Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 6
MICHAEL Ondaatje hafði að eigin sögn aldrei hugleitt að verða rithöfundur fyrr en hann kom til Kanada, þá 19 ára gamall, til að leggja stund á ensku og enskar bókmenntir við Bishop-háskólann í Lennoxville í Quebec. Hann hafði þá frá níu ára aldri búið með móður sinni og systkinum í London en þangað kom hann frá Colombo á Ceylon eftir að foreldrar hans skildu. Þótt hann sé nú orðinn kanadískur ríkisborgari og hafi alið aldur sinn nær allan í gráma Lundúna og kulda Tor- onto er óhætt að segja að uppruni hans í hita- beltinu hafi aldrei sleppt á honum tökum. Það eru ekki hvað síst lýsingar á óbærilegum hita og óþolinu sem honum fylg- ir sem gerir bækurnar „í gegnum blóðbaðið" (Coming Through Slaughter) (1976) og „Heildarverk Billy the Kid“ (The Collected Works of Billy the Kid) (1970) svo eftir- minnilegar. Og eitt meginviðfangsefni Ondaatje í „The English Patient“( 1992), þjóðemið og tilgangsleysi þess sem útgangs- punkts í mannlegum samskiptum, endur- speglast ljóslega í blönduðum uppruna hans sjálfs en fjölskylda hans er einn hrærigraut- ur af tamílum, sínalesum, Englendingum og Hollendingum. í minninga- og ferðabók- inni „Ættarfylgjan" (Running in the Fam- ily) (1982) segir hann t.a.m. frá því að þeg- ar landstjórinn á Ceylon hafi innt móður- bróður hans eftir því af hvaða þjóðerni hann væri hefði hann svarað: „Það veit Guð einn.“ Eitthvað svipað þessu hefði aðalsöguhetjan í „Enska sjúklingnum", greifínn Almásy vilj- að svara þegar enskir hermenn taka hann fastan fyrir að bera “skrýtið nafn“. Enda er það ekki þjóðemið sem tengir saman persónurnar í „Enska sjúklingnum" heldur sameiginleg áhugamál, sameiginleg þekking á evrópskri menningu og síðan náttúmlega ástin, þessi meginkraftur sem brúar bilið á milli kanadísk-franskrar hjúkranarkonu og indversks sprengjuleitarmanns, og á milli ungversks greifa og enskrar auðmannskonu. Aiþjóólegur höfundur Það má því hiklaust telja Ondaatje til svokallaðra “eftirlenduhöfunda“, þeirra fjöl- mörgu höfunda suðursins sem skrifa á máli HOFUNDUR SLÆR í GEGN Vinsældir Oskarsverðlaunamyndarinnar „The Engl- ish Pgtient" hafg gert höfund samnefndrar skáld- sögu, Michael Ondaatje, heimsþekktan. Þessi ró- legi kanadíski háskólakennari sem lengst af hefur haldió sér fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna hefur þó . .. .—----------------------7- ekki hlaupið í felur undan frægðinni, segir KRISTJAN ---7--------------------------- B. JONASSON, heldurtekið henni opnum örmum. Hann ferðast nú um ásamt leikstjóranum Anthony Minghella og kynnir bæði sögu og mynd í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna. RALPH Fiennes íhlutverki enska sjúklingsins. gömlu nýlenduherranna og nýta sér evr- ópskar menningarhefðir en umbreyta þeim og endurskapa til að gera menningarblönd- unni sem eru sprottnir af betri skil. Á með- an evrópskir og amerískir höfundar halda flestir dauðahaldi í þjóðernið sem helsta ankeri sjálfsmyndar og samfélagssýnar eru „kynblendingar“ eins og Ondaatje næsta skeytingarlausir um slíkt, svo mjög stundum að jafnvel öðrum „eftirlenduhöfundum“ hef- ur blöskrað hve rætur og þjóðerni skiptir litlu máli í höfundarverki Ondaatje. Til að mynda hefur indversk-bandaríski rithöfund- urinn Arun Mukherjee gagnrýnt hann fyrir að afneita uppruna sínum og að bæla þá sérstöku og annarlegu sýn á veruleikann sem rís af reynslu hans af þriðja heiminum og nýlendukúgun Englendinga. Þetta má að vísu heimfæra að einhveiju leyti upp á ljóð hans en lengst af var Onda- atje fyrst og fremst ljóðskáld og fyrstu bækur hans: ljóðabækurnar „Fíngerðu skrímslin“ (The Dainty Monsters) (1967) og „Maðurinn með tærnar sjö“ (The man with seven toes) (1969) voru undir sterkum áhrifum frá amerískum nútímaljóðskáldum eins og Wallace Stevens og Edwin Muir. Ljóðin eru oft mjög vitsmunaleg, byggjast á grískum goðsögum, málverkum og högg- myndum eða þá ljóðheimi genginna skálda. En styrkur Ondaatje sem höfundar er þó ekki hvað síst færni hans í að tengja vits- muni og þekkingu — háskólann og heim hans — við mjög ágengt og munúðarfullt tungutak. I ljóðum hans og sögum er oft mjög ofbeldisfullur undirtónn sem settur er á vogarskálar með líkamlegum unaði, ást og fegurð. Þannig er verkið sem segja má að hafi verið vendipunktur í höfundarferli hans, „Heildarverk Billy the Kid“ er í senn mettað af ofbeldi og ljóðrænni fegurð. Billy barnungi er ekki síður innblásinn elskhugi og lífsnautamaður en samviskulaus morð- ingi. Saman fara áhrifamiklar