Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 7
fræðing. Þá má telja handrit, sem ókunnugt er hver hafi ritað, svo sem eina galdrakver- ið á skinni, sem safnið hefur nokkru sinni eignast, einnig margar uppskriftir af fornum ritum, þar með talið af íslendinga-, kon- unga- og biskupasögum, sem og Stjórn, sem er brot af þýðingum og útleggingum úr Gamla testamentinu, er eiga rætur allt aft- ur á 13. öld — þannig að tengd er saman fortíð og nútíð á táknrænan hátt í rituðu máli í þessu handritasafni. Handritasafn Landsbókasafns jókst smám saman með gjöfum eða kaupum frá ýmsu fólki. Bættust við það margs kyns sagnahandrit, bæði uppskriftir fornra sagna og stðari tíma sagna, sem margar voru frumsamdar af landsmönnum eða þýddar úr dönsku eða öðrum tungum grannþjóð- anna. Var efni þeirra gjarnan af riddurum og göfugum frúm eða með sviplíkum ævin- týraminnum. Þá skiluðu sér svo margar rím- ur, að vart verður komið á tölu, þar sem notað var sams konar skáldskaparefni. Hafa þær varðveist í fleiri uppskriftum en nokk- urt annað efni frá liðnum öldum. Ekki verð- ur annað séð en þessi efniviður hinna fjar- lægu ævintýraheima hafi verið ótrúlega vin- sæl afþreying í fásinni og harðri lífsbaráttu hér úti við nyrsta haf. Árið 1879 voru fest kaup á handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta, alls skráð 1.342 handrita- númer. Voru þar á meðal flest handrit Jóns sjálfs og einnig mörg önnur, sem ómetanleg eru fyrir íslenska menningarsögu. Þarna er m.a. að finna þá bók, sem jafnan er talin einn mesti dýrgripur, sem varðveittur er í Landsbókasafni, þ.e.a.s. eiginhandarrit séra Hall- gríms Péturssonar að Passíu- sálmunum, er hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskups Sveinssonar að gjöf í maímánuði 1661. Mun rétt að minnast Jiér upphafsorða skáldsins í formála til lesar- ans: „Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið ..." Fram til ársins 1882 voru opinber skjöl einnig varðveitt meðal handrita í Landsbókasafni, en voru þá skilin frá og stofnað Landsskjalasafn, er nú ber nafnið Þjóðskjalasafn. í upphafi nýrrar aldar, árið 1901, festi Landsbókasafn kaup á handritasafni Hins íslenska bók- menntafélags. Eru það 1.610 bindi úr safni Hafnardeildar og 289 úr safni Reykjavíkur- deildar eða tæplega 2.000 númer. Meðal merkra handrita í þessu safni má nefna sýslu- og sóknalýsingar, er Hafnardeild stofnaði til, að tillögu Jónasar Hallgrímsson- ar skálds, vegna fyrirhugaðrar íslandslýs- ingar. Þá er að geta kvæðahandrita Jónasar sjálfs og fleiri skálda frá fyrri tíð. í handrita- deild er fátt heilla eða heillegra skinnbóka. Þær er að finna í Stofnunum Árna Magnús- sonar hér heima og í Kaupmannahöfn, þar sem varðveitt er mest af eldri hluta hins íslenska handritaarfs. í deildinni má þó sjá nokkuð á annað hundrað skinnblaða. Eru hin elstu þeirra að líkindum jafnvel elsta ritað mál, sem varðveist hefur hér á landi, þ.e. nótnablöð úr tíðasöng með svokölluðum naumum, sem gætu verið frá því um 1100. Hafa flest þessara blaða verið notuð sem bókarkápur utan um yngri handrit og eru því illa farin og torlæsileg. Þá er að nefna Kringlublaðið svokallaða frá um 1260, eina