Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Blaðsíða 10
Villigötur að loknum grunnskóla ú skalt byija á því að ná þér í stúdentspróf og sjá svo til“ er heilræði sem óráðnum unglingum er gjaman gefið við lok grunnskóla. Undanfarið hefur æ oftar leitað á huga minn, að með þessu séu þeir óviljandi leiddir á villigötur. í september 1992 gaf Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands út samantekt úr könnun sem unnin var árið 1991 að beiðni mennta- málaráðuneytisins. Ritið ber heitið „Náms- ferill í framhaldsskóla. Helstu niðurstöður". (Jón Torfi Jónasson 1992.) Markmið verksins var að fá yfirlit yfir skólasókn og námsgengi nemenda í fram- haldsskóla, og var það gert með því að at- huga einn árgang nemenda og fá þannig mynd af ferli þeirra. Valinn var fæðingarár- gangurinn 1969, þ.e.a.s. 22ja ára gamalt fólk. Niðurstöður könnunarinnar eru ekki upp- örvandi, og séu þær settar í samband við aðra rannsókn (Bettý Nikulásdóttir og Sölv- ína Konráðs, 1991), gefa þær fullt tilefni til svartsýni. Þetta á ekki sist við um 4. kaflann, „Yfir- lit yfir námsgengi nemenda í framhalds- skóla“, þrátt fyrir að 5. kaflinn, „Könnun á viðhorfum brottfallshóps", gefi fremur til- efni til bjartsýni ef grannt er skoðað. Safnheitið „brottfallshópur" er notað yfir þá nemendur sem verið hafa tvö ár eða skemur í skóla að loknu grunnskólanámi, en það eru næstum 40% árgangsins, eða 1.624 einstaklingar af 4.154. Vissulega væri það stóralvarlegt mál, ef aðeins ríflega helmingur fólks aflaði sér menntunar eftir skyldunám, eins og margir virðast hafa ályktað af þessum tölum, en hér er að fleiru að hyggja, eins og höfundar ritsins benda reyndar á. Eins og áður sagði eru skoðuð örlög 4.154 Eftir ÖRN ÓLAFSSON einstaklinga, sem hefðu átt að ljúka skyldunámi 1985. Þaðvor taka 3.525 úr hópnum sam- ræmd próf, og um haustið innritast 3.018 þeirra í framhaldsnám, þar af 2.490 í stúdentsnám. Með öðrum orðum, 73% hópsins (86% þeirra sem ljúka skyldunámi á eðli- legum hraða) halda strax áfram námi og af þeim hópi stefna 82,5% eða 2.490 á stúd- entspróf, en aðeins 9,4% eða 284 á starfsnám (7,9% eða 238 fara í fomám). Sex árum síðar hafa 1.273 hætt námi án prófs, 218 lokið iðnnámi en aðeins 1.436 stúdentsprófi. (í stúdentahópnum eru auk þess nokkuð örugglega u.þ.b. 90 einstakling- ar sem luku skyldunámi á undan jafnöldrum sínum.) A sama tíma og Félagsvísindastofnun var að vinna að umræddri könnun, rannsökuðu þær Bettý Nikulásdóttir námsráðgjafi og Sölvína Konráðs sálfræðingur, hvað orðið hefði um 650 stúdenta sem útskrifaðir voru frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árin 1975-1986, og gera grein fyrir niðurstöð- unni í samtölum við Morgunblaðið 23. júní 1991 og Alþýðublaðið 27. júní 1991. Þar kemur m.a. fram, að af þessum 650 stúdentum höfðu aðeins 263 eða 40% lokið námsgráðu eða voru enn í námi, einnig að þeir sem aldrei höfðu innritast í nám að loknu stúdentsprófi voru að vinna störf sem ekki þarf stúdentspróf til, og að tveir þriðju hlutar þeirra sem ekki innrituðust í frekara nám eða hættu námi fyrir lokapróf í há- skóla stunduðu störf þar sem engrar sér- menntunar var krafist. Það bendir því flest til þess að af þeim 2.490 einstaklingum úr ’69 hópnum sem innrituðu sig á stúdentsbraut ljúki aðeins 575 eða 23% háskólagráðu, en þrír af hveij- um fjórum heltist úr lestinni. „Stúdentsprófið er ekki leið að betri tæki-' færum á atvinaumarkaði, prófið opnar að- eins leið að frekara námi,“ segja þær Bettý og Sölvínu um