Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 11
1 iÉ Ég mála þaó sem ég sé. En ab mála þab sem ég sé verbur ab vera byggt á litum. Eg vinn ekki útfrá öbrum litum en égsé í náttúrunni. Hvort sem þeirhafi svip af landslagi eba ekki. Þab er allt og sumt. Ogjafnframt hvort semformibfellur ab málverkinu eba ekki. verið meðtekið og þefað af í Evrópu, og reynd- ist til lengri tíma þyngsta lóðið á listrænni vogarskál þeirra. Kjarni grunnmenntunarinn- ar frá árunum í Kaupmannahöfn, mun hafa setið mun fastar í þeim en návígið við heims- listina enda báðar mjög norrænar að upp- lagi. Þær hurfu þannig aldrei inn í umhverfi sitt, heldur héldu fastmótuðum persónuein- kennum alla tíð svo sem fram kemur í pensil- strokum þeirra. Voru báðar vel vitandi um hvað var að gerast og efst á baugi, þó svo Louisa héldi sig meira í nágrenni hins sígilda. ÞEGAR rýnirinn var að taka út þroska á yngri árum var yfir hinu hljómfagra nafni, Louisa Matthíasdóttir, eitthvað mjög fjarlægt um leið og sópaði að Nínu, sem var ljóslifandi og alstaðar nálæg hvorutveggja í eigin persónu og með kraftmiklum framkvæmdum á sýningavett- vangi. Gerði þar fyrir utan strandhögg á erlendum vettvangi, sem var vel tíundað í íslenzkum fjölmiðlum. En aldrei varð ég ná- kunnugur Nínu, þótt við vissum mætavel hvort af öðru, og enn minni hafa kynnin af Louisu orðið, þótt fyrir áratug hafi ég átt minnisstætt kvöld á heimili hennar og Le- lands Bell í New York. Vel voru menn meðvit- aðir um listakonuna sem hafði haslað sér völl handan Atlantsála, auk þess að smám saman sá ýmissa athafna hennar stað á síðum virtra amerískra listtímarita. Vegur Louisu óx í New York á líkum tíma og Guðmundar Errós í París, og þótt allir væru ekki jafnupp- numdir af tíðindunum meðal núlistamanna á Fróni, og sumir þráuðust við, urðu þeir að viðurkenna og kyngja staðreyndum. Algjör uppstokkun í sýningamefnd FÍM 1968 leiddi til þess að ný viðhorf ruddu sér til rúms og nú vildu menn leitast við að tengja þetta framsækna fólk í útlandinu íslenzkum vettvangi. Tókst í fyrstu atrennu að virkja Erró með þátttöku á sýningu Norræna mynd- listabandalagsins á Charlottenborg í Kaup- mannahöfn 1969, en nokkur bið varð á að samband næðist við Louisu, en þegar það loks komst á, var framlag listakonunnar til Haustsýningarinnar að Kjarvalsstöðum 1974, ótvíræð staðfesting á vægi og stærð hennar sem málara. Þátttaka Louisu vakti sérstaka athygli, var að auk fyrsta kynning á list hennar frá því hún hélt utan. Málverkin voru stúkuð af innst í vestursal og reyndist ótví- ræður styrkur að þeim, áttu sinn þátt í góðu gengi þessarar sennilega viðamestu Haust- sýningu í allri sögu félagsins. Vítamínsprauta á aðsóknina og krydd sem bragð var að í kraumandi geijun og uppgangi hinnar ár- vissu framkvæmdar. Minnist þess, að hluti framlags Louisu samanstóð af nokkrum óvenjulega stórum kyrralífsmyndum og skáru þær mjög í stúf við allt annað í samanlögðu húsinu. Ýmsum þóttu dúkamir nokkuð gamaldags og fram- andi, ekki á hverjum degi sem líta mátti krús- ir, saltstauka, tómatflöskur, sultukrukkur, hnífa og alla þá miklu gnótt grænmetis á myndfleti; agúrkur, lárperur, sítrónur, kál, grasker, lauka, eggaldin, spergla, og ávexti í skál. Viðurkenndu þó flestir að hér væri óvenjulegur og dijúgur málari á ferð. ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.