Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 2
samþykkti þjóðin valdarán fyrrum komm- únista og andstæðinga Ceausescu, sem þrátt fyrir vafasma fortíð skildu tímanna tákn og náðu völdum undir formerkjum „byltingar“ veturinn ’89. Frelsið hélt nú innreið sína í Rúmeníu af fullum krafti, en líkt og í Rússlandi fremur til að kitla fólkið en fullnægja, því fortíðarvandinn var of stór til að Rúmenar gætu notið þess til fullnustu. Frelsið er þó líklega komið til að vera og ætla mætti að skilyrðinu fyrir heilbrigð- um vexti og viðgangi hafi verið náð. Eða hvað? Það sem áður lá í dái doða og myrk- urs hefur nú lifnað við með ljósum og lát- um, oft í óttalegum kaos. Við sjáum einka- bíla akandi í auknum mæli á holóttum götum borgarinnar, þvers og kruss, hver með sínu lagi og ógrynni sölubása þar sem allir vilja selja en færri geta keypt. Við sjáum fólk á hlaupum en við sjáum líka fólk sem hrærir sig hvergi og hefur plantað sér á götunni til að biðja um öl- musu. I þessum hópi eru einkum gamalmenni og fatlað fólk, en einnig börn og unglingar og við sjáum líka einstæðar mæður með ungaböm í fanginu. Sumar hafa ekki einu sinni fyrir því að halda á þeim og leggja þau á berar stétt- amar í steikjandi sól, sum- ir segja slævð með lyfjum til að vekja meiri með- aumkun. Hér era sígaunar afar áberandi, kannski vegna útlits síns, kannski vegna aðferðanna sem þeir beita við betlið. Margir þeirra hala sér þó inn pen- ing með því að hreinsa bílr- úður ökumanna t.d. á ljós- unum, oft án þess að spyrja um leyfi. Aðrir eru ekki eins duglegir og sníkja sér pening með öðr- um hætti. Á götuhorni nokkra ber hræðilega sjón fyrir augu okkar: Unglingur, að öllum líkindum sígauni, ekki eldri en 15-16 ára og fóta- laus, vappar um á báðum höndum milli bílanna á ljósunum. Hann biður um ölmusu og leggur sig í lífs- hættu þegar hann tínir upp aurana af götunni með aðstoð stúlkubarns. Hvað eigum við að gera? Getum við látið slíkt afskipta- laust? Við ákveðum að doka aðeins við, við viljum sjá meira og drengurinn verð- ur örugglega þarna áfram, hann virðist þéna vel - það era margir sem gefa. En er það skylda þeirra? Og ýmsar siðferðilegar spurn- ingar brenna nú á okkur. Eins og: Ber okkur að gefa ölmusu? Á betl yfirleitt rétt á sér? Viðhöldum við ekki bara þeirri mannlegu niðurlægingu sem betli fylgir ef við viðurkennum það og tökum þátt í því? Hvað gerist ef við gefum stráknum pening, lifir hann lengur? Hvað með morgundag- inn, þarf ekki að gefa honum áfram? Og þó að hann lifi lengur fyrir vikið, er það þá eitthvert líf? Gæti hann ekki gert eitt- hvað annað til gagns? Slíkar háfleygar spurningar sýnast þó bara hjákátlegar þeg- ar barist er um líf og dauða á götunni. Og á meðan stjórnvöld gera ekkert róttækt í málunum og fólkið heldur áfram að gefa viðgengst betl áfram eins og sjáifsagt væri. Hvað sem þessum spurningum líður höfum við hins vegar gleymt stráknum okkar á götunni. Hvað varð um hann? Það er rétt eins og jörðin hafi gleypt hann, hann er a.m.k. horfinn af götuhorninu, kannski hefur hann grætt nóg í dag. Og við ásökum okkur fyrir að hafa hikað og brugðist svo seint við, hefðum átt að gefa honum eitthvað strax. En á næsta götu- horni blasir við okkur ótrúleg sýn. Þarna stendur nú kauði skælbrosandi, reykjandi sígarettu ásamt öðrum sígaunapilti, reynd- ar á báðum fótunum alheilum. Hveijum er hægt að treysta og hvetjum ekki? Og sjálfsásakanir okkar víkja fyrir þægilegri reiði í garð piltsins og aðstandenda hans. Þægilegri, af því nú þurfum við ekki leng- ur að ásaka okkur fyrir afskiptaleysið. En sú sæla er skammvinn því á öðru götuhomi sjáum við annan mann og hann er raunverulega fótalaus! Og á því næsta sjáum við annan fótalausan mann og á því næsta enn annan og svo annan... Já, eymdin er endalaus. Og jafnvel þótt við sæjum alla eymdina á götum Búkar- est, tækjum þátt í henni og vildum gefa af „gæsku“ okkar og „örlæti" þá væri af- skiptaleysispínu