Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 5
mannskepnunni góðu, sem annars vegar var skáld og læknir — en beit menn hins vegar á barkann og krækti úr þeim augun — að vart mun þurfa við að auka. En staða Tví- buranna í hinni augljósu tvenndarsögn á norður-suður ás Hjóls Vesturlands varður vart skýrð sem tilviljun. í raun eru sagnir Tvíburanna mjög líkar sögnum af Mann- dýrinu: munurinn er fyrst og framst sá, að bræðurnir eru tveir — en að tveir menn búa í raun í einu Mann-dýri. Hvor tveggja tvenndin er kennd við sól og mána; aðalmun- urinn sýnist sá, að Tvíburarnir varða ljós og myrkur en Mann-dýrið hið góða eðli sem teflt gegn hinu illa eðli — skepnuskapnum — í manninum Mér er ekki kunnugt um, að goðsagnir himins hafi verið bornar við Egils sögu fyrr en í Egils sögu og Úlfum tveim. Hið mikla eljuverk Bjarna Einarssonar, „Ldtterære forudsætninger for Egils saga“, er til dæm- is nær einvörðungu byggt á samanburði handrita — eins og raunar eðlilegt er, þar sem það mál er einmitt til rannsóknar í þeirri bók. Hvergi fínnast nein viðlíka efni til samanburðar við Egils sögu og í sögnum himins. Þannig er lang sennilegast, að höf- undur Egils sögu hafí þekkt sagnir himins vel — og af þeim sökum verið ljós gagn- stæða bræðranna tveggja og Mann-dýrsins. Væri það að sjálfsögðu fullkomlega skiljan- legt, ef Snorri var höfundur Eglu, sem átti til foreldris að telja að Hvammi í Dölum og bú að Borg á Mýrum. Það er því langsam- lega einfaldasti og eðlilegasti kosturinn að ætla Egils sögu runna annars vegar af þekktum sögnum um Mýramenn og hins vegar af munnmælum kynslóðanna um stjörnuhimin — ekki af rituðum heimildum. Goðsagnir bræðranna tveggja munu ætíð reynast torieystar úr samhengi Egils sögu. Bræðurnir voru frægir fýrir lærdóm og dirfsku — eins og þeir Egill og Þórólfur — en auk þess voru þeir andstæður fullkomn- ar; þeim hefur ekki verið illa í ætt skotið meðal Mýramanna, sem sumir voru manna fríðastir og aðrir manna ljótastir. Þá deyr annar þeirra og er sárt syrgður af hinum; þó öfugur bróðir virðist deyja þar (Egill en ekki Þórólfur, þ.e. sá sem kenndur er við „bellibrögð og ofsa“); kynni sjálft stefíð að hafa verið notað þótt breytt væri að nauð- syn verksins. Þá segja sagnir frá bardögum sem þeir bræður tóku þátt í; þeir voru jafn- an skjótir að koma þeim til hjálpar sem börðust vasklega; en auk þess fóru sagnir af stórorustu milli Etrúra og Rómveija, sem vafalítið hafa erfst fram aldimar. Þar mætti þá hugsa sér foma hliðstæðu við orustuna á Vínheiði, þó atvik séu ólík (Lum s.154). Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum atriðum í fari bræðra himins, sem vitur mið- aldamaður kann að hafa notað til sköpunar allegóríu Egils sögu; mega allir sjá, að þegar ritheimildir em skoðaðar, er ólíku saman að jafna. Lendur himins era ólíkt víðari. GlLDI MlÐALDA OG EGILS Saga „Gildi voru til á íslandi allt frá árinu 1119 og líkur benda til, að þau hafi verið við lýði hér allmiklu fyrr. Eigi fer milli mála, að blótveizlur vora haldnar á íslandi í heiðni: þar hafa vafalítið verið sagðar sög- ur; og vér eigum það skráð, að sögur vora sagðar að inu fræga gildi, sem skýrt er frá í Þorgils sögu og Hafliða. Norsk gildi, svip- aðrar tegundar og þau íslenzku, til