blaðið, sem til er úr samnefndu handriti af Heimskringlu Snorra Sturlusonar, er brann í Árnasafni í Kaupmannahöfn 1728. Þetta blað var í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og færði Carl XVI. Gustav konungur ís- lensku þjóðinni það að gjöf árið 1975. Fjöldi pappírshandrita jókst eftir því sem nær dró nútímanum og rnargfaldaðist á 18. og enn frekar á 19. öld. I handritadeild er að finna langmest af rituðum arfi þessa tímabils. Enn bættust við handrit fjölmargra skálda eða rithöfunda og alls konar fræðimanna, þjóðsögur og sagnir, sem og önnur einka- gögn fólks af öllum stéttum, s.s. ræðusöfn presta, æviminningar og ættartölur, dagbækur, sendibréf og gjörðabækur félaga eða samtaka, sem verið var að koma á fót, einkum á síðari hluta þessa tímabils — að ónefndum nótnahandritum tónskálda, Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar og annarra af ýngri kynslóðinni. Til viðbótar við það, sem á undan er nefnt, skal minnt á hlut Vestur-íslendinga í varð- veislu þjóðararfsins, en þaðan hafa m.a. borist handrit skáldanna Stephans G. Step- hanssonar og Guttorms J. Guttormssonar. Einnig hafa verið afhent heil söfn hingað heim, er fylgdu með í búslóð útflytjendanna yfir hafið, til dæmis frá Sigmundi Matthías- syni Long, er arfleiddi Landsbókasafn að TIL HÆGRhSkarphéðinn Njálsson, mynd Sölva Helgasonar frá um 1860, sem varðveitt er í handritadeildinni (Lbs 937 800). Til vinstri:Snorri Sturluson, eins og Daði fróði Níelsson hugsaði sér hann í Edduuppskrift sinni frá 1833 (Lbs 1475 800). „GRÁSKINNA“ Gísla Konráðssonar frá því um miðja 19. öld, í sauðskinnskápu (Lbs 1293 4to). Margur hefur sótt þjóðlegan fróðleik í fræði Gísla, en seint munu öll kurl þar verða komin til grafar. ÆGISHJÁLMUR, ígaldrakveri frá um 1660 (Lbs 143 800). handritasafni sínu, alls 130 bindum árið 1924. Og enn eru að berast handrit frá Vesturheimi. Á síðasta ári sendi t.d. Gytha M. Rupp safninu annál forföður síns, séra Sigurðar Sívertsen á Útskálum, frá 1831-68, en nú var svo komið, að hvorki hún né aðrir lifandi afkomendur gátu lesið íslenskuna. Vitnar þetta á hinn bóginn um þann hug sem hún ber til lands forfeðranna. Árið 1902 eignaðist Landsbókasafn hand- rit Flateyjarfélagsins, að meginstofni rit og uppskriftir Gísla Konráðssonar fræðimanns. Á hann reyndar stærstan hlut einstakra manna í handritadeild. Næstur Gísla kemur Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, er sá um útgáfu á sjálfsævisögu hans. Þar er þannig lýst þránni „til fróðleiks og skrifta": „Gísli fýstist mjög að Iæra að skrifa; bjó hann sér til blek úr steinkolum, sem hann neri í vatni á tindisk og hafði í fjárhúsum ... Gísli nam að lesa skrift og pára nokkuð, en mjög hélt móðir hans þeim til tóvinnu, og vann Gísli hana jafnan nauðugur. En af því móður hans þótti mjög gaman að sögum og rímum, þá freistaði Gísli að út- vega þær og frelsaði sig með því við tóvinn- una, þótt hann væri raddstirður.