okkar enn ekki lokið. Því hvað vitum við um þá sem við sjáum ekki og náum ekki til og stundum heyrum ekki einu sinni af - hvað með alla þá ósýni- legu? Þær sem lifa af vændi á hótelum og börum? Þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki lengur er hrúgað með líkamlega fötluðum, en ekkert pláss er fyr- ir á stofnunum? Hvað með alla yfirfullu spítalana eða læknana og hjúkrunarfólkið sem þiggur mútur og hjálpa þeim best sem borga mest? Hvað með börn fátækra for- eldra sem seld era til útlanda eða hafa smitast af eyðni vegna ónógs hreinlætis við spautugjöf? Og hvað með sígaunana og þá fordóma sem ríkja í garð þeirra eða þá almennu skoðuna að þeir séu skítugir, latir og þjófóttir, m.ö.o plága Rúmeníu, sem jafnvel fulltrúi Rauða krossins undirstrikar þótt hann segist gæta hlutleysis í hvívetna og hjálpi þeim eins og öðram? Hvað vitum við? Háttsettur embættismaður innan UNESCU hefur sína skoðun á málefnum sígaunanna: „Sígaunar eru ágætt fólk, mínir fyrstu og bestu vinir hérna í Rúme- níu voru sígaunar. I röðum hæstsettu emb- ættismanna ríkisins er að finna sígauna, jafnvel sjálfur forseti landsins er hálfur sígauni. Og hann skiptir sígaunum í tvo flokka: Annars vegar þá sem eru af slav- neskum ættum og hins vegar þá sem eru af austurlenskum uppruna og halda fast við fornar hefðir. Það era einkum þeir sem verða bitbein fólks og blórabögglar fyrir þann vanda sem steðjar að Rúmenum og þeir einir geta kennt sjálfum sér um. En við skulum ekki gleyma því, að það eru sígaunarnir sem vinna við að hreinsa götur borgarinnar í skjóli nætur þegar ekki sést til þeirra." Og þannig mætti lengi ræða um það sem er augum okkar hulið í fljótu bragði en leynist undir yfirborðinu. En jafnvel þótt við séum nú ögn vísari um þá eymd sem í Rúmeníu ríkir má ef til vill skoða afskipta- leysi okkar og þá pínu sem henni fylgir í öðra ljósi og mun stærra samhengi en áð- ur, t.d. með tilliti til sögunnar, allt til þess tima er Tyrkir hetjuðu á Rúmena, rændu og rupluðu, og kristindómurinn hékk á blá- þræði en Vesturlönd neituðu hvað eftir annað að koma Rúmenum til hjálpar. Samt tókst þessari þrautseigu þjóð að veijast árásum barbaranna í átta aldir með allt að tífalt minni liðsafla, svo líkt hefur verið við kraftaverk. Og loks þegar kommúnism- inn fór sem eldur um sinu í austri var loka- högginu greitt atkvæði með áframhaldandi afskiptaleysi. Og hvert hefur þetta endalausa afskipta- leysi síðan skilað okkur? Um það mætti eflaust skrifa margar bækur, en sjón er sögu ríkari: Eymdin blasir alls staðar við! Það þarf því engan að furða þótt útlending- um í Búkarest skuli í sumum tilvikum vera gert að greiða hærra verð en innfæddir fyrir sömu þjónustu - þótt það sé slæm pólitík - og verslunarfólk reyni stundum að svindla á útlendingunum. En það er því miður oft viðhorf stórborgarinnar „að út- lendingar séu til að græða á“. í sveitunum ríkja önnur gildi. Þar hefur hín kunna og aldagamla rúmenska gest- risni haldið velli og þar eru allir jafnvel- komnir. Þaðan er menning Rúmena komin, hin fag- urskreyttu hús og klæði unnin af nostri með hvers kyns mynstri prýdd ótrú- legri litadýrð, söngvar og dansar, ljóð og kvæði sem hafa staðist tímans beittu tönn og stöðuga blóð- mjólkun erlendra ríkja. Já, blóðmjólkun er réttnefni því þótt landið sé óhemju- ríkt af málmum og land- búnaðarafurðum hefur rúmenska þjóðin lítið feng- ið í sinn hlut og stendur slipp og snauð eftir sem áður. Hver gæti trúað því að hjá slíkri þjóð byggi það glaðlyndi sem raun ber vitni, meira að segja í ys og þys stórborgarinnar gefa menn sér tíma til að hlæja og brosa. Hið yfir- vegaða fas sem neitar að taka hlutina of alvarlega má kannski að sumu leyti rekja til erfiðra veðurskil- yrða (mjög heitra sumra og harðra vetra) en er engu að síður innbyggt í rúmensku þjóðarsálinni. Kannski er það einmitt þetta furðulega fyrirbæri sem hefur í senn gert Rúmenum kleift að yfir- stíga þau ósköp sem