dæmis Ólafsgildi, voru samkomur, þar sem „bygd- ens folk samledes én gang om aaret for at höre de gamles slegtberegnelser" og „fortællinger om fædrene" (E.P. Stefíð 1988: k. 61). Bein ástæða- er með öðrum orðum til að ætla, að Egils saga Skalla- grímssonar hafi verið sögð í gildi; sú saga fjallar um sjálft landnám Vesturlands og forfeður þess fólks er þar bjó. Fjölmennur gildisfundur var haldinn að Hvammi í Dölum árið 1148 og annar að Þingeyram árið 1182. Snorri Sturluson sleit barnsskóm í Hvammi, sagnaritun þróaðist að Þingeyrum. Talið er, að sú iðja í gildum að rekja ættir og fræð- ast um forfeðurna hafi rannið af svipuðum siðum blótveizlna; ef það er rétt má ætla, að mikill hluti þeirrar þekkingar, sem í Egils sögu er að fínna, eigi rætur að rekja til sagna, sem sagðar voru í gildum en áður vora varðveittar í minnum blótveizlna. Hvað kenndu gildi? Vér þekkjum það eigi allt, en það sem vér vitum með nokkurri vissu er, að gildisbræður stóðu saman gegn andstæðingum og að þeir höfðu hefndar- skyldu hver eftir annan. En að auki kenndu kristin gildi kristin lífsviðhorf, hófsemd, jafnvægi og auðmýkt. Ætla verður, að í sérhveiju gildi, er varðaði fijóguð og arf- taka hans, eins og Ólaf helga, hafi leyndar- dómur dauðans verið mikilvægur lærdómur innvígslu. Þá mun það nokkurn veginn full- víst, að gildin kenndu rétta dóma, þ.e. hug- Hvtwrvmue Sökkvabekkur (Cancer) Himinbjörg (Scorpio) Glitnir (Capricornus) Fólkvangur (Sagittarius) LANDNÁMSBAUGUR Vesturlands samkvæmt tilgátu RIM. Norður-suður línan liggur frá Válaskjálf (Tvíburar) til Fólksvangs (Sagitarius) Þvermálið er 216.000 fet í samræmi við 216 þvermál sólar, hið viðtekna þvermál himins á víkingaöld. takið „réttlæti". Að öllu sam- anlögðu virðist þannig eðli- legt að ætla Egils sögu Skallagrímssonar skyldan fróðleik i gildum Vest- urlands. Svo upphefst kaflinn um gildi miðalda í Egils sögu og Ulfum tveim (E.P. 1990: k. 59). SONATORREK Svo segir Egils saga, að grimm örlög hafi verið Agli búin, sonarmissir, sem hafði nær riðið honum að fullu. Er hann hafði lagt son sinn sjódauðan, Böðvar, í haug Skallagríms, „reið Egill heim til Borgar, og er hann kom heim, þá gekk hann þegar til lokrekkju þeirrar, er hann var vanur að sofa í; hann lagðist niður og skaut fyrir loku, engi þorði að krefja hann máls.“ (íslenzk fornrit II, 243.) Dvelur hann þar óáreittur til ins þriðja morg- uns. Þá er það sem Þorgerður dóttir hans gabbar föður sinn, fær hann til að yrkja af sér sorgina, og era þau viðskipti tildrög mesta kvæðis Egils, Sonatorreks. Þetta er vendipunktur í Egils sögu; eftir ina miklu lífsreynslu býr Egill að Borg langa ævi „og varð maður gamall, en ekki er getið að hann ætti í málaferli við menn hér á landi ..." (ÍFII, 257); uppivöðslumaðurinn mikli, inn ódæli og harðfengi, er orðinn stilltur vel og óhlutdeilinn um annarra hag. Mannskepnan er að mestu horfin; Egill hef- ur lært ina dýpstu lífsreynslu við sonarmiss- inn. Komið hafa í ljós lækningamáttur hans og skáldskapur, sá þáttur mannlegs eðlis, sem hefur menn upp úr svaðinu. Sterkar líkur benda til þess, að saga Egils hafi verið sögð í gildum, og þá sér í lagi í gildum Ólafs helga. Þar hafa mönnum því væntanlega lærzt af Egils sögu in kristnu lífsviðhorf, hófsemd, stilling