit þinna stóm drauma og huldan gekk inní fossúðann þegar dagana tók að lengja, þangað sem dagamir vom uppi og gamalt fólk horfði vængstýfðum augum inní þverstæðufulla drauma sinnar svefnþungu nætur, þangað sem þrútið loft og þokudmngað vor mætir auganu enn, horfum einsog rjúpa renni vængmjúkum augum að klógulri óvissu dauðans og fálkagrátt umhvei'fi draumsins er sviðskaldur vemleiki, þangað sem líf okkar rís einsog dagur af svefnþungri nótt, draumsjón þín rís af svefnþungum áformum dauðans, þangað sem sólfagrir dagar leita sorglausa draumana uppi og eftirvæntingin fer moshlýjum yl þínum Eggert þangað er ferðinni heitið, að nytsamri fjarstæðu draumkaldrar vissu um upprisu þjóðar í nauðum, þangað sem minningin dregur draumgóðar vonir að vökunnar mildandi ljósi. Við seglhvítan væng (Brot) Syngur grágæsamóðir við mjúkvængjað vatn Ang-ung-ung ljáðu mér fjöður úr leitandi vængjum svo ég geti flogið til fallegri drauma svo ég geti flogið upp til himin- tungla í mildu ljósi þinnar hvítu bringu. Fugl hreyfir vatn hreyfir klett inní kyrrláta þögn rekur mý inní úða og móskufullt hvarf fugl hreyfir væng yfir vatni undh' sjónsnerting drengs hreyfir vatn, hreyfir veröld úr stað. Bátar á hvolfi, nei, álftir og blása í þoku- lúðra Vúúúbb-vúúúbb hlaupa með fullum seglum á gulum kulmjúkum öldum Vúúúbb fljúga til himins undir seglhvítum vængjum vagga sér yfír ógrónum gígum og kyrrðin bergmálar huldunnar lyngsáru þögn. Ljóðin sem hér birtast eru úr nýrri ljóðabók, Land mitt ogjörð, eftir Matthías Johannessen. Bóídn kemur út hjá Hringskuggum ínæstu viku. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.