yfir þá hafa dunið í gegnum tíðina og sætt þá við ríkj- andi ástand. Við heyrum Rúmenana a.m.k. sjaldan kvarta. En hvað sem þessu líður er upp að rísa önnur metn- aðarfyllri þjóð í Rúmeníu; þjóð með drauma og þrár, þetta er einkum ungt fólk og vel menntað sem vill ná langt í lífinu. Þar eru konurnar einkar áberandi. Glæsilegar ungar konur, sem klæðast nýj- ustu tísku, fallegum, æsandi kjólum mitt í allri eymd Búkarest og vippa sér ákveðið framhjá forarpyttum og öðram torfærum götunnar til að komast rakleitt á áfanga- stað. Þetta er framtíð Rúmeníu! Já, framtíð Rúmeníu er bljúg og sæt en staða hennar að sama skapi ótrygg. Frels- ið er enn í fæðingu og lýðræðið heur ekki náð að festa sig í sessi. Flokkur Iliescu forseta, (fl. lýðræðislegra sósíalista í Rúme- níu) hefur ekki meirihluta á þingi og þarf að styðja sig við fjóra aðra minni flokka á vinstri vængnum, einn þeirra er sprottinn upp úr jarðvegi kommúnismans og lifir í anda hans, annar er harður þjóðernisflokk- ur. Tortryggni Vesturlanda er því skiljanleg og dræm efnahagsaðstoð þeirra sömuleiðis. Samt gera stjórnvöld allt hvað þau geta til að laða að erlent fjármagn inn í landið, því þótt landið sé afar ríkt af náttúruauð- lindum skortir bæði tæki og verkkunnáttu til að nýta þær og það þarf peninga til að byggja upp hagvöxt. Þ lögum er nú gert ráð fyrir nær hömlulausu frelsi erlendra fjárfesta en fleira þarf að koma til og styrkja þarf stoðir rúmensks stjórnmála- og efnahagslífs ef lögin eiga að koma að fullu gagni. Með styrkara lýðræði fá Vest- urlönd eflaust næg tækifæri í framtíðinni til að bæta fyrir syndir sínar og hjálpa Rúmeníu. Með nánari samvinnu og nálgun ríkja í Evrópu yrði það allra hagur. Höfundur er námsmaður. HELGI SÆMUNDSSON Sjávarhljóð Bregður litum fögur fold, falla blóm og grös í mold. Dunar sær en dreymir þó djúpa þögn og kyrra ró. Legg ég aftur augu mín, annrík veröld hverfur sýn. Heyri ég um hljóða nátt hafsins þúnga andardrátt. Haustar að í huga mér, hrímkalt rökkur yfir ber. Svæfir iand og þreytta þjóð þetta dimma sjávarhljóð. Helgi Sæmundsson fæddist á Stokkseyri 17. júlí 1920 og er því 75 ára um þessar mundir. Eftir hann liggja sex kvæöabækur á áraskeiðinu 1940-87. ELÍN DUNGAL Vorregn Lífið er ekki alltaf baðað biómum þótt bliki gleðiljómi gegnum ský en þegar sólin skín á milli skúra skaltu aldrei, aldrei gleyma því að regn á vori sem vætir fold úr vetrarfjötrunum leysir mold þá vakna blómin og vaxa á ný svo vonglöð þurfa regn og sól sem vorsins faðmlög hlý. Er fuglar loftsins með fögrum söng sín flétta hreiður um dægrin löng og þegar vindar laufin bæra og vermir sól og skín -þá kveður vorið ástarljóðin sín. Höfundur er píanókennari í Reykjavík. KRISTÍN JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Bón Ekki biðja mig að taia ef ég kem engu í orð um það sem ég vil segja ekki biðja mig um þögn ef ég vil loksins tala búin að finna orðin ekki biðja mig um forustu ef ég er hrædd um að týnast get ekki fundið réttu Ieiðina ekki biðja mig um að elta ef ég vil vera eftir get ekki haldið í við þig ekki biðja mig að vera hugrökk ef mér líður eins og barni hrópandi eftir móður sinni ekki biðja mig að sýna mig ef ég vil vera í felum hrædd við sjálfa mig ekki biðja að hafa stjórn á mér ef mig langar til að hágráta tár liðinna ára bara ekki biðja mig um neitt. Höfundur er hljómlistarmaður. FRIÐSÆLT umhverfiþar sem ósköp venjulegt fólk kaupir sér ávexti, en „við sjáum líka fólk sem hrærir sig hvergi og hefur plantað sér á götunni til að biðja um öimusu. í þeim hópi eru einkum gamal- menni og fatlað fólk eða einstaðar mæður. Eymdin er endalaus. “ ÞJÓÐARBROT sem oftast er sér á parti: Sígaunar í almenningsgarði í Búkarest. Þeir hafa skipst í tvær meginkvíslar. Annarsvegar eru sígaunar sem aðlagast hafa þjóðfélaginu, en hinsvegar þeir sem halda fast í lifnaðarhætti forfeðranna og eru ævinlega utangarðs. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.