og auð- mýkt. En tvö tákn standa upp úr þegar Egils saga er lesin með hliðsjón af allegór- ísku táknmáli: söl ogmjólk. Þetta mun koma flatt upp á ýmsa, en stingur þó í augu. Þorgerður fær föður sinn til að eta söl í lokrekkjunni og síðan að drekka mjólk. Hann tyggur sölin (sem eru sölt, svo að hann þyrstir), tekur við mjólkinni og svelg- ur stóram, en Þorgerður segir að nú séu þau vélt, þetta er matur sem Egill hugðist ekki neyta. Síðan yrkir Egill Sonatorrek. MIÐALDAMYND sem sýnir á táknrænan hátt leit mannsins að hinu óþekkta. Mjög er örðugt að finna tákn launhelga, sem gildin voru upphaflega runnin af. Ligg- ur til þess sú ástæða, að launhelgar draga einmitt nafn af leynd, þ.e. þar vora kenndir helgidómar á táknmáli sem mátti ekki vitn ast öðram en innvígðum. Er því með ólíkind um örðugt að finna gögn sem stuðzt sé við. Ég þekkti tákn salts og vatns, þegar ég ritaði Egils sögu og Úlfa tvo, en ég mundi ekki eftir því að hafa rekizt á að söl og mjólk hefðu verið tákn í gildum. Hef ég því haft augun hjá mér síðan við leit þessara tveggja tákna. Sá sem les þessa athugun þekkir væntan- lega niðurstöðu Egils sögu og Úlfa tveggja: hápunktur sögunnar er samkvæmt henni Vermalandsför sú, sem flestir fræðimenn hafa talið aukaatriði til þessa: þar er ein mitt sagt frá för Mann-dýrsins í vestur, til lands sólarlagsins, þar sem hann þarf að glíma við sporðdrekamenn tilverunnar og sigrast á þeim. Þetta gerist samkvæmt gildri venju á einstigi og í myrkviði. Svo mörg og glögg tákn era þarna til viðmiðunar að fátt fer milli mála um þessa lausn (k. 55-62) Launkristið Táknmál Kristnar launhelgar vörðuðu mjög tákn mál skírnarinnar að fornu. Það var er ég var að kynna mér þessi efni (vegna bókar- innar um kirkju Péturs í Skálaholti), að ég rakst einmitt á táknin mjólk og salt. Þessi frásögn varðar eilífa lífið og endurlausnina fýrir mátt krossins. En hún varðar einnig fullkomna umbreytingu („transfiguration") iess lífs sem vekur líkamann til æðra eðlis. Sá er leyndardómur skímarinnar: hin eilífa barátta milli ljóss og myrkurs er lýkur með sigri ljóssins: þá er lærisveinninn hefur kom- ist í höfn innan sýnilegrar veraldar (og þá væntanlega gert sér stöðu sína ljósa) en heldur samt áfram vegferðinni allt til loka. Eftir vakninguna ber hann í sálu sér innsigl- ið sem opnar allar götur veraldar á leið hans til himna; en þrátt fyrir það er ganga hans enn vörðuð djöflum og illum öndum. Förin til Vermalands fjallar einmitt um þess háttar óvini — og Eglu lýkur ekki þarna — enn eru eftir glímur við ina óæðri náttúra, svo sem dráp barna og þræla, landamerkja- irætur, og þess er Egill hyggst strá silfri Aðalsteins konungs yfir þingheim svo að bardagi megi af hljótast. Þetta ástand nefn- ir Hugo Rahner, sem hér er vitnað til, „leyndardóm millistigsins“ („mystery of the interim"). Maðurinn er vaknaður til vitund- ar, en ekki kominn í hinztu höfn. En inn mikli bardagi í Vermalandsför Egils varð einmitt er hann hvarf aftur til vesturs, í átt að landi sólarlagsins, þar sem hliðið stóð til undirheima. Samkvæmt kristnu táknmáli kemur Kristur, konungur ljóssins, úr austri eins og sólin, með uppljómun skírnarinnar (Egill var prímsigndur). Rahner snertir að sjálfsögðu ekki á Egils