Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 6
LIFANDI LISTAVERK Helsinki, höfuóborg Finnlands, veróur ein gf níu menningarhöfuóborgum Evrópu árió 2000, líkt og Reykjavík. Menningarlíf er blómlegt í borginni og hefur hún aó sögn fróðra manna burói til að veróa ein helsta menningarborg heims í framtíóinni — eins- konar heimsborg í vasabroti. Mikill hugur er því í heimamönnum eins og QRRI PALL ORMARSSON komst aó raun um þegar hann spókaói sig í þess- ari nyrstu höfuóborg innan vébanda Evrópusam- bandsins á dögunum. HELSINKI er borg and- stæðna, þar sem austur og vestur, fortíð og nútíð, tækni og náttúra renna saman í eina heild. Menn- ingin er miðlæg í þessari liðlega 500.000 manna borg og hafa íbúarnir slegið skjaldborg um arfleifð sína, forn- Finnana, siði þeirra og trú. Framtíðin er þeim þó ekki síður hugleikin enda er svigrúm til sköpunar og nýbreytni óvíða meira en í Helsinki, þar sem vindar blása úr austri jafnt sem vestri. Og þótt borgin hafi í tímans rás teygt úr sér og íbúafjöldinn margfaldast er náttúran, sem fyrr, skammt undan. Sjórinn og eyjarnar í kring setja sterkan svip á lands- lagið og stóri almenningsgarðurinn, Es- planadi, dregur úthverfin inn í hjarta borgar- innar. Engan skyldi því undra að Finnar séu stoltir af höfuðborginni sinni - Ijölbreytn- inni, ferskleikanum og fegurðinni, eins og borgarstjórinn, Eva-Riitta Siitonen, kemst að orði. Helsinki var stofnuð árið 1550 af Gustav Vasa Svíakonungi til að etja kappi við eist- nesku borgina Reval (nú Tallinn) sem stend- ur hinum megin við Finnska flóa. Helsinki reis upphaflega við mynni fljótsins Vantaa en var færð sunnar árið 1640, þar sem hún stendur enn. Fyrstu aldirnar voru þyrnum stráðar. Farsótt lagði Helsinki í auðn árið 1710 og þremur árum síðar var hún brennd til kaldra kola. Endurbyggingin tafðist vegna ágangs Rússa og annar bruni, árið 1808, bætti ekki úr skák. Árið 1809 létu Svíar Finnland af hendi og Rússar tóku við stjórntaumunum. Þremur árum síðar lét keisarinn, Alexander I, gera Helsinki að höfuðborg landsins í stað Turku og upp frá því fóru hjólin að snúast. Árið 1816 var þýski arkitektinn Carl Ludvig Eng- el fenginn til að endurskipuleggja Helsinki frá grunni og á skömmum tíma risu margar af nafntoguðustu byggingum borgarinnar. í desember 1917 nýtti Finnland sér óviss- una sem skapast hafði í kjölfar októberbylt- ingarinnar í Rússlandi og lýsti yfir sjálf- stæði. Á næstu áratugum festi Helsinki sig í sessi sem miðstöð verslunar, iðnaðar og menningar. í heimsstyijöldinni síðari sló í bakseglin en borgin var fljót að ná sér á strik aftur og dafnar nú sem aldrei fyrr. Menningin í lykilhlutverlci Hlutverk menningar og lista í finnsku þjóð- lífi hefur farið stöðugt vaxandi frá seinna stríði, að þvi er fram kemur í máli rektors Lista- og hönnunarháskólans í Helsinki, Yrjö Sotamaa. Á árunum 1950-60 segir hann að hlutverk menningarinnar hafi verið óverulegt - heldra fólk hafi einungis sinnt listum í hjáverkum. Á áratugunum tveimur sem á eftir komu urðu menning og listir hins vegar að virkum þætti í þjóðlífínu í Finnlandi. Gæðin jukust og þjónustan varð fjölbreytt- ari. Á árunum frá 1970-80 haslaði menning- in sér síðan völl sem ómissandi þáttur í þjóð- lífínu. Hún var orðin aðlaðandi og borgirnar kostuðu kapps um að gera henni hátt undir höfði. í dag segir Sotamaa engum vafa undir- órpið að menningin gegni lykilhlutverki í Finnlandi - vísi beinlínis veginn til framtíð- ar, sé ein af meginstoðum nýs hagkerfis og hafi mótað nýjan lífsstíl í borgum. f ijósi þessa aukna vægis menningar og lista afréðu yfirvöld í Helsinki að láta gera úttekt á menningarlífi borgarinnar fyrir tveimur árum. Glöggt er gests augað og var Charles Landry, stofnandi eins virtasta ráð- gjafarfyrirtækis Bretlands á sviði menningar, Comedia Consultancy Ltd., kvaddur á vett- vang. Hefur hann skilað af sér skýrslu sem nefnist Helsinki - Lifandi listaverk. „Það má líta á Helsinki sem lifandi lista- verk, þar sem menningarlífíð veitir borginni innblástur með