“ í viðbæti við ævisöguna segir Sighvatur um vin sinn, Gísla, að hann hafi brúkað fjaðurpenna til 85 ára aldurs, eða þar til árið 1872, „en þá tók hann gleraugun af sér, er hann skar pennann, svo var sjónin skörp; en jafnan þvoði hann augun með brennivíni og sagð- ist hafa gjört það um langan tíma aldurs vörslustað í handritadeild. — Enginn skyldi ætla, að allur sá fjöldi fólks sé gleymdur, sem ekki er nefndur hér á undan en trúað hefur Landsbókasafni fyrir rituðu efni í hálfa aðra öld, allt fram á þennan dag. Nöfn nánast hvers einasta manns má góðu heilli lesa í prentuðum skrám safnsins, sem nú skal nánar getið. Stofnrit að handritaskrám Landsbóka- safns kom út í þremur bindum á árunum 1918-37. Efnið er fyrst og fremst handrita- lýsingar, þ.e. lýst er bæði ytri gerð og efni hvers handrits, auk efnis- og nafnaskráa. Einnig kemur fram ferill handritanna og er þar getið allra þeirra, sem þau hafa af- hent, gefið eða selt, eða koma í því sam- bandi á einhvern hátt við sögu. Er öll þessi skráning mjög tímafrekt nákvæmnisverk. Fyrsta viðbótarbindi eða aukabindi, eins og það er nefnt, var gefið út 1947 og voru bæði stofnskrárnar og umrætt aukabindi samið af Páli Eggert Olasyni. Annað auka- bindi annaðist Lárus H. Blöndal og var það prentað 1959. Því fylgdi skrá um skinnblöð í safninu eftir Jakob Benediktsson. Þriðja aukabindi sá Lárus einnig um, ásamt Grími M. Helgasyni, og var það fullbúið 1970. Fjórða aukabindi, sem kemur nú út á 150 ára afmælisdegi safnsins, 5. júní, sá Grímur um og eftir hans dag sá sem ritar þessi orð. Aðrir, sem unnið hafa að þessu bindi í lengri eða skemmri tíma, eru núverandi starfsmenn handritadeildar, Eiríkur Þormóðsson, Kári Bjarnason og Sjöfn Kristjáns- dóttir, auk Nönnu Ólafsdóttur, en hún lést, fyrir nokkrum árum. Eru nú handritanúmer safnsins orðin tæplega 14.000, þótt handritaforðinn sé snöggt- um meiri, og hinar prentuðu skrár rösklega 2.700 blaðsíður. Margt hefur verið gefið út ■af því efni, sem varðveitt er í handritadeild. Landsbókasafn hefur þó aldrei sjálft staðið NÓTNASETNING Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar fyrjr handritaútgáfum, þótt úr þjóðsöngnum eftir Matthías Jochumsson. Hann var fyrst sunginn á þjóðhátíðinni 1874 (Lbs 627 fol). A 5;tíÞv.<j 4-------------- „ H w' w < n f '"ÍícTra’^ví | 4*.j-\r^x==: .. .. -Tiri—Z r I s 'i,—w „« ' , P V t*' T ) 1-- vic>, cv n nvK tiUOÍKtn Aitjyrav VovUAúff, wijr.n pfn Á2?Qtv ti*WVC nujtt vovurUj^uí tain Vsit rncvVnp i tnlfl Iím Si*v. rtrt - luÁírS p,i SÍÐA ÚR kvæðabók séra Ólafs Jóns- sonará Söndum íDýrafirði, sem sera Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði ritaðiárið 1693 (ÍB 70 470). síns ...“ Mörg voru þjóðráð fundin til að reyna að halda sem bestri sjón, enda ekki vanþörf á fyrir fræðimenn, sem rýndu í fornar, óhreinar og illlæsilegar skræður, oft við dauft ljós í dimmum húsakynnum. Víst er einnig að þjóðin á nokkuð að þakka góðri sjón Sighvats Borgfirðings. Mesta verk hans og að líkindum einnig handritadeildar er Prestaævir I 22 þykkum bindum, samtals um 14.300 blaðsíður. Hér hefur verið stiklað á stóru um sögu handritadeildar fram á þessa öld og það efni, sem þar er varðveitt. Fáeinir menn hafa verið nafngreindir, sumir langskóla- gengnir í bóklegum fræðum en aðrir sjálf- menntaðir í lífsins skóla, sem fulltrúar alls þess fjölda, er lagt hefur sinn skerf til þess hluta íslenskrar bókmenningar, sem