sögu, en telur mikill- ar rannsóknar þörf á grandvallar-spekinni; fom kristni felur í sér ýmislegt grískt efni, sem vér skiljum varla nú, en varðar notkun táknmáls í launhelgunum. Við þetta ber því reyndar að auka, að nútímamenn skilja varla margt í launhelgum fomaldar og miðalda lengur; flestar kirkjudeildir eru viknar langt frá vegi þessarar tegundar útlistunar. En þama er það sem Rahner minnist á: mjólk og salt. I þessum flokki tákna er fólgin hugmynd Satans er býr lengst í vestri; mjólk og hunang sem fæða lærisveinsins; og tákn saltsins. (Hugo Rahner, í „The Mysteries", ed. by Joseph Campbell, Bollingen Series XXX, volúme 2, s. 398 o.áfr.) Salt í stuttri Lesbókargrein er ekki unnt að fullkanna dýpt þessa efnis; hins vegar er reynt að kafa ýmsa sævi í ritinu um Péturs- kirkjuna. Þess ber að gæta, að tákn mjólk- ur og salts koma einmitt heim við stöðu þeirra í allegóríu Eglu samkvæmt RÍM. Verður vart á nákvæmari líking kosið. Það merkir aftur, að sennilega hefur launkristinn maður í Ólafsgildi séð fom kristin tákn mjólkur og salts í atferli Þorgerðar, þá er hún stuðlaði að yrking Sonatorreks forðum. Hvað merkti SALT í slíkri hugmynda- fræði? í „An Illustrated Encyclopaedia of Traditional Symbols" eftir J.G. Cooper (Thames and Hudson 1978) segir svo um SALT: „Líf, ódauðleiki ...; vísdómur og þekking (sal sapientiae); sálin“. Þá segir einnig svo að í alkemíu miðalda merki salt það að maður skilji hvað er rétt, gerir sjálf- um sér eitthvað ljóst („Rectification; clarific- ation“). Auk þess er það talið merkja hinn „fasta tening“, sem eimitt var eitt helzta tákn íslendinga samkvæmt RÍM. Þetta merkir (eins og hérlendis) jarðneskt eðli, en því við aukið, að líkaminn sameini and- ann og sálina. Þá er því og við bætt, að salt sé ekki einungis hinn efnislegi líkami heldur og „astral“-líkaminn, þ.e. hinn æðri andlegi líkami. Einnig er svo sagt, að í salti hafi verið fólgið það efni sem gerði það að verkum að órólegur andi stilltist eða „festist". Hjalti Skeggjason mælti, er Runólfur í Dai var skírður: „gömlum kennum vér nú goðanum að geifla á saltinu". Þetta vísar til þeirrar venju í kristninni að láta þá sem skírast bergja á salti. Sá sem við skím tók „skyldi læra að hreinsa sig af syndum, varð- veita trú sína lifandi og fjöruga, en ekki láta hana deyfast eða fyrnast“, segir útgef- andi Biskupasagna (Khöfn 1858, s. 25). Hér er í stuttu máli getið mikillar náttúru. Mjólkin En hvað merkir þá MJÓLK á slíku tákn- máli? Sama Alfræðibók tákna gefur þá skýr- ingu á mjólk, að „Mjólk frá móðurgyðjunni sé fæða guða, guðleg næring“. Sem fæða fyrir hina nýfæddu sé það notað á innvígslu- hátíðum sem „tákn um endurfæðingu“. Þá er mjólk jafnframt tákn um fjölskyldubönd- in. En þegar notað er í seremóníum merkir það vökva sem gefur líf. Sérstök kristin merking er gefin svo: „Orðið („the Logos“); himnesk mjólk innar mystisku brúðar, kirkj- unnar; mjólk er einnig sá einfaldi lærdómur sem gefin er nýsveininum fyrir innvígsluna og vín sakramentisins." Einnig er sagt að mjólkurfatan, muletra, merki andlega nær- ingu Krists og kirkjunnar. Hér er stiklað á stóru og aðeins dregið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. NÖ\?EMBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.