Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 6
ist vandaðri og kannski umfram allt skyn- samlegri. Ætli við getum ekki bara slegið ^ví föstu, að núna séu byggð betri hús. Ég hef notað tímann til að líta í kringum mig og sé að ýmis smáatriði eru betur leyst en áður; þar á meðal er þakfrágang- ur. I nýju hverfi sem ég skoðaði, Nónhæð í Garðabæ, sá ég ágætan frágang. Og þama er mun meiri breytileiki innan hverf- is en tíðkast að hafa í Þýzkalandi, þar sem strangar samræmingarreglur ákveða útlit- ið, þar á meðal þakhalla". En byggingarkostnaður íbúða- er hann til muna lægri í Þýzkalandi? Líklega ekki. Haraldur segir að fermetrinn í fullfrá- gengnum íbúðum í fjölbýli kosti um 2500 mörk, en 5-600 mörk rúmmetrinn. Sé um að ræða 100 fermetra, fjögurra herbergja íbúð, kostar hún eftir þessu 250 þúsund mörk, eða 11,3 milljónir ísl.króna. Harald- ur segir að þá sé miðað við að baðher- bergi séu flísalögð upp i dyrahæð, en á gólfum er ýmist haft parket, teppi eða lín- oleumdúkur. Nýjar þýzkar reglur fyrir fé- lagslegar íbúðir mæla svo fyrir, að í þriggja herbergja íbúð skuli barnaherbergi ekki vera undir 14 fermetrum og í 4ra her- bergja íbúð með tveimur bamaherbergjum mega þau hvort um sig ekki vera undir 10 fermetrum. Ekki er lögð áherzla á stór- ar stofur en þeim mun meiri á möguleika sammna eða skiptingar herbergja eftir fjölskyldustærðum. Til samanburðar á verðinu má geta þess að einmitt núna er verið að auglýsa nýjar, fullfrágengnar, 109 fermetra íbúðir í hinum nýja miðbæ Garða- bæjar og verðið er 11 milljónir. Enda þótt grasið sé grænna hinum megin við lækinn sem stendur, ætlar Har- aldur að koma heim - einhvemtíma. „Ég stefni að því að koma heim til íslands, þótt ég hafí vilyrði yfírmanns míns fyrir þessari vinnu sem nú er framundan. Sem stendur er ekki bjart yfír því að flytjast heim. Ég er svo heppinn, að aldur er ekki talinn skipta miklu máli þarna; það er sózt eftir mönnum með reynslu. Almenna reglan í Þýzkalandi er hinsvegar sú að menn fara á eftirlaun eftir sextugt og í síðsta lagi 64ra ára. Það er auðvitað vem- legt happ fyrir mig að fá þetta tækifæri, enda er ég langt í frá tilbúinn til þess að hætta.“ Hljómleikahús á ÓSKALISTANUM Er eitthvað á óskalistanum - einhvers- konar hús sem þig hefur alltaf dreymt um að fá að teikna? „Mig hefur alltaf dreymt um að fá að teikna hljómleikahús, en það hefur ekki orðið enn. Að vísu tók ég ásamt Helga, Vilhjálmi og Hauki Viktorssyni þátt í sam- keppni um tónlistarhús, sem þá átti að byggja í Laugardalnum, en hefur ekki verið byrjað á enn. En það var reyndar önnur lausn en okkar, sem varð fyrir val- inu. Svo það bíður eitthvað að maður fái að gera svona draumahús að veruleika." En Þýzkaland, þjóðfélagið, fólkið - hefur þetta tekið einhveijum umtalsverðum breytingum á síðustu áratugum. Haraldur hefur haft aðstöðu til að fylgjast með þjóð- félagshræringum í Þýzkalandi á síðustu áratugum. Hvað segir hann um þær? Jú, hann kveðst sjá ákveðnar breyting- ar, ekki allar til hins betra: „Streytan er meiri en áður, og ef ég tek mið af arkitekt- um sem ég þekki bezt, þá hefur álagið á þá vaxið. Samkeppnin hefur aukizt veru- lega. Þjóðfélagið í heild er bæði hraðara og harðara. Jafnframt eru Þjóðveijar alltaf á verði og að hugsa um stöðu sína í ljósi hinnar skelfílegu fortíðar. Þjóðfélagsbreytingin hefur komið illa niður á mannlegum samskiptum, miðað við þáð sem var þegar ég var í Þýzka- landi fyrir 20 árum.. Nú virðist ekki leng- ur vera tími til þess að setjast niður yfír ölkollu. Áður tíðkaðist að arkitektar, sem vinna saman á stofu, verðu talsverðum tíma í að spá sameiginlega í hlutina og ræða þá í ró og næði. Nú er ekki lengur tími til þess. Kaffistofan er ekki til leng- ur. Þess í stað skjótast menn í kaffíkönn- una og svo fer hver beint inn til sín. Það má ekki eyða tímanum í snakk, hvað þá að fara út á næstu krá, nema þá eftir vinnu, en þá þurfa allir að hraða sér heim, eða í „fitness“. Vinnutíminn er orðinn styttri en hann var. Þessvegna þarf að afkasta meiru. Og hjónaskilnuðum fjölgar ört. Álagið í velmegunarþjóðfélagi eins og Þýzkalandi hefur sínar hliðarverkanir líkt og annarsstaðar.