hérna er haldið til liaga. Ef til vill hefði mátt geta um fleiri nöfn, ekki síst frá síðari árum, en það er ekki gert vegna þess úr hve vöndu er að ráða hverjum eigi að sleppa eða hvetja skuli helst nefna. Þó skal gerð sú undantekn- ing að tilgreina fjóra menn, þar af eina konu, en heita má að varðveittur sé allur afrakstur ritstarfa þeirra um ævina innan veggja safnsins. Eru það Finnbogi Bernód- usson sjómaður í Bolungarvík, er hélt dagbækur frá 1914 til 1980, Elka Björns- dóttir verkakona í Reykjavík og rithöfund- arnir Þórbergur Þórðarson og Halldór Lax- ness, er báðir hafa kosið handritum sínum starfsfólk deildarinnar hafi meðal annarra komið þar að verki. Gott samband hefur jafnan verið við útgefendur þessa efnis, svo sem Árna- stofnanimar á síðari árum. Ef draga á saman í sem styst mál yfirlit um það efni, sem varðveitt er í geymslu- hvelfingu handritadeildar, má orða það svo, að þar sé að finna andlegan og veraldlegan skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli að fornu og nýju — einkum þó frá 18. öld og siðar — sem og þjóðlegan fróðleik eða þjóðsagnir af ýmsu tagi, prédikanir og bæn- ir, lækningaráð, heimspeki og enn fleiri lærdómsiðkanir, ættartölur, endurminning- ar eða frásagnir, dagbækur og sendibréf, að viðbættu tónlistar- eða nótnaefni og handdregnum myndum og kortum, jafn- framt ýmsum gögnum félaga eða samtaka, sem hvaðeina er ómetanlegt til rannsókna á islenskri menningarsögu, hvort heldur varðar allt landið, einstaka landshluta, hér- uð, sveitir og bæi eða einstaklinga. Handritasafninu var í upphafi komið fyr- ir í húsakynnum Landsbókasafns á Dóm- kirkjuloftinu, fylgdi því siðan yfir í Alþingis- húsið og loks í Safnahúsið við Hverfisgötu, néma á síðari heimsstyrjaldarárunum, þegar það var flutt að Flúðum í öryggisskyhi. í Safnahúsinu fékk safnið sérstakan sal árið 1962. Varð það þá um leið sérstök deild í safninu — handritadeild. Þessi deild er nú hluti hinnar nýju stofnunar Landsbókasafns íslands, Háskólabókasafns í Þjóðarbók- hlöðu, þar sem þessum ómetanlega þjóðararfi er betur fyrir komið og við meira öryggi en nokkru sinni áður í sög- unni. Öllu því fólki, sem komið hefur og koma mun við sögu handritadeildar í tengslum við varðveislu skriflegi-a handritagagna, verður seint fullþakkað, því enginn veit fyr- irfram, hvaða heimildir geta komið að notum við hinar margvíslegu fortíðarrannsóknir, sem stundaðar eru bæði af langskólagengn- um og öðrum fræðimönnum hér á landi. Jafnvel smæstu efnisatriði geta varpað mik- ilvægu ljósi á stærstu viðfangsefni. — Og enn í dag er fólk beðið um að fleygja ekki neinu handritakyns, heldur hafa samband við deildina, ef það hefur eitthvað af slíkum toga í fórum sínum. Skal í því sambandi á það minnt, að útgáfuréttur á þessu efni færist á engan hátt til deildarinnar og höf- undar eða afhendingaraðilar mega leggja kvaðir á sín gögn, hvað varðar umgengni eða lán á handritunum til lestrar eða upp- skrifta á lestrarsal. Þar fer allt samkvæmt landslögum. Höfundurinn starfar á handritadeild Landsbókasafnsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. JÚNÍ1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.