Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 2
**» STÓRT farþegarými, svipað leikhús- sal, tekur 6-800 farþega. A)Fyrsta farrými. B)Efra loft. C)Eldsneyti. D)Vörugeymsla. E)Neðra loft. ; _____' ♦**♦¥*•» ORÐALISTI Hjáflæði...Bypass Hjálmskjár..Helmet visor Huliðsvél..Stealth airplane Klár.....Smart Skynjunarvirkjun..Cognitive engineering Snertilag..Boundary layer Staðvitund..Situation awamess Tvinnublanda.Composite material Örskynjari..Microsensor Örvirki..„Microactuator andi vængi, B-35 og B-49) og stærri flug- vélar komist ekki í framkvæmd er tækni- þróunin slík að hún mun gera næstu kyn- slóð venjulegra flugvéla hagkvæmari og öruggari. Þannig munu örgjörvar, örskynj- arar og örvirkjar sem dreift verður um alla flugvélina valda byltingu í hönnun og notk- un nýrra flugvéla. Þannig mun „klára“ flug- vélin gera hönnuðum kleift að hafa stjóm á mörgum fyrirbærum sem þeir hafa lengi vitað af en ekki verið færir um að stýra. Sjálfvirk stjómun t.d. örvirkja sem breyta loftstraumi yfir vængi á grundvelli upplýs- ingasöfnunar frá örskynjurum getur minnk- að loftmótstöðu og þannig aukið hag- kvæmni og hraða, eða bætt dreifingu álags á vængi þannig að öryggi og ending aukist. Upplýsingasafn frá neti örskynjara getur þannig lengt tíma sem flugvélin getur ver- ið án skoðunar og einnig gert flugvirkjum kleift að finna orsakir vandamála fljótt og örugglega. Aðrir skynjarar geta með því að samnýta upplýsingar frá gervitunglum gefið áhöfn mun nákvæmari upplýsingar um staðsetningu ekki bara þeirra eigin flug- véla, heldur einnig annarra flugvéla í ná- grenninu. (Einnig er unnið að hönnum tækja til að gera flugvélum kleift að fylgjast með ókyrrð í lofti sem getur valdið farþegum miklum óþægindum. Þýð.) NÝJAR efnablöndur Ekki er víst að slík „klár“ flugvél komist í framleiðslu strax. Samt munu flugfélögin beina athygli framleiðenda að lækkuðum rekstrarkostnaði flugvéla sinna. Þannig miin tölvutæknin hjálpa til með því að sýna hvaða hlutir eru öruggastir og endingar- bestir og hveija skortir á og þannig beina athygli framleiðenda enn frekar að endur- bótum á þeim hlutum sem þörf er að bæta. Einnig munu efnisfræðingar glíma við nýj- ar efnablöndur. Ný málmblanda úr áli og litíum vekur vonir vegna lægri eðlisþyngdar og meiri styrks en aðrar álblöndur hafa. Vegna þessa valdi Airbus samsteypan að nota þessa blöndu í frambrúnir vængjanna í hinum nýju gerðum Airbus A330 og A340. Meiri notkun þessarar ál-litíum blöndu mun líklega bíða þar til málmsérfræðingar finna samsetningu sem stendur betur móti sprungumyndun. Alcoa álsamsteypan er sögð vera að þróa ál-litíumblöndu sem eyk- ur sprunguþol meira en þriðjung framyfír núverandi álblöndur. Rannsókn Alcoa sýnir að þessi blanda gæti sparað um 12% af þyngd stélflata á stórum flugvélum eða um 300 kg. Annar möguleiki eru „tvinnublönd- ur“ þar sem kolþráðum er tvinnað í fjöllið- ur sem gerir blönduna mjög sterka miðað við þyngd. Aðlaga má blöndurnar að þeim burði sem efnið þarf að standast með því að breyta magni og stefnu kolþráðanna í blöndunni. Undanfarin ár hafa bæði herflugvélar og aðrar notast við tvinnublöndur í þá hluta flugvéla sem ekki verða fyrir miklu burðar- álagi. Hátt verð og skortur á þekkingu á því hvernig þessar blöndur bregðast (bila) undir álagi hafa komið í veg fyrir að þær séu notaðar víðar í farþegaflugvélum. Hönnuðir eru hægt og bítandi