Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 10
Margt bar fyrir augu BRAGA ÁSGEIRSSONAR á ferð hans um söfn og listhús Kaupmannahafnar. Reyndar lagði hann lykkju á leið sína til Danmerkur og segir síðast þar í landi frá villibráðarkvöldi á Amakri. FORMAÐUR dönsku rithöfundasamtakanna, Peter Paulsen, Iselin C. Hermann og Tryggvi Ólafsson í villibréðarveislunni góðu. RÝNIRINN hafði pata af mjög áhugaverðum sýningum í Osló og Stokkhólmi er hann loks hélt utan til Kaupmannahafn- ar nær miðjum desember. Á Munch-safninu var í gangi sýning sem nefndist „Eftir Munch“ og á Waldemarsudde í Stokkhólmi yfirgripsmesta sýning á lífs- verki málarans Bruno Liljefors (1860-1939) sem haldin hefur verið. I alþjóðlegum upp- siáttarverkum sem blaðað var í er hans get- ið sem eins mesta fuglamyndamálara seinni tíma. Freistandi var að taka krók á báða staðina, einkum vegna þess að hér var aug- ljóslega komin dálítil gloppa þekkingar minnar á norrænni málaralist, þótt ég kann- aðist vel við nafnið og hafði séð nokkrar myndir eftir hann í bókum og á söfnum. Báðar sýningarnar eru löngu afstaðnar en ástæða er til að rita seinna hugleiðingar um þróun málverksins eftir Munch með hliðsjón af þessari sérstöku framkvæmd, sem var hugmynd Rudy H. Fuchs, forstöðumanns Borgarlistasafnsins í Amsterdam og hins nýja forstjóra Munchs-safnsins, P.Bj. Boym. Upphaflega var sýningin, þar sem 12 heims- þekktum málurum er teflt á móti myndum Munchs, í Amsterdam fyrr á árinu. Þá mun ég fljótlega skrifa sérstaka grein um Lilje- fors, en ég lifði ævintýralega fallegan sunnu- dag í Stokkhólmi og sýningin var á margan hátt opinberun. Á Þjóðlistasafninu var múgur og marg- menni, aðallega vegna sýningar á verkum Jenny Eugenia Nyström, (Kalmar 1857 - Stokkhólmur 1947) sem í heimalandi sínu var frumheiji á sviði myndlýsinga, ekki ein- göngu í bækur og tímarit heldur jafnframt á póstkort, einkum jólakort. Var einnig mál- ari og auðséð á öllu að hér var á ferð listamað- ur sem höfðaði til fólksins og sænskrar þjóð- arsálar og er enn yfírmáta vinsæll, fortíðar- þráin lætur ekki að sér hæða í Svíaríki um þessar mundir frekar en annars staðar. í desember er aðsóknin á sjálft safnið frekar róleg, og afar undarleg tilfinning að vera lengi aieinn í Rembrandtssalnum, þar sem hið mikla verk, Trúnaðareiður Bataveijanna við Claudius Civilis, trónir fyrir miðju, á meðan troðfullt var á sýningu Jenny Nyström, meistara gamalla jólakorta! Nútímalistasafnið er horfíð af Skepps- holmen í bili, en verður enduropnað á sama stað í mun rúmbetri og endur- byggðum húsakynnum við hátíðlega athöfn 1. janúar 1998 kl. 00.00. Nefna Svíar þetta byggingu aldarinnar yfír núlistasafn! í millitíðinni er hluti þess til húsa í sporvagnahöllunum við Eriksbergplan, Birger Jarlsgatan 57. Þar var í gangi mjög hrá samsýning \ í anda þess, sem hvarvetna getur að \ líta á núlistasöfnum og gestir sárafáir, \ snöggtum fleiri í sölubúðinni þar sem frammi liggur frábært úrval listaverka- bóka. Kvöldflugið til Stokkhólms á laugar- degi hafði verið skrítið, því það voru aðeins örfáir farþegar í stórri lúxusvél með sætum líkustum hægindastólum. Morgunflugvélin frá Stokkhólmi til Kaup- mannahafnar, árla mánudags, var hins vegar nær full, en það var sérstök vél á leið til Rómar og ekki laust við að nokkur tregahrollur væri í mér er ég yfirgaf signor- ínuna dökku við hlið mér er lent var á Kas- trup. Hugsaði stíft til þess, að heil 42 ár voru liðin síðan ég dvaldi veturlangt í borg- inni eilífu. Fyrsl fariA á örkina Kominn til menningarborgarinnar var stefnan fljótlega tekin á sýningar, einna fyrst á Örkina við Ishöj, þar sem mikið auglýst sýning á verkum súrrealistans Wilhelms Freddie var enn í fullum gangi, að auki sýn- ingin Ópið, þ.e. Borealis frá Menningarmið- stöðinni