niðurstöður sínar, og þær bæta við: „Grunnskólalögin frá 1974 voru skipulögð óreiða í skólamálum og nemendur í grunn- skólum tilraunadýr í tilraun sem þeir fengu aldrei niðurstöðu úr. Á hveiju ári koma nemendur í framhaldsskólana án þess að hafa til þess námsgetu eða nægan undirbún- ing. Þessum nemendum líður illa, þeir eru að fást við verkefni sem þeir hafa enga getu til að vinna. Þessir nemendur trúa því að án stúdentsprófs komist þeir ekki áfram í lífinu. Stúdentspróf verður aldrei mæli- kvarði á manndóm unglings en ár eftir ár á skólabekk án þess að árangur sjáist getur eyðilagt sjálfsvirðingu fólks.“ (Mbl. 23.6. 1991.) Nú er það svo, að þótt 22ja ára ung- menni hafi strandað vonarfleyi sínu áður en háskólaprófið var í höfn, hefur það vænt- anlega numið ýmislegt gagnlegt í Iífsins skóla, m. a. þau sannindi að án starfsrétt- inda stendur það höllum fæti. Og tækifærin blasa við því: í bæklingnum „Fullorðinsfræðsla“ (menntamálaráðuneytið 1992) bjóða á annað hundrað aðilar þúsund- ir námstilboða, allt frá fárra tíma tóm- stundanámskeiðum sem sniðin virðast fyrir fólk sem er í vandræðum með að drepa tím- ann, upp í kreijandi nám á háskólastigi. Meðal þessara aðila eru bændaskólar, stý- rimannaskólar, vélskólar, garðyrkjuskóli, hótel- og veitingaskóli, listaskólar, iðnskól- ar, fiskvinnsluskóli, ög fjölmargir fleiri skól- ar, að ógleymdum öldungadeildum. Það er því úr nógu að velja fyrir þá sem ekki er búið að beija úr allt menntunarsjálfs- traust, en því miður mætti stundum halda að það væri yfirlýstur tilgangur framhalds- skólakerfisins. Að öllu þessu samanlögðu tel ég mig geta fullyrt, að ekki eigi að beina öðrum nemendum í stúdentsnám að loknum grunn- skóla, en þeim sem stefna að því að ljúka fræðilegu háskólanámi við Háskóla íslands eða sambærilega stofnun og sennilegt sé, að því fyrr sem sá sem er á rangri leið lendir í strandi á stúdentsbrautinni, því meiri líkur séu á því að hann öðlist síðar skilgreind starfsréttindi, í stað þess að bætast í ört stækkandi hóp þeirra atvinnuleysingja sem kunna hrafl í ensku, dönsku og algebru. Mest er þó um vert, að sérhveijum nem- anda sé gert kleift að ná eins hátt og hugur og geta leyfir, með því að aðstoða hann hjalla af hjalla, i stað þess að vísa honum vanbúnum á þrítugan hamarinn. Höfundur er húsasmíðameistari. Litið til baka um 60 ár Eftir ÁGÚST VIGFÚSSON Við sem orðnir erum gaml- ir styttum okkur oft stundir við að láta hug- ann reika yfir liðinn tíma. Þó er það svo að okkur sem orðnir erum aldraðir, sem kallað er, finnst þessi tími ör- skammur. Flestir gætu víst tekið undir með Einari Benediktssyni, er segir: Árin mín líða tug eftir tug; mér tíminn fmnst horfinn sem örvarflug og allt sem ein augnabliks saga. Sextíu ár eru stór hluti af hinni stuttu meðalævi mannsins. Nú eru slétt sextíu ár síðan ég og félagar mínir útskrifuðust úr Kennaraskóla Íslands, árið 1934. Fleiri út- skrifuðust úr skólanum þetta ár en venju- lega á undanförnum árum. Þetta kom til af því, að einni bekkjardeild var bætt við þennan vetur. Þeim sem fengist höfðu við kennslu, en höfðu ekki réttindi, var gefinn kostur á að afla sér þeirra með því að stunda nám þennan vetur í skólanum. Mig minnir, að 60 nemendur hafi útskrif- ast þetta vor, 1934. í bekknum mínum voru 30. Úr þessum hópi eru um 20 horfnir yfir móðuna miklu. Margt af þessum bekkjar- systkinum mínum var mætt er skólanum var sagt upp. Allmargt af þessu fólki hef ég aldrei séð síðan. Það fluttist hingað og þangað um landið. Þó að