lýsingar á tilfinningum og drápum sem ekki virðast eiga sér neina sérstaka ástæðu, heimurinn sem blasir við Billy er einfaldlega ofbeldis- fullur, að vera til er að takast á við ómælt ofbeldi. Rústir og gleói Þessi geggjun hefur síður en svo temp- rast í síðustu verkum Ondaatje, skáldsögun- um „I ljónsfeldi“ (In the Skin of a Lion) (1987) og „Enska sjúklingnum". Hún hefur aðeins orðið ísmeygilegri og margbrotnari. Að mörgu leyti er þessi eyðandi kraftur GARCIA LORCA DREPINN AFTUR í GRANADA Fyrir skömmu var frumsýnd í Granada kvikmyndin „Dauði í Granada“. Myndin ó að fjalla um síðustu daga Federico García Lorca og dularfulla aftöku ____hans vió upphaf borgarastríósins. ÞORRI JOHANNSSON fór ó myndina og fylgdist með við- tökum spænskra gagnrýnenda. KRINGUMSTÆÐUR dauða Lorca hafa aldrei verið útskýrðar til fulls. Hvorki staðsetningin né gröf hans einhvers staðar fyrir utan Granada er kunn. Eins og kemur fram i myndinni kom skipunin líklega frá æðri stöðum. Líklega var ætlunin að skjóta táknmynd ’27 kynslóðar spænskra skálda en flestir úr þeim hópi forð- uðu sér í útlegð. Aðrir segja að þeir hafi verið á eftir Rafael Alberti er var yfírlýstur rauðliði en þar sem þeir misstu af honum, hafi Lorca komið í staðinn. Alberti er sá síð- asti af kynslóðinni sem ennþá lifir. Lorca var ekki flokkspólitískur og gáði ekki að sér og þótt þúsundir annarra saklausra hafí verið líflátnir var dauði Lorca tákn fyrir glæpi styrjaldarinnar. Hann var einn af fyrstu písl- arvottunum og er orðinn þjóðskáld á Spáni. Þetta er einhvers konar spennumynd án spennu um útlægan Spánvetja í Puerto Rico, með Granada sem sögusvið. Hann fæst við skriftir og snýr aftur til Granada 1954 til að rannsaka dauða Lorca. Hann sá uppsetn- ingu Yermu í Madrid þar sem mættir voru uppivöðsluseggir er gerðu hróp að sýning- unni er efast var um tilvist guðs. Lorca er sjálfur við stjórnvölinn baksviðs og fjórtán ára drengurinn fer þangað til að hitta skáld- ið og fá áritun á bókina Romancero Gitano í óþökk föðurins, en við hlýjar móttökur Fed- ericos. Hann er þar ásamt vini sínum sem einnig er aðdáandi, er veldur því óbeint að hann verður fyrir slysaskoti og lætur lífið við uppreisnina 1936. Faðir hins látna er herforingi og fjöskylduvinur aðalhetjunnar, en þar er komin skýringin á af hveiju honum er í nöp við skáldið. Myndin segir frá hremmingum hans við að komast að hinu „sanna“ í Granada og Madrid, með lögregluna á hælunum. Þar er þagnarmúr kringum nafn Lorca. Meira að segja er hægt að koma einni ástars- enu að og sjóliðar sjást á barnum þótt erfitt sé að skilja hvað þeir séu að gera einkennis- klæddir svo langt frá hafi. Kryddað er með smáflamenco og er músíkin við aftökuna er góð. Atburðirnir standa honum nær en hann granaði og reglu- lega er flassað aftur í atburði frá síðustu dögum skáldsins. Sem öllum að óvör- um sneri aftur til Granada á þessum viðsjárveðru tímum. Þegar pilturinn kemur aftur hefur hann allt í einu breyst í múlattaleg- an Puerto Ricana, þar sem leikarinn Esai Morales er það- an. Hann er auðvit- að að kljást við drauga fortiðarinnar, kúbanski Bandaríkja- maðurinn og Hollywood-leikarinn Andy Garc- ia leikur Lorca og reynir að bjarga einhveiju með augnaráði sínu úr öðrum myndum. Að- eins greiðslan og fötin minnir á skáldið. Aðrir leikarar þótt skartað séu nokkram róm- önskum Ameríkönum, virka ekki sannfær- andi sem Granada- búar. Illmennið Centero sem á fyrst að vera morðinginn er i útliti og klæðn- aði eins og Gestapo- maður, en á að vera Granada-fasisti. Öllum nöfnum hinna raunveralegu sögupersóna virðist vera breytt. Ekki er minnst á Rosales- fjölskylduna er fylgdi falangistum að málum, en Lorca dvaldi undir vernd hennar er hann var handtekinn. Að vísu kemur fram ljóð- elskur falangisti í blárri skyrtu sem reyndi að forða Lorca. En undir allt öðru nafni en skáld- ið Rosales sem dó í hárri elli. Edward James Olmos leikur ljóð- elskan útgefanda, sem stendur fyrir handtöku skáldsins honum til verndar að sögn. Átján árum seinna er hann út- gefandi verka hans og honum bregður fyrir í áhorfendahóp Yerma. Ekki er aug- ljóst hvað hann og margir fleiri eru að gera í þessari mynd. Nema ætlunin hafi ver- ið að bæta fábreytt handrit með sem flestum karakteram. Ekki er hægt að fá samúð með neinni persónuninni. Tönnlast er á ljóðlinunni klukkan fimm í eftirmiðdaginn þegar nauta- atið hefst og stríðið braust út í Granada. Skáldið er látið kyija þetta yfir sjálfum sér ANDY Garcia sem Federico Garcia Lorca. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.