að afla sér þessarar þekkingar þannig að tvinnublönd- ur eru nú um 9% af þyngd Boeing 777 flug- vélanna sem teknar voru i notkun í júní 1995. Þetta er um þrefalt magn miðað-við Boeing 757 og 767. Flestar „tvinnublöndur" eru bakaðar í ofni undir háum þrýstingi og ekki er hægt að hita þær aftur og breyta lögun þeirra. Þessi ókostur mun ekki fylgja nýjum hita- plastefnum sem gera kleift að hita hluti búna til úr þeim aftur og breyta lögun til að komast fyrir framleiðslu- eða hönnunar- galla. Reiknað er með að endingu bæði ál- og tvinnublanda megi auka með því að setja í efnin örskynjara sem mæla álag. Þessar upplýsingar gera kleift að meta hve lengi enn má nota hlutina og ekki síður gera kleift að laga notkun hlutanna að álagi t.d. í hreyfanlegum stýriflötum. Betri Hreyflar Tvinnublöndur úr málmum og keramík geta aukið afköst hreyflanna. Hreyfíll sem notar blöndu af kísil-kolefnisþráðum í títan- íum grunni getur unnið við hærra hitastig en áður og því gefíð sama kný og áður með minni eldsneytisnotkun. Einnig yrði slíkur hreyfíll léttari og endingarbetri. Hönnuðir hafa einnig endurbætt hreyfla með því að auka hjáflæði í nýjum hreyflum. Hjáflæði er loft sem stór hverfill dregur inn en fer síðan framhjá hinum eiginlega bruna- hluta þotuhreyfílsins og blandast_ heitum útblæstrinum aftan við hreyfílinn. í nútíma hreyflum er hlutfall hjáflæðilofts um sex til sjöfalt miðað við það sem blandað er eldsneyti og brennt. Þetta hjáflæði eykur kný, minnkar eldsneytisnotkun og lækkar hávaða. Tilraunahreyflar hafa þegar verið gerðir þar sem hjáflæðihlutfall er upp í tuttugu. Við þetta hátt hlutfall koma á móti vandamál af aukinni loftmótstöðu ásamt stærri og þyngri framhverfli. Hagkvæmni hverfílhreyfla ákvarðast ekki síður af lögun hverfilblaðanna. Rannsóknar- stöð MIT í hverfiltækni er áð hanna „klár- an“ hreyfil með skynjurum og virkjum sem geta breytt lögun hverfílblaðanna meðan á notkun stendur og aukið þannig afköstin. Þetta ásamt minni loftmótstöðu mun auka hagkvæmni flugvéla enn meira. Loft- mótstaða kemur frá öllum hlutum flugvéla, en einn staður sem verið hefur hönnuðum erfiður er efra yfirborð vængjanna. Flug- eðlisfræðingar eyða miklum tíma í að rann- saka það þunna lag lofts sem flæðir næst yfírborði flugvélanna og nefnist „snertilag". Best er að þetta þunna lag lofts sé slétt og fellt, en í stórum farþegaflugvélum verð- ur það truflað, sérstaklega á efra borði vægjanna, og þar verður það að hringiðum lofts sem auka loftmótstöðu verulega. NASA hefur gert tilraunir með að útbúa Boeing 757 flugvél með vænghluta þar sem þetta órólega loftlag er sogið í burtu. Hluti vængjarins er þakinn litlum götum sem TVINNUBLÖNDUR fyrir flugvélar eru framleiddar í hitahólfum eins og hér í verksmiðju Textron Speciality Materials. Starfsmaður losar þynnu sem framleidd er með því að sprauta titanium-málmi á lag kísil-kolefnisþráða. FLJÚGANDI vængur: YB 49, sjá eftirmála þýðanda. tengd eru sogdælu. Dælan dregur órólega lagið inn um götin og sléttir þannig úr loft- streyminu. Örskynjarar á vængnum ákveða hve mikill óróleikinn er og þannig hve mik- ið innsogið þarf að vera. Ennfremur hafa hönnuðir séð fyrir sér að hægt sé að minnka loftóróa með fjölda örsmárra spjalda eða vængbarða sem hreyfast eftir fyrirmælum örskynjara. Staðvitund Flugmenn vinna betur ef þeir fá betri tæki til að sýna þeim hvar þeir eru og