liðinn sé þetta langur tími síðan við komum saman þarna uppi á loftinu hjá honum Freysteini er mér ýmislegt minni- stætt af því sem þarna var sagt. Ber þá fyrst að minnast skólastjórans, Freysteins Gunnarssonar, þessa hljóðláta, virðulega Gamli Kennaraskólinn íReykjavík. gáfumanns. Hann hélt þarna ágæta og eftir- minnilega ræðu og óskaði okkur velfarnaðar í starfi. Nokkrir af kennurum Kennaraskól- ans töluðu þarna. Þeir ræddu um hið mikil- væga starf sem biði okkar: að skila æsku- Iýðnum þroskaðri, víðsýnni og hæfari til að takast á við hin margvíslegu verkefni sem bíða allra hugsandi manna. Ástandið í þjóðfélaginu á þessum tíma var ekki gott. Átvinnuleysi var mikið. Segja mátti að allsieysi ríkti á mörgum sviðum. Ég held að mörg okkar hafi lítið grunað hvað biði okkar er við kæmum út í starfið, það er að segja, ef við fengjum þá nokkuð að starfa, en þá var slegist um hvern bita. Ég man enn brot úr ræðu eins kennar- ans, séra Sigurðar Einarssonar, sem síðast var prestur í Holti. Hann hóf mál sitt með því að taka undir það sem hinir höfðu haft á orði um mikilvægi starfsins sem biði okkar. Síðan skipti hann snögglega um umræðu- efni og tón. „Lítið hefur verið minnst á þá erfiðleika er bíða ykkar er þið komið út í starfið. I raun og veru má segja, að sum ykkar gangi berhent út í starfið. Kaupið er það lágt, að ekki er hægt að lifa af því mannsæmandi lífi. Húsakostur lélegur og tæki til kennslunnar nánast engin og langt í frá að ykkur verði alls staðar tekið með hlýhug og skilningi. Þetta er staðreyndin, þó minna sé talað um það, heidur meira rætt með fögrum orðum um mikilvægi starfsins. Ég tel nauðsynlegt, að þið séuð með á þetta, því vil ég segja við ykkur: Látið ekki teyja ykkur út á fen faguryrð- anna!“ Þessi setning held ég hafi geymst óbrengluð í huga mínum í þessi sextíu ár, svo sérstæð finnst mér hún. Þannig var raunar um fleiri setningar þessa afburða snjalla ræðumanns. Hvað beið okkar svo í starfinu? Örfáir fengu fasta stöðu. Fyrir tilviljun var ég einn af þeim. Kaupið var um 200 krónur á mánuði. Af þeim átti hreppsfélagið að greiða 34 krónur, að mig minnir. Þær krónur fékk ég ekki greiddar fyrr en löngu seinna. Ástand- ið hjá hreppnum var þannig, að þeir voru í vandræðum með að útvega matvæli fyrir þurfalingana. Þeir sem ekkert höfðu urðu auðvitað að ganga fyrir. Þeir sem voru í farkennslu fengu að ég held 600 krónur yfir tímabilið og auðvitað frítt fæði og húsnæði. Auðvitað er ég tekinn að gleyma flestu frá þessu tímabili. Ellin er farin að sækja fast að mér. Ég hitti nýlega gamlan skólafé- laga sem ég hafði ekki séð í fjöldamörg ár, en þekkti hann samt. Hann þekkti mig hins vegar ekki. Þegar hann uppgötvaði hver ég var, sagði hann: „Hvernig átti mér að detta í hug, að þú værir orðinn svona ellilegur?" Þá varð eftifarandi staka til sem ég læt hér fljóta með þó hún sé ekki neitt Iistaverk: Ekki þarf að efa það, allt að lokum hrynur. Ég er bráðum búinn að beija nestið, vinur. Nokkur þeirra sem útskrifuðust 1934 urðu síðan þjóðkunnugt fólk. Ég sleppi því í þessari stuttu grein að telja þau upp. Ég sendi þeim sem enn eru á lífi bestu kveðju og þakka gömul og góð kynni. Er við komum saman nokkur skólasystk- in til að minnast þess að 40 ár voru liðin síðan við útskrifuðumst varpaði ég fram eftirfarandi stöku: Senn er lokið langri göngu, lítinn hlaut ég skammt. Þetta skiptir annars öngu; - allir kveðja jafnt. Höfundur er fyrrverandi kennari, er nú 85 éra. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.