hrífandi og fágætum hætti. Fyrir vikið hefur Helsinki burði til að verða fyrirmynd annarra borga, þar sem menningin felur í senn í sér finnskar hefðir og vilja til nýsköpunar og tilraunastarfsemi. Skýrslan er öðrum þræði kölluð Helsinki - Lifandi listaverk til að fanga athygli allra sem koma að menningarstarfi í borginni. í hugmyndinni felst takmark sem þarf að ná en menningar- iífið í heild sinni er ekki eins blómlegt og efni standa til, þar sem viðhorfí og skipulagi er sumstaðar ábótavant,“ segir Landry sem hefur verið í forsvari fyrir hátt í hundrað verkefni af líkum toga og ætti því að vita hvað hann syngur. Landry gerir grunngerðina fyrst að umtals- efni - til lítils sé að reka nútímalega menning- arborg með 19. aldar aðferðum. „Slík borg verður því að vera frjó á fleiri sviðum en bara menningarsviðinu, svo sem efnahags- sviðinu, stjórnmálasviðinu og stjórnunarsvið- inu. Þessi skilyrði uppfyllir Helsinki,“ segir ráðgjafinn. Tæknilega sinnuó þjóó Tækni er annað undirstöðuatriði menning- ar sem hann nefnir og á því sviði standi Helsinkibúar vel að vígi. Finnar séu til að mynda virkustu notendur alnetsins á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. „Finnar eru afar tæknilega sinnuð þjóð sem stafar ugg- laust af því að Finnland hefur að mörgu leyti verið einangrað land og nú vilja íbúarnir gera það, einkum Helsinki, miðlægara í heim- inum. Þá er rökrétt að grípa til tækninnar." Þriðji kosturinn sem Landry hefur komið auga á er fólginn í þeirri staðreynd að þjóðfé- lagið er svo til stéttlaust. „Þetta auðveldar Finnum að snúa bökum saman á vettvangi menningarinnar og samræma hina ýmsu þætti hennar. Þá sameinar tungumálið, sem er afar sérstakt, landsmenn, svo ekki sé minnst á hina nafntoguðu finnsku þögn. Finnar eru eina þjóðin sem ég hef kynnst sem hefur efnt til málþinga um þögn, eins mót- sagnakennt og það er!“ Og hinn breski gestur heldur áfram á sömu nótum: „Þá eru andstæður Finnum mjög að skapi, svo sem hitinn í gufuböðunum og kuld- inn í vötnunum. Fyrir tilstilli þessara and- stæðna fá þeir útrás. Er þetta dæmi um sér- kenni sem gerir Helsinki frábrugðna öðrum HELSINKI - ein af menningarhöfuðborgum Evrópu árið 2000. Horft til vesturs yfir meðal annars Uspenski dómkirkjuna, höfnina, markaðstorgið, Forsetahöllina, Ráðhús- ið, Esplanadi og Sænska leikhúsið. Morgunblaóió/Orri Páll GEORG Dolivo framkvæmdastjóri verkefnisins Helsinki 2000 og breski ráðgjafinn Char- les Landry við markaðstorgið, sem Helsinkibúar hafa mikið dálæti á. borgum. Myrkrið er einnig dæmi um sér- kenni sem full ástæða er til að virkja í þágu menningarinnar og sé vel haldið á spöðunum má gjörbreyta ímynd borgar eins Helsinki með lítilli fyrirhöfn. ímynd er nefnilega lykil- atriði ætli borgir sér að höfða til hins alþjóð- lega samfélags. Imynd og raunveruleiki hald- ast hins vegar ekki alltaf í hendur og slíkt ber að varast. Ég fullyrði til dæmis að ímynd Mílanó sé mun glæsilegri en raunveruleikinn. Að mínu mati er þessu öfugt farið í Hels- inki, því miður.“ Landry segir smæð þjóðfélagsins jafnframt til þess fallna að laða að gesti, svo ekki sé minnst á lága glæpatíðni, sem sé þáttur sem ekki megi vanmeta því fólk setji öryggið undantekningarlaust á oddinn. „Þá hefur danskunnátta Finna komið mér í opna skjöldu en það ku vera einstök upplifun að dansa tangó á köldu vetrarkvöldi við miðaldra Finna.“ Vasabrotsúlgófa af heimsborg Með hliðsjón af þessum ummælum þarf ekki að koma á óvart að Charles Landry sé þess sinnis að Helsinki hafi burði til að verða ein helsta menningarborg heims í framtíðinni - einskonar heimsborg í vasabroti. Að hans mati eru þó nokkur Ijón á veginum og kjarni vandans felist í því að Finnar séu einfaldlega of skipulagðir. Fijóar borgir verði að vera sveigjanlegar og umfram allt leyfa sér að gera mistök annað veifið, því af þeim sé mestur lærdómur dreginn. Finnar séu hins vegar ragir við að renna blint í sjóinn. „Þá er formgerð menningarlífsins gríðarlega mik- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.