“ Stykkishólmur: Yeðrið skráð ^ í 150 ár ARIÐ 1825 flutti í Stykk- ishólm ungur maður sem átti eftir að setja mikinn svip á bæinn, sýsluna og í raun allt landið. Ekki hefur verið haft hátt um þennan stórhuga í sögu- ritun fram að þessu. Ámi Thorlacíus var fæddur 12. maí 1802 á Bíldudal, sonur kaupmannshjónanna Ólafs Þórðarsonar Thorlacíus og Guðrúnar Odds- dóttur Hjaltalín systir séra Jóns Hjaltalín sem var síðast prestur á Breiðabólstað á Skógar- strönd, en hann samdi meðal annars Tíðavís- ur 56 ára, annál á 168 blaðsíðum undir rímna- hætti. Ólafur Thorlacíus hafði á skömmum tíma unnið sig upp úr því að vera bóndasonur í Reykjavík upp í það að vera einn auðugasti íslendingurinn. Til skipta eftir hann kom gíf- urlegur auður um 100.000 ríkisdalir silfurs, sem skiptist milli sona hans tveggja Áma og Ólafs og Guðrúnar er hann lést í Kaupmanna- höfn í janúar 1815. Kom þá meðal annars Stykkishólmsverslun í hlut Áma. Skólaganga Áma var ekki með hefðbundn- um hætti efnaðri pilta á þessum tíma. Haust- ið 1815 fór hann utan og nam við Westens og Brendrups. skóla í Kaupmannahöfn, sem rekinn var í anda upplýsingastefnunar, fram á vorið 1818. Helstu námsgreinar Áma vom danska, þýska, franska. enska, saga, landa- fræði, verslunarreikningur og trúarbrögð, en einnig nam hann að einhvetju marki skraut- skrift, teikningu og danslist, þótt ekki hafi hann skarað fram úr í þeim námsgreinum. Ekki lét hann þar við sitja heldur hélt hann aftur utan haustið 1818 og þá til Björvinjar að nema sjómannafræði en þeim fræðum lauk með verklegri kennslu á farskipum. Lauk hann námi í desember 1821 og var tekinn inn í lögstétt skipstjórnarmanna í Danmörku. Var hann síðan með fyrstu íslendingum til að hafa á hendi skipstjórn á skipum í siglingum milli íslands og annarra ianda. Var hann í ferðum milli íslands og Danmerkur næstu árin og hafði vetursetu í Kaupmannahöfn þar sem hann kynnti sér vel menningar- og félags- líf borgarinnar og var haustið 1824 tekinn í „Det Forenede Borgerlige Selskab" sem var framfarasinnaður klúbbur í anda upplýsingar. Telja má að þarna hafí í raun verið lagður grunnurinn að þeim mikla menningaráhuga og framfarahugsum sem síðar einkenndi Áma Thorlacíus allt hans líf. Vorið 1826 gekk Árni að eiga Önnu Magða- lenu Steenback sem var af norskum ættum dóttir Steenback factors í Önundarfírði. Reistu þau sér bú í Stykkishólmi og fengu frænda Árna Jón, snikkara Hjaltalín, til að reisa fyrir sig mikið hús sem alla tíð hefur verið kallað Norska húsið, sennilega vegna þess að hinir geysimiklu viðir hússins voru fluttir frá Noregi. Hýsir það nú Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Fyrstu árin rak Árni verslun og þó nokkra skipaútgerð en lét að mestu af þeim starfa um og eftir 1840. Sneri hann sér þá að öðrum hugðarefnum, gerðist stórbóndi og seinna umboðsmaður Stapa og Skógarstrandajarða. Einnig var hann þvisvar settur sýslumaður er sýslu- mannslaust var í sýslunni þó að ekki væri hann löglærður maður, má á því ef til vill sjá hversu fróður maður hann var talinn. Áhugi Árna á fræðaiðkan var mikill. Rann- sakaði hann