á hvaða leið þeir eru. „Staðvitund“ hefur það verið nefnt að geta unnið úr öllum þeim upplýsingum sem flugmenn fá frá hinum ýmsu mælitækjum og ytri áreitum og vera þannig ætíð meðvitaðir um hraða, hæð, staðsetningu, stefnu, veður og aðrar flug- vélar. Hönnuðir þurfa að ákveða hvernig er best að birta áhöfnum upplýsingar. Venjulega er flugmönnum nægilegt að sjá að vísarnir á mælunum benda rétt. Þegar á bjátar er hinsvegar nauðsynlegt að geta fljótt og rétt áttað sig á því hvað er að og velja úr mögulegum leiðum. Nútíma stjórnklefar geta sýnt geysilegt magn upplýsinga, raunar of mikið til að hægt sé að átta sig að fullu á þeim örfáu sekúndum sem gefast í neyðartilvikum. Til að vinsa úr upplýsingaflæðinu það sem nauðsynlegt er í hveiju tilviki þarf hugbún- að og tölvur sem ekki eru til í dag. Áður en hægt er að hanna slík tæki þarf nýja grein vísinda. Nefna mætti hana „skynjun- arvirkjun". Hér er átt við að sameina vitn- eskju um hvemig maðurinn vinnur úr upp- lýsingum og hvemig þessi úrvinnsla tengist því sem fram fer í heila hans. „Skynjunarvirkjun" gæti komið að mestu gagni þegar hún er látin vinna með nýrri skjátækni sem varpar nauðsynlegum upp- lýsingum á hjálmskjá flugmannsins. Hugs- anlegt er að flugmenn geti svarað gagna- flæði á slíkum hjálmskjá eins hratt og þeir geta hugsað. Rannsóknir eru þegar hafnar á að nota heilasveiflur til að stjórna stað- setningu punkta á skjá og þannig hugsan- lega stjórna tækjum. Flugvél ársins 2050 þarf ekki að vera eins og flugvél nútímans, en víst er að fram- farir í hönnun og „skynjunarvirkjun" munu gera flug öruggara og fleiri munu geta notið þess. Eftirmáli þýðanda: Fljúgandi Vængir Fljúgandi vængir eru ekki ný hugmynd en slíkar flugvélar hafa ekki komist á fram- leiðslustig fyrr en með Northrop B-2 „hul- iðsvélinni“. Bæði Northrop verksmiðjurnar og eins þýska vérksmiðjan Horten smíðuðu slíkar vélar á árum síðari heimsstyijaldar. Northrop verksmiðjurnar smíðuðu litla reynsluvél sem bar einn flugmann og flaug mjög vel. Northrop smíðaði síðan stóra sprengjuflugvél XB-35 sem var knúin fjór- um skrúfuhreyflum. Síðar var þeirri flugvél- argerð breytt í þotu, sem bar númerið XB-49. Ein slík fórst í tilraunaflugi og með henni öll áhöfnin. Bandaríski flugherinn afpantaði þær B-49 flugvélar sem búið var að panta árið 1948. Keyptar voru í staðinn flugvélar af gerðinni B-36 frá Convair verk- smiðjunum. Lengi hafa verið uppi ásakanir um að stjórnmál hafí spilað þarna inn í vegna þess að Convair verksmiðjurnar voru í Tex- as en sterkir stjórnmálamenn þaðan höfðu mikil áhrif. Sennilegasta skýringin er hins- vegar allt önnur. B-49 flugvélin gat aldrei orðið hljóðfrá sakir þykktar vængsins og flugdrægi hennar var ekki eins mikið og reiknað hafði verið með. Flugdrægi B-36 var miklu meira og hljóðfráar sprengjuþot- ur voru þá þegar á teikniborðinu. Það er fyrst nú þegar huliðseiginleikar og burðar- geta eru mikilvægari en hraði að fljúgandi vængurinn náði því að komast í framleiðslu í hlutverki sprengjuflugvélar. Baldur Sveinsson þýddi úr Scientific American, sept. 1995. Höfundurinn er prófessor í flugvélaverkfræði við MIT háskólann og er framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar í flugeðlisfræði við há- skólann. Hann er m.a. í stjórn American Instit- ut of Aeronautics and Astronautics.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.