í Svíavirki. Tók það í einum böggli að fara fyrst til Köge á svonefnt frummynda- safn, skitsesamling, en þar stóð yfir rómuð sýning á teikningum Svisslendingsins Ferdin- ands Hodler (Bern 1853 - Genf 1918), sem ásamt Munch telst einn af frumkvöðlum út- hverfa innsæisins. Yfirlitssýning á verkum hans hafði staðið yfir í Frankfurt frá því í október og lauk ekki fyrr en nú í janúar. Afar vel var staðið að sýningunni í Köge, þessum vinalega smábæ, og safnið litlu minna en Listasafn Islands, en mun samþjappaðra og hlýlegra. Auk teikninga og uppkasta að stærri verkum voru á vegg sýndar litskyggn- ur af landslagsmyndum frá Álpafjöllum, sem var ómetanleg viðbót. Eins og Munch varð Hodler fyrir miklum áhrifum frá raunsæinu, æskustílnum og táknsæinu, bæði þýsku og ensku úgáfunni, sem þróuðust gegnum franska útimálverkið og áhrifastefnuna til umbúðalausari tjáningar, úthverfs innsæis. Og eins og Munch hefur Hodler haft ómæld áhrif á núlistir síðustu áratuga og má nefna hér engan minni bóg en Joseph Beauys, ásamt innsetningalistamönnum síðustu ára, sem sér stað í verki Marie-Antoniette Chiar- enza, er 1995 gekk út frá hinni frægu mynd, Skógarhöggsmaðurinn, í einu verka sinna. Fari maður lengra aftur í tímann má nefna Jawlensky og Giacometti. Sýningarskráin stór og mikil, prentuð á afar vandaðan papp- ír, nálægt því að vera gersemi um allan frá- gang og útlit. Á bakaleiðinni voru’sýningarnar í Örkinni skoðaðar vel og vandlega, en þær ollu mér báðar vonbrigðum, þótt innan um væru ágæt verk og hér kemur eitt íslenzkt nafn inn í myndina, Inga Svala Þórsdóttir, sem ásamt félaga sínum, Wu Shan Zhuan, hafði útfært risastóra litljósmynd af grænmeti; „Ve- getable Pleasure“. Öll framkvæmdin kringum sýninguna Ópið var líkast fram- haldi af stórsýningunum í Brúnu kjöt- höllinni (Artgenda), Lousiana (How Now), Kunstforeningen (Interzones, work in progress) og Gámasýningunni. Fáir feitir bitar voru á hinni afmörk- uðu sýningu á verkum Wilhelms Freddie, sem lést í október 1995, og sýningarskráin lítil virkt, en hins vegar kom út frábær bók um lífsverk hans í sept- ember eftir rithöfundinn og listsögufræð- inginn Rolf Læssöe, og það er freistandi verkefni að kynna vel þennan vafalítið mesta súrrealista Norðurlanda. Skondið, að dagblöð og tímarit nefndu Freddie nær alltaf klámmyndamálarann sem varð pró- fessor, þrátt fyrir að 1963 hafi hann með dómi endanlega verið hreinsaður af ákær- unni, sem leiddi til fangelsunar hans og útlegðar í Svíþjóð eftir stríð. Af einu safninu á annaó Það var með mikilli tilhlökkun að ég nálg- aðist sýningu á verkum Thorvalds Bindes- böll (1846-1908, Kaupmannahöfn) á Listiðn- aðarsafninu á Bredgade og á leiðinni leit ég inn í nokkra meiri háttar sýningarsali við sömu götu. Hjá Asbæk voru í stóra salnum THORVALD Bindesböll: Skreyttur leirvasi. HENI\ aftur uppi verk eftir einn af félögum Svav- i ars Guðnasonar, Carl Henning Pedersen (f. 1 1913), sem hefur einstæðan hæfileika til að 1 mála kristalsferskar myndir, er skara við- < fangsefni sem hann tók upp fyrir hálfri öld. i Myndir hans eru í háum verðflokki og þann- ; ig kostuðu stærstu myndirnar sem svarar ; nærri 9 milljónum og meðalstórar myndir i 2-4 milljónir, flestar seldar að venju. i Hinum megin við götuna er hið nafn- I kennda Galerie Birch, sem þó má muna sinn í fífil fegri, en var aðallisthús nýrra strauma frá París á sjötta áratugnum er ég var við i nám í borginni. Svo til við hliðina er listhús 1 Christians Dam, sem rekið er með miklum krafti, og þar var sýning á verkum Berlínar- málarans Rainers Fettig, sem voru ekki síður l máluð af miklum krafti. Saga að segja frá, að Dam bauð listamanninum til borgarinnar i og skyldi hann mála áhrifin sem hann yrði i 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.