meðal annars ættartölur og átti mjög veglegt safn ættartölubóka, margar með athugasemdum frá honum sjálfum. Fom- fræði áttu einnig hug hans og rannsakaði hann tímatal íslendingasagna, örnefni o.fl. þótt ekki liggi mikið skrifað eftir hann um þau mál. Þó birtist í Sögu íslands greinar um ömefni „Skýringar yfír örnefni í Landn- ámu og Eyrbyggju, að svo miklu leiti, sem við kemr Þórsnes þingi hinu forna“ og „Skýr- ingar yfir ömefni í Bárðar sögu og Víglund- ar“. Bréflega félagið var merkilegt félag sem stofnað var í tengslum við Framfarastofnun Flateyjar. Var Ámi félagi í þeim báðum og lét hann Bréflega félaginu í té „Tilraun til Islendskrar Sjómannafræði af A:0: Thorlacius I. deild.“ árið 1843. Er þar fjallað um grund- vallaratriði logarithmareiknings, hæðarmæl- ingar sólar, stjörnufræði fyrir skipstjórnendur og flatarmálsreikning. Einnig skrifaði hann sama ár ritgerð um skyldur húsbænda og vinnuhjúa sem var að mestu leyti þýðing er- lendrar handbókar en þó löguð „eftir ásig- komulagi og ástandi" eins og það er orðað. Nýmælið þar er að einnig er talað um skyld- ur húsbænda við hjú sín en ekki einhliða um skyldur hjúa, lesti og dyggðir. En ekki var hann blindur á verk annarra því hann styrkti Sigurð Breiðfjörð og kostaði útgáfu á sumum ritum hans sem í þakklætis- skyni tileinkaði honum Númarímur sínar og þegar Sigurður dvaldi í Grænlandi var honum hugsað heim til Árna: ... erindi á ofan í Hólm, mig héma ég þekki. ÁRNl Thorlacius, kaupmaður og út- gerðarmaður í Stykkishólmi. Braut- ryðjandi í reglubundnum veðurmæl- ingum á íslandi fyrir 150 árum. En húsið að tama mikla ekki, hvör hefur byggt þann háa rann? Hann Thorlacius góði mann! Ég fer inn að hitta hann, heilir allir að borði og bekki! Ég skammast mín og skammast hef og skal gera það hér eftir leingi, að þú hefur Arni! frá mér feingið svo mikið ei, sem Sendibréf; en þakklæti beri þessi skráin þér, sem mig yfir Spánska sjáinn fluttir heiman á, Og mig leiðindaróii frá, Ég leitaði til þín, þvi lá mér á, leingi varst ekki að segja já, Ég var þér Hrappur, þú mér Þráinn og þvert á móti kaupmannslögum, boðnum neitaðir betalning fyrir mína framsigling. Færa þer vildi buddan hring En ég skai þér seinna borga í bögum. Einnig styrkti Ámi Júlíönu Jónsdóttur úr Akureyjum við útgáfu hennar fyrstu ljóðabók- ar „Stúlka" sem jafnfamt var fyrsta ljóðabók- in sem útgefín var eftir íslenska konu, prent- uð á Akureyri 1876. Árni vann mikið að stofn- un lestrarfélaga og hafði með hendi rekstur Amtsbókasafnsins . Ekki er hægt að fullyrða af hveiju Ámi Thorlacius byijaði veðurrannsóknir sínar. Má ef til vill rekja það til náms þess sem hann lagði stund á bæði í danska menntaskólanum og í skipstjómarskólanum í Björgvin. Straum- ar upplýsingarinnar lágu um heimili hans og þar skipuðu náttúrvísindin veglegan sess. Ámi komst í samband við marga erlenda ferðamenn sem iðulega dvöldu á heimili hans. Meðal annarra komu þar fransmennirinir Gaimard og Roberts sem stunduðu meðal annars hitamælingar og gleymdu þeir þar hitamæli og urðu að snúa aftur til að nálgast hann. Sjómannafræðin spilar nokkuð örugg- Um brautryðjandann Árna Thorlacius, kaupmann, útgerðarmann og bónda í Stykkishólmi, sem hóf reglubundnar veðurmælingar og skráningar 1. sept. 1845. Eftir ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR GÖMUL myndfrá Stykkishólmi. Fyrir miðju erNorska húsið, sem svo hefur verið nefnt, og Árni Thorlacius flutti inn frá Noregi. Þar er nú Byggðasafn Snæfellinga ogHnappdæla. NORSKA húsið eins og það lítur núna út. Því er við haldið í upprunalegri mynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.